Jóhann Páll Jóhannsson

Fréttamynd

Ábyrgð Seðlabanka eða ríkisstjórnar?

Vaxtahækkun Seðlabankans á miðvikudag er enn einn vitnisburðurinn um að ríkisstjórninni hefur mistekist að beita tækjum ríkisfjármálanna til að sporna gegn þenslu. En það sem er kannski alvarlegra er algjört sinnuleysi stjórnarmeirihlutans gagnvart því verkefni að verja viðkvæma hópa fyrir verðbólgu og hækkandi húsnæðiskostnaði, tryggja að auknar byrðar dreifist með sanngjörnum hætti um samfélagið.

Skoðun
Fréttamynd

Kúnstugt við­tal við Katrínu

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur að úttekt Ríkisendurskoðunar sé ekki áfellisdómur yfir því hvernig staðið var að sölunni á Íslandsbanka. „Ég lít hvorki á hana sem áfellisdóm eða hvítþvott,“ sagði hún í Sprengisandi nú á sunnudag. Það er full ástæða til að staldra við og rýna aðeins í málflutning forsætisráðherra í viðtalinu.

Skoðun
Fréttamynd

Af­vega­leiðing Ís­lands­banka­málsins

Íslandsbankamálið er í sérkennilegum farvegi eftir að Bjarni Benediktsson tók fram fyrir hendurnar á Alþingi um það hvar málið yrði rannsakað og beitti sér fyrir því að Ríkisendurskoðun tæki upp málið.

Skoðun
Fréttamynd

Hús­næðis­vandi Fram­sóknar­flokksins

Oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík hefur skrifað hverja greinina á fætur annarri hér á Vísi.is undanfarna daga þar sem látið er að því liggja að hátt húsnæðisverð og allt það sem miður fer í húsnæðismálum á Íslandi sé borgarstjórnarmeirihlutanum í Reykjavík að kenna.

Skoðun
Fréttamynd

„Al­gjört vald“ en engin á­byrgð?

„Ég get ekki séð annað, virðulegi forseti, en að ráðherrann hafi algjört vald á því hvernig hann fari með þessi mál,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson þegar frumvarp til laga um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum var til umræðu á Alþingi 20. desember 2012.

Skoðun
Fréttamynd

Ráðu­neyti í lög­villu

Það er sláandi að lesa svarbréf menningar- og viðskiptaráðuneytisins til umboðsmanns Alþingis vegna flutnings ríkisendurskoðanda yfir í ráðuneytið, ráðstöfunar þar sem 36. gr. starfsmannalaga er beitt með fordæmalausum hætti til að flytja embættismann frá eftirlitsstofnun á vegum löggjafarvaldsins og undir valdsvið ráðherra.

Skoðun
Fréttamynd

Aðgerðir og aðhald

Í gær birtist frétt með fyrirsögninni „​​Tillaga Samfylkingarinnar féll í grýttan farveg í Seðlabankanum“ þar sem fram kom að seðlabankastjóri væri „ekki hrifinn af þensluhvetjandi aðgerðum, á borð við þær sem þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt til, á meðan bankinn reynir að hemja eftirspurn“.

Umræðan
Fréttamynd

Gott sam­fé­lag þarf góðar al­manna­tryggingar

Almannatryggingakerfið okkar stenst ekki þær kröfur sem við hljótum að gera í velferðarþjóðfélagi á 21. öld. Það heldur tekjulægsta fólkinu í fátækt frekar en að verja afkomuöryggi og mannlega reisn okkar allra. Við verðum að breyta því.

Skoðun
Fréttamynd

Átta ó­þægi­legar stað­reyndir um fjár­lögin

Fyrstu fjárlög endurnýjaðrar ríkisstjórnar bera þess merki að lögð er ofuráhersla á að draga hratt úr umfangi ríkisins í hagkerfinu á komandi árum. Í lok kjörtímabilsins á hlutfall ríkisútgjalda af vergri landsframleiðslu að vera orðið lægra heldur en sést hefur á þessari öld og hið sama gildir um umfang hins opinbera í heild.

Skoðun
Fréttamynd

Sanngjarn og lögmætur stóreignaskattur

Það er kostulegt að fylgjast með taugaveiklun Sjálfstæðismanna yfir því að Samfylkingin ætli að taka upp hóflegan stóreignaskatt – sem leggst einvörðungu á ríkasta 1 prósent landsmanna – til að standa undir kjarabótum fyrir lágtekju- og millitekjuhópa.

Skoðun
Fréttamynd

Ráð­herra rétt­lætir skað­lega þróun

Það er dapurlegt að horfa upp á Vinstri græn og Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra réttlæta þróun sem veldur því að rúmanýting á Landspítala er langt umfram það sem almennt er talið ásættanlegt á bráðasjúkrahúsum.

Skoðun
Fréttamynd

Gleðilegan þolmarkadag!

Í dag er hinn árlegi þolmarkadagur jarðar (Earth Overshoot Day) sem þýðir að nú hefur mannkynið þurrausið þær auðlindir sem jörðin nær að endurnýja á þessu ári. Á slíkum degi er vel við hæfi að benda á þrennt:

Skoðun
Fréttamynd

Kynslóðakapallinn verður að ganga upp

Árið 2016 birti The Guardian greinaröð um það sem var kallað „fordæmalaus kynslóðaójöfnuður“ á Vesturlöndum. Aldamótakynslóðin, fólk fætt á tímabilinu 1980 til 1995, stendur mun verr að vígi fjárhagslega í samanburði við aðra aldurshópa heldur en fyrri kynslóðir gerðu á yngri árum.

Skoðun