Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar 8. ágúst 2025 13:31 Fyrir um það bil 35 árum var nýr stjórnandi ráðinn til starfa í stóru fyrirtæki í Reykjavík og olli það nokkrum usla. Stjórnandinn var nefnilega ekki aðeins kona, heldur líka lesbía. Hið fyrrnefnda þótti alveg nógu róttækt að mati margra og hið síðarnefnda bætti því gráu ofan á svart. Fólk hótaði jafnvel að hætta störfum og leita á önnur mið. Viðbrögð forstjóra fyrirtækisins voru á þá leið að hótararnir þyrftu þá bara að fara sinn veg, hann væri búinn að ráða öfluga manneskju til starfa og hygðist standa með því. Þessa sögu heyrði ég nýlega og hefur hún setið með mér síðan, ekki vegna þess að hún er einstök heldur einmitt því hún var tæplega einsdæmi. Bæði konur og hinsegin fólk af öllum stærðum og gerðum hafa þurft að berjast fyrir tilverurétti sínum á vinnumarkaði. Framsæknir stjórnendur geta skipt sköpum og í þessari sögu skipti afstaða forstjórans lykilmáli, hann dró línu í sandinn og sú lína er þar enn, samkvæmt starfsfólki. Það sem þó er mikilvægast að huga að er að hvert og eitt okkar hefur áhrif. Misrétti gagnvart einstaklingum í vinnu þrífst langoftast þegar meirihlutinn þegir. Skaðinn verður mestur ef allir taka þátt en líka þegar enginn tekur upp hanskann fyrir þann einstakling sem misréttið beinist að. Særandi ummæli geta til dæmis haft miklu minni áhrif á einstakling sem fær stuðning í sínu nærumhverfi og þarf ekki að taka slaginn einn. Hinsegin dagar eru kjörið tækifæri til að axla ábyrgð og sækja sér þekkingu og upplýsingar til að sporna gegn misrétti á vinnumarkaði. Hluti af því er að horfa um öxl og sjá hve margt hefur breyst frá því að það taldist til tíðinda að lesbía fengi vinnu. Hins vegar er ekki síður mikilvægt að horfast í augu við misrétti dagsins í dag og þann þátt sem við getum öll átt í að viðhalda því eða brjóta það upp. Við verjum stórum hluta ævinnar í vinnunni og það eru til ótal rannsóknir sem sýna fram á mikilvægi þess fyrir andlega og líkamlega heilsu að líða vel á vinnustað. Allt launafólk getur lagt sitt af mörkum við að byggja upp góða og inngildandi vinnustaði þar sem okkur líður vel, ekki þrátt fyrir að við séum ólík, heldur einmitt vegna þess að við erum ólík. Gleðilega hinsegin daga! Höfundur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Gunnarsdóttir Hinsegin Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Fyrir um það bil 35 árum var nýr stjórnandi ráðinn til starfa í stóru fyrirtæki í Reykjavík og olli það nokkrum usla. Stjórnandinn var nefnilega ekki aðeins kona, heldur líka lesbía. Hið fyrrnefnda þótti alveg nógu róttækt að mati margra og hið síðarnefnda bætti því gráu ofan á svart. Fólk hótaði jafnvel að hætta störfum og leita á önnur mið. Viðbrögð forstjóra fyrirtækisins voru á þá leið að hótararnir þyrftu þá bara að fara sinn veg, hann væri búinn að ráða öfluga manneskju til starfa og hygðist standa með því. Þessa sögu heyrði ég nýlega og hefur hún setið með mér síðan, ekki vegna þess að hún er einstök heldur einmitt því hún var tæplega einsdæmi. Bæði konur og hinsegin fólk af öllum stærðum og gerðum hafa þurft að berjast fyrir tilverurétti sínum á vinnumarkaði. Framsæknir stjórnendur geta skipt sköpum og í þessari sögu skipti afstaða forstjórans lykilmáli, hann dró línu í sandinn og sú lína er þar enn, samkvæmt starfsfólki. Það sem þó er mikilvægast að huga að er að hvert og eitt okkar hefur áhrif. Misrétti gagnvart einstaklingum í vinnu þrífst langoftast þegar meirihlutinn þegir. Skaðinn verður mestur ef allir taka þátt en líka þegar enginn tekur upp hanskann fyrir þann einstakling sem misréttið beinist að. Særandi ummæli geta til dæmis haft miklu minni áhrif á einstakling sem fær stuðning í sínu nærumhverfi og þarf ekki að taka slaginn einn. Hinsegin dagar eru kjörið tækifæri til að axla ábyrgð og sækja sér þekkingu og upplýsingar til að sporna gegn misrétti á vinnumarkaði. Hluti af því er að horfa um öxl og sjá hve margt hefur breyst frá því að það taldist til tíðinda að lesbía fengi vinnu. Hins vegar er ekki síður mikilvægt að horfast í augu við misrétti dagsins í dag og þann þátt sem við getum öll átt í að viðhalda því eða brjóta það upp. Við verjum stórum hluta ævinnar í vinnunni og það eru til ótal rannsóknir sem sýna fram á mikilvægi þess fyrir andlega og líkamlega heilsu að líða vel á vinnustað. Allt launafólk getur lagt sitt af mörkum við að byggja upp góða og inngildandi vinnustaði þar sem okkur líður vel, ekki þrátt fyrir að við séum ólík, heldur einmitt vegna þess að við erum ólík. Gleðilega hinsegin daga! Höfundur er formaður VR.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun