Skoðun

Spaðar

Dofri Hermannsson skrifar

Um Breiðafjörð, Dali og Vestur Húnavatnssýslu stendur til að ræna fólk útsýni yfir ósnortinn fjallarhing með vindmylluskógi. Skógurinn mun teygja sig upp í 830 m hæð þar sem meðalhæð fjalla er 400-600 m. Um alla fyrirsjáanlega framtíð. Í þágu góðs málstaðar, auðvitað.

Það sama er að gerast um allt land. Lukkuriddarar áranna fyrir Hrun eru nú sumir í ofurhetjubúningum loftslagsfrelsara. Aðrir láta af hendi rakna til samfélagsins. Vilja bara útsýnið okkar að launum. Ef við horfum í hina áttina verður allt í lagi.

Köllum bara spaða spaða. Hin hljóðláta einkavæðing almannarýmisins er að gerast fyrir framan nefið á okkur án þess að við komum vörnum við. Enn og aftur takast á fjármagn og fámenni. Að veði eru okkar dýrustu djásn – ósnortin víðerni landsins.

Við getum ekki alltaf sent Davíð út að berjast við Golíat og ætlast til að allt fari vel. Það má bíða og vanda til verka. Öll vindmylluáform þarf að setja á ís þangað til búið er að móta heildarstefnu um vindorku á Íslandi.

Höfundur er MSc í hagvísindum.




Skoðun

Skoðun

Nálgunarbann

Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar

Sjá meira


×