Tryggja þurfi að vindorkan haldist í höndum þjóðarinnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. ágúst 2024 19:00 Guðmundur Ingi segir að Vinstri græn vilji ganga lengra í stefnumörkun um vindorku en umhverifs-, orku- og loftslagsráðherra gerði í tillögu sinni á síðasta þingi. Vísir/Arnar Formaður Vinstri grænna kallar eftir því að umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra leggi fram stefnumörkun um vindorkumál á haustþingi. Hann telur að gera þurfi breytingar á tillögum sem lagðar voru fram á síðasta þingi. Tryggja þurfi að auðlindin haldist í höndum þjóðarinnar. Í gær kynnti franska félagið Qair niðurstöður umhverfismats fyrir Dalamönnum en félagið hyggst byggja upp vindmyllugarða í landi Sólheima á Laxárdalsheiði. Landið er í eigu félagsins SBH1 efh., sem var stofnað af Sunnu Birnu Helgadóttur eiginkonu Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra, en er nú í eigu föður hans og föðurbróður. Eins tilkynnti sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps í morgun að til skoðunar sé að kæra útgáfu Orkustofnunar á virkjanaleyfi fyrir fyrirhuguðum vindmyllugarði í Brúfellslundi. Hún segir innviði raforkukerfisins staðsetta í hreppnum þó garðurinn yrði staðsettur í Rangárþingi ytra. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Hörður Arnarsson forstjóri Landsvirkjunar, undirrituðu samning um lands- og vindorkuréttindi vegna Búrfellslundar, í dag. Enn á sveitarstjórn Rangárþings ytra eftir að veita framkvæmdaleyfi fyrir verkinu. Landvernd hefur undanfarna daga gagnrýnt mjög áform um vindorkuver. Formaðurinn kallaði í gær eftir að þau fari ekki fram úr regluverki og eftir heildrænni stefnumörkun í málaflokknum. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra og formaður Vinstri grænna, segir mikilvægast að marka stefnu um hvar við viljum að slík orkuver rísi á landi og tryggja að þau séu í eigu þjóðarinnar. „Þetta verkefni og fjölmargar hugmyndir um allt land um vindorkuverkefni sýna okkur að það er gríðarlega mikil þörf fyrir það að leggja fram stefnumörkun um vindorkuver á Íslandi, þar sem við ákveðum hvar þau geta verið og hvar ekki,“ segir Guðmundur Ingi. „Ég er reyndar þeirrar skoðunar að við eigum að reisa vindorkuver, ef það er gert á landi, á fáum stöðum, á röskuðum svæðum, eignarhald sé fyrst og fremst ef ekki eingöngu á hendi þjóðarinnar og við tökum eðlilega auðlindarentu af notkun þessarar auðlindar líkt og annarra. Ég er mótfallinn því að raforkuframleiðsla á Íslandi sé í höndum annarra en hins opinbera.“ Sem umhverfisráðherra lagði Guðmundur Ingi fram stefnumörkun í málaflokknum. „Ég held að það sé algjört forgangsatriði að umhverfisráðherra komi með þetta fram að nýju í haust,“ segir Guðmundur Ingi. Formaður Landverndar sagði í viðtali í gær að framleidd sé nóg orka á Íslandi en henni þurfi að ráðstafa betur. „Ég tek undir þetta að mörgu leyti. Við þurfum í fyrsta lagi að spara orku miklu betur en við gerum. Það er líka hægt að draga úr tapi orku með því að styrkja flutningskerfið. Komi til þess að við þurfum að afla nýrrar orku þurfum við að forgangsraða henni vegna aukningar til almennra nota og í þágu innlendra orkuskipta.“ Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, lagði fram stefnumörkun í málaflokknum á síðasta þingi sem fékk ekki fram að ganga. „Ég tel að það þurfi að gera ákveðnar breytingar á því, ég og minn flokkur. Við erum tilbúin til að halda áfram með þá vinnu enda byggir hluti þeirrar vinnu á því sem ég lagði fram á sínum tíma, árið 2021.“ Fréttin var uppfærð 16. ágúst 2024. Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að landið að Sólheimum í Dalasýslu væri í eigu eiginkonu Ásmundar Einars Daðasonar. Orkuskipti Vindorka Orkumál Vinstri græn Vindorkuver í Búrfellslundi Tengdar fréttir Stíga annað stórt skref að virkjun við Búrfell Samningur er í höfn milli Landsvirkjunar og íslenska ríkisins um lands- og vindorkuréttindi vegna Búrfellslundar. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur samningur er gerður en Búrfellslundur liggur innan þjóðlendu. Gildistími samningsins er 35 ár með möguleika á framlengingu um 15 ár. 14. ágúst 2024 15:07 Nauðsynlegt að sameina verndun og nýtingu orku með stuðningi staðla Deilur um vindorkugarða og virkjanaframkvæmdir á Íslandi hafa lengi verið áberandi í þjóðfélaginu, en mikilvægi þeirra hefur aukist í ljósi loftslagsvandans sem kallar á tafarlausar aðgerðir. 14. ágúst 2024 14:01 Enginn vindmyllugarður án bættra vega Mikil innviðauppbygging þarf að fara fram ef áætlanir um uppbyggingu vindorkuvers í Dalabyggð eiga að ganga eftir. Verkið mun kosta minnst 40 milljarða og talið er að það muni taka minnst fimmtán ár fyrir verkið til að borga sig. 14. ágúst 2024 13:01 Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Sjá meira
Í gær kynnti franska félagið Qair niðurstöður umhverfismats fyrir Dalamönnum en félagið hyggst byggja upp vindmyllugarða í landi Sólheima á Laxárdalsheiði. Landið er í eigu félagsins SBH1 efh., sem var stofnað af Sunnu Birnu Helgadóttur eiginkonu Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra, en er nú í eigu föður hans og föðurbróður. Eins tilkynnti sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps í morgun að til skoðunar sé að kæra útgáfu Orkustofnunar á virkjanaleyfi fyrir fyrirhuguðum vindmyllugarði í Brúfellslundi. Hún segir innviði raforkukerfisins staðsetta í hreppnum þó garðurinn yrði staðsettur í Rangárþingi ytra. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Hörður Arnarsson forstjóri Landsvirkjunar, undirrituðu samning um lands- og vindorkuréttindi vegna Búrfellslundar, í dag. Enn á sveitarstjórn Rangárþings ytra eftir að veita framkvæmdaleyfi fyrir verkinu. Landvernd hefur undanfarna daga gagnrýnt mjög áform um vindorkuver. Formaðurinn kallaði í gær eftir að þau fari ekki fram úr regluverki og eftir heildrænni stefnumörkun í málaflokknum. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra og formaður Vinstri grænna, segir mikilvægast að marka stefnu um hvar við viljum að slík orkuver rísi á landi og tryggja að þau séu í eigu þjóðarinnar. „Þetta verkefni og fjölmargar hugmyndir um allt land um vindorkuverkefni sýna okkur að það er gríðarlega mikil þörf fyrir það að leggja fram stefnumörkun um vindorkuver á Íslandi, þar sem við ákveðum hvar þau geta verið og hvar ekki,“ segir Guðmundur Ingi. „Ég er reyndar þeirrar skoðunar að við eigum að reisa vindorkuver, ef það er gert á landi, á fáum stöðum, á röskuðum svæðum, eignarhald sé fyrst og fremst ef ekki eingöngu á hendi þjóðarinnar og við tökum eðlilega auðlindarentu af notkun þessarar auðlindar líkt og annarra. Ég er mótfallinn því að raforkuframleiðsla á Íslandi sé í höndum annarra en hins opinbera.“ Sem umhverfisráðherra lagði Guðmundur Ingi fram stefnumörkun í málaflokknum. „Ég held að það sé algjört forgangsatriði að umhverfisráðherra komi með þetta fram að nýju í haust,“ segir Guðmundur Ingi. Formaður Landverndar sagði í viðtali í gær að framleidd sé nóg orka á Íslandi en henni þurfi að ráðstafa betur. „Ég tek undir þetta að mörgu leyti. Við þurfum í fyrsta lagi að spara orku miklu betur en við gerum. Það er líka hægt að draga úr tapi orku með því að styrkja flutningskerfið. Komi til þess að við þurfum að afla nýrrar orku þurfum við að forgangsraða henni vegna aukningar til almennra nota og í þágu innlendra orkuskipta.“ Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, lagði fram stefnumörkun í málaflokknum á síðasta þingi sem fékk ekki fram að ganga. „Ég tel að það þurfi að gera ákveðnar breytingar á því, ég og minn flokkur. Við erum tilbúin til að halda áfram með þá vinnu enda byggir hluti þeirrar vinnu á því sem ég lagði fram á sínum tíma, árið 2021.“ Fréttin var uppfærð 16. ágúst 2024. Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að landið að Sólheimum í Dalasýslu væri í eigu eiginkonu Ásmundar Einars Daðasonar.
Orkuskipti Vindorka Orkumál Vinstri græn Vindorkuver í Búrfellslundi Tengdar fréttir Stíga annað stórt skref að virkjun við Búrfell Samningur er í höfn milli Landsvirkjunar og íslenska ríkisins um lands- og vindorkuréttindi vegna Búrfellslundar. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur samningur er gerður en Búrfellslundur liggur innan þjóðlendu. Gildistími samningsins er 35 ár með möguleika á framlengingu um 15 ár. 14. ágúst 2024 15:07 Nauðsynlegt að sameina verndun og nýtingu orku með stuðningi staðla Deilur um vindorkugarða og virkjanaframkvæmdir á Íslandi hafa lengi verið áberandi í þjóðfélaginu, en mikilvægi þeirra hefur aukist í ljósi loftslagsvandans sem kallar á tafarlausar aðgerðir. 14. ágúst 2024 14:01 Enginn vindmyllugarður án bættra vega Mikil innviðauppbygging þarf að fara fram ef áætlanir um uppbyggingu vindorkuvers í Dalabyggð eiga að ganga eftir. Verkið mun kosta minnst 40 milljarða og talið er að það muni taka minnst fimmtán ár fyrir verkið til að borga sig. 14. ágúst 2024 13:01 Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Sjá meira
Stíga annað stórt skref að virkjun við Búrfell Samningur er í höfn milli Landsvirkjunar og íslenska ríkisins um lands- og vindorkuréttindi vegna Búrfellslundar. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur samningur er gerður en Búrfellslundur liggur innan þjóðlendu. Gildistími samningsins er 35 ár með möguleika á framlengingu um 15 ár. 14. ágúst 2024 15:07
Nauðsynlegt að sameina verndun og nýtingu orku með stuðningi staðla Deilur um vindorkugarða og virkjanaframkvæmdir á Íslandi hafa lengi verið áberandi í þjóðfélaginu, en mikilvægi þeirra hefur aukist í ljósi loftslagsvandans sem kallar á tafarlausar aðgerðir. 14. ágúst 2024 14:01
Enginn vindmyllugarður án bættra vega Mikil innviðauppbygging þarf að fara fram ef áætlanir um uppbyggingu vindorkuvers í Dalabyggð eiga að ganga eftir. Verkið mun kosta minnst 40 milljarða og talið er að það muni taka minnst fimmtán ár fyrir verkið til að borga sig. 14. ágúst 2024 13:01