Kúnstugt viðtal við Katrínu Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 21. nóvember 2022 11:01 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur að úttekt Ríkisendurskoðunar sé ekki áfellisdómur yfir því hvernig staðið var að sölunni á Íslandsbanka. „Ég lít hvorki á hana sem áfellisdóm eða hvítþvott,“ sagði hún í Sprengisandi nú á sunnudag. Það er full ástæða til að staldra við og rýna aðeins í málflutning forsætisráðherra í viðtalinu. Í úttekt Ríkisendurskoðunar kemur fram að athugun stofnunarinnar hafi leitt í ljós að „standa hefði þurft betur að undirbúningi og framkvæmd sölunnar“. Meginmarkmið hennar og viðmið voru „á reiki“ og upplýsingagjöf fjármála- og efnahagsráðuneytisins og Bankasýslunnar til Alþingis „ekki til þess fallin að draga upp skýra mynd af tilhögun söluferlisins“. Ekki voru gerðar „tilhlýðilegar kröfur til umsjónaraðila, söluráðgjafa og söluaðila“, ekki var gætt nægilega að meginreglum um gagnsæi og hlutlægni og fullt jafnræði fjárfesta var ekki tryggt. Þá telur Ríkisendurskoðun að eftirspurn eftir bréfunum hafi verið vanmetin „vegna takmarkaðrar greiningar á tilboðabókinni“ og Bankasýslan ekki haft „fullnægjandi upplýsingar um raunverulegt umfang eftirspurnar fjárfesta“ við ákvörðun um leiðbeinandi lokaverð. Í skýrslunni eru leiddar líkur að því að raunveruleg eftirspurn eftir bréfunum hafi gefið tilefni til að ákvarða leiðbeinandi lokaverð hærra en gert var og að vanmat Bankasýslunnar á eftirspurn eftir bréfunum kunni að hafa haft „áhrif á niðurstöðuna og skaðað hagsmuni ríkissjóðs“. Það er með nokkrum ólíkindum að forsætisráðherra telji þetta ekki vera áfellisdóm yfir söluferlinu og þeim stjórnvöldum sem að því stóðu. Ég er viss um að fólkið í landinu gerir ríkari kröfur en Katrín Jakobsdóttir um vönduð vinnubrögð þegar sýslað er með sameiginlegar eignir okkar. Salan á Íslandsbanka vakti hörð viðbrögð síðasta vor. Það varð útbreidd skoðun að eignir ríkisins hefðu verið seldar á undirverði í lokuðu útboði án þess að jafnræðis og gagnsæis væri gætt. Niðurstaða ríkisendurskoðanda rennir stoðum undir þetta en úttektin lýtur aðeins að þeim atriðum sem heyra óumdeilanlega undir starfssvið Ríkisendurskoðunar samkvæmt lögum nr. 46/2016 um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga en tekur ekki til grundvallarspurninga um stjórnsýslu ráðherra og lagalega ábyrgð hans. Þetta var fyrirséð og ein af ástæðum þess að stjórnarandstaðan kallaði eftir því strax í vor að skipuð yrði óháð rannsóknarnefnd með víðtækar heimildir til að varpa ljósi á alla þætti málsins. Viðurkennir annmarka sem ráðherra ber ábyrgð á Þótt Katrín Jakobsdóttir telji úttekt ríkisendurskoðanda ekki vera „áfellisdóm“ viðurkennir hún að ríkisendurskoðandi sjái annmarka á söluferlinu. Það er athyglisvert að annmarkarnir sem forsætisráðherra hefur mestar áhyggjur af, og talaði hvað mest um í viðtalinu á Sprengisandi á sunnudag, eru atriði sem eru á beinni ábyrgð fjármála- og efnahagsráðherra. Forsætisráðherra talar um skort á gagnsæi og ónákvæma upplýsingagjöf. Ábyrgðin á þessum atriðum liggur hjá fjármála- og efnahagsráðherra og ráðuneyti hans, en það kom í hlut ráðherra að leggja greinargerð fyrir nefndir Alþingis um hvernig staðið yrði að sölunni og hvaða forsendur yrðu þar lagðar til grundvallar. Að mati Ríkisendurskoðunar voru upplýsingarnar sem ráðherra og undirstofnun hans lögðu fyrir Alþingi „ekki til þess fallnar að draga upp skýra mynd af tilhögun söluferlisins“. Þótt þingnefndirnar fengju að þessu leyti bjagaða mynd af því hvað stæði til tóku flestir fulltrúar minnihlutans í nefndunum afstöðu gegn því að sölunni yrði haldið áfram með þeim hætti sem boðað var. Stjórnarandstaðan varaði við sölunni og skýrsla Ríkisendurskoðunar staðfestir að þessi viðvörunarorð áttu fullan rétt á sér. Í Sprengisandsviðtalinu varð Katrínu Jakobsdóttur tíðrætt um mikilvægi góðrar stjórnsýslu almennt þegar ríkiseignir eru seldar. „Ég held að það þurfi að hafa í huga góða stjórnsýslu þegar það er verið að selja ríkiseign. Ég er nú bara svona einföld. Ég ætla bara að halda því til haga,“ sagði hún. Nú er það svo að tilboðsfyrirkomulagið sem varð fyrir valinu „samrýmist að mati Ríkisendurskoðunar illa starfsháttum opinberrar stjórnsýslu“. Ráðherra kaus engu að síður að fara þessa leið og virðist hafa hunsað þær efasemdir um leiðina sem samráðherra hans, Lilja Alfreðsdóttir, kveðst hafa viðrað í ráðherranefnd um efnahagsmál. Ríkisendurskoðandi tekur sérstaklega fram í inngangi úttektar sinnar að umfjöllun hans taki ekki til spurninga um val á söluaðferð en þetta, og það hvort tilboðsfyrirkomulag samræmist yfir höfuð meginreglum laga um sölumeðferð á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum, er auðvitað á meðal þeirra atriða sem rannsóknarnefnd gæti skorið úr um Þegar rætt er um stjórnsýsluna við sölu Íslandsbanka er mikilvægast að hafa í huga að stóru stjórnsýslulegu ákvarðanirnar voru teknar af fjármála- og efnahagsráðherra sjálfum en ekki af undirstofnun hans. Úttekt ríkisendurskoðanda tekur ekki til starfsskyldna og lagalegrar ábyrgðar ráðherra almennt, hvort hann hafi fylgt reglum stjórnsýsluréttarins, gætt að hæfi sínu, lagt fullnægjandi grundvöll að ákvörðunum sínum, sinnt eftirlitshlutverki sínu gagnvart Bankasýslunni og aflað sér viðeigandi upplýsinga við töku ákvarðana þegar Íslandsbanki var seldur. Ef stjórnsýslu bankasölunnar var verulega ábótavant er það fyrst og fremst áfellisdómur yfir embættisfærslum Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra sem átti að hafa eftirlit með því að lögum væri fylgt á öllum stigum ferlisins. Þessir þættir hafa enn sem komið er ekki verið rannsakaðir en eins og Bankasýsla ríkisins bendir á í umsögn sinni um úttekt Ríkisendurskoðunar höfðu „stofnunin og fjármála- og efnahagsráðherra (…) með sér nána samvinnu í gegnum allt söluferlið og ráðuneytið á öllum stigum upplýst um framvindu málsins“. Málflutningur sem styrkir kröfuna um rannsóknarnefnd „Þá held ég að stærsta málið í þessu sé kannski traustið. Það er það sem mér finnst stærsti vandinn,“ sagði forsætisráðherra í Sprengisandsviðtalinu. Fróðlegt hefði verið að heyra hvernig forsætisráðherra telur þennan vanda til kominn og hvernig hægt sé að leysa hann. Ætli vandinn liggi kannski hjá almenningi sem skilur bara ekki að auðvitað felst enginn „áfellisdómur“ í því að ríkisendurskoðandi telji söluna á Íslandsbanka haldna „fjölþættum annmörkum“ sem kunni að hafa „skaðað hagsmuni ríkissjóðs“? Eða áttar forsætisráðherra sig kannski á því að vandinn liggur nær henni sjálfri, hjá ríkisstjórn sem keppist nú við að drepa málum á dreif og koma í veg fyrir rannsókn á sjálfri sér? Hafi forsætisráðherra raunverulegan áhuga á að tryggja góða stjórnsýslu við sölu á ríkiseignum í framtíðinni hlýtur hún að taka undir þá kröfu, og beita sér fyrir því, að skipuð verði óháð rannsóknarnefnd Alþingis til að fara yfir alla þætti málsins. Þetta er lykillinn að því að hefja málið upp úr skotgröfum, endurheimta traust og draga lærdóm af Íslandsbankamálinu. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Samfylkingin Mest lesið Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur að úttekt Ríkisendurskoðunar sé ekki áfellisdómur yfir því hvernig staðið var að sölunni á Íslandsbanka. „Ég lít hvorki á hana sem áfellisdóm eða hvítþvott,“ sagði hún í Sprengisandi nú á sunnudag. Það er full ástæða til að staldra við og rýna aðeins í málflutning forsætisráðherra í viðtalinu. Í úttekt Ríkisendurskoðunar kemur fram að athugun stofnunarinnar hafi leitt í ljós að „standa hefði þurft betur að undirbúningi og framkvæmd sölunnar“. Meginmarkmið hennar og viðmið voru „á reiki“ og upplýsingagjöf fjármála- og efnahagsráðuneytisins og Bankasýslunnar til Alþingis „ekki til þess fallin að draga upp skýra mynd af tilhögun söluferlisins“. Ekki voru gerðar „tilhlýðilegar kröfur til umsjónaraðila, söluráðgjafa og söluaðila“, ekki var gætt nægilega að meginreglum um gagnsæi og hlutlægni og fullt jafnræði fjárfesta var ekki tryggt. Þá telur Ríkisendurskoðun að eftirspurn eftir bréfunum hafi verið vanmetin „vegna takmarkaðrar greiningar á tilboðabókinni“ og Bankasýslan ekki haft „fullnægjandi upplýsingar um raunverulegt umfang eftirspurnar fjárfesta“ við ákvörðun um leiðbeinandi lokaverð. Í skýrslunni eru leiddar líkur að því að raunveruleg eftirspurn eftir bréfunum hafi gefið tilefni til að ákvarða leiðbeinandi lokaverð hærra en gert var og að vanmat Bankasýslunnar á eftirspurn eftir bréfunum kunni að hafa haft „áhrif á niðurstöðuna og skaðað hagsmuni ríkissjóðs“. Það er með nokkrum ólíkindum að forsætisráðherra telji þetta ekki vera áfellisdóm yfir söluferlinu og þeim stjórnvöldum sem að því stóðu. Ég er viss um að fólkið í landinu gerir ríkari kröfur en Katrín Jakobsdóttir um vönduð vinnubrögð þegar sýslað er með sameiginlegar eignir okkar. Salan á Íslandsbanka vakti hörð viðbrögð síðasta vor. Það varð útbreidd skoðun að eignir ríkisins hefðu verið seldar á undirverði í lokuðu útboði án þess að jafnræðis og gagnsæis væri gætt. Niðurstaða ríkisendurskoðanda rennir stoðum undir þetta en úttektin lýtur aðeins að þeim atriðum sem heyra óumdeilanlega undir starfssvið Ríkisendurskoðunar samkvæmt lögum nr. 46/2016 um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga en tekur ekki til grundvallarspurninga um stjórnsýslu ráðherra og lagalega ábyrgð hans. Þetta var fyrirséð og ein af ástæðum þess að stjórnarandstaðan kallaði eftir því strax í vor að skipuð yrði óháð rannsóknarnefnd með víðtækar heimildir til að varpa ljósi á alla þætti málsins. Viðurkennir annmarka sem ráðherra ber ábyrgð á Þótt Katrín Jakobsdóttir telji úttekt ríkisendurskoðanda ekki vera „áfellisdóm“ viðurkennir hún að ríkisendurskoðandi sjái annmarka á söluferlinu. Það er athyglisvert að annmarkarnir sem forsætisráðherra hefur mestar áhyggjur af, og talaði hvað mest um í viðtalinu á Sprengisandi á sunnudag, eru atriði sem eru á beinni ábyrgð fjármála- og efnahagsráðherra. Forsætisráðherra talar um skort á gagnsæi og ónákvæma upplýsingagjöf. Ábyrgðin á þessum atriðum liggur hjá fjármála- og efnahagsráðherra og ráðuneyti hans, en það kom í hlut ráðherra að leggja greinargerð fyrir nefndir Alþingis um hvernig staðið yrði að sölunni og hvaða forsendur yrðu þar lagðar til grundvallar. Að mati Ríkisendurskoðunar voru upplýsingarnar sem ráðherra og undirstofnun hans lögðu fyrir Alþingi „ekki til þess fallnar að draga upp skýra mynd af tilhögun söluferlisins“. Þótt þingnefndirnar fengju að þessu leyti bjagaða mynd af því hvað stæði til tóku flestir fulltrúar minnihlutans í nefndunum afstöðu gegn því að sölunni yrði haldið áfram með þeim hætti sem boðað var. Stjórnarandstaðan varaði við sölunni og skýrsla Ríkisendurskoðunar staðfestir að þessi viðvörunarorð áttu fullan rétt á sér. Í Sprengisandsviðtalinu varð Katrínu Jakobsdóttur tíðrætt um mikilvægi góðrar stjórnsýslu almennt þegar ríkiseignir eru seldar. „Ég held að það þurfi að hafa í huga góða stjórnsýslu þegar það er verið að selja ríkiseign. Ég er nú bara svona einföld. Ég ætla bara að halda því til haga,“ sagði hún. Nú er það svo að tilboðsfyrirkomulagið sem varð fyrir valinu „samrýmist að mati Ríkisendurskoðunar illa starfsháttum opinberrar stjórnsýslu“. Ráðherra kaus engu að síður að fara þessa leið og virðist hafa hunsað þær efasemdir um leiðina sem samráðherra hans, Lilja Alfreðsdóttir, kveðst hafa viðrað í ráðherranefnd um efnahagsmál. Ríkisendurskoðandi tekur sérstaklega fram í inngangi úttektar sinnar að umfjöllun hans taki ekki til spurninga um val á söluaðferð en þetta, og það hvort tilboðsfyrirkomulag samræmist yfir höfuð meginreglum laga um sölumeðferð á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum, er auðvitað á meðal þeirra atriða sem rannsóknarnefnd gæti skorið úr um Þegar rætt er um stjórnsýsluna við sölu Íslandsbanka er mikilvægast að hafa í huga að stóru stjórnsýslulegu ákvarðanirnar voru teknar af fjármála- og efnahagsráðherra sjálfum en ekki af undirstofnun hans. Úttekt ríkisendurskoðanda tekur ekki til starfsskyldna og lagalegrar ábyrgðar ráðherra almennt, hvort hann hafi fylgt reglum stjórnsýsluréttarins, gætt að hæfi sínu, lagt fullnægjandi grundvöll að ákvörðunum sínum, sinnt eftirlitshlutverki sínu gagnvart Bankasýslunni og aflað sér viðeigandi upplýsinga við töku ákvarðana þegar Íslandsbanki var seldur. Ef stjórnsýslu bankasölunnar var verulega ábótavant er það fyrst og fremst áfellisdómur yfir embættisfærslum Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra sem átti að hafa eftirlit með því að lögum væri fylgt á öllum stigum ferlisins. Þessir þættir hafa enn sem komið er ekki verið rannsakaðir en eins og Bankasýsla ríkisins bendir á í umsögn sinni um úttekt Ríkisendurskoðunar höfðu „stofnunin og fjármála- og efnahagsráðherra (…) með sér nána samvinnu í gegnum allt söluferlið og ráðuneytið á öllum stigum upplýst um framvindu málsins“. Málflutningur sem styrkir kröfuna um rannsóknarnefnd „Þá held ég að stærsta málið í þessu sé kannski traustið. Það er það sem mér finnst stærsti vandinn,“ sagði forsætisráðherra í Sprengisandsviðtalinu. Fróðlegt hefði verið að heyra hvernig forsætisráðherra telur þennan vanda til kominn og hvernig hægt sé að leysa hann. Ætli vandinn liggi kannski hjá almenningi sem skilur bara ekki að auðvitað felst enginn „áfellisdómur“ í því að ríkisendurskoðandi telji söluna á Íslandsbanka haldna „fjölþættum annmörkum“ sem kunni að hafa „skaðað hagsmuni ríkissjóðs“? Eða áttar forsætisráðherra sig kannski á því að vandinn liggur nær henni sjálfri, hjá ríkisstjórn sem keppist nú við að drepa málum á dreif og koma í veg fyrir rannsókn á sjálfri sér? Hafi forsætisráðherra raunverulegan áhuga á að tryggja góða stjórnsýslu við sölu á ríkiseignum í framtíðinni hlýtur hún að taka undir þá kröfu, og beita sér fyrir því, að skipuð verði óháð rannsóknarnefnd Alþingis til að fara yfir alla þætti málsins. Þetta er lykillinn að því að hefja málið upp úr skotgröfum, endurheimta traust og draga lærdóm af Íslandsbankamálinu. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun