
Fjármál heimilisins

Leita allra leiða til að lengja í séreignarsparnaði inn á lánin
Formaður fjárlaganefndar segir ríkan vilja meðal þingmanna að framlengja heimild til rástöfunar séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán. Til stendur að afnema þá heimild um áramótin. Hann gerir ráð fyrir að fjárlög verði afgreidd um miðjan nóvember.

Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu
Verðbólga hjaðnar um 0,3 prósentustig milli mánaða og mælist nú 5,1 prósent. Hagstofan mun taka nýtt kílómetragjald inn í vísitöluna en yrði það ekki gert myndi mæld verðbólga hjaðna enn frekar.

Kaupmálar 50+: „Mér finnst uppkomin börn oft ansi frek til fjárins“
„Því miður hef ég þó séð það of oft að uppkomin börn eru með slíka afskiptasemi fjármálum foreldra að eiginleg samskipti foreldra og barna verða óeðlileg, vegna peninga og væntra arfshluta. Hið rétta er þó að í lifanda lífi, eru peningamál foreldra almennt þeirra eigin mál,“ segir Pétur Steinn Guðmundsson, lögmaður hjá Deloitte Legal og sérfræðingur í skattamálum.

Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun
Eftir tveggja mánaða lækkun á verðlagi matvöru hækkar það nú með nokkrum rykk. Hækkunin milli september og október nemur einni prósentu, að mestu leyti vegna hækkunar á kjötvöru.

Fær þitt barn kennslu í fjármálalæsi?
Í sumar birti OECD ráðleggingar samhliða niðurstöðum PISA prófs í fjármálalæsi meðal 15 ára ungmenna í tuttugu löndum víða um heim. Þar benti OECD á að of algengt sé að börn og ungmenni á þessum aldri byrji að feta sig á sviði sinna persónulegu fjármála án þess að hafa grunnskilning á hvað felst í fjármálum einstaklingsins, t.d. með verslun á netinu og þátttöku á vinnumarkaði. Þá séu aðstæður á heimilum til að fá þessa fræðslu misjafnar.

Peningar: Verkfæri til að draga úr óvissu, ekki pólitískt vald
Nýverið birtist skoðanapistill hér á Vísi þar sem höfundur hélt því fram að sósíalismi náist ekki án sjálfstæðs gjaldmiðils. Þetta sjónarmið vakti upp áhugaverðar spurningar um hlutverk peninga í samfélaginu. Að mínu mati eru peningar ekki tæki til að þjóna pólitískum markmiðum, heldur grundvallarverkfæri sem hjálpa einstaklingum að eiga viðskipti á skilvirkan og sanngjarnan máta.

Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár
Hagfræðideild Landsbankans spáir því að verðbólga lækki úr 5,4 prósentum í 5,1 prósent milli mánaða í október. Verðbólgan var síðast í 5,1 prósenti í desember árið 2021.

Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum
Arion banki hefur tilkynnt vaxtalækkun í kjölfar ákvörðunar Seðlabanka Íslands um að lækka stýrivexti. Formaður Neytendasamtakanna fagnar þessu en segir ekki mega gleyma að íbúðalánavextir á Íslandi séu með þeim hæstu á Vesturlöndum og bankarnir séu nýbúnir að hækka þá.

Íslandsbanki bregst sömuleiðis við stýrivaxtalækkuninni
Íslandsbanki hefur ákveðið að lækka vexti á lánum þar sem brugðist er við vaxtaákvörðun Seðlabankans í gær þar sem stýrivextir voru lækkaðir úr 9,25 prósentum í 9,0 prósent. Breytilegir vextir óverðtryggðra húsnæðislána hjá Íslandsbanka lækka nú um 0,25 prósentustig, úr 11,0 prósentum í 10,75 prósent.

Ný tegund svika
Glæpahringir sem herja á fólk til að komast yfir aðgangsorð að heimabanka og kortaupplýsingum verða sífellt tæknilegri og aðferðir þeirra trúverðugri. Því gildir það sama um varnaðarorð og góða vísu – þau verða aldrei of oft kveðin.

Telur ljóst að vaxtalækkunarferlið sé hafið
Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segir ákvörðun Seðlabanka um lækkun vaxta um 25 punkta vera fagnaðarefni. Hann segir þó að hann hefði viljað sjá lækkun upp á 50 punkta en segir ljóst að vaxtalækkunarferlið sé hafið.

Lækkar stýrivextina í fyrsta sinn síðan í árslok 2020
Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur ákveðið að lækka stýrivexti um 25 punkta og fara þeir því úr því að vera 9,25 prósent í 9 prósent. Þetta er í fyrsta sinn sem nefndin lækkar stýrivexti síðan í árslok 2020. Þeir hafa staðið í 9,25 prósentum síðan í ágúst á síðasta ári.

Færri ferðamenn þýðir lægri dagpeningar ríkisstarfsmanna
Dagpeningar til greiðslu gisti- og fæðiskostnaðar ríkisstarfsmanna á ferðalögum innanlands á vegum ríkisins lækka frá því sem var í vor. Ástæðan er árstíðarsveifla í kostnaði gistingar hér á landi.

„Ég hitti ungt fjölskyldufólk sem er gjörsamlega að kikna“
„Engum, sem beitir aðra manneskju ofbeldi, líður vel. Við vitum sem er að aukin vanlíðan ungmenna, samfélagsmiðlanotkun, einmanaleiki, tilgangsleysi, félagsleg einangrun, fíknisjúkdómar og ofbeldi – allt eru þetta hlutir sem tengjast á einn eða annan hátt. Vanlíðan ungs fólks er eitt mikilvægasta málið í okkar samfélagi. Og hún tekur á sig ólíkar myndir, í sumum tilfellum þær dimmustu og sorglegustu hliðar lífsins sjálfs.“

Fríar skólamáltíðir séu skammgóður vermir
Verðbólga hefur ekki mælst minni í tæp þrjú ár og hjaðnar á milli mánaða. Verðlækkun í mötuneytum vegna gjaldfrjálsra máltíða í grunnskólum hefur töluverð áhrif. Hagfræðingur hjá Viðskiptaráði telur þau eiga eftir að ganga til baka og raunar skila sér í aukinni verðbólgu.

Verulega minni verðbólga
Verðbólga mælist nú 5,4 prósent og hefur minnkað um 0,6 prósentustig frá síðasta mánuði. Vísitala neysluverðs miðað við verðlag í september 2024 lækkar um 0,24 prósent frá fyrri mánuði.

Enginn þarf að vera giftur lánunum sínum út lánstímann
Ef vextir húsnæðislánanna þinna eru háir og afborganir eru háar, hvaða möguleikar eru þá í boði? Við sem störfum hjá Aurbjörgu finnum okkur knúin til að fjalla um þetta mikilvæga mál sem snertir alla sem greiða af húsnæðislánum í dag.

Ringulreið á lánamarkaði
Afborgun á ríflega fjörutíu milljón króna láni hækkar um allt að kvartmilljón á ári eftir vaxtahækkun bankanna. Lántaki sem þurfti að færa sig úr óverðtryggðu láni í verðtryggt segir ringulreið ríkja og kallar eftir aðgerðum stjórnvalda.

„Vonumst til að sem flestir fari svo í óverðtryggð íbúðalán“
Stóru viðskiptabankarnir hafa nú allir hækkað vexti á verðtryggðum íbúðalánum en Landsbankinn fylgdi í fótspor Arion og Íslandsbanka í dag. Aðeins fyrstu kaupendur geta fengið verðtryggð íbúðalán með jöfnum greiðslum. Bankastjórinn segir vaxtahækkunina hóflega miðað við aðra banka og tilkomna vegna hækkunar á fjármagnskostnaði.

Verðtryggð jafngreiðslulán aðeins í boði fyrir fyrstu kaupendur
Landsbankinn hækkaði vexti verðtryggðra íbúðalána sinna um fjórðung úr prósenti í dag. Hækkunin er nokkru minni en hinna stóru bankanna. Héðan í frá býður bankinn aðeins fyrstu kaupendum upp á verðtryggð íbúðalán með jöfnum greiðslum.

Bóf-ar(ion)?
Stundum virðist vera sem svo að ákveðnir aðilar séu bara alls ekki í neinu sambandi við það sem er að gerast út í samfélaginu. Þá er ég auðvitað að tala um bankana.

Framlengjum séreignarleiðina til að vernda heimilin
Nú þegar heimilin standa frammi fyrir aukinni skuldabyrði hefur ríkisstjórnin ákveðið að fella niður mikilvægt varnarúrræði – almenna heimild til að nýta séreignarsparnað til ráðstöfunar inn á höfuðstól láns. Þetta er bæði illa tímasett og slæm ákvörðun fyrir millitekjufólk. Heimilin standa nú frammi fyrir því að fá verðbólguna af fullum þunga í heimilisbókhaldið.

Heildareignir einstaklinga jukust um rúm fimm prósent á síðasta ári
Heildareignir einstaklinga á Íslandi árið 2023 námu 12.284 milljörðum króna og jukust um 14,5 prósent eða úr 10.728 milljörðum króna árið 2022. Sé leiðrétt miðað við verðlag ársins 2023 var aukningin 5,3 prósent.

Að hjálpa fólki að standa á eigin fótum
Stundum mætti halda að það sé sérstakt markmið stjórnmálamanna að koma sem flestu fullfrísku og vinnandi fólki á bætur, í stað þess að hjálpa því að standa á eigin fótum.

Má ekkert gera fyrir millistéttina?
Vaxtakostnaður heimila jókst um meira en 30 milljarða í fyrra. Fórnarkostnaður fólks er mikill af ævintýralega háum vöxtum.

Hafa ekki tekið ákvörðun um vaxtahækkun
Stjórnendur Landsbankans hafa ekki tekið ákvörðun um að feta í fótspor hinna stóru viðskiptabankanna tveggja og hækka vexti á verðtryggðum lánum.

„Þetta hefur slæm áhrif á heimilin sem hafa augljóslega minna á milli handanna“
Boðaðar vaxtahækkanir á verðtryggðum húsnæðislánum geta kostað heimilin tugi þúsunda aukalega á mánuði. Þetta endurspeglar vaxtaumhverfið á Íslandi í dag og hefur slæm áhrif á heimilin, segir dósent í viðskiptafræði. Þá gerir það illt verra að ekki standi til að endurnýja almenna heimild til að ráðstafa séreignasparnaði inn á húsnæðislán.

Íslandsbanki hækkar líka vexti verðtryggðra lána
Vextir á verðtryggðum húsnæðislánum Íslandsbanka hækka um allt að hálft prósentustig í næstu viku. Hækkunin er aðeins minni en Arion banki tilkynnti um á miðvikudag og hefur sætt gagnrýni.

Evrópska vexti takk!
Nú hefur evrópski Seðlabankinn lækkað vexti. Þannig standa meginvextir bankans í 3.50%. Í kjölfarið lækkaði danski seðlabankinn meginvexti sína í samræmi við þessa lækkun. Í óvenjulegum ytri skilyrðum vegna heimsfaraldurs og innrásar Rússa í Úkraínu fóru stýrivextirnir hæst í 4% í Evrópu.

Kaupmáttarrýrnun háskólamenntaðra
Í lok síðasta árs fóru helstu hagsmunaaðilar almenna vinnumarkaðarins mikinn og töluðu um mikilvægi þess að skapa þjóðarsátt á sameiginlegu borði.