Útlendingastefna andskotans í skjóli Vinstri grænna Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 8. júlí 2021 13:00 Tveir palestínskir menn voru leiddir í gildru núna í vikunni samkvæmt fréttum, lokkaðir í húsakynni Útlendingastofnunar á fölskum forsendum svo senda mætti þá fyrirvaralaust úr landi. Þeim var sagt að bólusetningarskírteinin þeirra væru tilbúin til afhendingar og beðnir um að sækja þau en svo læstir inni, handteknir af lögreglu og beittir hörku. Þarna voru sóttvarnaráðstafanir – helsta verkfærið okkar í samstöðunni gegn veirunni – notaðar sem vopn gegn fólki í viðkvæmri stöðu. Annar mannanna var strax sendur af landi brott. Hinn þurfti læknisaðstoð eftir meðferðina, var með áverka á höfði, bólginn og marinn, en sendur úr landi núna í morgun. Stefnan birtist í einstökum málum Stjórnmálamenn bera stundum fyrir sig að þeir geti ekki tjáð sig um einstök mál. En það er einmitt í einstöku málunum sem stjórnarstefnan birtist svart á hvítu. Atburðir undanfarinna daga eru birtingarmynd þeirrar hörðu útlendingastefnu sem er rekin á vakt ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Við sáum stefnuna líka í verki fyrr í sumar þegar sömu menn voru hraktir á götuna og sviptir fæði og húsnæði með ólögmætum hætti. Og þegar kona langt gengin með barn var rekin úr landi og neydd í 19 klukkustunda flugferð fyrr á þessu kjörtímabili. Í báðumtilvikum var farið á svig við lög að mati eftirlitsaðila eða æðra stjórnvalds. Útlendingayfirvöld brjóta trekk í trekk á rétti umsækjenda um alþjóðlega vernd. Stundum meira að segja af ásettu ráði að því er fram hefur komið í úrskurðum kærunefndar útlendingamála. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur yfirstjórnunar- og eftirlitsskyldur gagnvart stjórnsýslu útlendingamála en grípur ekki í taumana heldur viðheldur hörkunni og leggur fram frumvarp um að herða útlendingastefnuna enn frekar. Afturhald og stjórnlyndi Spindoktorar reyna að telja okkur trú um að „frjálslyndið“ hafi orðið ofan á í Sjálfstæðisflokknum í nýafstöðnum prófkjörum, flokkurinn hafi fengið mýkri og nútímalegri ásýnd – en sjá ekki allir í gegnum það? Það er ekkert frjálslynt við að koma fram við fólk í viðkvæmri stöðu eins og skepnur, ekkert frjálslynt við það þegar stjórnvöld verja ekki frelsi, mannhelgi og réttindi einstaklinga heldur leika sér að þeim eins og köttur að mús. Á næsta kjörtímabili þarf að vinda ofan af lögleysunni sem viðgengst í stjórnsýslu útlendingamála og taka fyrirkomulagið til rækilegrar endurskoðunar með mannúð og sanngirni að leiðarljósi. Mannvonskan sem hefur viðgengist gagnvart umsækjendum um alþjóðlega vernd undanfarin ár sýnir að núverandi stjórnarflokkum er ekki treystandi til að leiða það verkefni. Við þurfum að lofta út. Höfundur er þingframbjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun: Kosningar 2021 Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Tveir palestínskir menn voru leiddir í gildru núna í vikunni samkvæmt fréttum, lokkaðir í húsakynni Útlendingastofnunar á fölskum forsendum svo senda mætti þá fyrirvaralaust úr landi. Þeim var sagt að bólusetningarskírteinin þeirra væru tilbúin til afhendingar og beðnir um að sækja þau en svo læstir inni, handteknir af lögreglu og beittir hörku. Þarna voru sóttvarnaráðstafanir – helsta verkfærið okkar í samstöðunni gegn veirunni – notaðar sem vopn gegn fólki í viðkvæmri stöðu. Annar mannanna var strax sendur af landi brott. Hinn þurfti læknisaðstoð eftir meðferðina, var með áverka á höfði, bólginn og marinn, en sendur úr landi núna í morgun. Stefnan birtist í einstökum málum Stjórnmálamenn bera stundum fyrir sig að þeir geti ekki tjáð sig um einstök mál. En það er einmitt í einstöku málunum sem stjórnarstefnan birtist svart á hvítu. Atburðir undanfarinna daga eru birtingarmynd þeirrar hörðu útlendingastefnu sem er rekin á vakt ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Við sáum stefnuna líka í verki fyrr í sumar þegar sömu menn voru hraktir á götuna og sviptir fæði og húsnæði með ólögmætum hætti. Og þegar kona langt gengin með barn var rekin úr landi og neydd í 19 klukkustunda flugferð fyrr á þessu kjörtímabili. Í báðumtilvikum var farið á svig við lög að mati eftirlitsaðila eða æðra stjórnvalds. Útlendingayfirvöld brjóta trekk í trekk á rétti umsækjenda um alþjóðlega vernd. Stundum meira að segja af ásettu ráði að því er fram hefur komið í úrskurðum kærunefndar útlendingamála. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur yfirstjórnunar- og eftirlitsskyldur gagnvart stjórnsýslu útlendingamála en grípur ekki í taumana heldur viðheldur hörkunni og leggur fram frumvarp um að herða útlendingastefnuna enn frekar. Afturhald og stjórnlyndi Spindoktorar reyna að telja okkur trú um að „frjálslyndið“ hafi orðið ofan á í Sjálfstæðisflokknum í nýafstöðnum prófkjörum, flokkurinn hafi fengið mýkri og nútímalegri ásýnd – en sjá ekki allir í gegnum það? Það er ekkert frjálslynt við að koma fram við fólk í viðkvæmri stöðu eins og skepnur, ekkert frjálslynt við það þegar stjórnvöld verja ekki frelsi, mannhelgi og réttindi einstaklinga heldur leika sér að þeim eins og köttur að mús. Á næsta kjörtímabili þarf að vinda ofan af lögleysunni sem viðgengst í stjórnsýslu útlendingamála og taka fyrirkomulagið til rækilegrar endurskoðunar með mannúð og sanngirni að leiðarljósi. Mannvonskan sem hefur viðgengist gagnvart umsækjendum um alþjóðlega vernd undanfarin ár sýnir að núverandi stjórnarflokkum er ekki treystandi til að leiða það verkefni. Við þurfum að lofta út. Höfundur er þingframbjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun