Mikill meirihluti íbúa vildi 300 milljóna framkvæmdina Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. febrúar 2023 13:59 Mikill meirihluti þeirra íbúa sem sóttu húsfund í gærkvöldi samþykkti at framkvæmdum yrði fram haldið. Vísir/Vilhelm Mjög mikill meirihluti íbúa í Asparfelli 2 til 12 greiddi atkvæði með því á húsfundi í gær að 300 milljóna króna framkvæmdir við húsið verði kláraðar. Sonur íbúðareiganda hélt því fram í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í gær að mikil óánægja væri vegna framkvæmdanna og að ráðist hafi verið í þær eftir ólöglegan húsfund. Þetta segir í tilkynningu frá Daníel Árnasyni, framkvæmdastjóra Eignaumsjónar. Eignaumsjón og ráðgjafastofan Verksýn voru gagnrýnd af íbúa hússins vegna málsins í gær. Fram kemur í tilkynningunni að stjórn húsfélagsins hafi fengið mikinn stuðning og þakklæti fyrir sín störf. „[Hússtjórnin] hefur setið undir gagnrýni nokkurra eigenda, verið hótað persónulegum ábyrgðum og enn fremur hafa fyrirtæki sem aðstoð húsfélagið við verkefnið verið borin þungum sökum,“ segir í tilkynningunni. „Á fundinum kom því fram mikil samstaða meðal eigenda í húsinu um viðhaldsframkvæmdir sem voru fyllilega tímabærar. Þetta mál sýnir að þegar fjallað er um mál af þessu tagi verður að kalla eftir sjónarmiðum áður en einhliða málflutningur er borinn á borð.“ Málið komst í fréttir í gær eftir að Ólafur Ragnar Hilmarsson, hvers móðir býr í Asparfelli, greindi frá umfangi framkvæmdanna í Bítinu á Bylgjunni. Lýsti hann því þar að ráðist hafi verið í að skipta út 272 gluggum í húsinu þó að aðeins þyrfti að skipta um 92. Framkvæmdin væri vitanlega dýr, hún kostar tæpar 300 milljónir, en með því að skipta bara um þá 92 glugga sem voru greinilega ónýtir þegar mat var gert á húsinu væri hægt að spara hátt í 100 milljónum króna. Ólafur sakaði jafnframt þá aðila sem komu að útboðinu - Verksýn, sem gerði ástandsmat á húsinu og hefur annast útboð og eftirlit með framkvæmdinni, og Eignaumsjón, rekstrarþjónustu húsfélagsins - um græsku. Báðir aðilar neituðu þeim ásökunum staðfastlega í viðtali við Vísi í gær. Hann lýsti því jafnframt að fundurinn, sem verkið var smaþykkt á, hafi verið ólöglegur. 51 eigandi í húsinu, þar sem eru 192 íbúðir, hafi mætt á fundinn og 33 samþykkt verkið. Hann og fleiri óánægðir eigendur kærðu málið til kærunefndar húsamála, sem úrskurðaði svo að 2/3 af fundarmönnum hefði þurt til að samþykkja framkvæmdina. Í gær var því haldinn húsfundur sem var vel sóttur. Fulltrúar fyrir 145 eignir mættu á fundinn og aðeins tíu greiddu atkvæði gegn því að framkvæmdinni yrði fram haldið. 134 Greiddu atkvæði með áframhaldi framkvæmdanna. Reykjavík Nágrannadeilur Málefni fjölbýlishúsa Tengdar fréttir Vísa ásökunum um græsku vegna 300 milljóna verks á bug Framkvæmdastjóri ráðgjafafyrirtækisins Verksýnar vísar ásökunum um græsku, vegna 300 milljóna króna framkvæmda í Asparfelli, á bug. Framkvæmdastjóri Eignaumsjónar tekur undir þetta og segir úrskurð kærunefndar húsamála í deilunni stangast á við nýlegan dóm Landsréttar. 16. febrúar 2023 14:26 Ráðist í 300 milljóna verk eftir ólöglegan fund Mikil óánægja er meðal íbúa í Asparfelli 2 til 12 í Breiðholti vegna 300 milljóna króna framkvæmda sem var ráðist í eftir húsfund sem kærunefnd húsamála hefur dæmt ólöglegan. Íbúar eru margir hverjir með lágar tekjur en vegna framkvæmdanna þarf hver og ein íbúð að greiða 60 þúsund krónur aukalega á mánuði næstu tvö árin. 16. febrúar 2023 10:41 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu frá Daníel Árnasyni, framkvæmdastjóra Eignaumsjónar. Eignaumsjón og ráðgjafastofan Verksýn voru gagnrýnd af íbúa hússins vegna málsins í gær. Fram kemur í tilkynningunni að stjórn húsfélagsins hafi fengið mikinn stuðning og þakklæti fyrir sín störf. „[Hússtjórnin] hefur setið undir gagnrýni nokkurra eigenda, verið hótað persónulegum ábyrgðum og enn fremur hafa fyrirtæki sem aðstoð húsfélagið við verkefnið verið borin þungum sökum,“ segir í tilkynningunni. „Á fundinum kom því fram mikil samstaða meðal eigenda í húsinu um viðhaldsframkvæmdir sem voru fyllilega tímabærar. Þetta mál sýnir að þegar fjallað er um mál af þessu tagi verður að kalla eftir sjónarmiðum áður en einhliða málflutningur er borinn á borð.“ Málið komst í fréttir í gær eftir að Ólafur Ragnar Hilmarsson, hvers móðir býr í Asparfelli, greindi frá umfangi framkvæmdanna í Bítinu á Bylgjunni. Lýsti hann því þar að ráðist hafi verið í að skipta út 272 gluggum í húsinu þó að aðeins þyrfti að skipta um 92. Framkvæmdin væri vitanlega dýr, hún kostar tæpar 300 milljónir, en með því að skipta bara um þá 92 glugga sem voru greinilega ónýtir þegar mat var gert á húsinu væri hægt að spara hátt í 100 milljónum króna. Ólafur sakaði jafnframt þá aðila sem komu að útboðinu - Verksýn, sem gerði ástandsmat á húsinu og hefur annast útboð og eftirlit með framkvæmdinni, og Eignaumsjón, rekstrarþjónustu húsfélagsins - um græsku. Báðir aðilar neituðu þeim ásökunum staðfastlega í viðtali við Vísi í gær. Hann lýsti því jafnframt að fundurinn, sem verkið var smaþykkt á, hafi verið ólöglegur. 51 eigandi í húsinu, þar sem eru 192 íbúðir, hafi mætt á fundinn og 33 samþykkt verkið. Hann og fleiri óánægðir eigendur kærðu málið til kærunefndar húsamála, sem úrskurðaði svo að 2/3 af fundarmönnum hefði þurt til að samþykkja framkvæmdina. Í gær var því haldinn húsfundur sem var vel sóttur. Fulltrúar fyrir 145 eignir mættu á fundinn og aðeins tíu greiddu atkvæði gegn því að framkvæmdinni yrði fram haldið. 134 Greiddu atkvæði með áframhaldi framkvæmdanna.
Reykjavík Nágrannadeilur Málefni fjölbýlishúsa Tengdar fréttir Vísa ásökunum um græsku vegna 300 milljóna verks á bug Framkvæmdastjóri ráðgjafafyrirtækisins Verksýnar vísar ásökunum um græsku, vegna 300 milljóna króna framkvæmda í Asparfelli, á bug. Framkvæmdastjóri Eignaumsjónar tekur undir þetta og segir úrskurð kærunefndar húsamála í deilunni stangast á við nýlegan dóm Landsréttar. 16. febrúar 2023 14:26 Ráðist í 300 milljóna verk eftir ólöglegan fund Mikil óánægja er meðal íbúa í Asparfelli 2 til 12 í Breiðholti vegna 300 milljóna króna framkvæmda sem var ráðist í eftir húsfund sem kærunefnd húsamála hefur dæmt ólöglegan. Íbúar eru margir hverjir með lágar tekjur en vegna framkvæmdanna þarf hver og ein íbúð að greiða 60 þúsund krónur aukalega á mánuði næstu tvö árin. 16. febrúar 2023 10:41 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Vísa ásökunum um græsku vegna 300 milljóna verks á bug Framkvæmdastjóri ráðgjafafyrirtækisins Verksýnar vísar ásökunum um græsku, vegna 300 milljóna króna framkvæmda í Asparfelli, á bug. Framkvæmdastjóri Eignaumsjónar tekur undir þetta og segir úrskurð kærunefndar húsamála í deilunni stangast á við nýlegan dóm Landsréttar. 16. febrúar 2023 14:26
Ráðist í 300 milljóna verk eftir ólöglegan fund Mikil óánægja er meðal íbúa í Asparfelli 2 til 12 í Breiðholti vegna 300 milljóna króna framkvæmda sem var ráðist í eftir húsfund sem kærunefnd húsamála hefur dæmt ólöglegan. Íbúar eru margir hverjir með lágar tekjur en vegna framkvæmdanna þarf hver og ein íbúð að greiða 60 þúsund krónur aukalega á mánuði næstu tvö árin. 16. febrúar 2023 10:41
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda