„Fæstir vilja vera óbeinir þátttakendur í kynlífi annarra“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 16. júlí 2023 14:00 Sigurður segir að það sem sé mörgum til gleði og yndisauka geti verið öðrum til ama og leiðinda. Það eigi til dæmis við um kynlíf. Getty/Aðsent Formaður Húseigendafélagsins segir reglulega kvartað til félagsins vegna kynlífsóhljóða. Eftirminnilegasta mál af því tagi var „Óp- og stunumálið“ í Kópavogi árið 2003. Hávaði vegna kynlífs sé eins og annar hávaði, hann verður að vera innan velsæmismarka. Vísir greindi frá því í gær að lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefðu borist kvartanir vegna kynlífshávaða sem raskaði svefnfriði. Nágranna grunaði að um vændisstarfsemi væri að ræða en þegar lögregla kom á vettvang reyndust óhljóðin koma frá erlendum ferðamönnum sem höfðu tekið íbúðina að leigu. Sjá einnig: Mikill kynlífshávaði raskaði svefnfriði íbúa Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður Húseigendafélagsins, hefur verið viðloðinn félagið í 45 ár sem framkvæmdastjóri, stjórnarmaður og formaður síðustu fimmtán ár. Félagsmenn Húseigendafélagsins, sem verður hundrað ára í ár, eru um tíu þúsund og koma tugir mála inn á borð félagsins í hverri viku. Hávaði er algengasta umkvörtunarefnið og þar er oft um kynlífsóhljóð að ræða. Óp- og stunumálið í Kópavogi eftirminnilegast Eftirminnilegasta mál af þessu tagi var „Óp- og stunumálið“ sem kom upp í Kópavogi árið 2003. Málið vakti athygli um land allt og leituðu þolendur óhljóðanna á fund ráðherra. „Þau hafa komið nokkur svona til okkar. Eitt mál kom upp fyrir tuttugu árum í Kópavogi, Óp- og stunumálið, sem vakti þjóðarathygli. Lýsingarnar voru svakalegar og fólkið sem í hlut átti, nágrannarnir, leituðu til Húseigendafélagsins og meira að segja til Jóhönnu Sigurðardóttur, félagsmálaráðherra,“ segir Sigurður. Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra og félagsmálaráðherra, sat fund með ósáttum nágrönnum í „Óp- og stunumálinu“ mikla.Vísir/Stöð 2 „Jóhanna bað mig að koma á fund og við sátum saman í klukkutíma með fólkinu og hlustuðum á lýsingar sem voru svakalegar.“ „Þetta var þrisvar á dag, þrjá tíma í senn og hafði haldið svona áfram í sjö mánuði,“ segir hann um stunurnar og ópin. Sigurður rifjaði upp málið fræga í aðsendri grein á Vísi í mars síðastliðnum. Þar lýsti hann óhljóðunum svo: „Óhljóðin voru ómennsk; sambland af útburðarvæli, spangóli hunds, jarmi kinda og Tarsanöskra eins og Johnny Weismuller, var að gera alla gráhærða með á elliheimilinu.“ Þar minntist hann líka á að fyrir málið hafi Kópavogur ekki verið mjög eftirsóttur staður. Það hafi hins vegar breyst eftir að málið kom upp. „Þetta mál kom Kópavogi eiginlega á kortið og síðan hefur verið gaman að búa í Kópavogi,“ sagði hann í viðtali við Vísi í dag. „Það sem er einum til ánægju og yndisauka er öðrum til ama og leiðinda“ Sigurður segir engar reglur gilda um kynlíf í fjölbýli. Fólk verði að sýna umburðarlyndi þegar það athafnar sig og nágrannar verða sömuleiðis að sýna tillitsemi. „Það gilda engar fastar reglur um hvað má og ekki má,“ segir Sigurður. Sigurður segir að það megi ekki setja fólki of strangar reglur. Fólk verði að hafa frelsi til athafna.Getty „Menn eiga sína tillitssemi og umburðarlyndi og sumum reynist erfitt að feta þá braut. Það eru engir kynlífskvótar um það hvað má og hvað má ekki. Menn mega lifa eðlilegu lífi með því brambolti sem því fylgir en verða að gæta þess að valda ekki öðrum ónæði eða óþægindum.“ „Kynlíf er eitt besta dæmið um það, að það sem er einum til ánægju og yndisauka er öðrum til ama og leiðinda.“ „Fæstir vilja vera óbeinir þátttakendur í kynlífi annarra og þurfa að hlusta á það sem þar fer fram. En fólk er misjafnt, sumir eru fyrirferðarmiklir, sumir koma með ópum og sumir með andvarpi,“ segir Sigurður. „Eins og verið væri að slíta hund“ Að sögn Sigurðar eru mál sem þessi viðkvæm og erfið sönnunar. „Þetta mál sem ég sagði þér frá áðan með Kópavoginn, þar kom fólkið með segulbandsupptökur af óhljóðunum. Þetta var alveg svakalegt, öskur og læti eins og verið væri að slíta hund eða hundaat.“ Hvernig endaði það mál? „Það bara einhvern veginn lognast út af. Ég held að fólkið hafi flutt í burtu og upp á öræfi þar sem þau gátu látið öllum illum látum án þess að trufla nokkurn,“ sagði Sigurður. Kynlíf stundað í fjölbýli í allmiklum mæli án vandræða Kvartanir vegna hávaða koma oft inn á borð Húseigendafélagsins. Hávaðasamir fái bréf þar sem þeir eru beðnir um að taka tillit til meðeigenda. Í slíkum málum verði að gæta meðalhófs. En hvað má hávaðinn vera mikill? „Það er eins með kynlífshljóð og annan hávaða. Hann verður að vera innan velsæmismarka.“ Sigurður hefur verið formaður Húseigendafélagsins í fimmtán ár.Aðsent Það er eitthvað meðalhóf sem verður að viðhafa og það bendir ýmislegt til að kynlíf sé stundað í allmiklum mæli í fjölbýlishúsum án þess að það valdi vandræðum,“ segir Sigurður. Fáið þið mikið af svona málum inn á ykkar borð? „Það koma alltaf einhver mál þar sem þetta kemur upp og oft er þetta með öðru. Þeir sem láta illa og óhóflega í þessum málum eru yfirleitt til vandræða í öðrum málum líka. Þetta ber oft á góma en þetta er viðkvæmt og erfið mál í sjálfu sér,“ segir hann. Hvernig er hægt að leysa svona mál? „Við höfum sent bréf til viðkomandi og beðið um að taka tillit til meðeiganda og fólk reynir sjálfsagt að hemja sig.“ Fólk geti ekki meðvitað lækkað í sér eins og í tónlist Lykillinn að lausnum á erjum nágranna sé umburðarlyndi og tillitsemi. Þá segir Sigurður að það megi ekki gilda of strangar reglur í þessum efnum. „Umburðarlyndi á annan kantinn og tillitsemi á hinn kantinn og gera ekki úlfalda úr mýflugu,“ segir Sigurður aðspurður hvernig fólk eigi að haga sér í svona málum. Það getur oft hitnað um of í kolunum hjá fólki sem er í ástarleik.Getty „Þetta er svolítið viðkvæmt að vekja máls á þessu og fólk gerir þetta kannski ekki meðvitað. Það getur ekki lækkað í eins og hljómflutningstækjum,“ segir hann. „Fólk á endanlega að halda áfram að stunda hóflegt og hávaðalítið kynlíf.“ „Það mega ekki gilda alltof strangar og ósveigjanlegar reglur. Fólk verður að fá að lifa og frelsi til athafna eins og fylgir eðlilegu lífi. Og þetta er hluti af eðlilegu lífi að því er menn segja.“ Þá sagði Sigurður að lokum að það væri vísa eftir sænska öndvegisskáldið Nils Ferlin sem væri algild þegar kæmi að því að lýsa hvers kyns óþægindum sem nágrannar geta valdið hvor öðrum, hvort sem það er skata eða kynjahljóð. Það hljómar svo: Á loftinu er kæti og kliðurþótt klukkan sé senn orðin tólfog þá lýstur þanka niðurað þak mitt er annars gólf Kynlíf Grín og gaman Kópavogur Málefni fjölbýlishúsa Nágrannadeilur Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Fleiri fréttir Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Sjá meira
Vísir greindi frá því í gær að lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefðu borist kvartanir vegna kynlífshávaða sem raskaði svefnfriði. Nágranna grunaði að um vændisstarfsemi væri að ræða en þegar lögregla kom á vettvang reyndust óhljóðin koma frá erlendum ferðamönnum sem höfðu tekið íbúðina að leigu. Sjá einnig: Mikill kynlífshávaði raskaði svefnfriði íbúa Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður Húseigendafélagsins, hefur verið viðloðinn félagið í 45 ár sem framkvæmdastjóri, stjórnarmaður og formaður síðustu fimmtán ár. Félagsmenn Húseigendafélagsins, sem verður hundrað ára í ár, eru um tíu þúsund og koma tugir mála inn á borð félagsins í hverri viku. Hávaði er algengasta umkvörtunarefnið og þar er oft um kynlífsóhljóð að ræða. Óp- og stunumálið í Kópavogi eftirminnilegast Eftirminnilegasta mál af þessu tagi var „Óp- og stunumálið“ sem kom upp í Kópavogi árið 2003. Málið vakti athygli um land allt og leituðu þolendur óhljóðanna á fund ráðherra. „Þau hafa komið nokkur svona til okkar. Eitt mál kom upp fyrir tuttugu árum í Kópavogi, Óp- og stunumálið, sem vakti þjóðarathygli. Lýsingarnar voru svakalegar og fólkið sem í hlut átti, nágrannarnir, leituðu til Húseigendafélagsins og meira að segja til Jóhönnu Sigurðardóttur, félagsmálaráðherra,“ segir Sigurður. Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra og félagsmálaráðherra, sat fund með ósáttum nágrönnum í „Óp- og stunumálinu“ mikla.Vísir/Stöð 2 „Jóhanna bað mig að koma á fund og við sátum saman í klukkutíma með fólkinu og hlustuðum á lýsingar sem voru svakalegar.“ „Þetta var þrisvar á dag, þrjá tíma í senn og hafði haldið svona áfram í sjö mánuði,“ segir hann um stunurnar og ópin. Sigurður rifjaði upp málið fræga í aðsendri grein á Vísi í mars síðastliðnum. Þar lýsti hann óhljóðunum svo: „Óhljóðin voru ómennsk; sambland af útburðarvæli, spangóli hunds, jarmi kinda og Tarsanöskra eins og Johnny Weismuller, var að gera alla gráhærða með á elliheimilinu.“ Þar minntist hann líka á að fyrir málið hafi Kópavogur ekki verið mjög eftirsóttur staður. Það hafi hins vegar breyst eftir að málið kom upp. „Þetta mál kom Kópavogi eiginlega á kortið og síðan hefur verið gaman að búa í Kópavogi,“ sagði hann í viðtali við Vísi í dag. „Það sem er einum til ánægju og yndisauka er öðrum til ama og leiðinda“ Sigurður segir engar reglur gilda um kynlíf í fjölbýli. Fólk verði að sýna umburðarlyndi þegar það athafnar sig og nágrannar verða sömuleiðis að sýna tillitsemi. „Það gilda engar fastar reglur um hvað má og ekki má,“ segir Sigurður. Sigurður segir að það megi ekki setja fólki of strangar reglur. Fólk verði að hafa frelsi til athafna.Getty „Menn eiga sína tillitssemi og umburðarlyndi og sumum reynist erfitt að feta þá braut. Það eru engir kynlífskvótar um það hvað má og hvað má ekki. Menn mega lifa eðlilegu lífi með því brambolti sem því fylgir en verða að gæta þess að valda ekki öðrum ónæði eða óþægindum.“ „Kynlíf er eitt besta dæmið um það, að það sem er einum til ánægju og yndisauka er öðrum til ama og leiðinda.“ „Fæstir vilja vera óbeinir þátttakendur í kynlífi annarra og þurfa að hlusta á það sem þar fer fram. En fólk er misjafnt, sumir eru fyrirferðarmiklir, sumir koma með ópum og sumir með andvarpi,“ segir Sigurður. „Eins og verið væri að slíta hund“ Að sögn Sigurðar eru mál sem þessi viðkvæm og erfið sönnunar. „Þetta mál sem ég sagði þér frá áðan með Kópavoginn, þar kom fólkið með segulbandsupptökur af óhljóðunum. Þetta var alveg svakalegt, öskur og læti eins og verið væri að slíta hund eða hundaat.“ Hvernig endaði það mál? „Það bara einhvern veginn lognast út af. Ég held að fólkið hafi flutt í burtu og upp á öræfi þar sem þau gátu látið öllum illum látum án þess að trufla nokkurn,“ sagði Sigurður. Kynlíf stundað í fjölbýli í allmiklum mæli án vandræða Kvartanir vegna hávaða koma oft inn á borð Húseigendafélagsins. Hávaðasamir fái bréf þar sem þeir eru beðnir um að taka tillit til meðeigenda. Í slíkum málum verði að gæta meðalhófs. En hvað má hávaðinn vera mikill? „Það er eins með kynlífshljóð og annan hávaða. Hann verður að vera innan velsæmismarka.“ Sigurður hefur verið formaður Húseigendafélagsins í fimmtán ár.Aðsent Það er eitthvað meðalhóf sem verður að viðhafa og það bendir ýmislegt til að kynlíf sé stundað í allmiklum mæli í fjölbýlishúsum án þess að það valdi vandræðum,“ segir Sigurður. Fáið þið mikið af svona málum inn á ykkar borð? „Það koma alltaf einhver mál þar sem þetta kemur upp og oft er þetta með öðru. Þeir sem láta illa og óhóflega í þessum málum eru yfirleitt til vandræða í öðrum málum líka. Þetta ber oft á góma en þetta er viðkvæmt og erfið mál í sjálfu sér,“ segir hann. Hvernig er hægt að leysa svona mál? „Við höfum sent bréf til viðkomandi og beðið um að taka tillit til meðeiganda og fólk reynir sjálfsagt að hemja sig.“ Fólk geti ekki meðvitað lækkað í sér eins og í tónlist Lykillinn að lausnum á erjum nágranna sé umburðarlyndi og tillitsemi. Þá segir Sigurður að það megi ekki gilda of strangar reglur í þessum efnum. „Umburðarlyndi á annan kantinn og tillitsemi á hinn kantinn og gera ekki úlfalda úr mýflugu,“ segir Sigurður aðspurður hvernig fólk eigi að haga sér í svona málum. Það getur oft hitnað um of í kolunum hjá fólki sem er í ástarleik.Getty „Þetta er svolítið viðkvæmt að vekja máls á þessu og fólk gerir þetta kannski ekki meðvitað. Það getur ekki lækkað í eins og hljómflutningstækjum,“ segir hann. „Fólk á endanlega að halda áfram að stunda hóflegt og hávaðalítið kynlíf.“ „Það mega ekki gilda alltof strangar og ósveigjanlegar reglur. Fólk verður að fá að lifa og frelsi til athafna eins og fylgir eðlilegu lífi. Og þetta er hluti af eðlilegu lífi að því er menn segja.“ Þá sagði Sigurður að lokum að það væri vísa eftir sænska öndvegisskáldið Nils Ferlin sem væri algild þegar kæmi að því að lýsa hvers kyns óþægindum sem nágrannar geta valdið hvor öðrum, hvort sem það er skata eða kynjahljóð. Það hljómar svo: Á loftinu er kæti og kliðurþótt klukkan sé senn orðin tólfog þá lýstur þanka niðurað þak mitt er annars gólf
Kynlíf Grín og gaman Kópavogur Málefni fjölbýlishúsa Nágrannadeilur Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Fleiri fréttir Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Sjá meira