Hver á vindinn? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 14. ágúst 2024 09:00 Við Íslendingar búum á eldfjallaeyju sem hefur vissulega minnt okkur á hvernig sú eyja varð til með eldsumbrotum á Reykjanesskaganum nú undanfarið. Heilt bæjarfélag hefur flúið fallega bæinn sinn og enn er næsta gos rétt handan við hornið. Hugur okkar er hjá Grindvíkingum sem hafa fundið sitt nýja heima á nýjum stað, en munu mörg hver ætla að snúa aftur heim þegar allt verður yfirstaðið. Öll elskum við íslenska náttúru með sínum fjöllum, fossum, jöklum, og hinni einstöku víðàttu. Á hàlendinu viljum við geta lagst í næstu laut, litið upp til himins og hlustað á fuglasöng og þögnina. Vonandi hafa sem flestir náð að njóta íslensku sumarnæturinnar undir berum himni og hlaðið batteríin fyrir komandi vetur. Norðurljósin eru einnig einstök sem má njóta á vetrarkvöldum t.d. í heitum potti út á landi fjarri ljósadýrð byggðar og jafnast ekkert á við það. Við höfum á undanförnum árum selt erlendum gestum okkar ferðir til að skoða þau, en við eigum þau ekki. Skáldið Einar Benediktson reyndi um árið að selja norðurljósin og sumir gerðu grín að því en annað hefur komið á daginn að það er hægt að hagnast á þeim ferðum. Nú hefur verið gefið út virkjunarleyfi til vindorkuvers og það er vel að við nýtum þá auðlind eins og hægt er í þágu þjóðar. Sumir hafa sterkar skoðanir á því að þessir hljóðlausu hvítu spaðar sem snúast eftir því sem vindurinn blæs sèu mikil umhverfismengun og þetta verði að stöðva. Þau ykkar sem hafið farið um landið okkar fagra í sumar hafið séð hàspennulínur hér og þar en enginn talar um umhverfismengun þeirra. Þetta eru í raun lífæðar orkuflutnings frá hálendi og virkjunum sem hafa gert okkur kleift að búa á okkar góða landi. Við hjónin skruppum í stutta helgarferð til Edinborgar nú um liðna Verslunnarmanna helgi en þangað fluttum við fyrir 30 árum síðan til að afla okkur menntunar. À leiðinni frá Glasgow til Edinborgar kvað við nýjan tón er við sáum víða vindorku spaða sem snérust mismunandi hratt eftir því hvernig vindurinn blés. Þetta var alveg ný sjón sem var ekki þarna fyrir þremur àratugum. En við upplifum enga sjónmengun af völdum þessara hvítu hávöxnu súlna með fallegu spaðana sína sem rólega snérust og blíðlega beisluðu orku vindsins. Þetta var aftur á móti frekar róandi sjón og við kvíðum ekki komu þeirra til landsins okkar góða, heldur fögnum nýjum orkugjafa á okkar gjöfula landi. En hver á vindinn? Mikilvægt er að nýting þessarar auðlindar þjóðarinnar renni til allra Íslendinga. Hver á fiskinn í sjónum, heita og kalda vatnið, jarðefnin á landinu okkar? Eins og með aðrar auðlindir okkar lands verður að vera skýrt regluverk um komandi vindorkuver. Tryggja þarf að allir landsmenn njóti nýtingu vindsins sem og annara auðlinda okkar. Verum ekki hrædd við sjónmengun hvítu spaðana heldur fögnum nýjungum í orkuöflun landins. Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ebba Margrét Magnúsdóttir Vindorka Orkumál Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Sjá meira
Við Íslendingar búum á eldfjallaeyju sem hefur vissulega minnt okkur á hvernig sú eyja varð til með eldsumbrotum á Reykjanesskaganum nú undanfarið. Heilt bæjarfélag hefur flúið fallega bæinn sinn og enn er næsta gos rétt handan við hornið. Hugur okkar er hjá Grindvíkingum sem hafa fundið sitt nýja heima á nýjum stað, en munu mörg hver ætla að snúa aftur heim þegar allt verður yfirstaðið. Öll elskum við íslenska náttúru með sínum fjöllum, fossum, jöklum, og hinni einstöku víðàttu. Á hàlendinu viljum við geta lagst í næstu laut, litið upp til himins og hlustað á fuglasöng og þögnina. Vonandi hafa sem flestir náð að njóta íslensku sumarnæturinnar undir berum himni og hlaðið batteríin fyrir komandi vetur. Norðurljósin eru einnig einstök sem má njóta á vetrarkvöldum t.d. í heitum potti út á landi fjarri ljósadýrð byggðar og jafnast ekkert á við það. Við höfum á undanförnum árum selt erlendum gestum okkar ferðir til að skoða þau, en við eigum þau ekki. Skáldið Einar Benediktson reyndi um árið að selja norðurljósin og sumir gerðu grín að því en annað hefur komið á daginn að það er hægt að hagnast á þeim ferðum. Nú hefur verið gefið út virkjunarleyfi til vindorkuvers og það er vel að við nýtum þá auðlind eins og hægt er í þágu þjóðar. Sumir hafa sterkar skoðanir á því að þessir hljóðlausu hvítu spaðar sem snúast eftir því sem vindurinn blæs sèu mikil umhverfismengun og þetta verði að stöðva. Þau ykkar sem hafið farið um landið okkar fagra í sumar hafið séð hàspennulínur hér og þar en enginn talar um umhverfismengun þeirra. Þetta eru í raun lífæðar orkuflutnings frá hálendi og virkjunum sem hafa gert okkur kleift að búa á okkar góða landi. Við hjónin skruppum í stutta helgarferð til Edinborgar nú um liðna Verslunnarmanna helgi en þangað fluttum við fyrir 30 árum síðan til að afla okkur menntunar. À leiðinni frá Glasgow til Edinborgar kvað við nýjan tón er við sáum víða vindorku spaða sem snérust mismunandi hratt eftir því hvernig vindurinn blés. Þetta var alveg ný sjón sem var ekki þarna fyrir þremur àratugum. En við upplifum enga sjónmengun af völdum þessara hvítu hávöxnu súlna með fallegu spaðana sína sem rólega snérust og blíðlega beisluðu orku vindsins. Þetta var aftur á móti frekar róandi sjón og við kvíðum ekki komu þeirra til landsins okkar góða, heldur fögnum nýjum orkugjafa á okkar gjöfula landi. En hver á vindinn? Mikilvægt er að nýting þessarar auðlindar þjóðarinnar renni til allra Íslendinga. Hver á fiskinn í sjónum, heita og kalda vatnið, jarðefnin á landinu okkar? Eins og með aðrar auðlindir okkar lands verður að vera skýrt regluverk um komandi vindorkuver. Tryggja þarf að allir landsmenn njóti nýtingu vindsins sem og annara auðlinda okkar. Verum ekki hrædd við sjónmengun hvítu spaðana heldur fögnum nýjungum í orkuöflun landins. Höfundur er læknir.
Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun