Finnst líklegt að vindorka verði þriðja stoðin í orkukerfi landsins Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. ágúst 2024 19:27 Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að það sé með ólíkindum að undirbúningur Búrfellslundar hafi tekið tólf ár. Hann segir brýnt að stjórnvöld einfaldi regluverkið en biður þó ekki um neinn afslátt. Stöð 2/Egill Vindorka verður að líkindum þriðja stoðin í orkukerfi landsins. Þetta er mat forstjóra Landsvirkjunar sem kallar eftir skilvirkara regluverki. Orkustofnun veitti Landsvirkjun í gær virkjunarleyfi fyrir fyrsta vindorkuveri landsins sem á að rísa við Búrfell. Vindmyllurnar sem eiga að rísa við Búrfell munu ná allt að 150 metra upp í loft en það er næstum því tvöföld hæð Hallgrímskirkjuturns. Grafík/Sara myndefni/Ívar Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar. „Þetta eru há mannvirki en það er hægt að staðsetja þau þannig að þau falli ágætlega að landslaginu þannig að þau beri ekki við himin eins og við höfum reynt að gera á þeim útsýnisstöðum sem þar eru í kring. Við höfum líka ákveðið að fara ekki í hæstu vindmyllurnar, þær eru farnar að vera 200-250 metra háar í erlendis, það er algengt, en við erum að fara hæst í 150 metra og við getum gert það því hér eru góð vindskilyrði,“ útskýrir Hörður. Virkjunarleyfi frá Orkustofnun er vissulega mikilvæg varða á leið Landsvirkjunar að virkjuninni en Landsvirkjun þarf enn að fá framkvæmdaleyfi frá sveitarstjórn Rangárþings ytra en Hörðu er bjartsýnn á að það náist. Vel hafi verið gætt að samráði. „Við höfum átt mjög gott samstarf við þau í mjög langan tíma. Það er mikilvægt að það sé vandað til verka í samráði og að greina umhverfisáhrif og að draga úr þeim.“ En er Búrfellslundur upphafið að umfangsmeiri uppbygginga vindmyllugarða á Íslandi? „Ég tel að það sé mjög líklegt að við munum nýta þetta að hluta til. Við þurfum að skoða mjög vel hvar þetta verður staðsett og ég held það sé mikilvægt að samfélagið móti sér stefnu um það. Okkar skoðun er sú að þetta eigi að vera á röskuðum svæðum fjarri mannabyggð og þar höfum við valið staðsetningu á okkar verkefnum en þetta er hagkvæmur kostur og fer sérstaklega vel saman með vatnsafli. Við höfum sett okkur markmið um orkuskipti og um að hætta að flytja inn milljón tonn af olíu og þá þurfum við að ákveða hvernig við ætlum að mæta þeirri orkuþörf sem myndast. Það þýðir ekkert að hætta að nota olíu án þess að finna út hvernig við ætlum að framleiða endurnýjanlega orku,“ segir Hörður. Hörður telur að vindorkan falli vel að þeirri orkuvinnslu sem fyrir er en bætir við að jarðvarminn og vatnsaflið muni áfram vega þyngst. „Vindur er mjög líklega þriðja stoðin í okkar orkukerfið, við erum með vatnsaflið og jarðvarmann sem hafa reynst okkur vel og síðan er ljóst að vindur á landi er mjög samkeppnisfær á Íslandi. Þannig að það er mjög áhugavert fyrir Ísland sem samfélag að nýta þetta og kanna mjög vel nýtingu á þessum orkugjafa.“ Tólf ár allt of langur tími Hann segir með ólíkindum að það hafi tekið tólf ár að undirbúa Búrfellslund en hann segir brýnt að stjórnvöld einfaldi regluverkið. „Það er mjög krefjandi fyrir orkufyrirtækin og það er miklu flóknara að fá leyfi hér en nokkurs staðar annars staðar. Í dag er það þannig að það þarf samþykki Alþingis fyrir einstökum verkefnum, ég minni á að það eru 12 ár síðan við hófum undirbúning Búrfellslundar. Í Evrópu er talað um að þessi verkefni eigi að taka eitt til tvö ár. Þannig að það er alls ekki þannig að það sé auðvelt að komast í verkefni hérna, eins og stundum má heyra á andstæðingum þessara framkvæmda. En ég held það væri mjög gott fyrir Alþingi og stjórnvöld að móta stefnu um hvar við viljum hafa þetta, viljum við hafa þetta á mörgum stöðum? Viljum við hafa þetta á fáum stöðum? Nærri mannabústöðum eða fjarri mannabústöðum?“ Hann segir með ólíkindum að undirbúningurinn hafi tekið svona langan tíma því þurfi að einfalda regluverkið. „Ég held það sé öllum til bóta en þar með erum við ekki að segja að það eigi að slá af kröfum heldur eigi það að vera skilvirkara og kosta minna til þess að við getum mætt þörfum samfélagsins sem eru mjög sterkar um orkuskipti og áframhaldandi hagvöxt að þá þurfum við að vera með skilvirkt regluverk en við erum ekki að tala um neinn afslátt.“ Landsvirkjun Vindorka Vindorkuver í Búrfellslundi Tengdar fréttir Telja áform um uppbyggingu vindmyllugarða verulegt áhyggjuefni Framkvæmdastjóri Landverndar segir að leyfi Orkustofnunar til vindorkuvers sé mikið áhyggjuefni. Nú þurfi að þrýsta á stjórnvöld að móta framtíðarstefnu í vindorkumálum áður en lengra er haldið. 13. ágúst 2024 12:51 Þurfi að sýna skynsemi við uppbyggingu vindorkuvera Fyrsta leyfið fyrir vindorkuver á Íslandi var veitt í dag. Orkustofnun hefur veitt Landsvirkjun virkjanaleyfi fyrir Búrfellslundi þar sem stefnt er að því að reisa þrjátíu vindmyllur. 12. ágúst 2024 23:05 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Vindmyllurnar sem eiga að rísa við Búrfell munu ná allt að 150 metra upp í loft en það er næstum því tvöföld hæð Hallgrímskirkjuturns. Grafík/Sara myndefni/Ívar Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar. „Þetta eru há mannvirki en það er hægt að staðsetja þau þannig að þau falli ágætlega að landslaginu þannig að þau beri ekki við himin eins og við höfum reynt að gera á þeim útsýnisstöðum sem þar eru í kring. Við höfum líka ákveðið að fara ekki í hæstu vindmyllurnar, þær eru farnar að vera 200-250 metra háar í erlendis, það er algengt, en við erum að fara hæst í 150 metra og við getum gert það því hér eru góð vindskilyrði,“ útskýrir Hörður. Virkjunarleyfi frá Orkustofnun er vissulega mikilvæg varða á leið Landsvirkjunar að virkjuninni en Landsvirkjun þarf enn að fá framkvæmdaleyfi frá sveitarstjórn Rangárþings ytra en Hörðu er bjartsýnn á að það náist. Vel hafi verið gætt að samráði. „Við höfum átt mjög gott samstarf við þau í mjög langan tíma. Það er mikilvægt að það sé vandað til verka í samráði og að greina umhverfisáhrif og að draga úr þeim.“ En er Búrfellslundur upphafið að umfangsmeiri uppbygginga vindmyllugarða á Íslandi? „Ég tel að það sé mjög líklegt að við munum nýta þetta að hluta til. Við þurfum að skoða mjög vel hvar þetta verður staðsett og ég held það sé mikilvægt að samfélagið móti sér stefnu um það. Okkar skoðun er sú að þetta eigi að vera á röskuðum svæðum fjarri mannabyggð og þar höfum við valið staðsetningu á okkar verkefnum en þetta er hagkvæmur kostur og fer sérstaklega vel saman með vatnsafli. Við höfum sett okkur markmið um orkuskipti og um að hætta að flytja inn milljón tonn af olíu og þá þurfum við að ákveða hvernig við ætlum að mæta þeirri orkuþörf sem myndast. Það þýðir ekkert að hætta að nota olíu án þess að finna út hvernig við ætlum að framleiða endurnýjanlega orku,“ segir Hörður. Hörður telur að vindorkan falli vel að þeirri orkuvinnslu sem fyrir er en bætir við að jarðvarminn og vatnsaflið muni áfram vega þyngst. „Vindur er mjög líklega þriðja stoðin í okkar orkukerfið, við erum með vatnsaflið og jarðvarmann sem hafa reynst okkur vel og síðan er ljóst að vindur á landi er mjög samkeppnisfær á Íslandi. Þannig að það er mjög áhugavert fyrir Ísland sem samfélag að nýta þetta og kanna mjög vel nýtingu á þessum orkugjafa.“ Tólf ár allt of langur tími Hann segir með ólíkindum að það hafi tekið tólf ár að undirbúa Búrfellslund en hann segir brýnt að stjórnvöld einfaldi regluverkið. „Það er mjög krefjandi fyrir orkufyrirtækin og það er miklu flóknara að fá leyfi hér en nokkurs staðar annars staðar. Í dag er það þannig að það þarf samþykki Alþingis fyrir einstökum verkefnum, ég minni á að það eru 12 ár síðan við hófum undirbúning Búrfellslundar. Í Evrópu er talað um að þessi verkefni eigi að taka eitt til tvö ár. Þannig að það er alls ekki þannig að það sé auðvelt að komast í verkefni hérna, eins og stundum má heyra á andstæðingum þessara framkvæmda. En ég held það væri mjög gott fyrir Alþingi og stjórnvöld að móta stefnu um hvar við viljum hafa þetta, viljum við hafa þetta á mörgum stöðum? Viljum við hafa þetta á fáum stöðum? Nærri mannabústöðum eða fjarri mannabústöðum?“ Hann segir með ólíkindum að undirbúningurinn hafi tekið svona langan tíma því þurfi að einfalda regluverkið. „Ég held það sé öllum til bóta en þar með erum við ekki að segja að það eigi að slá af kröfum heldur eigi það að vera skilvirkara og kosta minna til þess að við getum mætt þörfum samfélagsins sem eru mjög sterkar um orkuskipti og áframhaldandi hagvöxt að þá þurfum við að vera með skilvirkt regluverk en við erum ekki að tala um neinn afslátt.“
Landsvirkjun Vindorka Vindorkuver í Búrfellslundi Tengdar fréttir Telja áform um uppbyggingu vindmyllugarða verulegt áhyggjuefni Framkvæmdastjóri Landverndar segir að leyfi Orkustofnunar til vindorkuvers sé mikið áhyggjuefni. Nú þurfi að þrýsta á stjórnvöld að móta framtíðarstefnu í vindorkumálum áður en lengra er haldið. 13. ágúst 2024 12:51 Þurfi að sýna skynsemi við uppbyggingu vindorkuvera Fyrsta leyfið fyrir vindorkuver á Íslandi var veitt í dag. Orkustofnun hefur veitt Landsvirkjun virkjanaleyfi fyrir Búrfellslundi þar sem stefnt er að því að reisa þrjátíu vindmyllur. 12. ágúst 2024 23:05 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Telja áform um uppbyggingu vindmyllugarða verulegt áhyggjuefni Framkvæmdastjóri Landverndar segir að leyfi Orkustofnunar til vindorkuvers sé mikið áhyggjuefni. Nú þurfi að þrýsta á stjórnvöld að móta framtíðarstefnu í vindorkumálum áður en lengra er haldið. 13. ágúst 2024 12:51
Þurfi að sýna skynsemi við uppbyggingu vindorkuvera Fyrsta leyfið fyrir vindorkuver á Íslandi var veitt í dag. Orkustofnun hefur veitt Landsvirkjun virkjanaleyfi fyrir Búrfellslundi þar sem stefnt er að því að reisa þrjátíu vindmyllur. 12. ágúst 2024 23:05