Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler skrifar 1. mars 2025 08:02 Með þessum skrifum stíg ég í umræðuna um hið hræðilega hnífstungumál sem gerðist á Menningarnótt 2024 og varð til þess að Bryndís Klara Birgisdóttir missti lífið. Ég votta aðstandendum hennar mína allra dýpstu samúð. Á þessum tímapunkti kýs ég núna að svara kalli og gerast riddari kærleikans eins og faðir hinnar látnu gerði ákall um. Ég er amma gerandans. Vera má að einhverjum aðilum máls þyki þessi umfjöllun of hreinskilin, afhjúpandi, harðneskjuleg og ósanngjörn, en það verður þá svo að vera. Ég er ekki með þessum skrifum að draga úr ábyrgð gerandans né setja fram afsakanir. Markmið mitt með þessu skrifum er skýrt. Ég vil stuðla að breytingum sem vonandi bjarga mannslífum. Ég vil heiðra minningu Bryndísar Klöru Birgisdóttur sem lést sem saklaust fórnarlamb, hörmulegra aðstæðna. Um var að ræða stjórnlausa hegðun fjölskyldumeðlims míns, í mjög alvarlegum vanda. Vanda sem hefði verið hægt að taka mun betur á. Ég legg fram mitt álit og tillögur. Mig dreymir um nauðsynlegar úrbætur til byggja upp betra velferðarkerfi sem mætir betur og markvissar þörfum barna sem m.a. eiga foreldra með fíkni- og geðrænan vanda. Hér nýti ég annars vegar mína menntun og faglegu reynslu sem heilbrigðisstarfsmaður í geðþjónustu og hins vegar hina ólýsanlega hörðu reynslu sem aðstandandi geranda í djúpum vanda. Það er gríðarlega mikilvægt að samfélagið allt og stjórnvöld nýti þessa hörmungarsögu til að læra af. Fara þarf allar færar leiðir til að styðja betur við þarfir barna og forsjáraðila í vanda. Í leit að lausnum og veikleikum í velferðarkerfinu, segi ég í grófum dráttum frá sögu gerandans til að leggja máli mínu lið. Saga hans er því miður ekki einsdæmi, miðað við reynslu mína sem starfsmaður í geðheilbrigðisþjónustu. Áföll í æsku Áföll í æsku hafa gríðarleg áhrif á börn og þeirra möguleika til að þroskast á heilbrigðan og farsælan hátt. Adverse Childhood Experiences (ACE) eru 12 tegundir af alvarlegum áföllum, sem eiga sér stað í æsku (fyrir 18 ára aldur) og geta haft langtímaáhrif á heilsu, hegðun og líðan einstaklings. Þessi reynsla getur verið allt frá misnotkun og vanrækslu til geðrænna áskorana forsjáraðila. ACE áföll geta haft veruleg áhrif á heilaþroska, stjórnun tilfinninga og líkamlega heilsu. Þessar breytingar á heilastarfsemi geta haft áhrif á athygli barna, þroska, nám og ákvarðanatöku. Rannsóknir sýna að því fleiri ACE-stig sem einstaklingur hefur, því meiri hætta er á sálrænum erfiðleikum, árásargjarnri hegðun og ofbeldi síðar á ævinni. Þeir sem hafa upplifað mikla erfiðleika í æsku eiga oftar í erfiðleikum með tilfinningastjórnun, hvatvísi og reiði, sem getur leitt til ofbeldishegðunar.Rannsóknir undirstrika mikilvægi snemmtækrar íhlutunar og stuðnings fyrir börn sem hafa orðið fyrir neikvæðri reynslu til að draga úr líkum á ofbeldishegðun síðar á ævinni. Saga gerandans Hér verður ekki farið yfir einstaka atburði í sögunni en stóra myndin er sú að um var að ræða alvarlega vangetu forsjáraðila/móður sem fékk að viðgangast allt of lengi, með of vægum inngripum af hálfu barnaverndar. Faðir sinnti honum ekki í mörg ár. Á heimili varð hann vitni að andlegu, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi gegn móður sinni. Hjá geranda hafa ACE stigi bæst við eitt af öðru yfir sl. 10 ár, þar sem móðir hans var þrenn jól í fangelsi, í meira og minna í stöðugri fíkniefna neyslu, stundaði fíkniefnasölu og var í nánum samböndum við aðra fíkla og alvarlega ofbeldismenn. ACE stigin hjá geranda voru líklega orðin 8 talsins fyrir fermingaraldur. Hvernig má það vera að aldrei hafi verið gert forsjárhæfnimat eða geðrænt mat á móður til að sjá hvernig og hvort færni hafi verið til staðar til að sinna þörfum geranda á nauðsynlegan og heilbrigðan hátt? Hvernig mátti það vera að margdæmdur ofbeldismaður, góðkunningi lögreglunnar byggi á heimilinu með vitneskju barnaverndar, án þess að barnið væri verndað? Hefðu starfsmenn barnaverndar treyst eigin börnum til að búa með þannig manni? Hvernig var meðalhófsreglan gagnvart barninu nýtt í því tilviki? Alvarlegast var þó að honum hafi verið leyft að flytja aftur til móður haustið 2021, eftir að hafa verið í góðu fóstri hjá ættingjum í 2 ár, þar sem hann sýndi miklar framfarir. Hann fór aftur inn á heimili móður, án þess að tryggt hafi verið að hæfni hennar, geta til framfærslu og geðrænt ástand hafi verið nægjanlega stöðugt, til þess að veita honum þá nauðsynlegu umönnun sem hann sem svo sárlega þurfti. Sú ráðstöfun barnaverndar dugði í 6 mánuði sem endaði í fyrirvaralausri fangelsisvist móður. Hún var fangelsuð í 20 mánuði rétt eftir að gerandi fermdist vorið 2022. Þrátt fyrir þá grafalvarlega forsögu leysti barnavernd ekki forsjána til sín, heldur var eini forsjáraðilinn hans móðir í fangelsi erlendis. Gerandi kom í fóstur á heimili fjölskyldu minnar, tættur og týndur í sjálfum sér. Hann tók ágætum framförum það ár sem hann var hjá okkur í fóstri, en ljóst að hans vandi var mikill. Hann fór síðan á heimili föður síns og stjúpmóður sem þá var nýlega komin aftur í hans líf eftir margra ára fjarveru. Við heimkomu móður í janúar á síðasta ári, voru engin afskipti að hálfu barnaverndar. Móðir fékk drenginn til sín og hann lokaði á föður sinn. Eftir það var líf hans í frjálsu falli. Tilkynningu okkar til barnaverndar sl. vor var ekki sinnt. Faðir bar áhyggjur sínar undir barnavernd, en orð hans afgreidd sem forsjárdeila. Eftir á að hyggja hefðum við átt að senda inn miklu fleiri tilkynningar til barnaverndar og brýna áköll okkar um aðstoð. Millikynslóða flutningur Þegar ekki er unnið úr áföllum geta áhrif þeirra flust á milli kynslóða. Þá er talað um millikynslóða flutning. Saga móður geranda í þessu máli verður ekki rædd ýtarlega hér, en þó má upplýsa að um var að ræða 24 ára langa þögn um mjög alvarleg áföll og brot gagnvart henni í bernsku. Þessi áföll urðu augljóslega mikill áhrifavaldur í hennar erfiðleikum og fíkniefnaneyslu og skerti færni hennar til að sinna sínu barni. Þau voru fyrst að koma í dagsljósið sl. sumar. Enginn vissi um þau, nema hún og hennar gerendur. Við 14 ára aldur bættist við erfiður hjónaskilnaður míns og föður hennar sem varð henni mikið áfall. Þar hefði ég geta stutt betur við hana. Hún hefur fengið brotakennda þjónustu í velferðarkerfinu. Mín von stendur til þess að hún loksins fái þá öflugu hjálp frá geðheilbrigðiskerfinu sem hún þarfnast. Hjálp, sem hún nauðsynlega þurfti fyrir öllum þessum árum. Hverju getum við breytt? Setjum áfallaupplýsta umönnun í forgang Í lýðheilsuáætlunum þarf að setja áfallaupplýsta umönnun í forgang. Þetta þýðir að heilbrigðis- og félagsþjónusta verða að skoða, meta og taka á áhrifum áfalla í lífi þeirra skjólstæðinga. Markmiðin eru að bæta bæði andlega og líkamlega heilsu. Hér legg ég fram mínar hugmyndir til þess að mæta þessum stóru markmiðum. Þverfaglegri nálgun Efla þarf þverfaglega þjónustu í barnavernd. Það er í takt við farsældarlögin sem leggur til skipulagða og samfellda þjónustu sem hefur það að markmiði að stuðla að farsæld barns og er veitt af þeim þjónustuveitendum sem eru best til þess fallnir að mæta þörfum barns hverju sinni. Í barnavernd þarf að bæta inn fagstéttum sem hafa sérþekkingu í að meta áföll og áhrif þeirra á börn og forsjáraðila þeirra. Sérstaklega þarf að skoða áfallasögu forsjáraðila. Áfallasérfræðingar og fjölskyldufræðingar ættu að starfa innan barnaverndar auk barna- og unglingageðlækna, fullorðins geðlækna, geðhjúkrunarfræðinga og annara sérfræðinga sem hafa til þess bæra þekkingu. Þessar fagstéttir hafa þekkingu til að meta aðstæður og bregðast við geðheilbrigðisvanda, bæði hjá barninu og umönnunaraðila þess. Þannig væri hægt að meta með betri hætti færni og getu umönnunaraðila til að mæta þörfum barna, og stíga þá fastar inn með nauðsynleg úrræði til að koma í veg fyrir að barnið skaðist. Meðalhófsreglan- barnaverndarlög- hlutverk barnahúss Meðalhófsreglu stjórnsýsluréttar má ekki bara nýta á rétt foreldra til barna sinna, heldur líka til að vernda börnin fyrir varanlegum skaða af slæmum uppeldisaðstæðum. Skoða þarf meðalhófsregluna m.t.t. fjölda ACE áfalla barnsins. Lítil þolmörk ættu að vera fyrir því að börn búi við aðstæður sem gerir þau útsett fyrir frekari ACE áföllum. Stórefla þarf upplýsingastreymi á milli barnaverndarnefnda og geðheilbrigðisþjónustu, þar sem öryggi barns ætti að trompa trúnaðarskylduna. Auknar lagaheimildir þarf fyrir barnavernd til að upplýsa aðra fjölskyldumeðlimi um erfiðar aðstæður barns, þegar öryggi þess er ógnað. Barn sem býr við erfiðar aðstæður ætti ekki að vera einkamál forsjáraðila þess, þó málið sé viðkvæmt. Leyndarhyggja og trúnaður um slæmar uppeldisaðstæður barns er ekkert annað en meðvirkni og vinnur gegn hagsmunum barnsins. Barnahús þarf að aðstoða öll börn sem orðið hafa fyrir alvarlegum ACE áföllum, en ekki aðallega vegna kynferðisofbeldis. Búum til Barnahús sem hjálpar til við öll alvarleg áföll. Búum líka til áfallamiðstöð fyrir fullorðna, sem eru skaðaðir vegna áfalla úr sinni æsku og öðrum áföllum. Slík þjónusta er undirstaða fyrir góða forsjárhæfni. Ég legg til að slík stofnun heiti ”Bryndísarhús”. Börn að ala upp börn - ofbeldi barna Samfélagsmiðlar eru mikill áhrifavaldur í lífi barna og ungmenna. Og líklegast okkar allra. Margoft hefur verið bent á hvað mikill skjátími getur verið skaðlegur og sem betur fer eru komnar leiðbeiningar um skjátíma barna frá Embætti landlæknis. (www.heilsuvera.is; Skjárinn og börnin). En betur má ef duga skal. Við þurfum líka að skoða hvað er verið að nýta skjátímann í? Hvað er verið að skoða? Hvaða skilaboð og myndbönd er verið að horfa á? Börn hafa náð að skapa samfélög á netinu þar sem fullorðnir hafa litla sem enga aðkomu. Skilaboðin eru sett fram af þeim sjálfum til þeirra jafnaldra. Í bókinni The Myth of normal fjallar geðlæknirinn Gabor Maté um hvað skaðlegar afleiðingar það getur haft þegar börn eru farin að ala upp börn með þessum leiðum. Í stuttu máli er niðurstaða umræðunnar sú að að fjarlægð frá nauðsynlegum tengslum við fullorðna, getur valdið því að börn missa af þroskatækifærum. Við blasa erfiðleikar með lærdóm, getu til að þróa heilbrigð samskipti og eðlilega tilfinningastjórn. Þessi skertu forsjártengsl geta valdið tilfinningalegu óöryggi hjá börnum og mögulega ýtt undir ofbeldi og hnífaburð. Tilfinningalegt öryggi er öllum börnum nauðsynlegt til þróa með sér eðlilegar tilfinningar eins og viðkvæmni, depurð, sorg, skömm, samkennd og samlíðan. Við erfiðar aðstæður getur þessi skortur á þroskuðum tilfinningum, gert börn hættuleg hvort öðru. Í bókinni er sagt frá tilviki sem leiddi til dauða 14 ára drengs og viðbragða jafnaldra hans sem horfðu á, tóku upp atvikið og deildu á samfélagsmiðlum. Frásögnin er sláandi m.t.t. tilfinningalegs doða þessara ungmenna sem beinlínis hæddust að honum hans síðustu andartök. Til að mæta þessari risastóru áskorun þarf að efla fræðslu og leiðbeiningar um uppbyggileg tengsl og heilbrigð samskipti. Enn stærri áskorun er sú staðreynd að samfélagið þarf að setja einhverjar reglur um innihald og aðgang barna að skaðlegu efni á samfélagsmiðlum. Það vantar löggæsluna á veraldarvefinn til þess að gæta öryggis barna okkar. Það verður að stoppa það ferli að algrím (algorhytms) séu notuð til þess að beina ofbeldisfullu efni að börnum okkar. Lokaorð Það hefur ríkt þjóðarsorg á Íslandi vegna þessa máls. Blásaklaus stúlka dó vegna hnífaárásar á Menningarnótt. Við stöndum öll frammi fyrir þeirri áskorun að skoða samfélagsgerð okkar og rýna í allt það sem betur má fara. Ég hef hér hér leitast við að leggja mitt lóð á vogarskálarnar til þess að bæta aðbúnað að börnum. Stærsta og flóknasta hlutverk sem við tökum að okkur á lífsleiðinni er að gerast forsjáraðilar barns. Siðferðisstig þjóðarinnar ræðst af því hversu vel okkur tekst að hlúa að okkar minnstu bræðrum og systrum. Uppeldi barna leggur grunn að þeirri samfélagsgerð sem við viljum helst lifa í. Það eru jú þau sem hlúa að okkur þegar við eldumst, og það er þeirra að skapa framtíðar samfélagið næstu áratugi. Gerumst öll friðflytjendur og riddarar kærleikans eins og foreldrar Bryndísar Klöru hafa gert ákall um. Björgum mannslífum. Með vinsemd og virðingu. Höfundur er amma geranda og hjúkrunarfræðingur í geðþjónustu Þessi greinargerð var send þann 9.9. 2024 til forstjóra barna- og fjölskyldustofu, barnamálaráðherra, heilbrigðisráðherra og landlækni. Í október fékk umboðsmaður barna afrit. Greinin er birt með samþykki móður geranda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stunguárás við Skúlagötu Barnavernd Félagsmál Fíkn Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Kynbundið ofbeldi Börn og uppeldi Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Með þessum skrifum stíg ég í umræðuna um hið hræðilega hnífstungumál sem gerðist á Menningarnótt 2024 og varð til þess að Bryndís Klara Birgisdóttir missti lífið. Ég votta aðstandendum hennar mína allra dýpstu samúð. Á þessum tímapunkti kýs ég núna að svara kalli og gerast riddari kærleikans eins og faðir hinnar látnu gerði ákall um. Ég er amma gerandans. Vera má að einhverjum aðilum máls þyki þessi umfjöllun of hreinskilin, afhjúpandi, harðneskjuleg og ósanngjörn, en það verður þá svo að vera. Ég er ekki með þessum skrifum að draga úr ábyrgð gerandans né setja fram afsakanir. Markmið mitt með þessu skrifum er skýrt. Ég vil stuðla að breytingum sem vonandi bjarga mannslífum. Ég vil heiðra minningu Bryndísar Klöru Birgisdóttur sem lést sem saklaust fórnarlamb, hörmulegra aðstæðna. Um var að ræða stjórnlausa hegðun fjölskyldumeðlims míns, í mjög alvarlegum vanda. Vanda sem hefði verið hægt að taka mun betur á. Ég legg fram mitt álit og tillögur. Mig dreymir um nauðsynlegar úrbætur til byggja upp betra velferðarkerfi sem mætir betur og markvissar þörfum barna sem m.a. eiga foreldra með fíkni- og geðrænan vanda. Hér nýti ég annars vegar mína menntun og faglegu reynslu sem heilbrigðisstarfsmaður í geðþjónustu og hins vegar hina ólýsanlega hörðu reynslu sem aðstandandi geranda í djúpum vanda. Það er gríðarlega mikilvægt að samfélagið allt og stjórnvöld nýti þessa hörmungarsögu til að læra af. Fara þarf allar færar leiðir til að styðja betur við þarfir barna og forsjáraðila í vanda. Í leit að lausnum og veikleikum í velferðarkerfinu, segi ég í grófum dráttum frá sögu gerandans til að leggja máli mínu lið. Saga hans er því miður ekki einsdæmi, miðað við reynslu mína sem starfsmaður í geðheilbrigðisþjónustu. Áföll í æsku Áföll í æsku hafa gríðarleg áhrif á börn og þeirra möguleika til að þroskast á heilbrigðan og farsælan hátt. Adverse Childhood Experiences (ACE) eru 12 tegundir af alvarlegum áföllum, sem eiga sér stað í æsku (fyrir 18 ára aldur) og geta haft langtímaáhrif á heilsu, hegðun og líðan einstaklings. Þessi reynsla getur verið allt frá misnotkun og vanrækslu til geðrænna áskorana forsjáraðila. ACE áföll geta haft veruleg áhrif á heilaþroska, stjórnun tilfinninga og líkamlega heilsu. Þessar breytingar á heilastarfsemi geta haft áhrif á athygli barna, þroska, nám og ákvarðanatöku. Rannsóknir sýna að því fleiri ACE-stig sem einstaklingur hefur, því meiri hætta er á sálrænum erfiðleikum, árásargjarnri hegðun og ofbeldi síðar á ævinni. Þeir sem hafa upplifað mikla erfiðleika í æsku eiga oftar í erfiðleikum með tilfinningastjórnun, hvatvísi og reiði, sem getur leitt til ofbeldishegðunar.Rannsóknir undirstrika mikilvægi snemmtækrar íhlutunar og stuðnings fyrir börn sem hafa orðið fyrir neikvæðri reynslu til að draga úr líkum á ofbeldishegðun síðar á ævinni. Saga gerandans Hér verður ekki farið yfir einstaka atburði í sögunni en stóra myndin er sú að um var að ræða alvarlega vangetu forsjáraðila/móður sem fékk að viðgangast allt of lengi, með of vægum inngripum af hálfu barnaverndar. Faðir sinnti honum ekki í mörg ár. Á heimili varð hann vitni að andlegu, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi gegn móður sinni. Hjá geranda hafa ACE stigi bæst við eitt af öðru yfir sl. 10 ár, þar sem móðir hans var þrenn jól í fangelsi, í meira og minna í stöðugri fíkniefna neyslu, stundaði fíkniefnasölu og var í nánum samböndum við aðra fíkla og alvarlega ofbeldismenn. ACE stigin hjá geranda voru líklega orðin 8 talsins fyrir fermingaraldur. Hvernig má það vera að aldrei hafi verið gert forsjárhæfnimat eða geðrænt mat á móður til að sjá hvernig og hvort færni hafi verið til staðar til að sinna þörfum geranda á nauðsynlegan og heilbrigðan hátt? Hvernig mátti það vera að margdæmdur ofbeldismaður, góðkunningi lögreglunnar byggi á heimilinu með vitneskju barnaverndar, án þess að barnið væri verndað? Hefðu starfsmenn barnaverndar treyst eigin börnum til að búa með þannig manni? Hvernig var meðalhófsreglan gagnvart barninu nýtt í því tilviki? Alvarlegast var þó að honum hafi verið leyft að flytja aftur til móður haustið 2021, eftir að hafa verið í góðu fóstri hjá ættingjum í 2 ár, þar sem hann sýndi miklar framfarir. Hann fór aftur inn á heimili móður, án þess að tryggt hafi verið að hæfni hennar, geta til framfærslu og geðrænt ástand hafi verið nægjanlega stöðugt, til þess að veita honum þá nauðsynlegu umönnun sem hann sem svo sárlega þurfti. Sú ráðstöfun barnaverndar dugði í 6 mánuði sem endaði í fyrirvaralausri fangelsisvist móður. Hún var fangelsuð í 20 mánuði rétt eftir að gerandi fermdist vorið 2022. Þrátt fyrir þá grafalvarlega forsögu leysti barnavernd ekki forsjána til sín, heldur var eini forsjáraðilinn hans móðir í fangelsi erlendis. Gerandi kom í fóstur á heimili fjölskyldu minnar, tættur og týndur í sjálfum sér. Hann tók ágætum framförum það ár sem hann var hjá okkur í fóstri, en ljóst að hans vandi var mikill. Hann fór síðan á heimili föður síns og stjúpmóður sem þá var nýlega komin aftur í hans líf eftir margra ára fjarveru. Við heimkomu móður í janúar á síðasta ári, voru engin afskipti að hálfu barnaverndar. Móðir fékk drenginn til sín og hann lokaði á föður sinn. Eftir það var líf hans í frjálsu falli. Tilkynningu okkar til barnaverndar sl. vor var ekki sinnt. Faðir bar áhyggjur sínar undir barnavernd, en orð hans afgreidd sem forsjárdeila. Eftir á að hyggja hefðum við átt að senda inn miklu fleiri tilkynningar til barnaverndar og brýna áköll okkar um aðstoð. Millikynslóða flutningur Þegar ekki er unnið úr áföllum geta áhrif þeirra flust á milli kynslóða. Þá er talað um millikynslóða flutning. Saga móður geranda í þessu máli verður ekki rædd ýtarlega hér, en þó má upplýsa að um var að ræða 24 ára langa þögn um mjög alvarleg áföll og brot gagnvart henni í bernsku. Þessi áföll urðu augljóslega mikill áhrifavaldur í hennar erfiðleikum og fíkniefnaneyslu og skerti færni hennar til að sinna sínu barni. Þau voru fyrst að koma í dagsljósið sl. sumar. Enginn vissi um þau, nema hún og hennar gerendur. Við 14 ára aldur bættist við erfiður hjónaskilnaður míns og föður hennar sem varð henni mikið áfall. Þar hefði ég geta stutt betur við hana. Hún hefur fengið brotakennda þjónustu í velferðarkerfinu. Mín von stendur til þess að hún loksins fái þá öflugu hjálp frá geðheilbrigðiskerfinu sem hún þarfnast. Hjálp, sem hún nauðsynlega þurfti fyrir öllum þessum árum. Hverju getum við breytt? Setjum áfallaupplýsta umönnun í forgang Í lýðheilsuáætlunum þarf að setja áfallaupplýsta umönnun í forgang. Þetta þýðir að heilbrigðis- og félagsþjónusta verða að skoða, meta og taka á áhrifum áfalla í lífi þeirra skjólstæðinga. Markmiðin eru að bæta bæði andlega og líkamlega heilsu. Hér legg ég fram mínar hugmyndir til þess að mæta þessum stóru markmiðum. Þverfaglegri nálgun Efla þarf þverfaglega þjónustu í barnavernd. Það er í takt við farsældarlögin sem leggur til skipulagða og samfellda þjónustu sem hefur það að markmiði að stuðla að farsæld barns og er veitt af þeim þjónustuveitendum sem eru best til þess fallnir að mæta þörfum barns hverju sinni. Í barnavernd þarf að bæta inn fagstéttum sem hafa sérþekkingu í að meta áföll og áhrif þeirra á börn og forsjáraðila þeirra. Sérstaklega þarf að skoða áfallasögu forsjáraðila. Áfallasérfræðingar og fjölskyldufræðingar ættu að starfa innan barnaverndar auk barna- og unglingageðlækna, fullorðins geðlækna, geðhjúkrunarfræðinga og annara sérfræðinga sem hafa til þess bæra þekkingu. Þessar fagstéttir hafa þekkingu til að meta aðstæður og bregðast við geðheilbrigðisvanda, bæði hjá barninu og umönnunaraðila þess. Þannig væri hægt að meta með betri hætti færni og getu umönnunaraðila til að mæta þörfum barna, og stíga þá fastar inn með nauðsynleg úrræði til að koma í veg fyrir að barnið skaðist. Meðalhófsreglan- barnaverndarlög- hlutverk barnahúss Meðalhófsreglu stjórnsýsluréttar má ekki bara nýta á rétt foreldra til barna sinna, heldur líka til að vernda börnin fyrir varanlegum skaða af slæmum uppeldisaðstæðum. Skoða þarf meðalhófsregluna m.t.t. fjölda ACE áfalla barnsins. Lítil þolmörk ættu að vera fyrir því að börn búi við aðstæður sem gerir þau útsett fyrir frekari ACE áföllum. Stórefla þarf upplýsingastreymi á milli barnaverndarnefnda og geðheilbrigðisþjónustu, þar sem öryggi barns ætti að trompa trúnaðarskylduna. Auknar lagaheimildir þarf fyrir barnavernd til að upplýsa aðra fjölskyldumeðlimi um erfiðar aðstæður barns, þegar öryggi þess er ógnað. Barn sem býr við erfiðar aðstæður ætti ekki að vera einkamál forsjáraðila þess, þó málið sé viðkvæmt. Leyndarhyggja og trúnaður um slæmar uppeldisaðstæður barns er ekkert annað en meðvirkni og vinnur gegn hagsmunum barnsins. Barnahús þarf að aðstoða öll börn sem orðið hafa fyrir alvarlegum ACE áföllum, en ekki aðallega vegna kynferðisofbeldis. Búum til Barnahús sem hjálpar til við öll alvarleg áföll. Búum líka til áfallamiðstöð fyrir fullorðna, sem eru skaðaðir vegna áfalla úr sinni æsku og öðrum áföllum. Slík þjónusta er undirstaða fyrir góða forsjárhæfni. Ég legg til að slík stofnun heiti ”Bryndísarhús”. Börn að ala upp börn - ofbeldi barna Samfélagsmiðlar eru mikill áhrifavaldur í lífi barna og ungmenna. Og líklegast okkar allra. Margoft hefur verið bent á hvað mikill skjátími getur verið skaðlegur og sem betur fer eru komnar leiðbeiningar um skjátíma barna frá Embætti landlæknis. (www.heilsuvera.is; Skjárinn og börnin). En betur má ef duga skal. Við þurfum líka að skoða hvað er verið að nýta skjátímann í? Hvað er verið að skoða? Hvaða skilaboð og myndbönd er verið að horfa á? Börn hafa náð að skapa samfélög á netinu þar sem fullorðnir hafa litla sem enga aðkomu. Skilaboðin eru sett fram af þeim sjálfum til þeirra jafnaldra. Í bókinni The Myth of normal fjallar geðlæknirinn Gabor Maté um hvað skaðlegar afleiðingar það getur haft þegar börn eru farin að ala upp börn með þessum leiðum. Í stuttu máli er niðurstaða umræðunnar sú að að fjarlægð frá nauðsynlegum tengslum við fullorðna, getur valdið því að börn missa af þroskatækifærum. Við blasa erfiðleikar með lærdóm, getu til að þróa heilbrigð samskipti og eðlilega tilfinningastjórn. Þessi skertu forsjártengsl geta valdið tilfinningalegu óöryggi hjá börnum og mögulega ýtt undir ofbeldi og hnífaburð. Tilfinningalegt öryggi er öllum börnum nauðsynlegt til þróa með sér eðlilegar tilfinningar eins og viðkvæmni, depurð, sorg, skömm, samkennd og samlíðan. Við erfiðar aðstæður getur þessi skortur á þroskuðum tilfinningum, gert börn hættuleg hvort öðru. Í bókinni er sagt frá tilviki sem leiddi til dauða 14 ára drengs og viðbragða jafnaldra hans sem horfðu á, tóku upp atvikið og deildu á samfélagsmiðlum. Frásögnin er sláandi m.t.t. tilfinningalegs doða þessara ungmenna sem beinlínis hæddust að honum hans síðustu andartök. Til að mæta þessari risastóru áskorun þarf að efla fræðslu og leiðbeiningar um uppbyggileg tengsl og heilbrigð samskipti. Enn stærri áskorun er sú staðreynd að samfélagið þarf að setja einhverjar reglur um innihald og aðgang barna að skaðlegu efni á samfélagsmiðlum. Það vantar löggæsluna á veraldarvefinn til þess að gæta öryggis barna okkar. Það verður að stoppa það ferli að algrím (algorhytms) séu notuð til þess að beina ofbeldisfullu efni að börnum okkar. Lokaorð Það hefur ríkt þjóðarsorg á Íslandi vegna þessa máls. Blásaklaus stúlka dó vegna hnífaárásar á Menningarnótt. Við stöndum öll frammi fyrir þeirri áskorun að skoða samfélagsgerð okkar og rýna í allt það sem betur má fara. Ég hef hér hér leitast við að leggja mitt lóð á vogarskálarnar til þess að bæta aðbúnað að börnum. Stærsta og flóknasta hlutverk sem við tökum að okkur á lífsleiðinni er að gerast forsjáraðilar barns. Siðferðisstig þjóðarinnar ræðst af því hversu vel okkur tekst að hlúa að okkar minnstu bræðrum og systrum. Uppeldi barna leggur grunn að þeirri samfélagsgerð sem við viljum helst lifa í. Það eru jú þau sem hlúa að okkur þegar við eldumst, og það er þeirra að skapa framtíðar samfélagið næstu áratugi. Gerumst öll friðflytjendur og riddarar kærleikans eins og foreldrar Bryndísar Klöru hafa gert ákall um. Björgum mannslífum. Með vinsemd og virðingu. Höfundur er amma geranda og hjúkrunarfræðingur í geðþjónustu Þessi greinargerð var send þann 9.9. 2024 til forstjóra barna- og fjölskyldustofu, barnamálaráðherra, heilbrigðisráðherra og landlækni. Í október fékk umboðsmaður barna afrit. Greinin er birt með samþykki móður geranda.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar