Vilja lagabreytingu svo hægt sé að banna reykingar í fjölbýli Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. nóvember 2023 12:29 Húseigendafélaginu berst kvörtun um það bil einu sinni í mánuði vegna stöðugra reykinga í fjölbýli sem mikið ónæði hlýst af. Getty Mikið ónæði hlýst af reykingum í og við fjöleignarhús að sögn Húseigendafélagsins. Fjöldi fólks hefur leitað til þess vegna ónæðis af völdum reykjandi nágranna. Lögfræðingur félagsins vill að lögum verði breytt svo hægt sé að banna reykingar í fjölbýlishúsum. Einu sinni í mánuði kemur inn á borð Húseigendafélagsins alvarlegt tilvik vegna reykinga í fjölbýlishúsi. „Þá erum við að tala um það að þetta eru viðstöðulausar reykinga. Oft er það þannig, eins og íbúðir eru orðnar í dag, að það er búið að breyta einni íbúð í sjö herbergi. Þar er oft fólk sem skiptist á að reykja úti á svölum eða sérafnotaflipa á jarðhæð. Þá er bara verið að reykja þarna stanslaust,“ segir Tinna Andrésdóttir, lögfræðingur Húseigendafélagsins. Börn geti ekki sofið úti í vögnum Íbúar í nærliggjandi eignum geti þá hvorki opnað dyr né glugga, notað sínar svalir eða garða eða látið börn sín sofa úti í vögnum. „Þetta er algengt og það eru alltaf einhverjir sem leita til okkar. Við ákváðum bara svolítið að bregðast við þessu núna þar sem þetta ónæði er alltaf að aukast.“ Tinna segir umburðarlyndi gagnvart reykingum sífellt minnka, sama hvar það er, eins og sést á þeim takmörkunum sem sett eru reykingafólki. Hún hafi lagst yfir löggjöf um tóbaksreykingar og fjölbýlishús vegna þess mikla fjölda sem hafði leitað til Húseigendafélagsins vegna þessa vandamáls. „Þá kemur bara fram yfirlýst markmið með tóbaksvarnalögunum, að tryggja rétt eigenda sem ekki reykja til að anda ekki að sér reyk. Við náum ekki þessum markmiðum ef eigendur í fjölbýlishúsum geta ekki sett einhver takmörk þarna á,“ segir Tinna. Eigendur þurfi að samþykkja reykingabann Eins og lögin eru núna þurfa allir eigendur í fjölbýlishúsi að samþykkja reykingabann. Tinna vill sjá breytingu þannig að aðeins tvo þriðju eigenda þurfi til að samþykkja bannið. „Við myndum vilja fá lagabreytingu svo það þurfi ekki samþykki allra eigenda til að setja reykingum skorður. Það myndi aldrei ná fram að ganga í dag vegna þessa að reykingamaðurinn myndi ekki samþykkja bannið,“ segir Tinna. „Það verður að vera hægt að banna reykingar ef þær eru stórfelldar og veldur ónæði og óþægindum. Við verðum líka að hafa í huga að það er líka fullt af fólki sem reykir og það hefur ekki áhrif á neinn. Þá er það allt í lagi.“ Málefni fjölbýlishúsa Nágrannadeilur Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Bann við reykingum í fjöleignarhúsum? Inn á borð Húseigendafélagsins rata fjölmörg mál vegna ónæðis reykinga íbúa í fjöleignarhúsum. Reykingar eru oft stundaðar á svölum, sérafnotaflötum og/eða lóðum fjöleignarhúsa í algjöru óhófi en til eru dæmi um að íbúar íbúða skiptast á að fara út yfir allan daginn, öll kvöld og jafnvel á næturnar líka. 23. nóvember 2023 09:30 Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Sjá meira
Einu sinni í mánuði kemur inn á borð Húseigendafélagsins alvarlegt tilvik vegna reykinga í fjölbýlishúsi. „Þá erum við að tala um það að þetta eru viðstöðulausar reykinga. Oft er það þannig, eins og íbúðir eru orðnar í dag, að það er búið að breyta einni íbúð í sjö herbergi. Þar er oft fólk sem skiptist á að reykja úti á svölum eða sérafnotaflipa á jarðhæð. Þá er bara verið að reykja þarna stanslaust,“ segir Tinna Andrésdóttir, lögfræðingur Húseigendafélagsins. Börn geti ekki sofið úti í vögnum Íbúar í nærliggjandi eignum geti þá hvorki opnað dyr né glugga, notað sínar svalir eða garða eða látið börn sín sofa úti í vögnum. „Þetta er algengt og það eru alltaf einhverjir sem leita til okkar. Við ákváðum bara svolítið að bregðast við þessu núna þar sem þetta ónæði er alltaf að aukast.“ Tinna segir umburðarlyndi gagnvart reykingum sífellt minnka, sama hvar það er, eins og sést á þeim takmörkunum sem sett eru reykingafólki. Hún hafi lagst yfir löggjöf um tóbaksreykingar og fjölbýlishús vegna þess mikla fjölda sem hafði leitað til Húseigendafélagsins vegna þessa vandamáls. „Þá kemur bara fram yfirlýst markmið með tóbaksvarnalögunum, að tryggja rétt eigenda sem ekki reykja til að anda ekki að sér reyk. Við náum ekki þessum markmiðum ef eigendur í fjölbýlishúsum geta ekki sett einhver takmörk þarna á,“ segir Tinna. Eigendur þurfi að samþykkja reykingabann Eins og lögin eru núna þurfa allir eigendur í fjölbýlishúsi að samþykkja reykingabann. Tinna vill sjá breytingu þannig að aðeins tvo þriðju eigenda þurfi til að samþykkja bannið. „Við myndum vilja fá lagabreytingu svo það þurfi ekki samþykki allra eigenda til að setja reykingum skorður. Það myndi aldrei ná fram að ganga í dag vegna þessa að reykingamaðurinn myndi ekki samþykkja bannið,“ segir Tinna. „Það verður að vera hægt að banna reykingar ef þær eru stórfelldar og veldur ónæði og óþægindum. Við verðum líka að hafa í huga að það er líka fullt af fólki sem reykir og það hefur ekki áhrif á neinn. Þá er það allt í lagi.“
Málefni fjölbýlishúsa Nágrannadeilur Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Bann við reykingum í fjöleignarhúsum? Inn á borð Húseigendafélagsins rata fjölmörg mál vegna ónæðis reykinga íbúa í fjöleignarhúsum. Reykingar eru oft stundaðar á svölum, sérafnotaflötum og/eða lóðum fjöleignarhúsa í algjöru óhófi en til eru dæmi um að íbúar íbúða skiptast á að fara út yfir allan daginn, öll kvöld og jafnvel á næturnar líka. 23. nóvember 2023 09:30 Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Sjá meira
Bann við reykingum í fjöleignarhúsum? Inn á borð Húseigendafélagsins rata fjölmörg mál vegna ónæðis reykinga íbúa í fjöleignarhúsum. Reykingar eru oft stundaðar á svölum, sérafnotaflötum og/eða lóðum fjöleignarhúsa í algjöru óhófi en til eru dæmi um að íbúar íbúða skiptast á að fara út yfir allan daginn, öll kvöld og jafnvel á næturnar líka. 23. nóvember 2023 09:30