Afvegaleiðing Íslandsbankamálsins Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 2. júní 2022 13:30 Íslandsbankamálið er í sérkennilegum farvegi eftir að Bjarni Benediktsson tók fram fyrir hendurnar á Alþingi um það hvar málið yrði rannsakað og beitti sér fyrir því að Ríkisendurskoðun tæki upp málið. Eins og ráðherra veit tekur starfssvið og eftirlitshlutverk Ríkisendurskoðunar ekki til stóru spurninganna er varða lögbundnar skyldur hans sjálfs, t.d. hvort hann hafi lagt fullnægjandi grundvöll að ákvörðunum sínum við sölu bankans, fylgt skráðum og óskráðum reglum stjórnsýsluréttar og rækt eftirlitsskyldur sínar gagnvart Bankasýslunni með viðunandi hætti. Leynd hvílir yfir því hvaða þætti Ríkisendurskoðun er að athuga og hvaða spurningum stofnunin er að leita svara við. Úttektarvinnan fer fram meðan enginn ríkisendurskoðandi er að störfum sem hlotið hefur kosningu Alþingis. Á tímabili úttektarvinnunnar mun Alþingi kjósa ríkisendurskoðanda til næstu sex ára og sá sem nú er starfandi ríkisendurskoðandi og yfir úttektarvinnunni er sjálfur á meðal umsækjenda. Þetta er óheppileg staða fyrir alla. Í lögum nr. 46/2016 um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga er hvergi gert ráð fyrir að stjórnvöld eigi með einhverjum hætti frumkvæði að athugunum Ríkisendurskoðunar. Til eru dæmi um slíkt en þetta er ósiður, jafn ankannalegt og ef stjórnvöld færu að stunda það að biðja umboðsmann Alþingis um að hefja frumkvæðisathuganir á tilteknum málum. Ríkisendurskoðandi er trúnaðarmaður Alþingis og fer í umboði þess með eftirlit með fjárreiðum stjórnvalda. Það samrýmist illa þessu hlutverki að stjórnvöld sjálf, hinir eftirlitsskyldu aðilar, hlutist til um hvernig Alþingi og stofnanir þess rækja eftirlitshlutverk sitt gagnvart þeim og það er ekki traustvekjandi að úttekt á Íslandsbankamálinu fari fram samkvæmt sérstakri beiðni fjármálaráðherra, sama manns og hafði forgöngu um bankasöluna sem er til athugunar og ber lagalega og pólitíska ábyrgð á málinu. Við Kristrún Frostadóttir höfum lagt fram eftirfarandi fyrirspurn til fjármálaráðherra og hefur hann 15 virka daga til að svara henni samkvæmt þingskapalögum: 1. Hvers vegna óskaði ráðherra eftir því 7. apríl 2022 að Ríkisendurskoðun gerði úttekt á sölu eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka? 2. Á hvaða lagagrundvelli er beiðni ráðherra til Ríkisendurskoðunar reist? 3. Leitaði ráðherra álits ráðuneytis síns, sbr. 1. mgr. 20. gr. laga nr. 115/2011, um Stjórnarráð Íslands, áður en beiðnin var lögð fram? Ef svo er, hvers efnis var ráðgjöfin? 4. Hefur ráðherra áður óskað eftir úttektum frá eftirlitsstofnunum Alþingis á tilteknum málum? Ef svo er, í hvaða tilvikum og af hvaða ástæðum? 5. Hvernig verður gjaldtöku háttað vegna úttektarinnar, sbr. tilvísun Ríkisendurskoðunar til 2. mgr. 8. gr. laga nr. 46/2016 í svarbréfi til fjármála- og efnahagsráðuneytis 7. apríl 2022? 6. Telur ráðherra það falla undir starfssvið Ríkisendurskoðunar að meta lögfræðileg atriði sem varpað geta ljósi á það hvort ráðherra hafi sjálfur rækt starfsskyldur sínar samkvæmt lögum nr. 155/2012, um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum, lögum nr. 115/2011, um Stjórnarráð Íslands, og stjórnsýslulögum, nr. 37/1993, við sölu eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka? a. Ef svarið er nei, hafði þetta þýðingu fyrir þá ákvörðun ráðherra að beita sér fyrir því að málið yrði rannsakað af Ríkisendurskoðun en ekki af eftirlitsaðila sem að lögum er bær til þess að fjalla um hvort ráðherra hafi gerst brotlegur við starfsskyldur sínar? b. Ef svarið er já, telur ráðherra að lögbundnar skyldur hans sem ráðherra samkvæmt téðum lögum hafi einskorðast við fjárreiður, sbr. 43. gr. stjórnarskrárinnar, en ekki falið í sér framkvæmd stjórnarmálefna að öðru leyti? Mestu skiptir þó að ríkisendurskoðandi hefur einfaldlega ekki þær víðtæku rannsóknarheimildir sem þarf til að velta við hverjum steini í Íslandsbankamálinu. Síðast þegar ríkisendurskoðandi rannsakaði bankasölu komst hann að þeirri niðurstöðu að ekkert væri við hana að athuga. Þegar rannsóknarnefnd Alþingis kannaði sama mál og komst að gagnstæðri niðurstöðu benti ríkisendurskoðandi réttilega á að hið sanna hefði komið í ljós vegna víðtækra rannsóknar- og eftirlitsheimilda rannsóknarnefndarinnar sem hann hafði ekki. Alþingi ætti að draga lærdóm af þessari atburðarás. Íslandsbankahneykslið er ærið tilefni til að skipa óháða rannsóknarnefnd með víðtækar heimildir til að kanna alla þætti málsins. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Samfylkingin Salan á Íslandsbanka Alþingi Mest lesið Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Íslandsbankamálið er í sérkennilegum farvegi eftir að Bjarni Benediktsson tók fram fyrir hendurnar á Alþingi um það hvar málið yrði rannsakað og beitti sér fyrir því að Ríkisendurskoðun tæki upp málið. Eins og ráðherra veit tekur starfssvið og eftirlitshlutverk Ríkisendurskoðunar ekki til stóru spurninganna er varða lögbundnar skyldur hans sjálfs, t.d. hvort hann hafi lagt fullnægjandi grundvöll að ákvörðunum sínum við sölu bankans, fylgt skráðum og óskráðum reglum stjórnsýsluréttar og rækt eftirlitsskyldur sínar gagnvart Bankasýslunni með viðunandi hætti. Leynd hvílir yfir því hvaða þætti Ríkisendurskoðun er að athuga og hvaða spurningum stofnunin er að leita svara við. Úttektarvinnan fer fram meðan enginn ríkisendurskoðandi er að störfum sem hlotið hefur kosningu Alþingis. Á tímabili úttektarvinnunnar mun Alþingi kjósa ríkisendurskoðanda til næstu sex ára og sá sem nú er starfandi ríkisendurskoðandi og yfir úttektarvinnunni er sjálfur á meðal umsækjenda. Þetta er óheppileg staða fyrir alla. Í lögum nr. 46/2016 um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga er hvergi gert ráð fyrir að stjórnvöld eigi með einhverjum hætti frumkvæði að athugunum Ríkisendurskoðunar. Til eru dæmi um slíkt en þetta er ósiður, jafn ankannalegt og ef stjórnvöld færu að stunda það að biðja umboðsmann Alþingis um að hefja frumkvæðisathuganir á tilteknum málum. Ríkisendurskoðandi er trúnaðarmaður Alþingis og fer í umboði þess með eftirlit með fjárreiðum stjórnvalda. Það samrýmist illa þessu hlutverki að stjórnvöld sjálf, hinir eftirlitsskyldu aðilar, hlutist til um hvernig Alþingi og stofnanir þess rækja eftirlitshlutverk sitt gagnvart þeim og það er ekki traustvekjandi að úttekt á Íslandsbankamálinu fari fram samkvæmt sérstakri beiðni fjármálaráðherra, sama manns og hafði forgöngu um bankasöluna sem er til athugunar og ber lagalega og pólitíska ábyrgð á málinu. Við Kristrún Frostadóttir höfum lagt fram eftirfarandi fyrirspurn til fjármálaráðherra og hefur hann 15 virka daga til að svara henni samkvæmt þingskapalögum: 1. Hvers vegna óskaði ráðherra eftir því 7. apríl 2022 að Ríkisendurskoðun gerði úttekt á sölu eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka? 2. Á hvaða lagagrundvelli er beiðni ráðherra til Ríkisendurskoðunar reist? 3. Leitaði ráðherra álits ráðuneytis síns, sbr. 1. mgr. 20. gr. laga nr. 115/2011, um Stjórnarráð Íslands, áður en beiðnin var lögð fram? Ef svo er, hvers efnis var ráðgjöfin? 4. Hefur ráðherra áður óskað eftir úttektum frá eftirlitsstofnunum Alþingis á tilteknum málum? Ef svo er, í hvaða tilvikum og af hvaða ástæðum? 5. Hvernig verður gjaldtöku háttað vegna úttektarinnar, sbr. tilvísun Ríkisendurskoðunar til 2. mgr. 8. gr. laga nr. 46/2016 í svarbréfi til fjármála- og efnahagsráðuneytis 7. apríl 2022? 6. Telur ráðherra það falla undir starfssvið Ríkisendurskoðunar að meta lögfræðileg atriði sem varpað geta ljósi á það hvort ráðherra hafi sjálfur rækt starfsskyldur sínar samkvæmt lögum nr. 155/2012, um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum, lögum nr. 115/2011, um Stjórnarráð Íslands, og stjórnsýslulögum, nr. 37/1993, við sölu eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka? a. Ef svarið er nei, hafði þetta þýðingu fyrir þá ákvörðun ráðherra að beita sér fyrir því að málið yrði rannsakað af Ríkisendurskoðun en ekki af eftirlitsaðila sem að lögum er bær til þess að fjalla um hvort ráðherra hafi gerst brotlegur við starfsskyldur sínar? b. Ef svarið er já, telur ráðherra að lögbundnar skyldur hans sem ráðherra samkvæmt téðum lögum hafi einskorðast við fjárreiður, sbr. 43. gr. stjórnarskrárinnar, en ekki falið í sér framkvæmd stjórnarmálefna að öðru leyti? Mestu skiptir þó að ríkisendurskoðandi hefur einfaldlega ekki þær víðtæku rannsóknarheimildir sem þarf til að velta við hverjum steini í Íslandsbankamálinu. Síðast þegar ríkisendurskoðandi rannsakaði bankasölu komst hann að þeirri niðurstöðu að ekkert væri við hana að athuga. Þegar rannsóknarnefnd Alþingis kannaði sama mál og komst að gagnstæðri niðurstöðu benti ríkisendurskoðandi réttilega á að hið sanna hefði komið í ljós vegna víðtækra rannsóknar- og eftirlitsheimilda rannsóknarnefndarinnar sem hann hafði ekki. Alþingi ætti að draga lærdóm af þessari atburðarás. Íslandsbankahneykslið er ærið tilefni til að skipa óháða rannsóknarnefnd með víðtækar heimildir til að kanna alla þætti málsins. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar