Að hjóla í manninn! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar 6. september 2024 21:01 Nú get ég ekki orða bundist lengur og sé mig knúinn til að leggja orð í belg, slík er orrahríðin. Haraldur Þór Jónsson oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps er gæjinn á grillinu hjá ÖLLUM hinum réttlátu, réttsýnu og sanngjörnu. Halli eins og hann er gjarnan kallaður hefur komið með öflugt innlegg fyrir hin „fjársterku“ orkusveitarfélög sem vilja ekki sameinast. Undirritaður er reyndar oddviti orkusveitarfélagsins Húnabyggðar sem er tvísameinað sveitarfélag á síðustu tveimur árum og er nú að lenda í þeirri stöðu að vera beinlínis svikið um það sem því var lofað af ráðherra og embættismönnum í því vinnuferli. Ekki nóg með það heldur áttu að koma miklir fjármunir í héraðið samkvæmt reglum jöfnunarsjóðs, en nei, einhverjir þarna syðra settu allar reiknivélar á fullt og fjármunirnir voru reiknaðir út af svæðinu. Þetta hentar ekki, við breytum bara reglunum, eftirá, fagleg stjórnsýsla það. Valdi fylgir ábyrgð! Hvaða sveitarfélög eru það sem þurfa að lúta 60 ára gamalli reglu sem segir að þau eigi ekki að fá að innheimta að fullu fasteignagjöld eins og önnur sveitarfélög gera, ahh jú það eru víst hin sterk efnuðu orkusveitarfélög. Hvet þá sem vilja kynna sér málið, að bera saman ársreikninga Húnabyggðar og Hvalfjarðarsveitar, hið fyrrnefnda er eins og áður sagði orkusveitarfélag en orkan er notuð í því síðarnefnda. Afhverju þarf að hlunnfæra sum sveitarfélög en ekki önnur, við erum líka íbúar á íslandi. Mér persónulega finnst það svolítið sérstakt þegar ráðamenn hafa áhyggjur af því að eitthvað sveitarfélag verði „sterk efnað“. Ég hefði haldið að það væri kostur að sveitarfélög séu sjálfbær og geti sinnt sínum íbúum vel. Ég get ekki séð að það sé sturlað fjaðrafok yfir þeim sveitarfélögum sem standa vel í dag og það sé verið að vinna aðgerðir til að minnka þeirra tekjur. Það er búið að lofa því að frumvarpið sé að koma, en hvenær? Í haust, mögulega það seint sett fram að það fer ekki í gegn á þessu þingi? Hverjum hentar það? Hver sér um frumvarpið, eru það kannski aðilar sem kjósa að skammta nýlendum á landsbyggðinni úr hnefa, og óar við því að það skuli renna fjármunir til þeirra sem samkvæmt lögum ættu að fá þá? Freistnivandinn umtalaði er nefnilega orðinn ríkisstjórnarinnar og dráttur málsins fram úr hófi. Húnabyggð er jú ríkt samfélag. Við erum rík af mannauð,við erum rík af náttúru og víðernum, við erum rík af allskonar, en við erum líka rík af innviðaskuldum við íbúa okkar og við erum einstaklega rík af afskiptaleysi í samgöngumálum. Ekki gera ekki neitt! Er slagorð sem væntanlega er smíðað af snjöllum lögfræðingum, held að lögfræðingarnir og félagar á hinu háa alþingi ættu tileinka sér það líka. Höfundur er oddviti í sameinaða orkusveitarfélaginu Húnabyggð og oddviti sjálfstæðismanna og óháðra í Húnabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húnabyggð Orkumál Vindorka Mest lesið Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Nú get ég ekki orða bundist lengur og sé mig knúinn til að leggja orð í belg, slík er orrahríðin. Haraldur Þór Jónsson oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps er gæjinn á grillinu hjá ÖLLUM hinum réttlátu, réttsýnu og sanngjörnu. Halli eins og hann er gjarnan kallaður hefur komið með öflugt innlegg fyrir hin „fjársterku“ orkusveitarfélög sem vilja ekki sameinast. Undirritaður er reyndar oddviti orkusveitarfélagsins Húnabyggðar sem er tvísameinað sveitarfélag á síðustu tveimur árum og er nú að lenda í þeirri stöðu að vera beinlínis svikið um það sem því var lofað af ráðherra og embættismönnum í því vinnuferli. Ekki nóg með það heldur áttu að koma miklir fjármunir í héraðið samkvæmt reglum jöfnunarsjóðs, en nei, einhverjir þarna syðra settu allar reiknivélar á fullt og fjármunirnir voru reiknaðir út af svæðinu. Þetta hentar ekki, við breytum bara reglunum, eftirá, fagleg stjórnsýsla það. Valdi fylgir ábyrgð! Hvaða sveitarfélög eru það sem þurfa að lúta 60 ára gamalli reglu sem segir að þau eigi ekki að fá að innheimta að fullu fasteignagjöld eins og önnur sveitarfélög gera, ahh jú það eru víst hin sterk efnuðu orkusveitarfélög. Hvet þá sem vilja kynna sér málið, að bera saman ársreikninga Húnabyggðar og Hvalfjarðarsveitar, hið fyrrnefnda er eins og áður sagði orkusveitarfélag en orkan er notuð í því síðarnefnda. Afhverju þarf að hlunnfæra sum sveitarfélög en ekki önnur, við erum líka íbúar á íslandi. Mér persónulega finnst það svolítið sérstakt þegar ráðamenn hafa áhyggjur af því að eitthvað sveitarfélag verði „sterk efnað“. Ég hefði haldið að það væri kostur að sveitarfélög séu sjálfbær og geti sinnt sínum íbúum vel. Ég get ekki séð að það sé sturlað fjaðrafok yfir þeim sveitarfélögum sem standa vel í dag og það sé verið að vinna aðgerðir til að minnka þeirra tekjur. Það er búið að lofa því að frumvarpið sé að koma, en hvenær? Í haust, mögulega það seint sett fram að það fer ekki í gegn á þessu þingi? Hverjum hentar það? Hver sér um frumvarpið, eru það kannski aðilar sem kjósa að skammta nýlendum á landsbyggðinni úr hnefa, og óar við því að það skuli renna fjármunir til þeirra sem samkvæmt lögum ættu að fá þá? Freistnivandinn umtalaði er nefnilega orðinn ríkisstjórnarinnar og dráttur málsins fram úr hófi. Húnabyggð er jú ríkt samfélag. Við erum rík af mannauð,við erum rík af náttúru og víðernum, við erum rík af allskonar, en við erum líka rík af innviðaskuldum við íbúa okkar og við erum einstaklega rík af afskiptaleysi í samgöngumálum. Ekki gera ekki neitt! Er slagorð sem væntanlega er smíðað af snjöllum lögfræðingum, held að lögfræðingarnir og félagar á hinu háa alþingi ættu tileinka sér það líka. Höfundur er oddviti í sameinaða orkusveitarfélaginu Húnabyggð og oddviti sjálfstæðismanna og óháðra í Húnabyggð.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar