Ættardeilur algengar: Oftast einhver sem telur sig bestan að stjórna klaninu Kristinn Haukur Guðnason skrifar 1. ágúst 2023 18:09 Theodór hefur starfað við sáttamiðlun í áratugi. Ættardeilur snúast nær alltaf um peninga og arf að sögn Theodórs Francis Birgissonar klínísks félagsráðgjafa. Oft telur einn sig vera foringja í systkinahópi og eigi þar af leiðandi að ráða meiru um skiptingu en aðrir. „Í langflestum fjölskyldum er einhver sem telur sig betur til þess fallinn en aðrir að stjórna klaninu. Það gerist í bæði stórum og litlum fjölskyldum. Síðan eru aðrir í fjölskyldunni misauðveldir í taumi hvað það varðar,“ sagði Theodór í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Tilefnið var Lambeyrardeilan svokallaða í fjölskyldu Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra. Theodór hefur áratuga reynslu af sáttamiðlun í málum eins og því. Theodór sagði ættardeilur algengar og erfiðar, þær finnist í svo gott sem öllum fjölskyldum í einhverjum mæli. Rótin er yfirleitt sú að einhverjum finnist að sér vegið og finnist hann vera undanskilinn. Einnig að viðkomandi njóti ekki sannmælis. „Ef báðir aðilar, eða eins og í þessu tilviki allir aðilar, vilja ná sáttum þá er það hægt. Þetta er bara spurning um vilja,“ sagði Theodór. Allir verða að hafa rödd Vandinn er sá að mannskepnan hafi þann eiginleika að telja sig alltaf hafa rétt fyrir sér. Þá sé einnig algengt að fólk misskilji hvert annað og hlusti ekki á hvort annað. Hlutverk félagsráðgjafa í þessu samhengi sé að láta alla hafa rödd og að passa upp á að rödd allra hafi jafn mikið vægi. „Það getur hins vegar farið illa í þann sem er útvalinn af sjálfum sér til að vera foringinn,“ sagði Theodór. Þetta sjáist ekki aðeins innan fjölskyldna. Heldur einnig í félagasamtökum, kórastarfi, kirkjusöfnuðum og víðar. Erfðaskrár mikilvægar en duga ekki alltaf Aðspurður um lausnina sagði Theodór mikilvægast að fólk hlustaði hvert á annað. Einnig að þeir sem láta eftir sig fjármuni tryggi að búið sé að festa skiptinguna niður og koma henni skjalfestri til sýslumanns. Það síðasta sem foreldrarnir vilja, þegar þeir kveðja þetta jarðlíf, er að börnin fari að deila um arfinn. En jafn vel það leysir ekki alltaf deilurnar á milli fólks því fólki finnst það vera að tapa þegar það fær ekki arf. Theodór sagði einnig að deilur sem þessar geta farið niður kynslóðirnar. Stundum væri upprunalega deiluefnið jafn vel gleymt. Fjölskyldumál Deilur um jörðina Lambeyrar Nágrannadeilur Reykjavík síðdegis Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
„Í langflestum fjölskyldum er einhver sem telur sig betur til þess fallinn en aðrir að stjórna klaninu. Það gerist í bæði stórum og litlum fjölskyldum. Síðan eru aðrir í fjölskyldunni misauðveldir í taumi hvað það varðar,“ sagði Theodór í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Tilefnið var Lambeyrardeilan svokallaða í fjölskyldu Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra. Theodór hefur áratuga reynslu af sáttamiðlun í málum eins og því. Theodór sagði ættardeilur algengar og erfiðar, þær finnist í svo gott sem öllum fjölskyldum í einhverjum mæli. Rótin er yfirleitt sú að einhverjum finnist að sér vegið og finnist hann vera undanskilinn. Einnig að viðkomandi njóti ekki sannmælis. „Ef báðir aðilar, eða eins og í þessu tilviki allir aðilar, vilja ná sáttum þá er það hægt. Þetta er bara spurning um vilja,“ sagði Theodór. Allir verða að hafa rödd Vandinn er sá að mannskepnan hafi þann eiginleika að telja sig alltaf hafa rétt fyrir sér. Þá sé einnig algengt að fólk misskilji hvert annað og hlusti ekki á hvort annað. Hlutverk félagsráðgjafa í þessu samhengi sé að láta alla hafa rödd og að passa upp á að rödd allra hafi jafn mikið vægi. „Það getur hins vegar farið illa í þann sem er útvalinn af sjálfum sér til að vera foringinn,“ sagði Theodór. Þetta sjáist ekki aðeins innan fjölskyldna. Heldur einnig í félagasamtökum, kórastarfi, kirkjusöfnuðum og víðar. Erfðaskrár mikilvægar en duga ekki alltaf Aðspurður um lausnina sagði Theodór mikilvægast að fólk hlustaði hvert á annað. Einnig að þeir sem láta eftir sig fjármuni tryggi að búið sé að festa skiptinguna niður og koma henni skjalfestri til sýslumanns. Það síðasta sem foreldrarnir vilja, þegar þeir kveðja þetta jarðlíf, er að börnin fari að deila um arfinn. En jafn vel það leysir ekki alltaf deilurnar á milli fólks því fólki finnst það vera að tapa þegar það fær ekki arf. Theodór sagði einnig að deilur sem þessar geta farið niður kynslóðirnar. Stundum væri upprunalega deiluefnið jafn vel gleymt.
Fjölskyldumál Deilur um jörðina Lambeyrar Nágrannadeilur Reykjavík síðdegis Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira