Nagladekkjafrumvarpið ógurlega – um hvað snýst það eiginlega? Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 7. desember 2021 08:02 Ég og fleiri þingmenn höfum lagt fram lagafrumvarp þar sem stigin eru varfærnisleg skref til að sporna gegn óþarfri notkun á nagladekkjum í þéttbýli. Hér eru nokkur atriði sem rétt er að hafa í huga þegar fjallað er um málið: ● Styrkur svifryks í andrúmslofti á höfuðborgarsvæðinu fer margsinnis á hverju ári langt yfir skilgreind heilsuverndarmörk með tilheyrandi skerðingu á lífsgæðum og frelsi fólks til að anda að sér hreinu og heilnæmu lofti. Þessi loftmengun kemur harðast niður á viðkvæmum hópum: eldra fólki, börnum, þunguðum konum og fólki með hjarta-, æða- og öndunarfærasjúkdóma. ● Umhverfisstofnun Evrópu áætlar að rekja megi allt að 70 ótímabær dauðsföll á ári til svifryksmengunar á Íslandi. Rannsóknir sýna að innlögnum á sjúkrahús fjölgar þegar svifryksmengun er mest; fleiri fá heilablóðfall og fleiri fá hjartaslag. Svifryk er krabbameinsvaldandi, eykur líkur á hjarta- og æðasjúkdómum og skemmir lungun í smábörnum. ● Rannsóknir sýna að langstærsti orsakavaldur svifryksmengunar á höfuðborgarsvæðinu er nagladekkjaakstur. Nagladekk slíta malbiki 20 til 30 sinnum hraðar en önnur dekk og valda þannig hundruða milljóna tjóni á sveitarfélagavegum, sameiginlegri eign útsvarsgreiðenda, auk þess að skaða heilsu fólks. ● Með frumvarpi okkar er lagt til að sveitarstjórnir fái heimild til að innheimta gjald fyrir notkun nagladekkja á tilteknum svæðum fyrir ákveðið tímabil eða ákveðin skipti. Ólíklegt verður að teljast að sveitarfélög utan höfuðborgarsvæðisins nýti sér heimildina. Sveitarstjórn og ráðherra er falin nánari útfærsla og gert er ráð fyrir nokkuð víðtækum undanþágum, svo sem fyrir neyðarbíla, flutningsþjónustu fatlaðra og jafnvel fyrir fólk sem þarf að keyra um langan veg vegna starfa fjarri heimabyggð. ● Frumvarpið snýst ekki um að banna nagladekk eða skikka öll sveitarfélög á landinu til að rukka fólk eða sekta fyrir notkun á nagladekkjum. Notkun nagladekkja er bönnuð allan ársins hring í fjölda Evrópuríkja, meðal annars í Hollandi, Póllandi og Tékklandi, þar sem sannarlega er snjókoma og fljúgandi hálka á veturna. Ekkert slíkt er lagt til í frumvarpinu sem ég og fleiri stöndum að heldur einungis heimild til gjaldtöku. ● Í norskum umferðarlögum er að finna samsvarandi gjaldtökuheimild og lögð er til í frumvarpinu. Nokkrar borgir í Noregi hafa tekið upp slík gjöld og átt samstarf sín á milli um framkvæmdina, m.a. Þrándheimur sem er um margt líkur Reykjavíkurborg hvað varðar stærð og veðurfar. Þar fer greiðslan fram rafrænt, með smáskilaboðum eða á bensínstöðvum og þegar gjaldið hefur verið greitt er staðfesting þess efnis tengd við skráningarnúmer ökutækisins. Eins og ráða má af greinargerð frumvarpsins er ætlunin að ganga skemur í gjaldtökunni og heimila víðtækari undanþágur heldur en tíðkast í Noregi. Það er til mikils að vinna að sporna gegn óþarfri notkun nagladekkja, draga úr svifryksmengun og fækka ótímabærum dauðsföllum af völdum hennar. Ég hlakka til umræðu á Alþingi um þetta mál og hvet stjórnmálamenn úr fleiri flokkum til að leggja til lausnir á svifryksfaraldrinum á höfuðborgarsvæðinu. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Samgöngur Umferðaröryggi Loftslagsmál Heilbrigðismál Umhverfismál Alþingi Bílar Reykjavík Nagladekk Tengdar fréttir Gjöld á borgarbúa gætu verið stóra lausnin Um 40% ökutækja í Reykjavík eru á negldum dekkjum en þegar minnst lét voru þau rúm 20%. Nú vill Samfylkingin snúa þróuninni við með gjaldtöku. 6. desember 2021 22:00 Vilja að heimilt verði að rukka þá sem nota nagladekk Þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt frumvarp á Alþingi um breytingar á umferðarlögum þess efnis að sveitarstjórnum verði heimilt að rukka fyrir notkun á nagladekkjum. 2. desember 2021 22:01 Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ég og fleiri þingmenn höfum lagt fram lagafrumvarp þar sem stigin eru varfærnisleg skref til að sporna gegn óþarfri notkun á nagladekkjum í þéttbýli. Hér eru nokkur atriði sem rétt er að hafa í huga þegar fjallað er um málið: ● Styrkur svifryks í andrúmslofti á höfuðborgarsvæðinu fer margsinnis á hverju ári langt yfir skilgreind heilsuverndarmörk með tilheyrandi skerðingu á lífsgæðum og frelsi fólks til að anda að sér hreinu og heilnæmu lofti. Þessi loftmengun kemur harðast niður á viðkvæmum hópum: eldra fólki, börnum, þunguðum konum og fólki með hjarta-, æða- og öndunarfærasjúkdóma. ● Umhverfisstofnun Evrópu áætlar að rekja megi allt að 70 ótímabær dauðsföll á ári til svifryksmengunar á Íslandi. Rannsóknir sýna að innlögnum á sjúkrahús fjölgar þegar svifryksmengun er mest; fleiri fá heilablóðfall og fleiri fá hjartaslag. Svifryk er krabbameinsvaldandi, eykur líkur á hjarta- og æðasjúkdómum og skemmir lungun í smábörnum. ● Rannsóknir sýna að langstærsti orsakavaldur svifryksmengunar á höfuðborgarsvæðinu er nagladekkjaakstur. Nagladekk slíta malbiki 20 til 30 sinnum hraðar en önnur dekk og valda þannig hundruða milljóna tjóni á sveitarfélagavegum, sameiginlegri eign útsvarsgreiðenda, auk þess að skaða heilsu fólks. ● Með frumvarpi okkar er lagt til að sveitarstjórnir fái heimild til að innheimta gjald fyrir notkun nagladekkja á tilteknum svæðum fyrir ákveðið tímabil eða ákveðin skipti. Ólíklegt verður að teljast að sveitarfélög utan höfuðborgarsvæðisins nýti sér heimildina. Sveitarstjórn og ráðherra er falin nánari útfærsla og gert er ráð fyrir nokkuð víðtækum undanþágum, svo sem fyrir neyðarbíla, flutningsþjónustu fatlaðra og jafnvel fyrir fólk sem þarf að keyra um langan veg vegna starfa fjarri heimabyggð. ● Frumvarpið snýst ekki um að banna nagladekk eða skikka öll sveitarfélög á landinu til að rukka fólk eða sekta fyrir notkun á nagladekkjum. Notkun nagladekkja er bönnuð allan ársins hring í fjölda Evrópuríkja, meðal annars í Hollandi, Póllandi og Tékklandi, þar sem sannarlega er snjókoma og fljúgandi hálka á veturna. Ekkert slíkt er lagt til í frumvarpinu sem ég og fleiri stöndum að heldur einungis heimild til gjaldtöku. ● Í norskum umferðarlögum er að finna samsvarandi gjaldtökuheimild og lögð er til í frumvarpinu. Nokkrar borgir í Noregi hafa tekið upp slík gjöld og átt samstarf sín á milli um framkvæmdina, m.a. Þrándheimur sem er um margt líkur Reykjavíkurborg hvað varðar stærð og veðurfar. Þar fer greiðslan fram rafrænt, með smáskilaboðum eða á bensínstöðvum og þegar gjaldið hefur verið greitt er staðfesting þess efnis tengd við skráningarnúmer ökutækisins. Eins og ráða má af greinargerð frumvarpsins er ætlunin að ganga skemur í gjaldtökunni og heimila víðtækari undanþágur heldur en tíðkast í Noregi. Það er til mikils að vinna að sporna gegn óþarfri notkun nagladekkja, draga úr svifryksmengun og fækka ótímabærum dauðsföllum af völdum hennar. Ég hlakka til umræðu á Alþingi um þetta mál og hvet stjórnmálamenn úr fleiri flokkum til að leggja til lausnir á svifryksfaraldrinum á höfuðborgarsvæðinu. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Gjöld á borgarbúa gætu verið stóra lausnin Um 40% ökutækja í Reykjavík eru á negldum dekkjum en þegar minnst lét voru þau rúm 20%. Nú vill Samfylkingin snúa þróuninni við með gjaldtöku. 6. desember 2021 22:00
Vilja að heimilt verði að rukka þá sem nota nagladekk Þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt frumvarp á Alþingi um breytingar á umferðarlögum þess efnis að sveitarstjórnum verði heimilt að rukka fyrir notkun á nagladekkjum. 2. desember 2021 22:01
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun