Prjónaskapur

Fréttamynd

Mis­boðið hvernig staðið var að upp­sögnum hjá nýjum eig­anda

Einn þriggja starfsmanna Ömmu músar sem sagt var upp störfum á miðvikudag segir að nýir eigendur hefðu getað staðið að uppsögnum með mun sómasamlegri hætti. Nýleg heimsókn með starfsmennina í höfuðstöðvarnar hafi orðið til þess að uppsögnina kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Forstjóri Icewear skilur tilfinningar starfsfólks og lofar nýrri og betri Ömmu mús.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Páll Rúnar prjónar og syngur á Kirkju­bæjar­klaustri

Ullarsokkarnir, sem karlmaður prjónar á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Klausturhólum á Kirkjubæjarklaustri seljast eins og heitar lummur enda um mjög fallegt handverk að ræða. Þá er eitt það skemmtilegast, sem maðurinn gerir er að syngja fyrir gesti og gangandi á heimilinu.

Lífið
Fréttamynd

Ís­lenskur prjónahittingur á Tenerife í hverri viku

Þær eru kátar og hressar íslensku konurnar, sem hittast reglulega og prjóna saman á Tenerife. Aðallega er verið að prjóna á barnabörnin heima á Íslandi, þó þær séu með ýmislegt annað á prjónunum á vikulegum prjónahitting hópsins.

Lífið
Fréttamynd

Prjónar það sem henni er sagt að prjóna

Fullkomnasta prjónavél landsins er á Blönduósi en hún er stafræn, sem þýðir að hún prjónar það sem henni er sagt að gera þegar búið er að vinna prjónaverkefnið í gegnum tölvuforrit. “Þetta er mjög skemmtileg tækni, sem opnar marga möguleika,” segir Margrét Katrín Guttormsdóttir, umsjónarmaður vélarinnar á Blönduósi

Innlent
Fréttamynd

Spenna magnast vegna Prjónagleðinnar á Blönduósi

Mikil spenna og eftirvænting er á Blönduósi fyrir Prjónahátíð, sem haldin verður þar aðra helgina í júní þar sem prjónafólk af öllu landinu mun sameinast til að prjóna og miðla prjónasögum. Sveitarstjóri Húnabyggðar hefur skráð sig á námskeiðið „Karlar prjóna“ á hátíðinni.

Innlent
Fréttamynd

Kenndu konum í Sviss að prjóna íslenskar lopapeysur

Ull íslensku sauðkindarinnar og garnið, sem unnið er henni, voru í sviðsljósinu á alþjóðlegri garnhátíð í Zürich í Sviss á dögunum. Um tuttugu konur frá Íslandi sóttu hátíðina og voru flestar úti í um vikutíma.

Innlent
Fréttamynd

Blönduós orðinn þekktur staður á meðal stórborga í Evrópu

Sveitarstjóri Húnabyggðar segir að Blönduós sé orðið þekktur staður á meðal stórborga í Evrópu vegna starfsemi Textílmiðstöðvar Íslands á staðnum. Prjónahátíðin á Blönduósi er hluti af starfsemi textílmiðstöðvarinnar en verður haldin 9. til 11. júní í sumar á Blönduósi.

Innlent
Fréttamynd

Íslenska ullin hefur sjaldan eða aldrei verið eins vinsæl og nú

Eftirspurn eftir vörum úr íslenskri ull hefur sjaldan eða aldrei verið eins mikil og nú, enda rjúka prjónavörur úr verslunum út eins og heitar lummur. Erlendir ferðamenn kaupa til dæmis oft margar, margar lopapeysur þegar þeir koma við í versluninni Þingborg í Flóahreppi til að taka með sér heim.

Innlent
Fréttamynd

Lopa­skortur á Ís­landi: „Ekkert lúxus­vanda­mál“

Handóðir prjónarar og annað hannyrðafólk hefur líklega ekki farið varhuga af lopaskorti sem ríkir á landinu. Framkvæmdastjóri Ístex segir að fyrirtækið anni hreinlega ekki eftirspurn. Það sé hinsvegar ekki lúxusvandi heldur raunverulegt vandamál.

Innlent
Fréttamynd

Fyrsta prjónlesið frá Íslandi komið í hendur hermanna í Úkraínu

Íslenskir ullarsokkar hafa ratað í hendur hermanna á vígvellinum í Úkraínu. Frá því í sumar hefur staðið yfir prjónaátak og -söfnun fyrir íbúa Úkraínu, sem eiga kaldan og harðan vetur fyrir höndum. Búið er að fylla 24 stóra kassa af hlýju prjónlesi og þeim á vafalítið eftir að fjölga.

Innlent
Fréttamynd

Á­netjaðist sauma­klúbb og kerlingum

Í einlægu viðtali fyrir stuttu viðurkenndi leikmaður íþróttafélagsins Gauka að hafa ánetjast saumaklúbb, varð altekinn fíkn sem dró hann að glaðlegum hlátri, sögum af barnauppeldi, heilsu og heimsmálum. Hann tók þátt í ýmis konar atferli eins og stofnun gönguhóps og utanlandsferð.

Skoðun
Fréttamynd

Spinnur garn af rokki eins og land­náms­konurnar gerðu

Marianne Guckelsberger í Hveragerði gerir mikið af því að spinna úr íslenskri ull og búa þannig til band en þá spinnir hún garn af rokki, eins og landnámskonurnar gerðu til að klæða fólkið sitt, enda var ullin það sé hélt lífi í fólkinu. Víkingar kunnu hins vegar ekki að prjóna.

Innlent
Fréttamynd

Fá meira fyrir ullina en kjötið af fé sínu

Ullarviku Suðurlands lýkur formlega í dag með ullarmarkaði í félagsheimilinu í Þingborg í Flóahreppi. Vikan hefur tekið einstaklega vel þar sem áhugafólk um íslenska ull hefur fræðst um góðan eiginleika hennar við ýmiskonar handverk. Margir sauðfjárbændur fá nú meira fyrir ullina en kjötið af fé sínu.

Innlent
Fréttamynd

Prjónahátíð á Blönduósi um helgina

Fjölmenni er á Blönduósi um helgina, þó aðallega konur á öllum aldri því þar stendur yfir prjónahátíð. Markmiðið hátíðarinnar er að sameina prjónafólk og skapa því vettvang til þess að hittast og miðla prjónasögum, nýjum hugmyndum og aðferðum við prjónaskapinn.

Innlent
Fréttamynd

Tívolí í Kaupmannahöfn skreytt íslenskum veifum úr lopa

Það verður Íslendingabragur í Tívolíinu í Kaupmannahöfn á þjóðhátíðardaginn, 17. júní, því þá verður tívolíið allt meira og minna skreytt með handprjónuðum veifum úr íslenskri ull. Íslenskar hannyrðakonur á öllum Norðurlöndunum hafa tekið þátt í prjónaskapnum en stefnan er sett á að prjóna einn kílómetra af veifum til að skreyta með í tívolíinu.

Innlent
Fréttamynd

Bjarki prjónar og prjónar í Hveragerði

Prjónaskapur hefur bjargað Bjarka Jónassyni í eirðarleysi sínu í Hveragerði eftir að hann veiktist. Bjarki prjónar sokka, vettlinga, eyrnabönd og lopapeysur eins og engin sé morgundagurinn.

Innlent
Fréttamynd

Selja handáburði í lopapeysum til styrktar Konukoti

Þessa dagana stendur yfir söfnun fyrir Konukot á vegum L’Occitane sem selur handáburði í lopapeysum til styrktar athvarfsins. Prjónasysturnar frá Eyrarbakka þær Ingibjörg Jóhannsdóttir og Sólrún Jóhannsdóttir eru í sjálfboðavinnu við að hanna og prjóna peysurnar. Það renna 1.500 krónur af hverjum seldum handáburði í lopapeysu til Konukots.

Lífið
  • «
  • 1
  • 2