Prjónaæði grípur um sig - heimsóknum fjölgar um 900 prósent Icewear 27. september 2023 13:03 Fyrsta sérverslun Icewear með garn var opnuð fyrr á árinu í Fákafeni 9. Nýjung í vefverslun icewear.is fær frábær viðbrögð. Icewear hefur heldur betur hrist upp í prjónaheiminum eftir að fyrirtækið hóf framleiðslu á bandi og opnaði sérverslun í Fákafeni með band og handprjónavörur. Splunkunýr valmöguleiki á heimasíðu verslunarinnar sópar að sér heimsóknum. „Viðskiptavinir Iceweargarn.is geta nú hannað sína eigin litasamsetningu og séð strax hvernig flíkin lítur út, skipt út litum og prófað sig áfram. Heimsóknum inn á síðuna fjölgaði um 900% þegar við kynntum þessa nýjung. Ég veit ekki til þess að þessi möguleiki sé nokkurs staðar í boði, venjulega þegar pantað er band í vefverslun sér viðskiptavinurinn bara eina dokku í einu. En á nýju iceweargarn síðunni er hægt að sjá alla liti raðast saman í flíkina. Hér má prófa að skipta um liti í fallegum tvíbanda vettlingum úr slitsterka og hlýja Artic garninu frá Icewear. Uppskriftin að vettlingunum er ókeypis. Þetta hefur mikið að segja fyrir fólk sem kemst ekki í verslunina til að skoða litina og velja,“ segir Guðrún Kristín Sveinbjörnsdóttir, prjónahönnuður og verkefnastjóri yfir handprjónadeild Icewear. Skemmtilegur gjafaleikur í gangi Á Instagram Iceweargarn er nú í gangi skemmtilegur gjafaleikur þar sem áhugasamir handprjónarar geta hannað eigin litasamsetningu á hlýja peysu fyrir veturinn. Dregið verður út þann 2. október og er garn í heila peysu að eigin vali í verðlaun. View this post on Instagram A post shared by ICEWEAR GARN (@iceweargarn) Íslendingar duglegir að prjóna Guðrún segir prjónasamfélagið á Íslandi fjölmennt og Íslendingar eigi til dæmis heimsmet miðað við höfðatölu inni á prjónasíðunni Ravelry. „Handprjón er mjög vinsælt áhugamál, vinsælla hér en í öðrum löndum. Mögulega vegna þess að hér hefur alltaf verið mikil þörf fyrir hlýjar prjónaflíkur,“ segir Guðrún. „Markmiðið er að birta nýja uppskrift í hverri viku á nýju heimasíðunni, bæði nýjar og einnig ætlum við að sækja í grunninn okkar og endurvekja uppskriftir að flíkum sem voru til sölu á áttunda áratugnum. Við erum einnig í samstarfi við íslenska prjónahönnuði sem geta fengið uppskrift birta á síðunni hjá okkur. Það verkefni fer virkilega vel af stað og við vonumst til þess að þetta verði lyftistöng fyrir íslenska prjónaheiminn,“ segir Guðrún. Í hóp stærri framleiðenda á Norðurlöndum Icewear hefur selt tilbúnar prjónaflíkur allt frá árinu 1972 og bætir nú handprjóninu við. Kveikjan að því var skortur á hráefni fyrir peysur Icewear svo Ágúst Þór Eiríksson, eigandi Icewear ákvað að láta framleiða band sem hentaði.„Hann hugsar ávallt stórt og nú erum við komin í sextán tegundir og tvær til viðbótar eru væntanlegar fyrir jól,“ segir Guðrún. „Bandið verður líka markaðssett fyrir erlendan markað og er Icewear þar með komið í hóp með stærri garnframleiðendum á Norðurlöndunum. Línan inniheldur allt það vinsælasta, mjúka ull sem hentar fullkomlega í íslenskar lopapeysur, Mohair- silk og bambus og allt er þetta komið inn á síðuna hjá okkur,“ segir Guðrún. Prjónaskapur Handverk Tíska og hönnun Verslun Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Sjá meira
„Viðskiptavinir Iceweargarn.is geta nú hannað sína eigin litasamsetningu og séð strax hvernig flíkin lítur út, skipt út litum og prófað sig áfram. Heimsóknum inn á síðuna fjölgaði um 900% þegar við kynntum þessa nýjung. Ég veit ekki til þess að þessi möguleiki sé nokkurs staðar í boði, venjulega þegar pantað er band í vefverslun sér viðskiptavinurinn bara eina dokku í einu. En á nýju iceweargarn síðunni er hægt að sjá alla liti raðast saman í flíkina. Hér má prófa að skipta um liti í fallegum tvíbanda vettlingum úr slitsterka og hlýja Artic garninu frá Icewear. Uppskriftin að vettlingunum er ókeypis. Þetta hefur mikið að segja fyrir fólk sem kemst ekki í verslunina til að skoða litina og velja,“ segir Guðrún Kristín Sveinbjörnsdóttir, prjónahönnuður og verkefnastjóri yfir handprjónadeild Icewear. Skemmtilegur gjafaleikur í gangi Á Instagram Iceweargarn er nú í gangi skemmtilegur gjafaleikur þar sem áhugasamir handprjónarar geta hannað eigin litasamsetningu á hlýja peysu fyrir veturinn. Dregið verður út þann 2. október og er garn í heila peysu að eigin vali í verðlaun. View this post on Instagram A post shared by ICEWEAR GARN (@iceweargarn) Íslendingar duglegir að prjóna Guðrún segir prjónasamfélagið á Íslandi fjölmennt og Íslendingar eigi til dæmis heimsmet miðað við höfðatölu inni á prjónasíðunni Ravelry. „Handprjón er mjög vinsælt áhugamál, vinsælla hér en í öðrum löndum. Mögulega vegna þess að hér hefur alltaf verið mikil þörf fyrir hlýjar prjónaflíkur,“ segir Guðrún. „Markmiðið er að birta nýja uppskrift í hverri viku á nýju heimasíðunni, bæði nýjar og einnig ætlum við að sækja í grunninn okkar og endurvekja uppskriftir að flíkum sem voru til sölu á áttunda áratugnum. Við erum einnig í samstarfi við íslenska prjónahönnuði sem geta fengið uppskrift birta á síðunni hjá okkur. Það verkefni fer virkilega vel af stað og við vonumst til þess að þetta verði lyftistöng fyrir íslenska prjónaheiminn,“ segir Guðrún. Í hóp stærri framleiðenda á Norðurlöndum Icewear hefur selt tilbúnar prjónaflíkur allt frá árinu 1972 og bætir nú handprjóninu við. Kveikjan að því var skortur á hráefni fyrir peysur Icewear svo Ágúst Þór Eiríksson, eigandi Icewear ákvað að láta framleiða band sem hentaði.„Hann hugsar ávallt stórt og nú erum við komin í sextán tegundir og tvær til viðbótar eru væntanlegar fyrir jól,“ segir Guðrún. „Bandið verður líka markaðssett fyrir erlendan markað og er Icewear þar með komið í hóp með stærri garnframleiðendum á Norðurlöndunum. Línan inniheldur allt það vinsælasta, mjúka ull sem hentar fullkomlega í íslenskar lopapeysur, Mohair- silk og bambus og allt er þetta komið inn á síðuna hjá okkur,“ segir Guðrún.
Prjónaskapur Handverk Tíska og hönnun Verslun Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Sjá meira