Gleðilegan þolmarkadag! Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 29. júlí 2021 07:01 Í dag er hinn árlegi þolmarkadagur jarðar (Earth Overshoot Day) sem þýðir að nú hefur mannkynið þurrausið þær auðlindir sem jörðin nær að endurnýja á þessu ári. Á slíkum degi er vel við hæfi að benda á þrennt: Við Íslendingar erum í öðru sæti yfir þær Evrópuþjóðir sem losa mestar gróðurhúsalofttegundir miðað við höfðatölu og með eitt stærsta neysludrifna kolefnisfótspor heims. Ísland er eftirbátur annarra Norðurlanda í loftslagsmálum, ríkisstjórn Íslands styðst við þokukennd loftslagsmarkmið, undanskilur stór svið samfélagsins frá kröfum um alvöru samdrátt í losun, hefur ekki lagt fram trúverðuga áætlun um hvernig Ísland geti orðið kolefnishlutlaust og óháð jarðefnaeldsneyti á næstu tveimur áratugum og treystir sér ekki einu sinni til að banna olíuleit í íslenskri lögsögu. Þetta þarf ekki að vera svona. Við erum rík þjóð, búum að gnótt endurnýjanlegra auðlinda og tækifærin til sjálfbærrar atvinnuuppbyggingar eru gríðarleg. Flestir Íslendingar eru meðvitaðir um loftslagsvandann og vilja gjarnan taka þátt í að sporna gegn honum, ganga betur um gjafir jarðar og seinka þannig þolmarkadeginum. Það sem helst vantar er pólitísk forysta á landsvísu um alvöru aðgerðir í loftslagsmálum. Lykillinn að því er að mynduð verði ný og framsækin ríkisstjórn í haust skipuð stjórnmálafólki sem þorir og vill. Höfundur skipar 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður í komandi Alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Loftslagsmál Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag er hinn árlegi þolmarkadagur jarðar (Earth Overshoot Day) sem þýðir að nú hefur mannkynið þurrausið þær auðlindir sem jörðin nær að endurnýja á þessu ári. Á slíkum degi er vel við hæfi að benda á þrennt: Við Íslendingar erum í öðru sæti yfir þær Evrópuþjóðir sem losa mestar gróðurhúsalofttegundir miðað við höfðatölu og með eitt stærsta neysludrifna kolefnisfótspor heims. Ísland er eftirbátur annarra Norðurlanda í loftslagsmálum, ríkisstjórn Íslands styðst við þokukennd loftslagsmarkmið, undanskilur stór svið samfélagsins frá kröfum um alvöru samdrátt í losun, hefur ekki lagt fram trúverðuga áætlun um hvernig Ísland geti orðið kolefnishlutlaust og óháð jarðefnaeldsneyti á næstu tveimur áratugum og treystir sér ekki einu sinni til að banna olíuleit í íslenskri lögsögu. Þetta þarf ekki að vera svona. Við erum rík þjóð, búum að gnótt endurnýjanlegra auðlinda og tækifærin til sjálfbærrar atvinnuuppbyggingar eru gríðarleg. Flestir Íslendingar eru meðvitaðir um loftslagsvandann og vilja gjarnan taka þátt í að sporna gegn honum, ganga betur um gjafir jarðar og seinka þannig þolmarkadeginum. Það sem helst vantar er pólitísk forysta á landsvísu um alvöru aðgerðir í loftslagsmálum. Lykillinn að því er að mynduð verði ný og framsækin ríkisstjórn í haust skipuð stjórnmálafólki sem þorir og vill. Höfundur skipar 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður í komandi Alþingiskosningum.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar