Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar 18. júlí 2025 19:00 Þjórsá er eitt verðmætasta vatnshlot landsins, með líffræðilegri fjölbreytni, menningarsögulegu gildi og náttúrulegu jafnvægi sem hefur mótað landslag og vistkerfi í árhundruð. En með fyrirhuguðum framkvæmdum Hvammsvirkjunar stendur hún frammi fyrir djúpstæðu inngripi sem getur raskað þessu jafnvægi varanlega. Áformað er að reisa stíflu rétt ofan við Viðey, þar sem næstum allt vatn árinnar verður leitt í jarðgöng langt frá upprunalegum farvegi. Í stað þess að halda eðlilegu rennsli, um 350 m³ á sekúndu, verða eftir einungis 20 m³/s, sem er langt undir því sem þarf til að viðhalda virku vistkerfi og fiskgengd í farveginum niður að Ölmóðsey. Slík inngrip stangast á við lög um stjórn vatnamála nr. 36/2011, sem Ísland innleiddi í gegnum aðild sína að EES og sem byggja á vatnatilskipun Evrópusambandsins (2000/60/EB). Þau kveða á um vernd vatnshlota og að tryggt sé að náttúrulegt ástand þeirra haldist gott, nema með skýrum undantekningum og í samráði við almenning. Andrés Skúlason Þegar Héraðsdómur Reykjavíkur felldi virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi í janúar 2025 var það viðurkenning á því að Umhverfisstofnun hafði veitt heimild til verulegrar breytingar á vatnshloti án nægilegrar lagaheimildar. Með því að beina vatni í rör og skilja eftir nánast þurran farveg væri verið að raska vistkerfi Þjórsár með varanlegum hætti og það jafnvel án samráðs við almenning eins og tilskipunin kveður á um. Á vetrum gæti farvegurinn botnfrosið og íshröngl safnast upp. Fiskgengd stöðvast, lífríki hrörnar og náttúrulegt ástand Þjórsár verður einungis skuggi af því sem áður var. Þetta er ekki bara tæknilegt orkumál — heldur siðferðilegt og evrópskt álitamál. Þjóð sem sækist eftir traustum umhverfisverndarsamningi og virðingu fyrir náttúru á ekki að beita undanþágum til að sniðganga löggjöf sem hún sjálf samþykkti. Þjórsá á ekki að verða tilraunaverkefni í hagkvæmni, hún á skilið vernd, virðingu og framtíðarsýn. Höfundur er vélvirkjameistari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Þjórsá er eitt verðmætasta vatnshlot landsins, með líffræðilegri fjölbreytni, menningarsögulegu gildi og náttúrulegu jafnvægi sem hefur mótað landslag og vistkerfi í árhundruð. En með fyrirhuguðum framkvæmdum Hvammsvirkjunar stendur hún frammi fyrir djúpstæðu inngripi sem getur raskað þessu jafnvægi varanlega. Áformað er að reisa stíflu rétt ofan við Viðey, þar sem næstum allt vatn árinnar verður leitt í jarðgöng langt frá upprunalegum farvegi. Í stað þess að halda eðlilegu rennsli, um 350 m³ á sekúndu, verða eftir einungis 20 m³/s, sem er langt undir því sem þarf til að viðhalda virku vistkerfi og fiskgengd í farveginum niður að Ölmóðsey. Slík inngrip stangast á við lög um stjórn vatnamála nr. 36/2011, sem Ísland innleiddi í gegnum aðild sína að EES og sem byggja á vatnatilskipun Evrópusambandsins (2000/60/EB). Þau kveða á um vernd vatnshlota og að tryggt sé að náttúrulegt ástand þeirra haldist gott, nema með skýrum undantekningum og í samráði við almenning. Andrés Skúlason Þegar Héraðsdómur Reykjavíkur felldi virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi í janúar 2025 var það viðurkenning á því að Umhverfisstofnun hafði veitt heimild til verulegrar breytingar á vatnshloti án nægilegrar lagaheimildar. Með því að beina vatni í rör og skilja eftir nánast þurran farveg væri verið að raska vistkerfi Þjórsár með varanlegum hætti og það jafnvel án samráðs við almenning eins og tilskipunin kveður á um. Á vetrum gæti farvegurinn botnfrosið og íshröngl safnast upp. Fiskgengd stöðvast, lífríki hrörnar og náttúrulegt ástand Þjórsár verður einungis skuggi af því sem áður var. Þetta er ekki bara tæknilegt orkumál — heldur siðferðilegt og evrópskt álitamál. Þjóð sem sækist eftir traustum umhverfisverndarsamningi og virðingu fyrir náttúru á ekki að beita undanþágum til að sniðganga löggjöf sem hún sjálf samþykkti. Þjórsá á ekki að verða tilraunaverkefni í hagkvæmni, hún á skilið vernd, virðingu og framtíðarsýn. Höfundur er vélvirkjameistari.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar