Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Kjartan Kjartansson skrifar 9. september 2025 11:15 Séð yfir áhrifasvæði Hvammsvirkjunar. Þjórsá verður stífluð á móts við Skarðsfjall, sem sést hægra megin fyrir miðju. Kirkjustaðurinn Stórinúpur lengst til vinstri. Fjær sjást Búrfell fyrir miðri mynd og Hekla til hægri. Landsvirkjun Tæp sextíu prósent svarenda í skoðanakönnun segjast hlynnt Hvammsvirkjun í Þjórsá en aðeins rúmur fimmtungur er andsnúinn. Gríðarlegur munur er á afstöðu kynjanna til virkjunarinnar en mun fleiri karlar eru fylgjandi henni en konur. Lengi hefur verið deilt um virkjunarframkvæmdir Landsvirkjunnar í Þjórsá. Tekist hefur verið á um þær fyrir dómstólum og hjá opinberum úrskurðarnefndum. Eins og sakir standa hefur Landsvirkjun bráðabirgðaframkvæmdaleyfi fyrir undirbúningsframkvæmdir eftir að Hæstiréttur staðfesti ógildingu neðri dómstiga á virkjunarleyfi í sumar. Landsmenn eru almennt hlynntir Hvammsvirkjun ef marka má niðurstöður könnunar Maskínu sem voru birtar í dag. Þar sögðust 59 prósent fylgjandi, þar af rúmlega þriðjungur mjög hlynntur. Tuttugu og eitt prósent sögðust andvíg, þar af 10,3 prósent mjög andvíg. Heil 71,1 prósent karla sagðist hlynnt virkjuninni en aðeins 39,6 prósent kvenna. Hátt í þriðjungur kvenna sagðist andvígur en innan við fimmtán prósent karla. Meirihluti er hlynntur Hvammsvirkjun í öllum landshlutum. Stuðningurinn er minnstur í Reykjavík, 51,5 prósent fylgjandi en 27,2 prósent andvíg. Mestur stuðningur við verkefnið mælist á Vesturlandi og Vestfjörðum þar sem nærri því þrír af hverjum fjórum sögðust hlynntir virkjuninni. Stuðningur við virkjunina er meiri á meðal kjósenda stjórnarandstöðuflokkanna á þingi en stjórnarflokkanna. Þannig eru allt frá 81 og upp í 85 prósent kjósenda Framsóknarflokksins, Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins fylgjandi virkjuninni en 47,8 prósent samfylkingarfólks, 66 prósent viðreisnar fólks en aðeins rúm þrjátíu prósent kjósenda Flokks fólksins. Könnunin var framkvæmd dagana 18.-21. ágúst. Orkumál Umhverfismál Skoðanakannanir Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Lengi hefur verið deilt um virkjunarframkvæmdir Landsvirkjunnar í Þjórsá. Tekist hefur verið á um þær fyrir dómstólum og hjá opinberum úrskurðarnefndum. Eins og sakir standa hefur Landsvirkjun bráðabirgðaframkvæmdaleyfi fyrir undirbúningsframkvæmdir eftir að Hæstiréttur staðfesti ógildingu neðri dómstiga á virkjunarleyfi í sumar. Landsmenn eru almennt hlynntir Hvammsvirkjun ef marka má niðurstöður könnunar Maskínu sem voru birtar í dag. Þar sögðust 59 prósent fylgjandi, þar af rúmlega þriðjungur mjög hlynntur. Tuttugu og eitt prósent sögðust andvíg, þar af 10,3 prósent mjög andvíg. Heil 71,1 prósent karla sagðist hlynnt virkjuninni en aðeins 39,6 prósent kvenna. Hátt í þriðjungur kvenna sagðist andvígur en innan við fimmtán prósent karla. Meirihluti er hlynntur Hvammsvirkjun í öllum landshlutum. Stuðningurinn er minnstur í Reykjavík, 51,5 prósent fylgjandi en 27,2 prósent andvíg. Mestur stuðningur við verkefnið mælist á Vesturlandi og Vestfjörðum þar sem nærri því þrír af hverjum fjórum sögðust hlynntir virkjuninni. Stuðningur við virkjunina er meiri á meðal kjósenda stjórnarandstöðuflokkanna á þingi en stjórnarflokkanna. Þannig eru allt frá 81 og upp í 85 prósent kjósenda Framsóknarflokksins, Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins fylgjandi virkjuninni en 47,8 prósent samfylkingarfólks, 66 prósent viðreisnar fólks en aðeins rúm þrjátíu prósent kjósenda Flokks fólksins. Könnunin var framkvæmd dagana 18.-21. ágúst.
Orkumál Umhverfismál Skoðanakannanir Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira