Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 4. desember 2025 10:57 Konur eru líklegri til að sjá um heimilisþrif. Getty Verkaskipting sambúðarfólks er ansi hefðbundin litið til kynhlutverka samkvæmt nýrri skýrslu. Hins vegar er talsverður munur á hlutfalli kvenna og karla sem telja að verkefnum heimilisins sé skipt jafnt á milli þeirra og maka, á þann hátt að karlar telji sig taka meiri þátt í verkefnum kvennanna. Gríðarlegur munur er á verkaskiptingu kvenna og karla þegar kemur að heimilisþrifum en tveir þriðju kvenna sjá alltaf eða yfirleitt um óregluleg heimilisþrif og þvott. Þá sér rúmlega helmingur kvenna alltaf eða yfirleitt um regluleg þrif á heimilinu. Á móti kemur sjá karlar frekar um verkefni utandyra, til að mynda viðgerðir, viðhald og umsjón farartækja. Talsverður munur er þá á hlutfalli kvenna og karla sem telja að verkefnum heimilisins sé jafnt skipt á milli þeirra. Af þeim störfum sem konur segjast sinna í meira mæli alltaf eða yfirleitt segir tæplega helmingur karla að verkefnunum sé skipt jafnt á milli þeirra og maka. Hið sama má ekki sjá þegar litið er til starfa sem karlar sinna í meira mæli þar sem mun lægra hlutfall kvenna telur þeim verkefnum jafnt skipt. Þær eru líklegri til að segja að makinn sjái alfarið um slík verkefni. Fjármál og matseldin á herðum beggja Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Vörðu - rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins þar sem skipting heimilisstarfa meðal sambúðarfólks var til skoðunar. Niðurstöðurnar sýna fram á að verkaskiptingin er ansi hefðbundin. Vert er að taka fram að kvár voru flokkuð með konum við framkvæmd könnunarinnar. Minnsti munur milli karla og kvenna eða kvára er þegar litið er til innkaupa, matseldar og fjármála heimilisins. Tæplega helmingur kvenna sér alltaf um matseld og innkaup en fjórðungur karla. Þó segja 43 prósent kvenna og 53 prósent karla að matseld á heimilinu sé skipt jafnt á milli sambýlinganna. Sama má segja um fjármál heimilisins þar sem 44 prósent karla og fimmtíu prósent kvenna segja ábyrgðinni jafn skipt. Hins vegar segja 43 prósent kvenna að þær beri alltaf eða yfirleitt ábyrgð á fjármálum heimilisins gegn 32 prósentum karla. Þriðja vaktin frekar á herðum kvenna Hugtakið þriðja vaktin, sem lýsa á þeirri ósýnilegu og ólaunuðu vinnu, kom einnig fyrir í könnuninni sem sýndi fram á að konur sjá mun frekar um þriðju vaktina. Konur bera frekar ábyrgð á skipulagi og utan um haldi flestra þátta sem snúa að rekstri heimilisins. Meðal verkefna sem konur sjá frekar um er skipulag í kringum þvott, þrif og mat á meðan karlar skipuleggja frekar viðgerðir og viðhald á húsnæði og farartækjum. Skipulag fjölskyldunnar og tilfinningalegur stuðningur við fjölskyldumeðlimi fellur frekar í hlut kvenna. Þar er átt við að vita hvenær fjölskyldumeðlimir þurfa að fara til læknis, skipuleggja frí og viðburði í fjölskyldunni. Skoðanakannanir Fjármál heimilisins Hús og heimili Jafnréttismál Ástin og lífið Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Sjá meira
Gríðarlegur munur er á verkaskiptingu kvenna og karla þegar kemur að heimilisþrifum en tveir þriðju kvenna sjá alltaf eða yfirleitt um óregluleg heimilisþrif og þvott. Þá sér rúmlega helmingur kvenna alltaf eða yfirleitt um regluleg þrif á heimilinu. Á móti kemur sjá karlar frekar um verkefni utandyra, til að mynda viðgerðir, viðhald og umsjón farartækja. Talsverður munur er þá á hlutfalli kvenna og karla sem telja að verkefnum heimilisins sé jafnt skipt á milli þeirra. Af þeim störfum sem konur segjast sinna í meira mæli alltaf eða yfirleitt segir tæplega helmingur karla að verkefnunum sé skipt jafnt á milli þeirra og maka. Hið sama má ekki sjá þegar litið er til starfa sem karlar sinna í meira mæli þar sem mun lægra hlutfall kvenna telur þeim verkefnum jafnt skipt. Þær eru líklegri til að segja að makinn sjái alfarið um slík verkefni. Fjármál og matseldin á herðum beggja Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Vörðu - rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins þar sem skipting heimilisstarfa meðal sambúðarfólks var til skoðunar. Niðurstöðurnar sýna fram á að verkaskiptingin er ansi hefðbundin. Vert er að taka fram að kvár voru flokkuð með konum við framkvæmd könnunarinnar. Minnsti munur milli karla og kvenna eða kvára er þegar litið er til innkaupa, matseldar og fjármála heimilisins. Tæplega helmingur kvenna sér alltaf um matseld og innkaup en fjórðungur karla. Þó segja 43 prósent kvenna og 53 prósent karla að matseld á heimilinu sé skipt jafnt á milli sambýlinganna. Sama má segja um fjármál heimilisins þar sem 44 prósent karla og fimmtíu prósent kvenna segja ábyrgðinni jafn skipt. Hins vegar segja 43 prósent kvenna að þær beri alltaf eða yfirleitt ábyrgð á fjármálum heimilisins gegn 32 prósentum karla. Þriðja vaktin frekar á herðum kvenna Hugtakið þriðja vaktin, sem lýsa á þeirri ósýnilegu og ólaunuðu vinnu, kom einnig fyrir í könnuninni sem sýndi fram á að konur sjá mun frekar um þriðju vaktina. Konur bera frekar ábyrgð á skipulagi og utan um haldi flestra þátta sem snúa að rekstri heimilisins. Meðal verkefna sem konur sjá frekar um er skipulag í kringum þvott, þrif og mat á meðan karlar skipuleggja frekar viðgerðir og viðhald á húsnæði og farartækjum. Skipulag fjölskyldunnar og tilfinningalegur stuðningur við fjölskyldumeðlimi fellur frekar í hlut kvenna. Þar er átt við að vita hvenær fjölskyldumeðlimir þurfa að fara til læknis, skipuleggja frí og viðburði í fjölskyldunni.
Skoðanakannanir Fjármál heimilisins Hús og heimili Jafnréttismál Ástin og lífið Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Sjá meira