Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson, Elvar Örn Friðriksson og Snæbjörn Guðmundsson skrifa 12. júlí 2025 09:01 Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, skrifar blaðagrein 10. júlí, daginn eftir að fyrirtækið tapaði dómsmáli í Hæstarétti um Hvammsvirkjun. Hörður hefur borið ábyrgð á daglegum rekstri Landsvirkjunar síðan 2010. Það er því von að hann bregðist ekki vel við þegar hann horfir á eftir tugmilljarða undirbúningi falla um sjálfan sig. Hann hefur lagt allt undir, og fyrirtækið skilar sögulega lítilli ávöxtun eigin fjár um þessar mundir. Framkvæmdin Hvammsvirkjun er afar illa undirbúin, hvernig sem horft er á það. Við undirbúning hennar hunsaði Landsvirkjun löggjöf um stjórn vatnamála frá 2011 og hefur ekki látið segjast þrátt fyrir að hafa verið bent á lögin margsinnis síðustu ár. Núna hefur af þeim sökum virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun ítrekað verið fellt úr gildi, bæði fyrir úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála og dómstólum. Afleiðingarnar eru hroðalegar fyrir fyrirtækið. Ekki bara fjárhagslega heldur ekki síður fyrir orðspor þess. Fjármálaráðherra skipaði nýverið nýja stjórn Landsvirkjunar. Einn hinna nýju stjórnarmanna, lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, sat mestan hluta málflutnings fyrir Hæstarétti. Hún veit, líkt og við sem líka fylgdumst með málinu, að Hörður fer með fleipur. Lög um stjórn vatnamála fjalla ekki um form, heldur um efni. Lögin hafa að markmiði að vernda vatn og lífríki þess, í þessu tilviki eitt mesta fljót landsins – Þjórsá og laxfiskastofna hennar. Dómsmálið snýst um vernd náttúru fyrir komandi kynslóðir en ekki meintan orkuskort. Samkvæmt lögunum er mögulegt að veita undanþágu frá þessum bindandi ákvæðum laganna um vernd vatns, en þær undanþágur eru afar þröngar. Um þetta mögulega undanþáguákvæði var svo sannarlega deilt þótt Landsvirkjun sjálf hafi kosið að horfa aðeins á eitt einangrað atriði málsins. Dómarar Hæstaréttar í þessu mikilvæga máli tóku hins vegar undir sjónarmið landeigenda um að gildissvið laganna næði alls ekki til þess að skoða hvort hin ströngu skilyrði undanþága gætu yfir höfuð átt við. Þetta mál var svo sannarlega ekki um form, Hörður, heldur efni. Hörður skrifaði sjálfur undir umsögn um frumvarp um lög um stjórn vatnamála árið 2011 og ætti að skoða efni eigin umsagnar vel. Hæstiréttur hefur ekki gefið Hvammsvirkjum efnislega gult ljóst, hvað þá grænt, því fer víðs fjarri. Við eigum enn eftir að sjá hvort dómstólar fallist á að Landsvirkjun fái yfir höfuð undanþágu fyrir Hvammsvirkjun til að „vinna orku úr endurnýjanlegum orkugjöfum í þágu almennings og atvinnulífs“. Við eigum líka eftir að sjá hvort lagagrein um bráðabirgðavirkjunarleyfi, sem Landsvirkjun krafði löggjafann um í vor, getur nokkurn tíma staðist EES-samninginn. Við erum langt frá því sannfærðir. Höfundar eru forsvarsmenn þriggja félagasamtaka sem krefjast ógildingar framkvæmdaleyfa sveitarfélaga fyrir Hvammsvirkjun. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Elvar Örn Friðriksson, framkvæmdastjóri NASF. Snæbjörn Guðmundsson, formaður Náttúrugriða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Deilur um Hvammsvirkjun Umhverfismál Árni Finnsson Snæbjörn Guðmundsson Elvar Örn Friðriksson Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, skrifar blaðagrein 10. júlí, daginn eftir að fyrirtækið tapaði dómsmáli í Hæstarétti um Hvammsvirkjun. Hörður hefur borið ábyrgð á daglegum rekstri Landsvirkjunar síðan 2010. Það er því von að hann bregðist ekki vel við þegar hann horfir á eftir tugmilljarða undirbúningi falla um sjálfan sig. Hann hefur lagt allt undir, og fyrirtækið skilar sögulega lítilli ávöxtun eigin fjár um þessar mundir. Framkvæmdin Hvammsvirkjun er afar illa undirbúin, hvernig sem horft er á það. Við undirbúning hennar hunsaði Landsvirkjun löggjöf um stjórn vatnamála frá 2011 og hefur ekki látið segjast þrátt fyrir að hafa verið bent á lögin margsinnis síðustu ár. Núna hefur af þeim sökum virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun ítrekað verið fellt úr gildi, bæði fyrir úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála og dómstólum. Afleiðingarnar eru hroðalegar fyrir fyrirtækið. Ekki bara fjárhagslega heldur ekki síður fyrir orðspor þess. Fjármálaráðherra skipaði nýverið nýja stjórn Landsvirkjunar. Einn hinna nýju stjórnarmanna, lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, sat mestan hluta málflutnings fyrir Hæstarétti. Hún veit, líkt og við sem líka fylgdumst með málinu, að Hörður fer með fleipur. Lög um stjórn vatnamála fjalla ekki um form, heldur um efni. Lögin hafa að markmiði að vernda vatn og lífríki þess, í þessu tilviki eitt mesta fljót landsins – Þjórsá og laxfiskastofna hennar. Dómsmálið snýst um vernd náttúru fyrir komandi kynslóðir en ekki meintan orkuskort. Samkvæmt lögunum er mögulegt að veita undanþágu frá þessum bindandi ákvæðum laganna um vernd vatns, en þær undanþágur eru afar þröngar. Um þetta mögulega undanþáguákvæði var svo sannarlega deilt þótt Landsvirkjun sjálf hafi kosið að horfa aðeins á eitt einangrað atriði málsins. Dómarar Hæstaréttar í þessu mikilvæga máli tóku hins vegar undir sjónarmið landeigenda um að gildissvið laganna næði alls ekki til þess að skoða hvort hin ströngu skilyrði undanþága gætu yfir höfuð átt við. Þetta mál var svo sannarlega ekki um form, Hörður, heldur efni. Hörður skrifaði sjálfur undir umsögn um frumvarp um lög um stjórn vatnamála árið 2011 og ætti að skoða efni eigin umsagnar vel. Hæstiréttur hefur ekki gefið Hvammsvirkjum efnislega gult ljóst, hvað þá grænt, því fer víðs fjarri. Við eigum enn eftir að sjá hvort dómstólar fallist á að Landsvirkjun fái yfir höfuð undanþágu fyrir Hvammsvirkjun til að „vinna orku úr endurnýjanlegum orkugjöfum í þágu almennings og atvinnulífs“. Við eigum líka eftir að sjá hvort lagagrein um bráðabirgðavirkjunarleyfi, sem Landsvirkjun krafði löggjafann um í vor, getur nokkurn tíma staðist EES-samninginn. Við erum langt frá því sannfærðir. Höfundar eru forsvarsmenn þriggja félagasamtaka sem krefjast ógildingar framkvæmdaleyfa sveitarfélaga fyrir Hvammsvirkjun. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Elvar Örn Friðriksson, framkvæmdastjóri NASF. Snæbjörn Guðmundsson, formaður Náttúrugriða.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun