Meirihluti vill að hið opinbera nýti vindinn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. september 2024 10:39 Svona gæti Búrfellslundur litið út ef verkefnið gengur eftir. Landsvirkjun Mikill meirihluti þjóðarinnar telur mikilvægt að vindorkuframleiðsla sé í höndum opinberra aðila, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Helmingur þjóðarinnra er hlynntur fyrirhugaðri vindorkuframleiðslu í Búrfellslundi. Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu dagana 21. til 28. ágúst, og voru svarendur 1.049 talsins. Í könnuninni var spurt hvort fólk teldi skipta miklu, litlu eða engu máli að afla aukinnar orku á Íslandi. Þar sögðust 32,9 prósent telja það skipta mjög miklu máli, en 32,1 prósent fremur miklu. Samanlagt voru þeir 11 prósent sem sögðust telja það skipta engu, mjög litlu eða fremur litlu máli, en 23 prósent sögðust telja það í meðallagi mikilvægt. Fólk var einnig spurt hversu hlynnt eða andvígt það væri fyrihugaðri vindorkuframleiðslu í Búrfellslundi. Þar sögðust 20,5 prósent mjög hlynnt áformunum, en 29,2 prósent frekar hlynnt. Því eru rétt tæp 50 prósent hlynnt áformunum, en 26,8 prósent voru í meðallagi hlynnt eða andvíg, á meðan 23,4 prósent sögðust annað hvort fremur eða mjög andvíg áformunum. Loks var spurt hvort fólk teldi það skipta miklu, litlu eða engu máli að vindorkuframleiðsla væri í höndum opinberra aðila. Þar sögðust 50,8 prósent telja það skipta mjög miklu máli, og 24,9 prósent fremur miklu. Kjósendur VG mest á móti en Viðreisnarfólk með Samhliða könnuninni var spurt hvaða flokk fólk myndi kjósa ef gengið yrði til Alþingiskosninga í dag. Þeir sem nefndu Miðflokkinn voru hlutfallslega líklegastir til þess að segja aukna orkuöfnlun skipta mjög miklu máli, en þar á eftir komu kjósendur Sjálfstæðisflokks. Fólk sem gaf upp Pírata er hins vegar líklegast til að telja aukna orkuöflun engu máli skipta. Kjósendur VG voru hlutfallslega líklegastir til að vera mjög andvígir fyrirhugaðri vindorkuframleiðslu í Búrfellslundi, en stuðningsfólk Viðreisnar var líklegast til að vera mjög hlynnt áformunum. Þá er stuðningsfólk Sósíalistaflokksins mest áfram um að vindirkuframleiðsla sé í höndum opinberra aðila, en 76,2 prósent þeirra sögðu það skipta mjög miklu máli. Úr hópi Sjálfstæðismanna sögðust 33,3 prósent telja það mjög mikilvægt, en 45,9 prósent Framsóknarmanna. Þegar kemur að öðrum flokkum var hlutfallið alltaf yfir 50 prósent. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti í gær að fela oddvita að kæra til úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála virkjunarleyfið sem Orkustofnun hefur gefið út fyrir Búrfellslund. Skeiða- og Gnúpverjahreppur Orkumál Sveitarstjórnarmál Vindorka Skoðanakannanir Vindorkuver í Búrfellslundi Tengdar fréttir Skeiða- og Gnúpverjahreppur kærir leyfi vegna Búrfellslundar Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti í gær að fela oddvita í samráði við lögmenn að kæra virkjunarleyfið sem Orkustofnun hefur gefið út fyrir Búrfellslund til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. 5. september 2024 06:43 Segir sveitarfélögin á landsbyggðinni „eins og þriðja heims ríki“ „Ég hef sagt það í langan tíma að þessi sveitarfélög úti á landi sem eru með orkumannvirki eru eins og þriðja heims ríki þar sem aðrar þjóðir koma og taka auðlindirnar og fara með þær.“ 29. ágúst 2024 08:55 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu dagana 21. til 28. ágúst, og voru svarendur 1.049 talsins. Í könnuninni var spurt hvort fólk teldi skipta miklu, litlu eða engu máli að afla aukinnar orku á Íslandi. Þar sögðust 32,9 prósent telja það skipta mjög miklu máli, en 32,1 prósent fremur miklu. Samanlagt voru þeir 11 prósent sem sögðust telja það skipta engu, mjög litlu eða fremur litlu máli, en 23 prósent sögðust telja það í meðallagi mikilvægt. Fólk var einnig spurt hversu hlynnt eða andvígt það væri fyrihugaðri vindorkuframleiðslu í Búrfellslundi. Þar sögðust 20,5 prósent mjög hlynnt áformunum, en 29,2 prósent frekar hlynnt. Því eru rétt tæp 50 prósent hlynnt áformunum, en 26,8 prósent voru í meðallagi hlynnt eða andvíg, á meðan 23,4 prósent sögðust annað hvort fremur eða mjög andvíg áformunum. Loks var spurt hvort fólk teldi það skipta miklu, litlu eða engu máli að vindorkuframleiðsla væri í höndum opinberra aðila. Þar sögðust 50,8 prósent telja það skipta mjög miklu máli, og 24,9 prósent fremur miklu. Kjósendur VG mest á móti en Viðreisnarfólk með Samhliða könnuninni var spurt hvaða flokk fólk myndi kjósa ef gengið yrði til Alþingiskosninga í dag. Þeir sem nefndu Miðflokkinn voru hlutfallslega líklegastir til þess að segja aukna orkuöfnlun skipta mjög miklu máli, en þar á eftir komu kjósendur Sjálfstæðisflokks. Fólk sem gaf upp Pírata er hins vegar líklegast til að telja aukna orkuöflun engu máli skipta. Kjósendur VG voru hlutfallslega líklegastir til að vera mjög andvígir fyrirhugaðri vindorkuframleiðslu í Búrfellslundi, en stuðningsfólk Viðreisnar var líklegast til að vera mjög hlynnt áformunum. Þá er stuðningsfólk Sósíalistaflokksins mest áfram um að vindirkuframleiðsla sé í höndum opinberra aðila, en 76,2 prósent þeirra sögðu það skipta mjög miklu máli. Úr hópi Sjálfstæðismanna sögðust 33,3 prósent telja það mjög mikilvægt, en 45,9 prósent Framsóknarmanna. Þegar kemur að öðrum flokkum var hlutfallið alltaf yfir 50 prósent. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti í gær að fela oddvita að kæra til úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála virkjunarleyfið sem Orkustofnun hefur gefið út fyrir Búrfellslund.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Orkumál Sveitarstjórnarmál Vindorka Skoðanakannanir Vindorkuver í Búrfellslundi Tengdar fréttir Skeiða- og Gnúpverjahreppur kærir leyfi vegna Búrfellslundar Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti í gær að fela oddvita í samráði við lögmenn að kæra virkjunarleyfið sem Orkustofnun hefur gefið út fyrir Búrfellslund til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. 5. september 2024 06:43 Segir sveitarfélögin á landsbyggðinni „eins og þriðja heims ríki“ „Ég hef sagt það í langan tíma að þessi sveitarfélög úti á landi sem eru með orkumannvirki eru eins og þriðja heims ríki þar sem aðrar þjóðir koma og taka auðlindirnar og fara með þær.“ 29. ágúst 2024 08:55 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Skeiða- og Gnúpverjahreppur kærir leyfi vegna Búrfellslundar Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti í gær að fela oddvita í samráði við lögmenn að kæra virkjunarleyfið sem Orkustofnun hefur gefið út fyrir Búrfellslund til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. 5. september 2024 06:43
Segir sveitarfélögin á landsbyggðinni „eins og þriðja heims ríki“ „Ég hef sagt það í langan tíma að þessi sveitarfélög úti á landi sem eru með orkumannvirki eru eins og þriðja heims ríki þar sem aðrar þjóðir koma og taka auðlindirnar og fara með þær.“ 29. ágúst 2024 08:55