Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar 2. mars 2025 15:33 Litlar breytingar á réttindum félaga í VR geta skipt sköpum fyrir einstaklinga sem þurfa að nýta sér réttindin. Of lengi hefur staðan verið þannig að annað hvort ertu í fullu starfi eða þú ert utan vinnumarkaðar. Takmarkað framboð hefur verið af hlutastörfum og þetta hefur valdið því að fleiri detta út af vinnumarkaði en þyrftu að gera. Sú þekking sem orðið hefur til síðustu ár segir okkur þó að hlutastörf geta verið nauðsynleg brú til að komast inn á vinnumarkað, ekki síst eftir veikindi. Þá getur fólk átt við tímabundna skerta starfsgetu að stríða. Það er því til mikils að vinna fyrir einstaklinga og vinnumarkað að bjóða upp á fleiri hlutastörf og styrkja réttindi þeirra sem vinna hlutastörf. Frá síðustu áramótum hefur sjúkrasjóður VR komið sérstaklega til móts við einstaklinga sem eru í þessari stöðu. Áður reiknaðist hálfur dagur á sjúkradagpeningum sem heill dagur en nú er þetta reiknað hlutfallslega og þannig dreifast réttindin yfir lengri tíma ef viðkomandi er í hlutastarfi. Réttindi til sjúkradagpeninga geta talið allt að sjö mánuði en núna er hægt að dreifa réttinum á allt að 12 mánuði ef unnið er samhliða töku sjúkradagpeninga. Það er stórt og mikilvægt verkefni að auðvelda fólki að koma aftur inn á vinnumarkað eftir veikindi og einnig að tryggja að fólk detti ekki út af vinnumarkaði ef hægt er að koma í veg fyrir það. Við þekkjum mörg dæmi þess að fólk hiki við að snúa aftur til vinnu af ótta við bakslag í veikindum sínum, enda álag víða mikið, og því getur verið mikilvægt að eiga kost á hlutastarfi. Þær breytingar sem sjúkrasjóður VR hefur gert á sínum reglum eru í anda nýrra laga um endurhæfingu og örorku sem taka gildi 1. september nk. og er m.a. ætlað að opna möguleika fyrir fólk sem býr við örorku en hefur einhverja starfsgetu. Vondandi eru að renna upp betri tímar fyrir fólk með skerta starfsgetu þannig að það sé ekki dæmt úr leik en geti heldur verið þátttakendur á vinnumarkaði eftir því sem heilsa og aðstæður leyfa. VR mun leggja sitt af mörkum áfram með aðlögun á reglum og samkomulagi við VIRK um aðstoð við fólk sem vill komast aftur á vinnumarkaðinn. Auk þess heldur VR áfram virku samtali við ríki og atvinnurekendur um sveigjanlegri vinnumarkað sem rúmar fleiri en nú er. Enda er ljóst að bæði hið opinbera og atvinnurekendur á almennum markaði þurfa að taka þátt í þessari vegferð eigi hún að ganga eftir. VR mun í öllu falli ekki láta sitt eftir liggja. Höfundur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR 2025 Halla Gunnarsdóttir Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Litlar breytingar á réttindum félaga í VR geta skipt sköpum fyrir einstaklinga sem þurfa að nýta sér réttindin. Of lengi hefur staðan verið þannig að annað hvort ertu í fullu starfi eða þú ert utan vinnumarkaðar. Takmarkað framboð hefur verið af hlutastörfum og þetta hefur valdið því að fleiri detta út af vinnumarkaði en þyrftu að gera. Sú þekking sem orðið hefur til síðustu ár segir okkur þó að hlutastörf geta verið nauðsynleg brú til að komast inn á vinnumarkað, ekki síst eftir veikindi. Þá getur fólk átt við tímabundna skerta starfsgetu að stríða. Það er því til mikils að vinna fyrir einstaklinga og vinnumarkað að bjóða upp á fleiri hlutastörf og styrkja réttindi þeirra sem vinna hlutastörf. Frá síðustu áramótum hefur sjúkrasjóður VR komið sérstaklega til móts við einstaklinga sem eru í þessari stöðu. Áður reiknaðist hálfur dagur á sjúkradagpeningum sem heill dagur en nú er þetta reiknað hlutfallslega og þannig dreifast réttindin yfir lengri tíma ef viðkomandi er í hlutastarfi. Réttindi til sjúkradagpeninga geta talið allt að sjö mánuði en núna er hægt að dreifa réttinum á allt að 12 mánuði ef unnið er samhliða töku sjúkradagpeninga. Það er stórt og mikilvægt verkefni að auðvelda fólki að koma aftur inn á vinnumarkað eftir veikindi og einnig að tryggja að fólk detti ekki út af vinnumarkaði ef hægt er að koma í veg fyrir það. Við þekkjum mörg dæmi þess að fólk hiki við að snúa aftur til vinnu af ótta við bakslag í veikindum sínum, enda álag víða mikið, og því getur verið mikilvægt að eiga kost á hlutastarfi. Þær breytingar sem sjúkrasjóður VR hefur gert á sínum reglum eru í anda nýrra laga um endurhæfingu og örorku sem taka gildi 1. september nk. og er m.a. ætlað að opna möguleika fyrir fólk sem býr við örorku en hefur einhverja starfsgetu. Vondandi eru að renna upp betri tímar fyrir fólk með skerta starfsgetu þannig að það sé ekki dæmt úr leik en geti heldur verið þátttakendur á vinnumarkaði eftir því sem heilsa og aðstæður leyfa. VR mun leggja sitt af mörkum áfram með aðlögun á reglum og samkomulagi við VIRK um aðstoð við fólk sem vill komast aftur á vinnumarkaðinn. Auk þess heldur VR áfram virku samtali við ríki og atvinnurekendur um sveigjanlegri vinnumarkað sem rúmar fleiri en nú er. Enda er ljóst að bæði hið opinbera og atvinnurekendur á almennum markaði þurfa að taka þátt í þessari vegferð eigi hún að ganga eftir. VR mun í öllu falli ekki láta sitt eftir liggja. Höfundur er formaður VR.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun