Nágrannadeilur

Fréttamynd

Lausa­göngu­fé ærir íbúa Vest­manna­eyja sem ætluðu að njóta efri áranna

Einhverjir íbúar Vestmannaeyja hafa fengið sig fullsadda á lausagöngufé í Heimaey. Bréf sem þrettán íbúar sendu bæjarráði Vestmannaeyja var tekið fyrir á fundi ráðsins í síðustu viku. Í fundarskýrslu segir að bæjarráð hafi fullan skilning á þreytu íbúa vegna málsins og leggur áherslu á í umfjöllun sinni að þeir sem fylgi ekki reglum um búfjárhald muni ekki fá leyfi til að halda slíku áfram.

Innlent
Fréttamynd

Að mála skrattann á vegginn

Siðavandur spyr hvað sé til ráða vegna dónalegra, ögrandi og meiðandi orða og teikninga nágranna á bílskúrsgafli við lóðamörk en þessi ófögnuður blasi við úr stofu- og eldhúsglugga í húsi fyrirspyrjanda. Spurt er hver sé réttur fólks í slíkum tilvikum? Mega perrar og hálfperrar mála hvað sem er á vegginn sinn? Þurfa nágrannar að þola hvaða viðbjóð sem er? Má maður sjálfur fara á stúfana og mála yfir svona nokkuð?

Skoðun
Fréttamynd

Garð­sláttur: Að vera eða ekki vera grasa­sni

Ein af plágum sumars og nábýlis eru garðsláttumenn sem ekki mega grænt strá sjá án þess að ráðast til atlögu við það með stórvirkum gereyðingartólum. Sláttufíkn eða ofvirkni er talsvert útbreidd og klögumál, sem af því spretta nokkuð tíð. Menn verða að gæta hófs og sýna tillitssemi í garðslætti eins og öðrum athöfnum, sem geta plagað nágranna. En sumir vaxa aldrei úr grasi í því efni.

Skoðun
Fréttamynd

Mikill meiri­hluti íbúa vildi 300 milljóna fram­kvæmdina

Mjög mikill meirihluti íbúa í Asparfelli 2 til 12 greiddi atkvæði með því á húsfundi í gær að 300 milljóna króna framkvæmdir við húsið verði kláraðar. Sonur íbúðareiganda hélt því fram í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í gær að mikil óánægja væri vegna framkvæmdanna og að ráðist hafi verið í þær eftir ólöglegan húsfund.

Innlent
Fréttamynd

Vísa á­sökunum um græsku vegna 300 milljóna verks á bug

Framkvæmdastjóri ráðgjafafyrirtækisins Verksýnar vísar ásökunum um græsku, vegna 300 milljóna króna framkvæmda í Asparfelli, á bug. Framkvæmdastjóri Eignaumsjónar tekur undir þetta og segir úrskurð kærunefndar húsamála í deilunni stangast á við nýlegan dóm Landsréttar. 

Innlent
Fréttamynd

Ráðist í 300 milljóna verk eftir ó­lög­legan fund

Mikil óánægja er meðal íbúa í Asparfelli 2 til 12 í Breiðholti vegna 300 milljóna króna framkvæmda sem var ráðist í eftir húsfund sem kærunefnd húsamála hefur dæmt ólöglegan. Íbúar eru margir hverjir með lágar tekjur en vegna framkvæmdanna þarf hver og ein íbúð að greiða 60 þúsund krónur aukalega á mánuði næstu tvö árin.

Innlent
Fréttamynd

„Það er það sem maður óttast“

Borgarland Reykjavíkurborgar minnkar um meira en 200 fermetra ef borgarráð samþykir nýtt deiliskipulag fyrir umdeilt tún við Vesturbæjarlaug. Borgarfulltrúi minnihlutans segir slæmt ef málið verður fordæmisgefandi.

Innlent
Fréttamynd

Borgar­landið umdeilda sem stækkar við að minnka

Borgarland Reykjavíkurborgar mun minnka um 236 fermetra samþykki borgarráð nýtt deiluskipulag Sundlaugartúnsins í Vesturbæ borgarinnar. Engu að síður er ákvörðunin kynnt þannig að svokallað „opið borgarland“ muni með breytingunni stækka, þrátt fyrir að skipulag svæðisins hafi fyrir breytinguna gert ráð fyrir að um opið leiksvæði væri að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Þarf að grisja trjálundinn eftir að nágrannaerjur fóru fyrir dóm

Íbúi í einbýlishúsi í Hjallahverfi Kópavogs hefur þrjá mánuði til þess að klippa trjágróður í trjálundi við húsið og á lóðamörkum við nærliggjandi parhús niður í ákveðna hæð, ella sæta dagsektum, eftir að nágrannaerjur um hæð gróðursins fóru fyrir dóm. Íbúinn þarf jafn framt að greiða nágrönnum sínum 1,6 milljónir króna í málskostnað vegna málsins. Tilraunir til sátta báru ekki árangur.

Innlent
Fréttamynd

Nágrannaerjur á Seltjarnarnesi: „Nokkuð ljóst að í atburðarásinni ræður heil hugsun ekki för“

Steingrímur Sævarr Ólafsson almannatengill hefur birt yfirlýsingu varðandi hatrammar nágrannaerjur sem hann stendur í við Hönnu Kristínu Skaftadóttur. Grannarnir saka hvort annað um ofbeldi en upptaka sem Hanna Kristín birti í færslu á Facebook síðu sinni á aðfangadag hefur vakið mikla athygli. Þar sést Steingrímur færa til ruslatunnur og að því virðist loka bíl Hönnu inni. Steingrímur segir myndbandið klippt til og sakar Hönnu um að afbaka sannleikann.

Innlent
Fréttamynd

Sakaði ná­grannana um að hafa klippt runnana of mikið og eyði­lagt þá

Kærunefnd húsamála metur það sem svo að hafna beri kröfum eiganda íbúðar í fjölbýlishúsi að aðrir eigendur í húsinu skuli greiða kostnað við að fjarlægja runna og gljámispil í sameiginlegum garði. Sá sakar nágrannana um að hafa klippt þá of mikið á garðvinnudegi í maímánuði þannig að þeir skemmdust.

Innlent
Fréttamynd

Nóra er fundin og komin heim

Guðmundur Felixson og Þuríður Blær Jóhannsdóttir fengu köttinn Nóru aftur heim til sín í dag, mánuði eftir að Reykjavíkurborg fjarlægði hana. Þau vonast til þess að borgin endurskoði verkferla sína eftir málið.

Innlent
Fréttamynd

Rétturinn til að safna drasli

Hver kannast ekki við nágrannan sem safnar bílum, tjaldvögnum eða öðru dóti inn á sína lóð? Oftar en ekki nægir viðkomandi ekki að safna inn á sína eigin lóð heldur leggur hann undir sig sameiginlega lóð við fjölbýlishús.

Skoðun