Ánetjaðist saumaklúbb og kerlingum Berglind Hilmarsdóttir skrifar 11. október 2022 07:30 Lék tveim skjöldum Í einlægu viðtali fyrir stuttu viðurkenndi leikmaður íþróttafélagsins Gauka að hafa ánetjast saumaklúbb, varð altekinn fíkn sem dró hann að glaðlegum hlátri, sögum af barnauppeldi, heilsu og heimsmálum. Hann tók þátt í ýmis konar atferli eins og stofnun gönguhóps og utanlandsferð. Jafnvel fjársöfnun til góðgerðamála. Áður en hann vissi sat hann með prjóna og fitjaði upp á sokkum fyrir Úkraínska hermenn. Hann sökk dýpra með hverri viku, vissi að hann braut trúnað við leikfélaga sína í Gaukum. Lék tveim skjöldum, var leikmaður í stuttbuxum með númer á bakinu á daginn en saumaklúbbskerling að kvöldlagi. Feluleikurinn endar Feluleikurinn gekk upp í heilt ár og sjálfstraustið óx, hann lifði tvöföldu lífi og komst upp með það. Honum fannst hann ósnertanlegur. En þá kom höggið. Á síðustu æfingu fyrir úrslitaleik kom einn félaginn auga á einkennilegan hlut í íþróttatösku hins ógæfusama leikmanns. Upp úr rósóttum poka í töskunni stóðu prjónar með hálfkláruðum ullarsokk. Það sló þögn á liðið. Heyra mátti saumnálina sem rann úr pokanum detta. Með hjartað á réttum stað Þjálfarinn skipaði mönnum sínum fram á völlinn, þeir kláruðu æfinguna og héldu svo krísufund. „Eruð þið saumaklúbbskerlingar?“ þrumaði þjálfarinn með grátstaf í kverkunum. Herti sig upp og pírði augun karlmannlega á eiganda prjónanna. „Nú leggur þú þig fram með öllu þínu hjarta“ sagði hann og lagði lófann á stað fyrir neðan kviðarhol. Leikmenn lutu höfði og vissu að Eldibrandur þjálfari myndi leiða þá í gegnum þetta erfiða tímabil. Garndeildin í Hagkaupum erfiðust Hinn ógæfusami leikmaður gekkst við sinni fíkn, fór í endurhæfingu, fékk sponsor sem hann hringir í ef hann lendir í garndeildinni í Hagkaupum eða hittir glaðværar saumaklúbbskerlingar sem knúsa hann mjúklega og ilma vel. Hlýleg kvöld með kertaljósum og sögum af sorgum, gleði og sigrum í lífinu toguðu í hann svo eina leiðin var að eyða öllum kerlingunum úr símanum til að fá ekki fleiri skilaboð um hlaupahóp eða gönguferð á Esjuna, sem hann átti erfitt með að standast. Víti til varnaðar Hann er búinn að henda prjónunum (ætlaði að gefa þá ásamt garninu en taldi það of kerlingarlegt) og þakkar Eldibrandi þjálfara fyrir að hafa bjargað sér. Í stað saumaklúbbsbrandara segir hann núna aðra brandara. Er aftur orðinn harður nagli sem lífgar við bolta á vellinum og leikur andstæðinga grátt. Rósapokinn var hengdur upp í höfuðstöðvum klúbbsins sem víti til varnaðar ungum drengjum. Höfundur er bóndi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fótbolti Handverk Prjónaskapur Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Lék tveim skjöldum Í einlægu viðtali fyrir stuttu viðurkenndi leikmaður íþróttafélagsins Gauka að hafa ánetjast saumaklúbb, varð altekinn fíkn sem dró hann að glaðlegum hlátri, sögum af barnauppeldi, heilsu og heimsmálum. Hann tók þátt í ýmis konar atferli eins og stofnun gönguhóps og utanlandsferð. Jafnvel fjársöfnun til góðgerðamála. Áður en hann vissi sat hann með prjóna og fitjaði upp á sokkum fyrir Úkraínska hermenn. Hann sökk dýpra með hverri viku, vissi að hann braut trúnað við leikfélaga sína í Gaukum. Lék tveim skjöldum, var leikmaður í stuttbuxum með númer á bakinu á daginn en saumaklúbbskerling að kvöldlagi. Feluleikurinn endar Feluleikurinn gekk upp í heilt ár og sjálfstraustið óx, hann lifði tvöföldu lífi og komst upp með það. Honum fannst hann ósnertanlegur. En þá kom höggið. Á síðustu æfingu fyrir úrslitaleik kom einn félaginn auga á einkennilegan hlut í íþróttatösku hins ógæfusama leikmanns. Upp úr rósóttum poka í töskunni stóðu prjónar með hálfkláruðum ullarsokk. Það sló þögn á liðið. Heyra mátti saumnálina sem rann úr pokanum detta. Með hjartað á réttum stað Þjálfarinn skipaði mönnum sínum fram á völlinn, þeir kláruðu æfinguna og héldu svo krísufund. „Eruð þið saumaklúbbskerlingar?“ þrumaði þjálfarinn með grátstaf í kverkunum. Herti sig upp og pírði augun karlmannlega á eiganda prjónanna. „Nú leggur þú þig fram með öllu þínu hjarta“ sagði hann og lagði lófann á stað fyrir neðan kviðarhol. Leikmenn lutu höfði og vissu að Eldibrandur þjálfari myndi leiða þá í gegnum þetta erfiða tímabil. Garndeildin í Hagkaupum erfiðust Hinn ógæfusami leikmaður gekkst við sinni fíkn, fór í endurhæfingu, fékk sponsor sem hann hringir í ef hann lendir í garndeildinni í Hagkaupum eða hittir glaðværar saumaklúbbskerlingar sem knúsa hann mjúklega og ilma vel. Hlýleg kvöld með kertaljósum og sögum af sorgum, gleði og sigrum í lífinu toguðu í hann svo eina leiðin var að eyða öllum kerlingunum úr símanum til að fá ekki fleiri skilaboð um hlaupahóp eða gönguferð á Esjuna, sem hann átti erfitt með að standast. Víti til varnaðar Hann er búinn að henda prjónunum (ætlaði að gefa þá ásamt garninu en taldi það of kerlingarlegt) og þakkar Eldibrandi þjálfara fyrir að hafa bjargað sér. Í stað saumaklúbbsbrandara segir hann núna aðra brandara. Er aftur orðinn harður nagli sem lífgar við bolta á vellinum og leikur andstæðinga grátt. Rósapokinn var hengdur upp í höfuðstöðvum klúbbsins sem víti til varnaðar ungum drengjum. Höfundur er bóndi.
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar