Íslenska ullin hefur sjaldan eða aldrei verið eins vinsæl og nú Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. mars 2023 20:04 Fallegar lopapeysur í Gömlu Þingborg en 60 konur víðs vegar um landið prjóna peysurnar fyrir verslunina. Magnús Hlynur Hreiðarsson Eftirspurn eftir vörum úr íslenskri ull hefur sjaldan eða aldrei verið eins mikil og nú, enda rjúka prjónavörur úr verslunum út eins og heitar lummur. Erlendir ferðamenn kaupa til dæmis oft margar, margar lopapeysur þegar þeir koma við í versluninni Þingborg í Flóahreppi til að taka með sér heim. Íslenska sauðkindin er mögnuð skepna því það er ekki bara kjötið, sem er gott af henni heldur er ullin mjög verðmæt þegar það er vaxandi eftirspurn eftir prjónavörum úr ullinni. Felldfé er til dæmis ræktað fyrst og fremst vegna ullarinnar. „Það er bara ræktað fyrir gæru eiginleikum og ullar eiginleikum, kjötið er númer þrjú hjá okkur, það er auka afurð. Ástæðan er sú að við erum að fá mjög gott verð ullina,“ segir Elísabet Steinunn Jóhannsdóttir Sörensen, frístundabóndi og ullarsérfræðingur Þannig að ullin er alltaf að verða verðmætari og verðmætari? „Já, algjörlega og það er mikil ásókn í íslenska ull og það er vöntun á góðri ull, þannig að já, við erum virkilega að fá fyrir okkar vinnu í þessu. Það er ullarskortur og það þarf þá bara að fara að borga bændum fyrir ull,“ segir Elísabet. Elísabet Steinunn Jóhannsdóttir Sörensen, frístundabóndi og ullarsérfræðingur, sem ræktar felldfé með góðum árangri vegna ullarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Við þjóðveg númer eitt í Flóanum, skammt austan við Selfoss er ullarverslun í i gömlu Þingborg þar sem mikil eftirspurn er eftir allskonar ullarvörum í versluninni. „Þetta er vaxandi fyrirtæki með líka aukinni ferðamannatraffík. Erlendir ferðamenn eru mjög áhugasamir um íslenska lopann og þeir kaupa það, sem þeim langar í yfirleitt í, þeir eru ekkert að spá í hvað hlutirnir kosta enda erum við með fallega vöru,“ segir Margrét Jónsdóttir, verslunarstjóri í Gömlu Þingborg. Margrét segir að lopapeysurnar séu alltaf langvinsælastar enda kaupi erlendu ferðamennirnir oft margar peysur til að taka mér sér heim. Um 60 prjónakonur víðs vegar um landið prjóna peysur fyrir búðina. „Íslenska ullin er bara svo góð, mjúk og fín og hlý, vatnsheld og dásamleg. Ég er mjög vel staðsett með verslunina hér enda fæ ég mikið af lausatraffík til mín og skipulagða hópa líka,“ bætir Margrét við. Hvernig sérðu framtíðina fyrir þér í þessu? „Ég vona bara að þetta haldi áfram eins og þetta hefur gert hingað til. Við stefnum allavega á að reka þetta svona með svipuðu sniði,“ segir Margrét að lokum. Margrét Jónsdóttir, sem sér um rekstur ullarverslunarinnar í Gömlu Þingborg í Flóahreppi við þjóðveg númer eitt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ullarverslunin á Gömlu Þingborg í Flóahreppi Flóahreppur Landbúnaður Prjónaskapur Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Íslenska sauðkindin er mögnuð skepna því það er ekki bara kjötið, sem er gott af henni heldur er ullin mjög verðmæt þegar það er vaxandi eftirspurn eftir prjónavörum úr ullinni. Felldfé er til dæmis ræktað fyrst og fremst vegna ullarinnar. „Það er bara ræktað fyrir gæru eiginleikum og ullar eiginleikum, kjötið er númer þrjú hjá okkur, það er auka afurð. Ástæðan er sú að við erum að fá mjög gott verð ullina,“ segir Elísabet Steinunn Jóhannsdóttir Sörensen, frístundabóndi og ullarsérfræðingur Þannig að ullin er alltaf að verða verðmætari og verðmætari? „Já, algjörlega og það er mikil ásókn í íslenska ull og það er vöntun á góðri ull, þannig að já, við erum virkilega að fá fyrir okkar vinnu í þessu. Það er ullarskortur og það þarf þá bara að fara að borga bændum fyrir ull,“ segir Elísabet. Elísabet Steinunn Jóhannsdóttir Sörensen, frístundabóndi og ullarsérfræðingur, sem ræktar felldfé með góðum árangri vegna ullarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Við þjóðveg númer eitt í Flóanum, skammt austan við Selfoss er ullarverslun í i gömlu Þingborg þar sem mikil eftirspurn er eftir allskonar ullarvörum í versluninni. „Þetta er vaxandi fyrirtæki með líka aukinni ferðamannatraffík. Erlendir ferðamenn eru mjög áhugasamir um íslenska lopann og þeir kaupa það, sem þeim langar í yfirleitt í, þeir eru ekkert að spá í hvað hlutirnir kosta enda erum við með fallega vöru,“ segir Margrét Jónsdóttir, verslunarstjóri í Gömlu Þingborg. Margrét segir að lopapeysurnar séu alltaf langvinsælastar enda kaupi erlendu ferðamennirnir oft margar peysur til að taka mér sér heim. Um 60 prjónakonur víðs vegar um landið prjóna peysur fyrir búðina. „Íslenska ullin er bara svo góð, mjúk og fín og hlý, vatnsheld og dásamleg. Ég er mjög vel staðsett með verslunina hér enda fæ ég mikið af lausatraffík til mín og skipulagða hópa líka,“ bætir Margrét við. Hvernig sérðu framtíðina fyrir þér í þessu? „Ég vona bara að þetta haldi áfram eins og þetta hefur gert hingað til. Við stefnum allavega á að reka þetta svona með svipuðu sniði,“ segir Margrét að lokum. Margrét Jónsdóttir, sem sér um rekstur ullarverslunarinnar í Gömlu Þingborg í Flóahreppi við þjóðveg númer eitt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ullarverslunin á Gömlu Þingborg í Flóahreppi
Flóahreppur Landbúnaður Prjónaskapur Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira