Vindorka

Fréttamynd

Áttar sig ekki á á­kalli for­manns VG

Umverfis-, orku- og loftslagsráðherra segist ekki átta sig á ákalli formanns VG um að gengið verði lengra í stefnumörkun í vindorkumálum. Stefnumörkun í málaflokknum hafi verið í undirbúningi mjög lengi og nú sé kominn tími til að framkvæma.

Innlent
Fréttamynd

Að virkja upp í loft

Landsvirkjun stefnir nú á að reisa þrjátíu 150 metra háar vindmyllur í svonefndum Búrfellslundi, við inngang hálendisins á Sprengisandsleið þar sem þúsundir Íslendinga og erlendra ferðamanna halda á hverju ári upp á Sprengisand, inn í Landmannalaugar og upp í Veiðivötn.

Skoðun
Fréttamynd

Tryggja þurfi að vindorkan haldist í höndum þjóðarinnar

Formaður Vinstri grænna kallar eftir því að umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra leggi fram stefnumörkun um vindorkumál á haustþingi. Hann telur að gera þurfi breytingar á tillögum sem lagðar voru fram á síðasta þingi. Tryggja þurfi að auðlindin haldist í höndum þjóðarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Stíga annað stórt skref að virkjun við Búr­fell

Samningur er í höfn milli Landsvirkjunar og íslenska ríkisins um lands- og vindorkuréttindi vegna Búrfellslundar. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur samningur er gerður en Búrfellslundur liggur innan þjóðlendu. Gildistími samningsins er 35 ár með möguleika á framlengingu um 15 ár.

Innlent
Fréttamynd

Enginn vindmyllugarður án bættra vega

Mikil innviðauppbygging þarf að fara fram ef áætlanir um uppbyggingu vindorkuvers í Dalabyggð eiga að ganga eftir. Verkið mun kosta minnst 40 milljarða og talið er að það muni taka minnst fimmtán ár fyrir verkið til að borga sig.

Innlent
Fréttamynd

Skoða að kæra út­gáfu virkjanaleyfis fyrir Búrfellslund

Haraldur Þór Jónsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps, segir sveitarfélögin á áhrifasvæði fyrirhugaðs vindmyllugarðs í Búrfellslundi verða fyrir umtalsverðu fjárhagslegu tjóni af framkvæmdunum og segir ákvörðun munu verða tekna um hvort kæra eigi útgáfu Orkustofnunar á virkjanaleyfi á næstu sveitarstjórnarfundum.

Innlent
Fréttamynd

Hver á vindinn?

Við Íslendingar búum á eldfjallaeyju sem hefur vissulega minnt okkur á hvernig sú eyja varð til með eldsumbrotum á Reykjanesskaganum nú undanfarið. Heilt bæjarfélag hefur flúið fallega bæinn sinn og enn er næsta gos rétt handan við hornið. Hugur okkar er hjá Grindvíkingum sem hafa fundið sitt nýja heima á nýjum stað, en munu mörg hver ætla að snúa aftur heim þegar allt verður yfirstaðið.

Skoðun
Fréttamynd

Enn ein at­lagan að auð­lindum og náttúru landsins

Ekki er að sjá annað en að markmið fyrrgreindrar stefnu sé að ryðja upp vindorkuverum sem hraðast og sem víðast á landinu. Boðskapur Orkumálaráðherra sem bylur í eyrum um „grænu orkuna“ óháð því hvort hún sé raunverulega græn hefur dunið á landsmönnum og þannig skal ná markmiðum stjórnvalda um orkuskipti og kolefnishlutleysi án þess þó að sýnt sé fram á það í reynd með tölulegum staðreyndum.

Skoðun
Fréttamynd

Hæsta vind­mylla heims á landi reist í Dan­mörku

Síðustu skref við uppsetningu hæstu vindmyllu heims sem staðsett er á landi verða tekin í dag við höfnina í Thyborøn á Jótlandi í Danmörku í dag. Vindmyllan er tæpum hundrað metrum hærri en hæst punktur landsins. 

Erlent
Fréttamynd

Í­búar í Rang­ár­þingi ytra fá að tjá sig um vindmyllugarð

Íbúum í Rangárþing ytra mun gefast kostur á að taka þátt í viðhorfskönnun á næstunni þar sem þeir geta sagt álit sitt á Búrfellslundi, sem Landsvirkjun hyggst reisa með allt að þrjátíu vindmyllum austan við Sultartangastöð en staðsetning garðsins er í sveitarfélaginu við Vaðöldu.

Innlent
Fréttamynd

Orku­mál - sam­fé­lag á kross­götum

Nú um stundir birtist orkan í iðrum jarðar okkur sem eyðingarafl sem ógnar framtíðarbúsetu í Grindavík og ef til vill víðar. Þessi sama orka er hins vegar ein helsta forsenda þess samfélags sem við höfum sameinast um að halda uppi.

Skoðun
Fréttamynd

Vindorka í þágu hverra?

Ástæða er til að vekja athygli á fyrirliggjandi frumvarpi umhverfis- orku, og loftslagsráðuneytis um vindorku. Að óbreyttu verður hvorki séð að frumvarpið hafi í för með sér samfélagslegan ábata í formi arðs til þjóðarinnar eða nærsamfélaga af nýtingu auðlindarinnar né sé það fallið til að stuðla að orkuskiptum.

Skoðun
Fréttamynd

Verk­takar sjá fram á met­ár í út­boðum

Met verður slegið í útboðum verklegra framkvæmda í ár, miðað við þau áform sem kynnt voru á Útboðsþingi í dag. Aðgerðir vegna Grindavíkur gætu þó sett strik í reikninginn en Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir að frestun stórframkvæmda gæti orðið ein af mótvægisaðgerðunum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Búrfellslundur – fyrir hvern?

Landsvirkjun vinnur hart að undirbúningi á því að byggja Búrfellslund þessa dagana. Svo hart að þrátt fyrir að Búrfellslundur sé ekki kominn í skipulag sveitarfélagsins sem hann á að rísa í og Orkustofnun hafi ekki gefið út virkjanaleyfi, þá er samt búið að bjóða út vindmyllurnar, það liggur svo mikið á!

Skoðun
Fréttamynd

Hella sér yfir Lands­virkjun vegna út­boðs á vindmyllum

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps mótmælir harðlega vinnubrögðum Landsvirkjunar við undirbúning útboðs á vindmyllum við Vaðöldu. Sveitarstjórnin segir að uppbyggingu vindmyllugarðs myndi vinna gegn hagsmunum nærsamfélagsins og valda óbætanlegu tjóni til framtíðar.

Innlent
Fréttamynd

Hópur bænda í Skeiða- og Gnúp­verja­hreppi mót­mæla vindmyllum

Mikil óánægja er á meðal hóps bænda í Skeiða- og Gnúpverjahreppi sem mótmæla harðlega uppsetningu vindmyllugarðs með tuttugu og fimm vindmyllum í landi Skáldabúða í nágrenni við jarðir þeirra. Forsvarsmaður þýsks orkufyrirtækis, sem hyggst reisa garðinn, segir hins vegar að íbúar hafa almennt tekið hugmyndinni mjög vel.

Innlent
Fréttamynd

„Verður Grundartangi fal­legri eða ljótari ef við setjum vind­myllur þar?“

Nærsamfélög ættu að hafa endanlegt ákvörðunarvald um hvort vindorkugarðar byggist þar upp og aðeins á að setja upp vindmyllur á svæðum sem teljast þegar röskuð. Þetta er meðal tillaga sem starfshópur hefur skilað til umhverfisráðherra. Fyrrverandi umhverfisráðherra segir mmikilvægt að byggja upp græna orku en hlífa náttúruperlum.

Innlent
Fréttamynd

Bein út­sending: Kynna til­lögur starfs­hóps um vindorku

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, skipaði í júlí 2022 þriggja manna starfshóp sem fékk það hlutverk að skoða og gera tillögur til ráðherra um drög að lögum og reglugerð um vindorku, með það að markmiði að einfalda uppbyggingu vindorkuvera til framleiðslu á grænni orku, jafnframt því að tekið verði tillit til sjónrænna áhrifa, dýralífs og náttúru. Starfshópurinn hefur nú skilað ráðherra tillögum sínum.

Innlent