Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 30. júlí 2025 16:43 Framkævmdir hafa staðið yfir við virkjunina þrátt fyrir að virkjanaleyfið hafi verið dæmt ólöglegt í Hæstarétti. Landvernd Landeigendur við Þjórsá hafa lagt fram stöðvunarkröfu á framkvæmdir við Hvammsvirkjun til úrskurðarnefndar umhverfismála. Þeir krefjast þess að virkjanaframkvæmdirnar verði stöðvaðar án tafar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Landvernd. Þar segir að krafan hafi verið afhent í fyrradag en aðilar máls hefðu haft til hádegis í dag til að skila inn gögnum. Hæstiréttur staðfesti nýverið ógildingu virkjunarleyfis Hvammsvirkjunar vegna ágalla á þeim lögum sem giltu þegar leyfið var veitt. Áður en Hæstiréttur kvað upp dóm sinn hafði umhverfis, orku og loftslagsráðherra breytt lögunum. Í síðustu viku óskaði Landsvirkjun eftir því að Umhverfis- og orkustofnun veitti virkjunarleyfi til bráðabirgða fyrir Hvammsvirkjun, í samræmi við nýlega breytt raforkulög og lög um stjórn vatnamála. Í fréttatilkynningu Landverndar segir að fyrir liggi að hreinar og beinar virkjanaframkvæmdir hafi staðið yfir í marga mánuði þótt leyfið hafi verið dæmt ólöglegt. Vakin er athygli á umfjöllun Morgunblaðsins um framkvæmdirnar í dag, en þar er vakin athygli á kraftmiklum framkvæmdum við undirbúning virkjunarinnar. „Að virkja áfram, þegar leyfi hefur verið fellt í Hæstarétti, er afar hættulegt fordæmi vegna allra stórframkvæmda sem eru í undirbúningi í landinu. Slíkt framferði ógnar bæði náttúrunni og lýðræðinu. Mörg náttúruverndarsamtök og samtök til verndar laxastofninum hafa lýst og lýsa áfram fullum stuðningi við baráttuna við Þjórsá. Náttúruvernd er mannréttindi. Krafa kærenda er viðlögð,“ segir í tilkynningunni. Deilur um Hvammsvirkjun Umhverfismál Orkumál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Davíð hafi lagt Golíat Náttúruverndarsamtök fagna niðurstöðu Hæstaréttar sem staðfesti í dag niðurstöðu Héraðsdóms og felldi endanlega úr gildi virkjanaleyfi fyrir Hvammsvirkjun, í máli sem landeigendur við Þjórsá höfðuðu gegn ríkinu og Landsvirkjun. Þau segja Davíð hafa lagt Golíat. 9. júlí 2025 16:29 Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni „Mín fyrstu viðbrögð eru bara vonbrigði. Við eigum eftir að fara betur yfir dóminn en það virðist vera að dómurinn staðfesti þann skilning héraðsdóms að ákveðnir ágallar hafi verið á lögum sem voru sett um þetta mál vegna Evróputilskipunar,“ segir forstjóri Landsvirkjunnar. 9. júlí 2025 13:23 „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps segir augljóst að leyfi fyrir Hvammsvirkjun fáist þegar sótt verður um það aftur. Hæstiréttur hafnaði Hvammsvirkjun í dag en dómurinn byggði á lögum sem nú hefur verið breytt. 9. júlí 2025 17:47 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Fleiri fréttir Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Sjá meira
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Landvernd. Þar segir að krafan hafi verið afhent í fyrradag en aðilar máls hefðu haft til hádegis í dag til að skila inn gögnum. Hæstiréttur staðfesti nýverið ógildingu virkjunarleyfis Hvammsvirkjunar vegna ágalla á þeim lögum sem giltu þegar leyfið var veitt. Áður en Hæstiréttur kvað upp dóm sinn hafði umhverfis, orku og loftslagsráðherra breytt lögunum. Í síðustu viku óskaði Landsvirkjun eftir því að Umhverfis- og orkustofnun veitti virkjunarleyfi til bráðabirgða fyrir Hvammsvirkjun, í samræmi við nýlega breytt raforkulög og lög um stjórn vatnamála. Í fréttatilkynningu Landverndar segir að fyrir liggi að hreinar og beinar virkjanaframkvæmdir hafi staðið yfir í marga mánuði þótt leyfið hafi verið dæmt ólöglegt. Vakin er athygli á umfjöllun Morgunblaðsins um framkvæmdirnar í dag, en þar er vakin athygli á kraftmiklum framkvæmdum við undirbúning virkjunarinnar. „Að virkja áfram, þegar leyfi hefur verið fellt í Hæstarétti, er afar hættulegt fordæmi vegna allra stórframkvæmda sem eru í undirbúningi í landinu. Slíkt framferði ógnar bæði náttúrunni og lýðræðinu. Mörg náttúruverndarsamtök og samtök til verndar laxastofninum hafa lýst og lýsa áfram fullum stuðningi við baráttuna við Þjórsá. Náttúruvernd er mannréttindi. Krafa kærenda er viðlögð,“ segir í tilkynningunni.
Deilur um Hvammsvirkjun Umhverfismál Orkumál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Davíð hafi lagt Golíat Náttúruverndarsamtök fagna niðurstöðu Hæstaréttar sem staðfesti í dag niðurstöðu Héraðsdóms og felldi endanlega úr gildi virkjanaleyfi fyrir Hvammsvirkjun, í máli sem landeigendur við Þjórsá höfðuðu gegn ríkinu og Landsvirkjun. Þau segja Davíð hafa lagt Golíat. 9. júlí 2025 16:29 Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni „Mín fyrstu viðbrögð eru bara vonbrigði. Við eigum eftir að fara betur yfir dóminn en það virðist vera að dómurinn staðfesti þann skilning héraðsdóms að ákveðnir ágallar hafi verið á lögum sem voru sett um þetta mál vegna Evróputilskipunar,“ segir forstjóri Landsvirkjunnar. 9. júlí 2025 13:23 „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps segir augljóst að leyfi fyrir Hvammsvirkjun fáist þegar sótt verður um það aftur. Hæstiréttur hafnaði Hvammsvirkjun í dag en dómurinn byggði á lögum sem nú hefur verið breytt. 9. júlí 2025 17:47 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Fleiri fréttir Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Sjá meira
Davíð hafi lagt Golíat Náttúruverndarsamtök fagna niðurstöðu Hæstaréttar sem staðfesti í dag niðurstöðu Héraðsdóms og felldi endanlega úr gildi virkjanaleyfi fyrir Hvammsvirkjun, í máli sem landeigendur við Þjórsá höfðuðu gegn ríkinu og Landsvirkjun. Þau segja Davíð hafa lagt Golíat. 9. júlí 2025 16:29
Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni „Mín fyrstu viðbrögð eru bara vonbrigði. Við eigum eftir að fara betur yfir dóminn en það virðist vera að dómurinn staðfesti þann skilning héraðsdóms að ákveðnir ágallar hafi verið á lögum sem voru sett um þetta mál vegna Evróputilskipunar,“ segir forstjóri Landsvirkjunnar. 9. júlí 2025 13:23
„Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps segir augljóst að leyfi fyrir Hvammsvirkjun fáist þegar sótt verður um það aftur. Hæstiréttur hafnaði Hvammsvirkjun í dag en dómurinn byggði á lögum sem nú hefur verið breytt. 9. júlí 2025 17:47