Stunguárás við Skúlagötu

Fréttamynd

Svar við grein Dag­nýjar Hængsdóttur Köhler

Við viljum þakka Dagnýju fyrir samúðarkveðjur hennar og fyrir að stíga fram, sýna hugrekki og standa andspænis þeirri hræðilegu martröð sem mun fylgja fjölskyldu Bryndísar Klöru um ókomna tíð vegna voveiflegs fráfalls hennar. Það krefst mikils hugrekkis af hennar hálfu, sem ömmu gerandans, að segja sína sögu á svo einlægan og opinskáan hátt.

Skoðun
Fréttamynd

Við lifum í skjóli hvers annars

Með þessum skrifum stíg ég í umræðuna um hið hræðilega hnífstungumál sem gerðist á Menningarnótt 2024 og varð til þess að Bryndís Klara Birgisdóttir missti lífið. Ég votta aðstandendum hennar mína allra dýpstu samúð. Á þessum tímapunkti kýs ég núna að svara kalli og gerast riddari kærleikans eins og faðir hinnar látnu gerði ákall um. Ég er amma gerandans.

Skoðun
Fréttamynd

Amma gerandans svarar á­kalli föður Bryn­dísar Klöru

Dagný Hængsdóttir Köhler, amma drengsins sem banaði Bryndísi Klöru Birgisdóttur á menningarnótt í fyrra, segist vilja svara kalli föður Bryndísar Klöru og gerast riddari kærleikans. Dagný kallar eftir því í aðsendri grein að betur sé hugað að börnum sem upplifa áföll. Dóttursonur hennar og dóttir hafi bæði upplifað áföll sem hafi markað líf þeirra og gjörðir. Hún vilji ekki draga úr ábyrgð eða afsaka, heldur stuðla að breytingum.

Innlent
Fréttamynd

Skoðaði stað­setningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir á­rásina

Pilturinn sem sætir ákæru eftir hnífstunguárás á menningarnótt skoðaði staðsetningu einnar stúlkunnar sem fyrir árásinni varð hátt í hundrað og fimmtíu sinnum á degi árásarinnar. Forstjóri Persónuverndar hvetur börn og fullorðna til vitundar um hætturnar sem því geta fylgt að deila viðkvæmum upplýsingum á borð við staðsetningu með öðrum.

Innlent
Fréttamynd

Á­rásar­maðurinn hafi átt í sam­skiptum við lykilvitni

Gerandi í máli Bryndísar Klöru Birgisdóttur hefur átt í samskiptum við lykilvitni í málinu. Rúv greinir frá. Hann sætir gæsluvarðhaldi á meðan málið er til meðferðar hjá dómstólum. Gerandinn er ákærður fyrir manndráp og tilraun til manndráps.

Innlent
Fréttamynd

Megi aldrei verða ís­lenskur veru­leiki

Vopnaburður ungmenna hefur nú þegar valdið óbætanlegum skaða segir dómsmálaráðherra. Hnífaárásir megi ekki verða hluti af íslenskum veruleika og mikilvægt sé að efla geðheilbrigðisþjónustu. Undanþága frá refsingu vegna hylmingar og undanskoti sönnunargagna verði skoðuð.

Innlent
Fréttamynd

Hnífurinn fannst í skotti for­ráða­manna

Forráðamenn drengsins, sem er ákærður fyrir manndráp og tilraun til manndráps á menningarnótt, voru handteknir og grunaðir um að hafa komið sönnunargögnum undan við rannsókn málsins. Foreldrar Bryndísar Klöru sem lést eftir árásina segja sorgina óbærilega en vona að hennar saga verði til þess að bjarga mannslífum.

Innlent
Fréttamynd

Vígðu bleikan bekk við skólann

Bleikur bekkur var vígður í Verzlunarskóla Íslands í morgun til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, sem lést eftir stunguárás á menningarnótt. Bryndís Klara hefði orðið átján ára í gær og voru að því tilefni styrkir veittir úr minningarsjóði hennar í fyrsta sinn.

Innlent
Fréttamynd

Sakamálin sem skóku þjóðina

Gríðarlega mörg sakamál voru til umfjöllunar hér á landi árið 2024. Sjö manndrápsmál komu upp á árinu, þar sem samanlagt átta létu lífið. Af þessum átta voru þrjú mál þar sem barn lést.

Innlent
Fréttamynd

Kærastinn fær á­heyrn í Menningarnæturmálinu

Héraðsdómur Reykjavíkur þarf að taka fyrir skaðabótakröfu pilts í Menningarnæturmálinu svokallaða. Héraðsdómur hafði áður vísað kröfunni frá dómi, en Landsréttur hefur vísað málinu aftur í hérað.

Innlent
Fréttamynd

Skíta­mix til að gera það besta úr von­lausri stöðu

Til stendur að skipta starfsemi Stuðla upp og flytja hluta hennar frá Grafarvogi, þar sem hún hefur verið, upp í Mosfellsbæ. Í nýtt húsnæði sem starfsmenn segja ekki henta. Þar hefur fundist mygla og húsnæðið er ekki hannað fyrir starfsemi að þessu tagi. Funi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Barna- og fjölskyldustofu segir þetta skítamix - verið sé að reyna að gera það besta úr vonlausri stöðu.

Innlent
Fréttamynd

Pilturinn á­fram bak við lás og slá

Sextán ára piltur sem grunaður er um að hafa banað sautján ára stúlku með hnífi við Skúlagötu í miðbæ Reykjavíkur á Menningarnótt hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 22. október. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er ekki á­tak til ein­hverra daga eða vikna“

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, tók á móti tæpum níu milljónum króna sem söfnuðust í Minningarsjóð Bryndísar Klöru með kertasölu og góðgerðahlaupi í Salaskóla. Skipuleggjandi kertasölunnar segir magnað að sjá hvað samtakamáttur þjóðarinnar er mikill þegar bjátar á.

Innlent
Fréttamynd

Söfnuðu um níu milljónum í minningu Bryn­dísar Klöru

Minningarsjóði Bryndísar Klöru Birgisdóttur var í dag afhent um níu milljónir króna sem söfnuðust í annars vega kertasölu og hins vegar í áheitahlaupi skólasystkina hennar. Í tilkynningu kemur fram að tæpar sjö milljónir hafi safnast í kertasölunni og um 1,4 í áheitahlaupinu. Forseti Íslands er verndari sjóðsins og tók við peningunum í dag fyrir hönd sjóðsins.

Innlent
Fréttamynd

Finnum sér­stak­lega til þegar börn eigi í hlut

Aldrei hafa verið framin jafn mörg manndráp á Íslandi á einu ári líkt og það sem af er þessu ári. Afbrotafræðingur vonast til þess að um sé að ræða topp sem gangi svo aftur niður. Þjóðin finni sérstaklega til þegar börn eiga í hlut í málunum. 

Innlent
Fréttamynd

„Við berum ekki þeirra sorg“

Þegar þjóðarsálin upplifir hvert áfallið á fætur öðru á það til að gerast að sumir dofni og sýni sinnuleysi en aðrir upplifa rosalega sterkar tilfinningar.

Innlent
Fréttamynd

Fólk kveiki á kerti til minningar um Bryn­dísi Klöru

Anna Björt Sigurðardóttir hvetur landsmenn til að kveikja á friðarkerti á föstudag til að minnast Bryndísar Klöru Birgisdóttur. Útför Bryndísar Klöru fer fram á föstudag. Anna Björt hefur haft samband við allar stærstu matvöruverslanir landsins sem munu í dag hefja sölu á sérstöku friðarkerti. Allur ágóði af sölu kertisins rennur óskiptur í Minningarsjóð Bryndísar Klöru.

Innlent