Fjármál heimilisins

Fréttamynd

Verð­bólga fari undir fimm prósent í lok árs

Hagfræðideild Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,08 prósent á milli mánaða í september og að verðbólga minnki úr 6,0 prósent niður í 5,7 prósent. Deildin á von á áframhaldandi lækkun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 4,9 prósent í lok árs. Íslandsbanki spáir örlítið meiri verðbólgu í lok árs.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Látið sjóði verka­fólks vera

Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar koma fram áform um að fella brott framlag til jöfnunar á örorkubyrði almennra lífeyrissjóða: lækka það um 4,7 milljarða strax á næsta ári og afnema til fulls árið þar á eftir.

Skoðun
Fréttamynd

Gögn sem ekki er hægt að TReysta

Í gær birti ég hér grein undir nafninu “Þið mótmælið… afleiðingum eigin gjörða”. Greinin var svargrein við hluta af grein formanns VR og þingmanns Flokks fólksins þar sem þau boðuðu fólk með sér til mótmæla á Austurvelli. Í upphafi greinar tók ég dæmi þeirra af einstæðri móður í erfiðri stöðu og reyndi að átta mig á forsendunum. Til þess notaði ég m.a. reiknivél sem var að finna á vef TR (Tryggingastofnunar Ríkisins), opinberrar stofnunar, til þess að reyna að áætla hvaða ráðstöfunartekjur einstæða móðirin hefði. Það voru mistök, enda komst ég að því eftir á að reiknivélin var gölluð.

Skoðun
Fréttamynd

Með ó­líkindum og merki um taum­lausa græðgi

Vilhjálmur Birgisson segir ákvörðun Arion banka um að hækka vexti á verðtryggðum lánum með ólíkindum og merki um taumlausa græðgi, sem hann segir hafa fengið að viðgangast á íslenskum fjármálamarkaði um árabil.

Neytendur
Fréttamynd

Ein­stæð tveggja barna mamma fái alls ekki 421 þúsund krónur

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR gerir grein starfsmanns Sjálfstæðisflokksins, Kristófers Más Maronssonar á Vísi, að umfjöllunarefni í pistli á Facebook. Hann segir þar hverja rangfærsluna reka aðra en víst er að margir ráku upp stór augu þegar þeir virtu fyrir sér útreikninga Kristófers Más. Villa í reiknivél Tryggingastofnunar virðist leika lykilhlutverk.

Innlent
Fréttamynd

Skatt­frjáls­ir sparn­að­ar­reikn­ing­ar hafa heppn­ast vel í Bret­land­i

Eitt af því sem tekist hefur „framúrskarandi vel“ í Bretlandi er skattaleg umgjörð fyrir almenna fjárfesta, að sögn aðalhagfræðings Kviku banka, sem hvetur meðal annars til þátttöku þeirra á hlutabréfamarkaði. Þeim bjóðist að nýta sér skattfrjálsa sparnaðarreikninga sem eru þá viðbót við bundinn sparnað lífeyrissjóðakerfisins og taka tillit til þess að fólk hafi önnur markmið með sparnaði en að eiga aðeins til elliáranna.

Innherji
Fréttamynd

Gætu þurft að taka fram fyrir hendur Seðla­bankans

Stjórnvöld verða að grípa inn í, hafi peningastefnunefnd Seðlabankans ekki hug á því að lækka vexti í bráð. Þetta segir þingmaður Flokks fólksins sem hvetur fólkið til þess að mótmæla við þingsetningu á morgun. 

Innlent
Fréttamynd

Að­gerðir fyrir heimilin strax!

Nóbelsverðlaunahafinn Daniel Kahneman hefur bent á að meginábyrgð samfélaga sé að draga úr þjáningu. Mikilvægasta verkefni stjórnvalda sé því að auka velferð. Með þetta að meginmarkmiði verður forgangsröðun stjórnvalda hverju sinni skýr.

Skoðun
Fréttamynd

Af­leit af­koma heimila

Kaupmáttur heimilanna var að aukast til 2021, vegna Lífskjarasamningsins sem gerður var 2019. Seinni hluta ársins 2021 tók vaxandi verðbólga vegna aukins húsnæðiskostnaðar og Kóvid kreppunnar við, sem stöðvaði kaupmáttaraukninguna. Síðan bættust við enn meiri verðbólguhvetjandi áhrif af innrásinni í Úkraínu á árinu 2022.

Skoðun
Fréttamynd

Af­neitun alkans

Mér finnst ég oft geta heimfært afneitun alkóhólistans upp á íslenskt samfélag. Þá sérstaklega þegar rætt er um íslensku krónuna og hvort hún geti mögulega verið rót þeirra vandamála sem upp koma í íslensku samfélagi aftur og aftur.

Skoðun
Fréttamynd

Mörgum finnst ó­þægi­legt að tala um fjár­málin sín

„Fjármál eru svo ótrúlega stór þáttur af lífi okkar. Af hverju að forðast þau? Viljum við ekki frekar reyna að leggja okkur fram í að skilja peninga og hvernig við getum notað þá? Það er nú einu sinni þannig að allt í lífinu er erfitt þegar við kunnum það ekki,“ segir Valdís Hrönn Berg fjárhagsmarkþjálfi.

Lífið
Fréttamynd

„Al­gjör­lega mis­tekist að stýra efna­hag landsins“

Ríkisstjórninni og seðlabankanum hefur algjörlega mistekist að stýra efnahag landsins segir formaður VR. Þetta sýni samanburður sem félagið hafi gert á vaxtaþróun og verðbólgu á Norðurlöndum. Verkalýðshreyfingin hafi verið blekkt við gerð síðustu kjarasamninga.

Innlent
Fréttamynd

Evrópska rafhlaupa­hjóla­leigan Bolt opnar á Ís­landi í dag

Stærsta rafhlaupahjólaleiga Evrópu, Bolt, opnar á Íslandi í dag. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að til að byrja með verði 800 hlaupahjól í Reykjavík og að hægt sé að ferðast á þeim allt að 55 kílómetra í senn. Ekkert startgjald er til að leigja Bolt hlaupahjól og kostar mínútan 15 krónur eftir það.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bar­átta Seðla­bankans löngu töpuð

„Það er löngu orðið ljóst að stefna Seðlabankans til að „berjast“ við verðbólguna er löngu töpuð og morgunljóst að aðferðafræði þeirra við að hafa stýrivexti hér í tæpum 10% hefur beðið algjört skipbrot.“ Þetta sagði Vilhjálmur Birgisson í færslu á Facebook í dag. Hann var einnig gestur í Reykjavík síðdegis, þar sem hann sagði háa stýrivexti Seðlabankans fóðra verðbólguna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Verð­bólga eykst milli mánaða

Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í júlí 2024, er 633,2 stig og hækkar um 0,46 prósent frá fyrri mánuði. Ársverðbólga er nú 6,3 prósent og eykst um 0,5 prósentustig milli mánaða.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stýri­vextir mögu­lega ekki lækkaðir fyrr en í febrúar

Hag­fræðingur hjá Arion banka telur að stýri­vextir muni haldast ó­breyttir fram í nóvember hið minnsta og mögu­lega þangað til í febrúar. Lík­legt sé að peninga­stefnu­nefnd Seðla­bankans vilji bíða eftir frekari merkjum um kólnun hag­kerfisins og taka þess í stað stærri lækkunar­skref. Nefndin kynnir næstu vaxtaákvörðun sína þann 21. ágúst.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tekjur mestar í Vest­manna­eyjum og minnstar í Tjör­nes­hreppi

Heildartekjur einstaklinga á Íslandi voru rúmar 9,2 milljónir króna að meðaltali árið 2023, eða um 770 þúsund krónur á mánuði. Það er rúm 10 prósent hækkun frá fyrra ári. Sé horft til verðlagsleiðréttingar er raunhækkunin um 1,3 prósent. Meðaltal heildarteknanna var hæst í Vestmannaeyjum, 13,9 milljónir, en lægst í Tjörneshreppi, 6,5 milljónir.

Innlent