Lausagöngufé ærir íbúa Vestmannaeyja sem ætluðu að njóta efri áranna Jón Þór Stefánsson skrifar 5. október 2023 07:00 Lausagöngufé í Heimaey hefur gert suma íbúa Vestmanneyjabæjar langþreytta. Féið er til að mynda sagt borða sumarblóm fólks Vísir/Vilhelm Einhverjir íbúar Vestmannaeyja hafa fengið sig fullsadda á lausagöngufé í Heimaey. Bréf sem þrettán íbúar sendu bæjarráði Vestmannaeyja var tekið fyrir á fundi ráðsins í síðustu viku. Í fundarskýrslu segir að bæjarráð hafi fullan skilning á þreytu íbúa vegna málsins og leggur áherslu á í umfjöllun sinni að þeir sem fylgi ekki reglum um búfjárhald muni ekki fá leyfi til að halda slíku áfram. „Þetta ástand hefur verið viðvarandi í nokkur ár en nú í sumar hefur keyrt um þverbak og vart liðið sá dagur að ekki hafi þurft að stugga burt suðfé og þrífa skít og annan ófögnuð sem því fylgir,“ segir í bréfi íbúanna. „Þess utan hefur sama sauðfé étið sumarblóm og annan fróður á lóðum okkar. Þetta fé er allt í eigu fáeinna aðila sem virðast láta sér í léttu rúmi liggja hvernig fé þeirra hagar sér og ættu raunar ekki að hafa leyfi til búfjárhalds.“ Ástandið farið síversnandi Íbúarnir segjast hafa leitað til bæjaryfirvalda vegna málsins og þau fengið svör um að gengið yrði í málið. Í bréfinu segir að svo virðist sem að það hafi verið gert og ástandið batnað. Síðan hafi það aftur versnað umtalsvert. „En síðan skipti í sama horfið og nú fyrstu vikurnar í september hefur ástandið farið síversnandi,“ segir í bréfinu. Bréfritarar segjast hafa talið þrjátíu til fjörutíu fjár víðsvegar um Heimaey, líkt og inni í Herjólfsdal og á golfvellinum. Þau segja því fleiri ekki hafa farið varhluta af vandamálinu. Til að mynda hafi formaður golfklúbbsins í Vestmannaeyjum lýsti yfir samstöðu með þeim, þar sem gera hafi þurft hlé á golfmótum vegna lausagöngufjársins. Og þá hafi starfsmenn flugvallarins þurft að reka fé af flugvallarsvæðinu. Þægileg dvöl á efri árum ómöguleg Fram kemur að bréfritararnir séu sumir á sínum efri árum, og segja þau að umrætt vandamál hafi gert drauminn um róleg efri ár erfiðari. „Þess skal hér getið að við erum flest á áttræðis- og níræðisaldri og ætlun okkar flestra var, þegar við settumst að á sínum tíma hér fyrir ofan hraun, að eiga hér þægilega dvöl á efri árum. Það hefur ekki alveg gengið eftir sökum ólögmæts framferðis nokurra búfjáreigenda,“ segir í bréfinu. Þau krefjast þess að bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum axli ábyrgð á málinu „og losi okkur og aðra bæjarbúa við þann ófögnið sem fylgir og sjái um smölun þessa fjár enda stutt í haustslátrun.“ Þá vilja bréfritarar líka að eigendur lausagöngufjársins verði svipt leyfi til búfjárhalds. Í bréfinu segir að starfsfólk flugvallarins í Vestmannaeyjum hafi þurft að koma lausagöngufé frá flugvallarsvæðinu. Hér má sjá fé skammt frá flugvellinum.Vísir/Vilhelm Bæjarráð tekur undir sjónarmiðin Líkt og áður segir var þetta bréf tekið fyrir á fundi bæjarráðs í síðustu viku. Þar segir að ráðið hafi fullan skilning á þreytu íbúa vegna málsins og tekur fyllilega undir þau sjónarmið sem fram hafa komið. Ráðið hefur því falið umhverfis- og framkvæmdasviði að yfirfara öll þau leyfi sem búfjáreigendur þurfa að hafa. Í fundargerðinni segir að þeir búfjárbændur sem ekki hafi tilskilin leyfi eða hafa ekki fylgt reglum um búfjárhald í Vestmannaeyjum muni ekki fá leyfir til að stunda áframhaldandi búfjárbúskap á landi Vestmannaeyjabæjar. „Bæjarráð leggur ríka áherslu á að þeir sem hafa leyfi þurfi að fylgja öllum reglum og skilmálum til hins ítrasta svo ekki komi aftur upp það ófremdarástand sem verið hefur undanfarna mánuði,“ segir í fundargeðinni. Vestmannaeyjar Landbúnaður Nágrannadeilur Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Fleiri fréttir Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira
„Þetta ástand hefur verið viðvarandi í nokkur ár en nú í sumar hefur keyrt um þverbak og vart liðið sá dagur að ekki hafi þurft að stugga burt suðfé og þrífa skít og annan ófögnuð sem því fylgir,“ segir í bréfi íbúanna. „Þess utan hefur sama sauðfé étið sumarblóm og annan fróður á lóðum okkar. Þetta fé er allt í eigu fáeinna aðila sem virðast láta sér í léttu rúmi liggja hvernig fé þeirra hagar sér og ættu raunar ekki að hafa leyfi til búfjárhalds.“ Ástandið farið síversnandi Íbúarnir segjast hafa leitað til bæjaryfirvalda vegna málsins og þau fengið svör um að gengið yrði í málið. Í bréfinu segir að svo virðist sem að það hafi verið gert og ástandið batnað. Síðan hafi það aftur versnað umtalsvert. „En síðan skipti í sama horfið og nú fyrstu vikurnar í september hefur ástandið farið síversnandi,“ segir í bréfinu. Bréfritarar segjast hafa talið þrjátíu til fjörutíu fjár víðsvegar um Heimaey, líkt og inni í Herjólfsdal og á golfvellinum. Þau segja því fleiri ekki hafa farið varhluta af vandamálinu. Til að mynda hafi formaður golfklúbbsins í Vestmannaeyjum lýsti yfir samstöðu með þeim, þar sem gera hafi þurft hlé á golfmótum vegna lausagöngufjársins. Og þá hafi starfsmenn flugvallarins þurft að reka fé af flugvallarsvæðinu. Þægileg dvöl á efri árum ómöguleg Fram kemur að bréfritararnir séu sumir á sínum efri árum, og segja þau að umrætt vandamál hafi gert drauminn um róleg efri ár erfiðari. „Þess skal hér getið að við erum flest á áttræðis- og níræðisaldri og ætlun okkar flestra var, þegar við settumst að á sínum tíma hér fyrir ofan hraun, að eiga hér þægilega dvöl á efri árum. Það hefur ekki alveg gengið eftir sökum ólögmæts framferðis nokurra búfjáreigenda,“ segir í bréfinu. Þau krefjast þess að bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum axli ábyrgð á málinu „og losi okkur og aðra bæjarbúa við þann ófögnið sem fylgir og sjái um smölun þessa fjár enda stutt í haustslátrun.“ Þá vilja bréfritarar líka að eigendur lausagöngufjársins verði svipt leyfi til búfjárhalds. Í bréfinu segir að starfsfólk flugvallarins í Vestmannaeyjum hafi þurft að koma lausagöngufé frá flugvallarsvæðinu. Hér má sjá fé skammt frá flugvellinum.Vísir/Vilhelm Bæjarráð tekur undir sjónarmiðin Líkt og áður segir var þetta bréf tekið fyrir á fundi bæjarráðs í síðustu viku. Þar segir að ráðið hafi fullan skilning á þreytu íbúa vegna málsins og tekur fyllilega undir þau sjónarmið sem fram hafa komið. Ráðið hefur því falið umhverfis- og framkvæmdasviði að yfirfara öll þau leyfi sem búfjáreigendur þurfa að hafa. Í fundargerðinni segir að þeir búfjárbændur sem ekki hafi tilskilin leyfi eða hafa ekki fylgt reglum um búfjárhald í Vestmannaeyjum muni ekki fá leyfir til að stunda áframhaldandi búfjárbúskap á landi Vestmannaeyjabæjar. „Bæjarráð leggur ríka áherslu á að þeir sem hafa leyfi þurfi að fylgja öllum reglum og skilmálum til hins ítrasta svo ekki komi aftur upp það ófremdarástand sem verið hefur undanfarna mánuði,“ segir í fundargeðinni.
Vestmannaeyjar Landbúnaður Nágrannadeilur Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Fleiri fréttir Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira