Rangar fullyrðingar forstjóra Landsvirkjunar – kafli 2 Haraldur Þór Jónsson skrifar 6. september 2024 08:00 Áfram held ég fjalla um þær rangfærslur sem komu fram í Speglinum á Rás 2, miðvikudaginn 4. september, þegar rætt var rætt við forstjóra Landsvirkjunar um Búrfellslund. Fyrir þá sem sáu ekki greinina mína frá því í gær undir á visir.is, Rangar fullyrðingar forstjóra Landsvirkjunar – kafli 1, þá er um að gera að byrja á því að lesa hana áður en þú heldur áfram. Í viðtalinu sagði forstjórinn að Búrfellslundur myndi hafa mjög jákvæð áhrif á samfélagið og að hans mati engin neikvæð! Þarna átti ég erfitt með að trúa mínum eigin eyrum og birti ég því hérna orðrétt texta úr umhverfismats skýrslu Búrfellslundar sem Landsvirkjun vann og kom út í mars árið 2016: Í matsskýrslu er lagt mat á áhrif framkvæmdarinnar á helstu áningarstaði ferðamanna og ferðaleiðir á áhrifasvæði framkvæmdarinnar. Matið byggir að mestu á fjarlægð vindorkuversins frá viðkomandi staðsetningu. Þjórsárdalsvegur og Landvegur, sem eru mikilvægar vegtengingar upp á miðhálendið, fara um framkvæmdasvæðið og metur Landsvirkjun sjónræn áhrif af vindorkuverinu nokkuð til verulega neikvæð á þeim leiðum, háð fjarlægð frá framkvæmdasvæðinu. Á Dómadalsleið sést einnig vel til framkvæmdasvæðisins. Næstu áningarstaðir ferðamanna við framkvæmdasvæðið eru Áfangagil og Hólaskógur. Þar verður vindorkuverið áberandi og metur Landsvirkjun sjónræn áhrif þar verulega neikvæð vegna nálægðar. Þá verður vindorkuverið sýnilegt frá gönguleiðum austan Búrfells og að Hólaskógi og eru áhrif þar metin af Landsvirkjun nokkuð til verulega neikvæð, eftir fjarlægð frá framkvæmdasvæðinu. Stöng og Gjáin eru vinsælir ferðamannastaðir í Þjórsárdal sem eru í um 3 km fjarlægð frá framkvæmdasvæðinu og verða vindmyllurnar sýnilegar þar frá ákveðnum stöðum. Landsvirkjun metur áhrif þar talsvert til verulega neikvæð. Aðrir nálægir áningarstaðir í um 5 km fjarlægð eru Fossbrekkur og Tröllkonuhlaup þar sem sjónræn áhrif eru metin talsvert til verulega neikvæð af Landsvirkjun. Leiðin eftir línuveginum að Háafossi liggur einnig nærri framkvæmdasvæðinu og metur Landsvirkjun áhrif þar talsvert til verulega neikvæð. Fram kemur að ekki sjáist til vindmyllnanna frá Háafossi, en frá bílastæði í nágrenni fossins verði áhrif talsvert til verulega neikvæð. Sjónræn áhrif á reiðleiðum austan Búrfells sem liggja í innan við 5 km fjarlægð frá vindmyllunum eru metin verulega neikvæð, en hins vegar eru reiðleiðir vestan Búrfells að mestu utan þess svæðis sem sést til vindorkuversins. Vindmyllurnar verða sýnilegar af hjólaleið norðan Búrfells, sem liggur innan 5 km fjarlægðar frá framkvæmdasvæðinu en af hjólaleið vestan Búrfells er talið gæta óverulegra sjónrænna áhrifa, þar sem þær eru í hvarfi. Sjónræn áhrif frá Heklutindi, Gaukshöfða og Rjúpnavöllum eru metin nokkuð neikvæð. Samkvæmt rannsóknum meðal ferðamanna sem vísað er til í matsskýrslu felst aðdráttarafl Hálendis Íslands í víðernum ásamt ýmsum eiginleikum náttúrunnar eins og fegurð, landslagi, útsýni og fjölbreytileika. Í matsskýrslunni kemur fram að 66% ferðamanna sem tóku þátt í rannsókn um viðhorf ferðamanna telja að vindmyllur minnki aðdráttarafl svæðisins, en jafnframt telja tæplega 60% að vindorkuver við Búrfell hefði ekki áhrif á ferðahegðun þeirra. Fram kemur að niðurstöður rannsóknar meðal ferðamanna bendi til þess að vindmyllur við Búrfell muni skerða upplifun hluta þeirra ferðamanna sem ferðast um svæðið. Niðurstaða Landsvirkjunar er að áhrif á ferðamenn á svæðinu verði nokkuð neikvæð á heildina litið. Þá telur Landsvirkjun að uppbygging vindorkuvers við Búrfell geti farið saman við uppbyggingu og viðgang ferðaþjónustu í nágrenni framkvæmdasvæðisins. Áhrif á íbúa og ferðaþjónustuaðila eru metin nokkuð neikvæð. Ég ætla nú ekki að vera neikvæður, en á rúmlega einni blaðsíðu kemur orðið verulega neikvæð fyrir að minnsta kosti átta sinnum og orðið nokkuð neikvæð þrisvar. Hafa ber í huga að þetta er mat Landsvirkjunar, svo við getum gert okkur í hugarlund hvernig hlutlaus aðili myndi meta Búrfellslund, tala nú ekki um náttúrverndar sinni sem vill vernda Hálendi Íslands, en Búrfellslundur er einmitt fyrirhugaður á Hálendi Íslands. Einnig vil ég benda á að í upptalningu ferðamannastaða hérna að ofan eru einmitt flestir af fjölsóttustu ferðamannastöðum í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Orðum fylgir ábyrgð og því skora ég á forstjóra Landsvirkjunar að útskýra fyrir almenningi hvernig orð hans um að Búrfellslundur muni hafa mjög jákvæð áhrif á samfélagið og að hans mati engin neikvæð geti staðist! Því miður eru fjölmörg atriði eftir til viðbótar sem þarf að leiðrétta úr þættinum og mun ég birta kafla nr. 3 á morgun. Höfundur er oddviti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem mest raforka hefur verið framleidd í sögu Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Þór Jónsson Orkumál Vindorka Landsvirkjun Skeiða- og Gnúpverjahreppur Vindorkuver í Búrfellslundi Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Áfram held ég fjalla um þær rangfærslur sem komu fram í Speglinum á Rás 2, miðvikudaginn 4. september, þegar rætt var rætt við forstjóra Landsvirkjunar um Búrfellslund. Fyrir þá sem sáu ekki greinina mína frá því í gær undir á visir.is, Rangar fullyrðingar forstjóra Landsvirkjunar – kafli 1, þá er um að gera að byrja á því að lesa hana áður en þú heldur áfram. Í viðtalinu sagði forstjórinn að Búrfellslundur myndi hafa mjög jákvæð áhrif á samfélagið og að hans mati engin neikvæð! Þarna átti ég erfitt með að trúa mínum eigin eyrum og birti ég því hérna orðrétt texta úr umhverfismats skýrslu Búrfellslundar sem Landsvirkjun vann og kom út í mars árið 2016: Í matsskýrslu er lagt mat á áhrif framkvæmdarinnar á helstu áningarstaði ferðamanna og ferðaleiðir á áhrifasvæði framkvæmdarinnar. Matið byggir að mestu á fjarlægð vindorkuversins frá viðkomandi staðsetningu. Þjórsárdalsvegur og Landvegur, sem eru mikilvægar vegtengingar upp á miðhálendið, fara um framkvæmdasvæðið og metur Landsvirkjun sjónræn áhrif af vindorkuverinu nokkuð til verulega neikvæð á þeim leiðum, háð fjarlægð frá framkvæmdasvæðinu. Á Dómadalsleið sést einnig vel til framkvæmdasvæðisins. Næstu áningarstaðir ferðamanna við framkvæmdasvæðið eru Áfangagil og Hólaskógur. Þar verður vindorkuverið áberandi og metur Landsvirkjun sjónræn áhrif þar verulega neikvæð vegna nálægðar. Þá verður vindorkuverið sýnilegt frá gönguleiðum austan Búrfells og að Hólaskógi og eru áhrif þar metin af Landsvirkjun nokkuð til verulega neikvæð, eftir fjarlægð frá framkvæmdasvæðinu. Stöng og Gjáin eru vinsælir ferðamannastaðir í Þjórsárdal sem eru í um 3 km fjarlægð frá framkvæmdasvæðinu og verða vindmyllurnar sýnilegar þar frá ákveðnum stöðum. Landsvirkjun metur áhrif þar talsvert til verulega neikvæð. Aðrir nálægir áningarstaðir í um 5 km fjarlægð eru Fossbrekkur og Tröllkonuhlaup þar sem sjónræn áhrif eru metin talsvert til verulega neikvæð af Landsvirkjun. Leiðin eftir línuveginum að Háafossi liggur einnig nærri framkvæmdasvæðinu og metur Landsvirkjun áhrif þar talsvert til verulega neikvæð. Fram kemur að ekki sjáist til vindmyllnanna frá Háafossi, en frá bílastæði í nágrenni fossins verði áhrif talsvert til verulega neikvæð. Sjónræn áhrif á reiðleiðum austan Búrfells sem liggja í innan við 5 km fjarlægð frá vindmyllunum eru metin verulega neikvæð, en hins vegar eru reiðleiðir vestan Búrfells að mestu utan þess svæðis sem sést til vindorkuversins. Vindmyllurnar verða sýnilegar af hjólaleið norðan Búrfells, sem liggur innan 5 km fjarlægðar frá framkvæmdasvæðinu en af hjólaleið vestan Búrfells er talið gæta óverulegra sjónrænna áhrifa, þar sem þær eru í hvarfi. Sjónræn áhrif frá Heklutindi, Gaukshöfða og Rjúpnavöllum eru metin nokkuð neikvæð. Samkvæmt rannsóknum meðal ferðamanna sem vísað er til í matsskýrslu felst aðdráttarafl Hálendis Íslands í víðernum ásamt ýmsum eiginleikum náttúrunnar eins og fegurð, landslagi, útsýni og fjölbreytileika. Í matsskýrslunni kemur fram að 66% ferðamanna sem tóku þátt í rannsókn um viðhorf ferðamanna telja að vindmyllur minnki aðdráttarafl svæðisins, en jafnframt telja tæplega 60% að vindorkuver við Búrfell hefði ekki áhrif á ferðahegðun þeirra. Fram kemur að niðurstöður rannsóknar meðal ferðamanna bendi til þess að vindmyllur við Búrfell muni skerða upplifun hluta þeirra ferðamanna sem ferðast um svæðið. Niðurstaða Landsvirkjunar er að áhrif á ferðamenn á svæðinu verði nokkuð neikvæð á heildina litið. Þá telur Landsvirkjun að uppbygging vindorkuvers við Búrfell geti farið saman við uppbyggingu og viðgang ferðaþjónustu í nágrenni framkvæmdasvæðisins. Áhrif á íbúa og ferðaþjónustuaðila eru metin nokkuð neikvæð. Ég ætla nú ekki að vera neikvæður, en á rúmlega einni blaðsíðu kemur orðið verulega neikvæð fyrir að minnsta kosti átta sinnum og orðið nokkuð neikvæð þrisvar. Hafa ber í huga að þetta er mat Landsvirkjunar, svo við getum gert okkur í hugarlund hvernig hlutlaus aðili myndi meta Búrfellslund, tala nú ekki um náttúrverndar sinni sem vill vernda Hálendi Íslands, en Búrfellslundur er einmitt fyrirhugaður á Hálendi Íslands. Einnig vil ég benda á að í upptalningu ferðamannastaða hérna að ofan eru einmitt flestir af fjölsóttustu ferðamannastöðum í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Orðum fylgir ábyrgð og því skora ég á forstjóra Landsvirkjunar að útskýra fyrir almenningi hvernig orð hans um að Búrfellslundur muni hafa mjög jákvæð áhrif á samfélagið og að hans mati engin neikvæð geti staðist! Því miður eru fjölmörg atriði eftir til viðbótar sem þarf að leiðrétta úr þættinum og mun ég birta kafla nr. 3 á morgun. Höfundur er oddviti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem mest raforka hefur verið framleidd í sögu Íslands.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun