Deilur um Hvammsvirkjun Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Engar framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar sem hafa áhrif á vatnshlot Þjórsár eru fyrirhugaðar á árinu. Oddvitar Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Ragnárþings Ytra segja engar forendur fyrir því að seinka framkvæmdum. Innlent 20.1.2025 22:00 Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Ráðherra umhverfis og orku segir á dagskrá að leggja strax fram lagabreytingar til að eyða óvissu og liðka fyrir framgangi Hvammsvirkjunar. Til standi að leggja það fyrir nýtt Alþingi hið snarasta þegar það kemur saman í febrúar. Innlent 20.1.2025 21:33 Ekkert samráð – ekkert traust Samtök stórfyrirtækja, fara daglega í fjölmiðla með sína svarthvítu mynd um að samfélagið fari á neyðarstig, fái fjárfestar ekki fullt svigrúm til auðlindanýtingar án endurgjalds og helst með ríkisstyrkjum. Þeim er ekki trúað. Og þótt samtök náttúruverndar bendi á móti á hættur og staðreyndir er þeim ekki heldur trúað. Skoðun 20.1.2025 17:01 Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Landsvirkjun hefur ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 15. janúar síðastliðnum þar sem virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar var fellt úr gildi og óska eftir því að málið fari beint til Hæstaréttar. Innlent 20.1.2025 15:18 Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Nú er allt upp í loft út af Hvammsvirkjun ‒ og einmitt á slíkum stundum er mikilvægt að fara varlega. Skoðun 20.1.2025 14:33 Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Ef raunverulegur áhugi er á því að einfalda leyfisveitingarferla á sviði umhverfis- og orkumála þarf ýmislegt fleira að koma til, en það sem sjá má í núverandi drögum að breytingum á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar á leyfisferlum á svið umhverfis- og orkumála. Skoðun 20.1.2025 09:02 Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður, telur niðurstöðu Héraðsdóms um Hvammsvirkjun efnislega ranga. Líkt og fjallað hefur verið um var virkjunarleyfi Landsvirkjunar fellt úr gildi í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni og ríkir mikil óvissa um framhaldið. Innlent 19.1.2025 12:16 Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Þann 15. janúar síðastliðinn komst Héraðsdómur Reykjavíkur að þeirri niðurstöðu að leyfi sem gefið hafði verið út fyrir Hvammsvirkjun væri ólöglegt. Í dómnum var vísað í 18 gr. laga um stjórn vatnamála (36/2011), sem ýmsir hafa síðan tjáð sig um og sagt vera mistök. Mér virðist þessi grein reyndar vera nokkuð skynsamleg og líka mikilvæg. Skoðun 18.1.2025 19:31 Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Tjón samfélagsins vegna enn meiri seinkunar Hvammsvirkjunar í Þjórsá gæti numið fimmtán til þrjátíu milljörðum króna, að mati Samtaka iðnaðarins. Framkvæmdastjóri samtakanna segir stjórnvöld verða að grípa tafarlaust inn í sé reyndin sú að lögin komi í veg fyrir nýjar vatnsaflsvirkjanir. Viðskipti innlent 16.1.2025 22:00 Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir starfsfólk ráðuneytisins rýna dóm héraðsdóms frá því fyrr í dag þar sem starfsleyfi Hvammsvirkjunar var fellt úr gildi. Dómurinn sé um 109 blaðsíður og hann geti því ekki verið með miklar yfirlýsingar fyrr en hann er búinn að lesa betur yfir hann. Hann segir líklegt að málinu verði áfrýjað. Innlent 15.1.2025 23:31 Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Forstjóri Landsvirkjunar segir dóm Héraðsdóm Reykjavíkur, sem felldi virkjunarleyfi Landsvirkjunar vegna Hvammsvirkjunar úr gildi, valda vonbrigðum og munu hafa alvarlegar samfélagslegar afleiðingar. Innlent 15.1.2025 15:56 Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Héraðsdómur Reykjavíkur hefur ógilt virkjunarleyfi Landsvirkjunar vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar. Innlent 15.1.2025 14:49 Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Landsvirkjun og Fossvélar ehf. á Selfossi hafa samið um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar. Fossvélar munu meðal annars leggja veg að væntanlegu stöðvarhúsi og undirbúa plan undir vinnubúðir. Í þessum verkum felst upphaf eiginlegra virkjunarframkvæmda á svæðinu, en öll leyfi voru í höfn í lok október. Viðskipti innlent 29.11.2024 12:57 Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Inntakslón sem myndast vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar veldur því að færa þarf Þjórsárdalsveg á um fimm kílómetra löngum kafla. Ný veglína er sýnd á myndbandi sem Landsvirkjun og Vegagerðin hafa kynnt íbúum nærsveita. Innlent 27.11.2024 21:21 Ærin verkefni næstu ár Landsvirkjun hefur nú hafist handa við gerð Hvammsvirkjunar í Þjórsá og byggingu vindorkuversins Búrfellslundar við Vaðöldu. Miklar framkvæmdir verða í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi næstu árin og íbúar nágrannasveitarfélaga þeirra verða einnig varir við ýmsar framkvæmdir og flutninga. Skoðun 23.11.2024 10:01 Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Ný Þjórsárbrú við Árnes verður boðin út fljótlega eftir áramót. Hún mun ásamt tengivegum sennilega kosta vel innan við fjórðung af því sem Ölfusárbrúin kostar. Innlent 19.11.2024 07:07 Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Það er skammt stórra högga á milli í sveitarfélagi ársins. Um daginn var tilkynnt um þennan titil en 24. október tók meirihluti hreppsnefndar þá ákvörðun að veita Landsvirkjun framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Skoðun 18.11.2024 09:47 Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Stóru málin á Suðurlandi eru samgöngur og orkumál með sérstaka áherslu á að arður af orkunni verði að hluta til eftir heima í héraði. Þetta segir formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, sem fagnar í leiðinni fjögur hundruð nýjum störfum við Hvammsvirkjun, sem hann segir að verði meira og minna skipuð erlendu vinnuafli. Innlent 1.11.2024 19:44 Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Haustfundur Landsvirkjunar fer fram á Hótel Selfossi milli klukkan 13 og 15 í dag. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi í spilara að neðan. Viðskipti innlent 30.10.2024 12:32 Ó nei, ekki aftur! Leyfisveitingar fyrir Hvammsvirkjun Meiri hluti sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps veitti á ný framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun á sveitarstjórnarfundi 24. október síðastliðinn. Áður hafði meiri hlutinn veitt leyfi fyrir framkvæmdinni 14. júní 2023 en degi síðar voru forsendur þess brostnar þegar úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi úr gildi leyfi Orkustofnunar fyrir sömu framkvæmd (mál 3/2023). Ákvörðun úrskurðarnefndarinnar afhjúpaði slæleg vinnubrögð, þekkingarleysi og veikburða stjórnsýslu sem varð til þess að grundvallarþættir vatnalöggjafarinnar til verndar náttúrunni voru hunsaðir. Þetta var áfellisdómur sem á sér ekki fordæmi hér á landi. Skoðun 26.10.2024 20:02 Vill hefja framkvæmdir við Hvammsvirkjun fyrir árslok Landsvirkjun er komin með öll tilskilin leyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá og stefnir að því að hefja framkvæmdir fyrir árslok. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti framkvæmdaleyfi í dag. Innlent 24.10.2024 22:00 Samþykkti framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti í dag umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi Hvammsvirkjunar í Þjórsá með fjórum atkvæðum gegn einu. Þar með hafa bæði hlutaðeigandi sveitarfélög samþykkt framkvæmdaleyfi en sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti leyfið fyrir sitt leyti í síðustu viku, þann 16. október. Innlent 24.10.2024 13:56 Vinna málið saman og nýta greinargerð vegna fyrri umsóknar Oddvitar Rangárþings ytra og Skeiða- og Gnúpverjahrepps eiga von á því að geta unnið umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá fljótt og örugglega. Stefnt er að því að sveitarfélögin afgreiði umsóknina á sama tíma. Innlent 20.9.2024 13:58 Forgangsorkan verður ekki skert Landsvirkjun hefur aldrei skert forgangsorku þau tæpu 60 ár sem orkufyrirtæki þjóðarinnar hefur starfað. Ekkert bendir heldur til að við skerðum afhendingu forgangsorku á komandi vetri. Við höfum ávallt gætt þess að lofa ekki meiri forgangsorku en við ráðum við að selja, jafnvel þegar vatnsár eru með erfiðasta móti. Skoðun 19.9.2024 10:00 Spáir viðvarandi skorti á raforku næstu fimm ár Ný raforkuspá Landsnets gerir ráð fyrir viðvarandi orkuskorti í landinu næstu fimm árin og að raforkuskerðingar verði áfram við lýði fram eftir þessum áratug. Innlent 17.9.2024 20:40 Hafa veitt virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun Orkustofnun gaf í dag út virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá. Landsvirkjun mun í kjölfarið sækja um framkvæmdaleyfi til bæði Rangárþings ytra og Skeiða- og Gnúpverjahrepps, en mannvirki tengd virkjuninni verða í báðum sveitarfélögunum. Enn er stefnt að því að Hvammsvirkjun taki til starfa fyrir árslok 2028. Viðskipti innlent 13.9.2024 13:39 Vill rjúfa framkvæmdastopp í orkumálum Samfylkingin segist staðráðin í því að rjúfa það sem hún kallar framkvæmdastopp í valdatíð núverandi ríkisstjórnar í orkumálum. Mikilvægt sé til dæmis að Hvammsvirkjun verði að veruleika. Innlent 24.4.2024 18:26 Landeigendur höfða mál gegn ríkinu vegna Hvammsvirkjunar Ellefu landeigendur við bakka Þjórsár hafa höfðað mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur gegn íslenska ríkinu og Landsvirkjun og freista þess að fá felld úr gildi með dómi leyfi Fiskistofu og heimild Umhverfisstofnunar fyrir Hvammsvirkjun frá því fyrr í þessum mánuði. Hafa þeir fengið flýtimeðferð í málinu. Innlent 23.4.2024 22:14 Landsvirkjun vonast til að hefja smíði tveggja virkjana á árinu Hagnaður af grunnrekstri Landsvirkjunar á síðasta ári nam 52 milljörðum króna og reyndist þetta besta rekstrarár fyrirtækisins frá stofnun þess árið 1965. Stjórn Landsvirkjunar leggur til að 20 milljarða króna arður verði greiddur til ríkisins. Viðskipti innlent 29.2.2024 22:33 Jú, það er ástæða til að hafa áhyggjur af næstu árum „Raforkuöryggi felst í að notendur hafi aðgang að raforku þegar hennar er þörf og þar sem hennar er þörf, með hliðsjón af almennri stefnumörkun stjórnvalda á hverjum tíma og skilgreindum áreiðanleika og gæðum. Viðmið fyrir fullnægjandi raforkuöryggi skulu nánar útfærð og skýrð í reglugerð sem ráðherra setur.“ Skoðun 10.1.2024 08:00 « ‹ 1 2 3 … 3 ›
Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Engar framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar sem hafa áhrif á vatnshlot Þjórsár eru fyrirhugaðar á árinu. Oddvitar Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Ragnárþings Ytra segja engar forendur fyrir því að seinka framkvæmdum. Innlent 20.1.2025 22:00
Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Ráðherra umhverfis og orku segir á dagskrá að leggja strax fram lagabreytingar til að eyða óvissu og liðka fyrir framgangi Hvammsvirkjunar. Til standi að leggja það fyrir nýtt Alþingi hið snarasta þegar það kemur saman í febrúar. Innlent 20.1.2025 21:33
Ekkert samráð – ekkert traust Samtök stórfyrirtækja, fara daglega í fjölmiðla með sína svarthvítu mynd um að samfélagið fari á neyðarstig, fái fjárfestar ekki fullt svigrúm til auðlindanýtingar án endurgjalds og helst með ríkisstyrkjum. Þeim er ekki trúað. Og þótt samtök náttúruverndar bendi á móti á hættur og staðreyndir er þeim ekki heldur trúað. Skoðun 20.1.2025 17:01
Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Landsvirkjun hefur ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 15. janúar síðastliðnum þar sem virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar var fellt úr gildi og óska eftir því að málið fari beint til Hæstaréttar. Innlent 20.1.2025 15:18
Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Nú er allt upp í loft út af Hvammsvirkjun ‒ og einmitt á slíkum stundum er mikilvægt að fara varlega. Skoðun 20.1.2025 14:33
Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Ef raunverulegur áhugi er á því að einfalda leyfisveitingarferla á sviði umhverfis- og orkumála þarf ýmislegt fleira að koma til, en það sem sjá má í núverandi drögum að breytingum á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar á leyfisferlum á svið umhverfis- og orkumála. Skoðun 20.1.2025 09:02
Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður, telur niðurstöðu Héraðsdóms um Hvammsvirkjun efnislega ranga. Líkt og fjallað hefur verið um var virkjunarleyfi Landsvirkjunar fellt úr gildi í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni og ríkir mikil óvissa um framhaldið. Innlent 19.1.2025 12:16
Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Þann 15. janúar síðastliðinn komst Héraðsdómur Reykjavíkur að þeirri niðurstöðu að leyfi sem gefið hafði verið út fyrir Hvammsvirkjun væri ólöglegt. Í dómnum var vísað í 18 gr. laga um stjórn vatnamála (36/2011), sem ýmsir hafa síðan tjáð sig um og sagt vera mistök. Mér virðist þessi grein reyndar vera nokkuð skynsamleg og líka mikilvæg. Skoðun 18.1.2025 19:31
Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Tjón samfélagsins vegna enn meiri seinkunar Hvammsvirkjunar í Þjórsá gæti numið fimmtán til þrjátíu milljörðum króna, að mati Samtaka iðnaðarins. Framkvæmdastjóri samtakanna segir stjórnvöld verða að grípa tafarlaust inn í sé reyndin sú að lögin komi í veg fyrir nýjar vatnsaflsvirkjanir. Viðskipti innlent 16.1.2025 22:00
Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir starfsfólk ráðuneytisins rýna dóm héraðsdóms frá því fyrr í dag þar sem starfsleyfi Hvammsvirkjunar var fellt úr gildi. Dómurinn sé um 109 blaðsíður og hann geti því ekki verið með miklar yfirlýsingar fyrr en hann er búinn að lesa betur yfir hann. Hann segir líklegt að málinu verði áfrýjað. Innlent 15.1.2025 23:31
Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Forstjóri Landsvirkjunar segir dóm Héraðsdóm Reykjavíkur, sem felldi virkjunarleyfi Landsvirkjunar vegna Hvammsvirkjunar úr gildi, valda vonbrigðum og munu hafa alvarlegar samfélagslegar afleiðingar. Innlent 15.1.2025 15:56
Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Héraðsdómur Reykjavíkur hefur ógilt virkjunarleyfi Landsvirkjunar vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar. Innlent 15.1.2025 14:49
Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Landsvirkjun og Fossvélar ehf. á Selfossi hafa samið um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar. Fossvélar munu meðal annars leggja veg að væntanlegu stöðvarhúsi og undirbúa plan undir vinnubúðir. Í þessum verkum felst upphaf eiginlegra virkjunarframkvæmda á svæðinu, en öll leyfi voru í höfn í lok október. Viðskipti innlent 29.11.2024 12:57
Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Inntakslón sem myndast vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar veldur því að færa þarf Þjórsárdalsveg á um fimm kílómetra löngum kafla. Ný veglína er sýnd á myndbandi sem Landsvirkjun og Vegagerðin hafa kynnt íbúum nærsveita. Innlent 27.11.2024 21:21
Ærin verkefni næstu ár Landsvirkjun hefur nú hafist handa við gerð Hvammsvirkjunar í Þjórsá og byggingu vindorkuversins Búrfellslundar við Vaðöldu. Miklar framkvæmdir verða í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi næstu árin og íbúar nágrannasveitarfélaga þeirra verða einnig varir við ýmsar framkvæmdir og flutninga. Skoðun 23.11.2024 10:01
Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Ný Þjórsárbrú við Árnes verður boðin út fljótlega eftir áramót. Hún mun ásamt tengivegum sennilega kosta vel innan við fjórðung af því sem Ölfusárbrúin kostar. Innlent 19.11.2024 07:07
Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Það er skammt stórra högga á milli í sveitarfélagi ársins. Um daginn var tilkynnt um þennan titil en 24. október tók meirihluti hreppsnefndar þá ákvörðun að veita Landsvirkjun framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Skoðun 18.11.2024 09:47
Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Stóru málin á Suðurlandi eru samgöngur og orkumál með sérstaka áherslu á að arður af orkunni verði að hluta til eftir heima í héraði. Þetta segir formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, sem fagnar í leiðinni fjögur hundruð nýjum störfum við Hvammsvirkjun, sem hann segir að verði meira og minna skipuð erlendu vinnuafli. Innlent 1.11.2024 19:44
Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Haustfundur Landsvirkjunar fer fram á Hótel Selfossi milli klukkan 13 og 15 í dag. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi í spilara að neðan. Viðskipti innlent 30.10.2024 12:32
Ó nei, ekki aftur! Leyfisveitingar fyrir Hvammsvirkjun Meiri hluti sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps veitti á ný framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun á sveitarstjórnarfundi 24. október síðastliðinn. Áður hafði meiri hlutinn veitt leyfi fyrir framkvæmdinni 14. júní 2023 en degi síðar voru forsendur þess brostnar þegar úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi úr gildi leyfi Orkustofnunar fyrir sömu framkvæmd (mál 3/2023). Ákvörðun úrskurðarnefndarinnar afhjúpaði slæleg vinnubrögð, þekkingarleysi og veikburða stjórnsýslu sem varð til þess að grundvallarþættir vatnalöggjafarinnar til verndar náttúrunni voru hunsaðir. Þetta var áfellisdómur sem á sér ekki fordæmi hér á landi. Skoðun 26.10.2024 20:02
Vill hefja framkvæmdir við Hvammsvirkjun fyrir árslok Landsvirkjun er komin með öll tilskilin leyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá og stefnir að því að hefja framkvæmdir fyrir árslok. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti framkvæmdaleyfi í dag. Innlent 24.10.2024 22:00
Samþykkti framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti í dag umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi Hvammsvirkjunar í Þjórsá með fjórum atkvæðum gegn einu. Þar með hafa bæði hlutaðeigandi sveitarfélög samþykkt framkvæmdaleyfi en sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti leyfið fyrir sitt leyti í síðustu viku, þann 16. október. Innlent 24.10.2024 13:56
Vinna málið saman og nýta greinargerð vegna fyrri umsóknar Oddvitar Rangárþings ytra og Skeiða- og Gnúpverjahrepps eiga von á því að geta unnið umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá fljótt og örugglega. Stefnt er að því að sveitarfélögin afgreiði umsóknina á sama tíma. Innlent 20.9.2024 13:58
Forgangsorkan verður ekki skert Landsvirkjun hefur aldrei skert forgangsorku þau tæpu 60 ár sem orkufyrirtæki þjóðarinnar hefur starfað. Ekkert bendir heldur til að við skerðum afhendingu forgangsorku á komandi vetri. Við höfum ávallt gætt þess að lofa ekki meiri forgangsorku en við ráðum við að selja, jafnvel þegar vatnsár eru með erfiðasta móti. Skoðun 19.9.2024 10:00
Spáir viðvarandi skorti á raforku næstu fimm ár Ný raforkuspá Landsnets gerir ráð fyrir viðvarandi orkuskorti í landinu næstu fimm árin og að raforkuskerðingar verði áfram við lýði fram eftir þessum áratug. Innlent 17.9.2024 20:40
Hafa veitt virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun Orkustofnun gaf í dag út virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá. Landsvirkjun mun í kjölfarið sækja um framkvæmdaleyfi til bæði Rangárþings ytra og Skeiða- og Gnúpverjahrepps, en mannvirki tengd virkjuninni verða í báðum sveitarfélögunum. Enn er stefnt að því að Hvammsvirkjun taki til starfa fyrir árslok 2028. Viðskipti innlent 13.9.2024 13:39
Vill rjúfa framkvæmdastopp í orkumálum Samfylkingin segist staðráðin í því að rjúfa það sem hún kallar framkvæmdastopp í valdatíð núverandi ríkisstjórnar í orkumálum. Mikilvægt sé til dæmis að Hvammsvirkjun verði að veruleika. Innlent 24.4.2024 18:26
Landeigendur höfða mál gegn ríkinu vegna Hvammsvirkjunar Ellefu landeigendur við bakka Þjórsár hafa höfðað mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur gegn íslenska ríkinu og Landsvirkjun og freista þess að fá felld úr gildi með dómi leyfi Fiskistofu og heimild Umhverfisstofnunar fyrir Hvammsvirkjun frá því fyrr í þessum mánuði. Hafa þeir fengið flýtimeðferð í málinu. Innlent 23.4.2024 22:14
Landsvirkjun vonast til að hefja smíði tveggja virkjana á árinu Hagnaður af grunnrekstri Landsvirkjunar á síðasta ári nam 52 milljörðum króna og reyndist þetta besta rekstrarár fyrirtækisins frá stofnun þess árið 1965. Stjórn Landsvirkjunar leggur til að 20 milljarða króna arður verði greiddur til ríkisins. Viðskipti innlent 29.2.2024 22:33
Jú, það er ástæða til að hafa áhyggjur af næstu árum „Raforkuöryggi felst í að notendur hafi aðgang að raforku þegar hennar er þörf og þar sem hennar er þörf, með hliðsjón af almennri stefnumörkun stjórnvalda á hverjum tíma og skilgreindum áreiðanleika og gæðum. Viðmið fyrir fullnægjandi raforkuöryggi skulu nánar útfærð og skýrð í reglugerð sem ráðherra setur.“ Skoðun 10.1.2024 08:00
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent