Húðlatt (og rauðeygt) foreldri skrifar um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar 11. ágúst 2023 13:00 Nú kemur sá árstími að rauðeygðu fólki fjölgar í nágrenni leikskóla að morgni til. Þetta eru foreldrar ungra barna sem eru að aðlagast leikskólalífi. Sum börn fara létt með þessa breytingu, hjá öðrum getur þetta tekið verulega á. Viðskilnaðurinn getur orðið erfiður og við erum nokkuð mörg sem höfum þurft að hinkra við og ná tökum á tárunum, áður en haldið er áfram inn í daginn og alla dagana sem á eftir koma í breyttu lífi. Í opinberri umræðu um leikskólamál eru hinir rauðeygðu foreldrar þó oft málaðir upp sem fólk sem getur ekki beðið eftir að losna við börnin sín og koma þeim í geymslu á opinberum stofnunum. Þessi þemu hafa gert vart við sig í þeirri umræðu sem hefur spunnist í kjölfar ákvörðunar bæjarstjórans í Kópavogi að snarhækka leikskólagjöld í bæjarfélaginu. Þótt engin töluleg gögn hafi verið sett fram um hvaða áhrif stytting vinnuvikunnar hefur þegar haft á dvöl barna á leikskólum, er umræðan á þá lund að foreldrar vilji bara áfram „geyma“ börnin sín á leikskólum á meðan þeir sjálfir njóti styttri vinnutíma og lengra sumarorlofs. Með öðrum orðum þá séu foreldrar dagsins húðlatir og við því verði aðeins spornað með fjárhagslegum hvata þannig að (hinn hæfilegi) sex stunda leikskóladagur sé gjaldfrjáls en allt umfram það skuli greitt dýru verði. En í hvaða stöðu eru þessir (húðlötu) foreldrar? Stærstur hluti foreldra leikskólabarna vinnur á almennum vinnumarkaði þar sem stytting vinnuvikunnar hefur ekki verið sú sama og hjá hinu opinbera. Stysti mögulegi vinnutími samkvæmt kjarasamningi VR, sem er langstærsta stéttarfélag landsins, er um 7,6 klukkustundir á dag, að því gefnu að starfsfólk taki sér hálftíma matarhlé. Ungt fólk er líklegt til að eiga 24 daga orlof en leikskólar eru lokaðir 26 daga á ári vegna orlofs og starfsdaga. Jafnframt hafa langflestir foreldrar þurft að fullnýta frítökurétt sinn og gott betur en það til að brúa hið alræmda umönnunarbil áður en barnið fær pláss á almennum leikskóla. Þetta tímabil einkennist af óöryggi, auknum kostnaði og miklum aðstöðumun milli fjölskyldna og þar með barna. Starfsfólk á almennum vinnumarkaði missir rétt til uppsafnaðs orlofs meðan á fríi stendur (öfugt við starfsfólk hins opinbera). Flestir foreldrar sem snúa úr fæðingarorlofi eru því með skert orlof a.m.k. fyrsta leikskólasumarleyfi barnsins síns og jafnvel lengur. Skerðingar á leikskólastarfi skila sér jafnframt í því að foreldrar ganga enn frekar á orlofsrétt sinn eða heimild til launalauss leyfis, sem veikir stöðu þeirra á vinnumarkaði. Þau leikskólabörn sem nú kveðja leikskólann og halda í skóla bjuggu við skert leikskólastarf í samkomutakmörkunum og öðrum sóttvarnatakmörkunum vegna COVID og hafa nánast öll misst úr daga og jafnvel vikur á leikskóla vegna manneklu, mygluvandamála og verkfalla. Það er því rangt að gera að því skóna að foreldrar eigi heilan helling af frítíma sem þeir tími ekki í börnin sín. Ákvörðun bæjarstjórans í Kópavogi á sér rætur í pólitík sem mun seint vera til þess fallin að styrkja leikskólastarf eða búa almennt betur að leikskólabörnum og fjölskyldum þeirra. Markmiðið er mun fremur að draga úr opinberum útgjöldum með því að skerða þjónustu, draga úr „launakostnaði“ (skerða kjör) og auka á gjaldtöku. Þótt jákvætt væri að stytta leikskóladag barna, þá er hér verið að byrja á öfugum enda. Á Íslandi hefur verið byggt upp samfélag þar sem báðir foreldrar (séu þeir tveir) eru á vinnumarkaði. Ekki eingöngu þarf tvær fyrirvinnur til að halda úti heimili, heldur er það líka svo að fjarvera af vinnumarkaði dregur úr bæði tekjumöguleikum og lífeyrisréttindum, fyrir utan hin augljósu jafnréttisáhrif í landi þar sem konur axla ennþá meiri ábyrgð á uppeldi og heimilishaldi og karlar fá ennþá hærri laun. Ef breyta á þessu skipulagi þá þarf fyrst að skipuleggja vinnumarkaðinn, menntakerfið, tilfærslukerfin og opinbera þjónustu upp á nýtt. Kjör og starfsaðstæður á leikskólum hljóta að vera ofarlega á aðgerðalistanum. Það er ekki hægt að byrja á því að þrengja enn frekar að foreldrum ungra barna, sem eru þegar að ganga í gegnum tímabil svefnleysis, óöryggis og tekjuskerðinga. Slíkt getur ekki verið börnunum fyrir bestu, alveg sama hvernig snúið er upp á röksemdarfærsluna. Höfundur er foreldri leikskólabarna og á sæti í stjórn VR Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Kópavogur Vinnumarkaður Halla Gunnarsdóttir Mest lesið Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Nú kemur sá árstími að rauðeygðu fólki fjölgar í nágrenni leikskóla að morgni til. Þetta eru foreldrar ungra barna sem eru að aðlagast leikskólalífi. Sum börn fara létt með þessa breytingu, hjá öðrum getur þetta tekið verulega á. Viðskilnaðurinn getur orðið erfiður og við erum nokkuð mörg sem höfum þurft að hinkra við og ná tökum á tárunum, áður en haldið er áfram inn í daginn og alla dagana sem á eftir koma í breyttu lífi. Í opinberri umræðu um leikskólamál eru hinir rauðeygðu foreldrar þó oft málaðir upp sem fólk sem getur ekki beðið eftir að losna við börnin sín og koma þeim í geymslu á opinberum stofnunum. Þessi þemu hafa gert vart við sig í þeirri umræðu sem hefur spunnist í kjölfar ákvörðunar bæjarstjórans í Kópavogi að snarhækka leikskólagjöld í bæjarfélaginu. Þótt engin töluleg gögn hafi verið sett fram um hvaða áhrif stytting vinnuvikunnar hefur þegar haft á dvöl barna á leikskólum, er umræðan á þá lund að foreldrar vilji bara áfram „geyma“ börnin sín á leikskólum á meðan þeir sjálfir njóti styttri vinnutíma og lengra sumarorlofs. Með öðrum orðum þá séu foreldrar dagsins húðlatir og við því verði aðeins spornað með fjárhagslegum hvata þannig að (hinn hæfilegi) sex stunda leikskóladagur sé gjaldfrjáls en allt umfram það skuli greitt dýru verði. En í hvaða stöðu eru þessir (húðlötu) foreldrar? Stærstur hluti foreldra leikskólabarna vinnur á almennum vinnumarkaði þar sem stytting vinnuvikunnar hefur ekki verið sú sama og hjá hinu opinbera. Stysti mögulegi vinnutími samkvæmt kjarasamningi VR, sem er langstærsta stéttarfélag landsins, er um 7,6 klukkustundir á dag, að því gefnu að starfsfólk taki sér hálftíma matarhlé. Ungt fólk er líklegt til að eiga 24 daga orlof en leikskólar eru lokaðir 26 daga á ári vegna orlofs og starfsdaga. Jafnframt hafa langflestir foreldrar þurft að fullnýta frítökurétt sinn og gott betur en það til að brúa hið alræmda umönnunarbil áður en barnið fær pláss á almennum leikskóla. Þetta tímabil einkennist af óöryggi, auknum kostnaði og miklum aðstöðumun milli fjölskyldna og þar með barna. Starfsfólk á almennum vinnumarkaði missir rétt til uppsafnaðs orlofs meðan á fríi stendur (öfugt við starfsfólk hins opinbera). Flestir foreldrar sem snúa úr fæðingarorlofi eru því með skert orlof a.m.k. fyrsta leikskólasumarleyfi barnsins síns og jafnvel lengur. Skerðingar á leikskólastarfi skila sér jafnframt í því að foreldrar ganga enn frekar á orlofsrétt sinn eða heimild til launalauss leyfis, sem veikir stöðu þeirra á vinnumarkaði. Þau leikskólabörn sem nú kveðja leikskólann og halda í skóla bjuggu við skert leikskólastarf í samkomutakmörkunum og öðrum sóttvarnatakmörkunum vegna COVID og hafa nánast öll misst úr daga og jafnvel vikur á leikskóla vegna manneklu, mygluvandamála og verkfalla. Það er því rangt að gera að því skóna að foreldrar eigi heilan helling af frítíma sem þeir tími ekki í börnin sín. Ákvörðun bæjarstjórans í Kópavogi á sér rætur í pólitík sem mun seint vera til þess fallin að styrkja leikskólastarf eða búa almennt betur að leikskólabörnum og fjölskyldum þeirra. Markmiðið er mun fremur að draga úr opinberum útgjöldum með því að skerða þjónustu, draga úr „launakostnaði“ (skerða kjör) og auka á gjaldtöku. Þótt jákvætt væri að stytta leikskóladag barna, þá er hér verið að byrja á öfugum enda. Á Íslandi hefur verið byggt upp samfélag þar sem báðir foreldrar (séu þeir tveir) eru á vinnumarkaði. Ekki eingöngu þarf tvær fyrirvinnur til að halda úti heimili, heldur er það líka svo að fjarvera af vinnumarkaði dregur úr bæði tekjumöguleikum og lífeyrisréttindum, fyrir utan hin augljósu jafnréttisáhrif í landi þar sem konur axla ennþá meiri ábyrgð á uppeldi og heimilishaldi og karlar fá ennþá hærri laun. Ef breyta á þessu skipulagi þá þarf fyrst að skipuleggja vinnumarkaðinn, menntakerfið, tilfærslukerfin og opinbera þjónustu upp á nýtt. Kjör og starfsaðstæður á leikskólum hljóta að vera ofarlega á aðgerðalistanum. Það er ekki hægt að byrja á því að þrengja enn frekar að foreldrum ungra barna, sem eru þegar að ganga í gegnum tímabil svefnleysis, óöryggis og tekjuskerðinga. Slíkt getur ekki verið börnunum fyrir bestu, alveg sama hvernig snúið er upp á röksemdarfærsluna. Höfundur er foreldri leikskólabarna og á sæti í stjórn VR
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun