Deilur um Hvammsvirkjun

Fréttamynd

Ekkert sam­ráð – ekkert traust

Samtök stórfyrirtækja, fara daglega í fjölmiðla með sína svarthvítu mynd um að samfélagið fari á neyðarstig, fái fjárfestar ekki fullt svigrúm til auðlindanýtingar án endurgjalds og helst með ríkisstyrkjum. Þeim er ekki trúað. Og þótt samtök náttúruverndar bendi á móti á hættur og staðreyndir er þeim ekki heldur trúað. 

Skoðun
Fréttamynd

Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur

Þann 15. janúar síðastliðinn komst Héraðsdómur Reykjavíkur að þeirri niðurstöðu að leyfi sem gefið hafði verið út fyrir Hvammsvirkjun væri ólöglegt. Í dómnum var vísað í 18 gr. laga um stjórn vatnamála (36/2011), sem ýmsir hafa síðan tjáð sig um og sagt vera mistök. Mér virðist þessi grein reyndar vera nokkuð skynsamleg og líka mikilvæg.

Skoðun
Fréttamynd

Ráð­herra segir dóm um Hvammsvirkjun á­hyggju­efni

Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir starfsfólk ráðuneytisins rýna dóm héraðsdóms frá því fyrr í dag þar sem starfsleyfi Hvammsvirkjunar var fellt úr gildi. Dómurinn sé um 109 blaðsíður og hann geti því ekki verið með miklar yfirlýsingar fyrr en hann er búinn að lesa betur yfir hann. Hann segir líklegt að málinu verði áfrýjað.

Innlent
Fréttamynd

Ærin verk­efni næstu ár

Landsvirkjun hefur nú hafist handa við gerð Hvammsvirkjunar í Þjórsá og byggingu vindorkuversins Búrfellslundar við Vaðöldu. Miklar framkvæmdir verða í Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi næstu árin og íbúar nágrannasveitarfélaga þeirra verða einnig varir við ýmsar framkvæmdir og flutninga.

Skoðun
Fréttamynd

Náttúru­spjöll í sveitar­fé­lagi ársins

Það er skammt stórra högga á milli í sveitarfélagi ársins. Um daginn var tilkynnt um þennan titil en 24. október tók meirihluti hreppsnefndar þá ákvörðun að veita Landsvirkjun framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun.

Skoðun
Fréttamynd

Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun

Stóru málin á Suðurlandi eru samgöngur og orkumál með sérstaka áherslu á að arður af orkunni verði að hluta til eftir heima í héraði. Þetta segir formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, sem fagnar í leiðinni fjögur hundruð nýjum störfum við Hvammsvirkjun, sem hann segir að verði meira og minna skipuð erlendu vinnuafli.

Innlent
Fréttamynd

Ó nei, ekki aftur! Leyfis­veitingar fyrir Hvammsvirkjun

Meiri hluti sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps veitti á ný framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun á sveitarstjórnarfundi 24. október síðastliðinn. Áður hafði meiri hlutinn veitt leyfi fyrir framkvæmdinni 14. júní 2023 en degi síðar voru forsendur þess brostnar þegar úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi úr gildi leyfi Orkustofnunar fyrir sömu framkvæmd (mál 3/2023). Ákvörðun úrskurðarnefndarinnar afhjúpaði slæleg vinnubrögð, þekkingarleysi og veikburða stjórnsýslu sem varð til þess að grundvallarþættir vatnalöggjafarinnar til verndar náttúrunni voru hunsaðir. Þetta var áfellisdómur sem á sér ekki fordæmi hér á landi.

Skoðun
Fréttamynd

Sam­þykkti framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórs­á

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti í dag umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi Hvammsvirkjunar í Þjórsá með fjórum atkvæðum gegn einu. Þar með hafa bæði hlutaðeigandi sveitarfélög samþykkt framkvæmdaleyfi en sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti leyfið fyrir sitt leyti í síðustu viku, þann 16. október.

Innlent
Fréttamynd

For­gangs­orkan verður ekki skert

Landsvirkjun hefur aldrei skert forgangsorku þau tæpu 60 ár sem orkufyrirtæki þjóðarinnar hefur starfað. Ekkert bendir heldur til að við skerðum afhendingu forgangsorku á komandi vetri. Við höfum ávallt gætt þess að lofa ekki meiri forgangsorku en við ráðum við að selja, jafnvel þegar vatnsár eru með erfiðasta móti.

Skoðun
Fréttamynd

Hafa veitt virkjunar­leyfi fyrir Hvamms­virkjun

Orkustofnun gaf í dag út virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá. Landsvirkjun mun í kjölfarið sækja um framkvæmdaleyfi til bæði Rangárþings ytra og Skeiða- og Gnúpverjahrepps, en mannvirki tengd virkjuninni verða í báðum sveitarfélögunum. Enn er stefnt að því að Hvammsvirkjun taki til starfa fyrir árslok 2028.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vill rjúfa framkvæmdastopp í orku­málum

Samfylkingin segist staðráðin í því að rjúfa það sem hún kallar framkvæmdastopp í valdatíð núverandi ríkisstjórnar í orkumálum. Mikilvægt sé til dæmis að Hvammsvirkjun verði að veruleika.

Innlent
Fréttamynd

Land­eig­endur höfða mál gegn ríkinu vegna Hvammsvirkjunar

Ellefu landeigendur við bakka Þjórsár hafa höfðað mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur gegn íslenska ríkinu og Landsvirkjun og freista þess að fá felld úr gildi með dómi leyfi Fiskistofu og heimild Umhverfisstofnunar fyrir Hvammsvirkjun frá því fyrr í þessum mánuði. Hafa þeir fengið flýtimeðferð í málinu.

Innlent
Fréttamynd

Jú, það er á­stæða til að hafa á­hyggjur af næstu árum

„Raforkuöryggi felst í að notendur hafi aðgang að raforku þegar hennar er þörf og þar sem hennar er þörf, með hliðsjón af almennri stefnumörkun stjórnvalda á hverjum tíma og skilgreindum áreiðanleika og gæðum. Viðmið fyrir fullnægjandi raforkuöryggi skulu nánar útfærð og skýrð í reglugerð sem ráðherra setur.“

Skoðun