„Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 17. nóvember 2025 08:01 Kristín bendir á að fjárhagskvíði er raunverulegur - og getur haft veruleg áhrif á líðan, sambönd og jafnvel heilsu. Vísir/Anton Brink „Að vera í greiðsluerfiðleikum þýðir ekki að þér hafi mistekist. Það þýðir að þú ert mannleg/ur og þú getur alltaf gert breytingar á stöðu þinni,“ segir Kristín Eir Helgadóttir viðskiptafræðingur og ráðgjafi hjá Vandalaust, þar sem hún aðstoðar fólk í greiðsluerfiðleikum og veitir fjármálamarkþjálfun með það að markmiði að koma fólki sem setið hefur í þessum vanda á réttan kjöl. Áður en Kristín stofnaði Vandalaust fyrr á þessu ári vann hún á fjármálastofnunum í fimmtán ár með sérhæfingu í greiðsluerfiðleikamálum og síðustu tvö ár sem greiðsluerfiðleikaráðgjafi og verkefnastjóri hjá Hagsmunasamtökum heimilanna. Hún hefur því séð í óteljandi skipti, frá fyrstu hendi, þau skaðlegu áhrif sem fjárhagserfiðleikar og skuldavandi geta haft á sálarlíf fólks. Að finna til kvíða eða skammast sín fyrir skuldir er mjög algengt en Kristín segist ávallt benda fólki á að virði þess sé ekki skilgreint út frá skuldastöðunni. Mikilvægt sé að sýna sér mildi og muna að maður er ekki einn. „Skuldastaða þín segir ekki til um hver þú ert.“ Bankarnir hjálpa takmarkað Kristín tekur hiklaust undir það að umræðan í kringum persónuleg fjármál sé oft og tíðum „tabú“. „Kannski hefur það eitthvað að gera með þetta svakalega lífsgæðakapphlaup sem er í gangi hér á landi, við lifum ansi hratt. Ég ber þetta saman við til dæmis Danmörku, þar sem ég bjó í sjö ár. Þar þurftirðu ekki að eiga nýjasta bílinn eða vera fastur í þessu kerfi þar sem heil mánaðarlaun fara í að borga af húsnæði. Ofan á þetta bætast samfélagsmiðlarnir, þar sem þessi samkeppni um efnisleg gæði er svo sýnileg; allir eru alltaf svo glaðir, klæddir í merkjavöru og með dýrasta og flottasta dótið.” Í gegnum tíðina hefur Kristín aðstoðað marga einstaklinga sem hafa komið sér í mikinn fjárhagsvanda, og þá mjög oft vegna skammtímaskulda hjá hinum og þessum smálánafyrirtækjum. „Oft hefur fólk verið að láta þetta „rúlla“ í langan tíma áður en það leitar sér hjálpar, hafa þá leitað til hinna og þessara lánafyrirtækja eftir að hafa klárað heimildina hjá bankanum sínum. Ég hef séð tilfelli þar sem skammtímaskuldir eru komnar upp í átta milljónir. Bankar og fleiri sem eiga að vera að aðstoða fólk í greiðsluvanda eru bara hreinlega ekki að því og koma fram við fólk í þessari stöðu með hroka og leiðindum ef þeir falla ekki inn í þeirra „norm“. Sérstaklega í þeim tilfellum þar sem einstaklingar er með lán og skuldbindingar á mörgum stöðum, eru kannski með útistandandi skuldir hjá Netgíró, Pei og Núnú. Þá er viðskiptabankinn ekkert að fara að hjálpa viðkomandi. Það bætir heldur ekki úr skák að í dag er þjónustan hjá bönkunum miklu ópersónulegri en áður. Bankinn er heldur ekkert að fara að segja þér hvert þú getur leitað með þinn vanda. Og þegar fólk er orðið þjakað af fjárhagskvíða og er í andlegu ójafnvægi þá getur það valdið því að allt þetta misvísandi upplýsingaflæði verður því um megn, viðkomandi dregur sig út og leitar sér síður hjálpar,” segir Kristín og bætir við að starfsemi Umboðsmanns skuldara sé frábær að mörgu leyti en hins vegar sé biðtíminn eftir úrlausn mála hins vegar oft mjög langur. Líkt og Kristín bendir á geta greiðsluerfiðleikar verið eins og að leita að réttri leið í þoku.Vísir/Anton Brink Mikilvægt að brjóta hringrásina Fjárhagskvíði og fjárhagsleg streita geta svo sannarlega haft gífurlega skaðleg áhrif á einstaklinga, og ef til meiri áhrif en margir gera sér grein fyrir. „Fjárhagskvíði er raunverulegur og hann getur haft áhrif á líðan, sambönd og jafnvel heilsu. Við verðum auðvitað að hafa í okkur og á til þess að geta fundið til öryggis. Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur, ekki vegna talnanna á blaðinu, heldur vegna tilfinninganna sem tengjast þeim. Málið er líka að þegar fjármálin eru ekki í lagi þá „blæðir“ það yfir í meira og minna allar hliðar á daglegu lífi. Fólk einangrast félagslega, streitan hefur áhrif á líkamlega heilsu og svo framvegis og svo framvegis. Fyrir marga er það að opna greiðsluseðil eins og að opna sár. Þetta getur lagst svo gífurlega þungt á sálina í fólki. Fólk upplifir að það að skulda sé skömm, sem það er þó klárlega ekki,” segir Kristín. Hún bendir á að birtingarmynd fjárhagslegrar streitu komi fram í hringrás: kveikju, sem leiði til streituviðbragða, sem leiði til skammtímaléttis, sem leiði síðan til stærra vandamáls síðar. Sem dæmi: Reikningur berst í heimabanka (kveikja). Viðkomandi einstaklingur forðast að opna ógreidda reikninga í heimabanka (streituviðbrögð). Hann finnur fyrir létti í augnablikinu en innheimtugjöld aukast og kvíði magnast (stærra vandamál). „Að brjóta hringrásina þýðir að læra að staldra við og íhuga og æfa sig í jákvæðum viðbrögðum í stað þess að bregðast ekki við. Þá kemur fjárhagsfærnin inn í myndina; meðvitund, íhugun og aðgerðir.“ Hún segist ávallt benda fólki á að bág fjárhagsstaða þess sé ekki áfellisdómur, heldur einfaldlega mynd af því hvar viðkomandi sé staddur í dag – og myndir geta breyst. Yfirsýn; Komdu stöðunni niður á blað eða skjal til að fá yfirsýn. Sestu niður með maka eða einhverjum sem getur aðstoðað (2). Staðan er yfirleitt ekki eins ómöguleg og þú telur. Hjálp; Þetta skref er erfiðasta skrefið. Ekki bera byrðina ein/n í skömm. Finndu þér aðila til að hjálpa þér að fara yfir stöðuna og útbúa aðgerðarplan. Slepptu samanburði; Ekki bera þína stöðu saman við stöðu annarra. Fjárhagskvíði eykst þegar þú berð þig saman við glansmynd samfélagsmiðla auk þess sem glansmyndin er sjaldnast rétt. Þetta gengur yfir; Vertu blíð/ur við sjálfa/n þig, losaðu þig við skömmina. Hvíld frá áhyggjum hreinsar þokuna, endurstillir tilfinningar þínar og styrkir seiglu. Þessi kafli er tímabundinn. Eftirfylgni; Lykillinn að árangri er eftirfylgni því þegar á móti blæs þá viljum við hætta, fjárhagskvíðinn tekur aftur við og líðanin er að þetta klárist aldrei. Að geta leitað aftur til þess sem er að aðstoða í gegnum þessa myrku tíma lýsir strax upp vandann og almennt er hann þá yfirstíganlegur Kristín segist sjálf hafa lent í því þegar hún var yngri að steypa sér í gífurleg fjárhagsvandræði – og komast síðan upp úr þeim. „Það hófst með því að ég varð átján ára og fékk fyrsta ávísanaheftið mitt, þetta var á þeim tíma þegar ávísanaheftin voru enn þá notuð. Maður var ungur og hafði ekki skilning á þessu öllu og ég fór algjörlega fram úr sjálfri mér. Þannig að ég veit hvernig það er að vera á þessum stað. Ég hef setið á móti einstaklingum, fólki á þrítugsaldri og upp úr, sem eru algjörlega búnir að gefast upp út af stöðu sinni, finnst lífið bara vera búið og eru sannfærðir um að þeir muni aldrei geta komist á réttan kjöl, eignast húsnæði eða annað. Og ég hef sagt við fólk: „Veistu, ég hef verið á þessum stað. Ég keypti ekki fyrstu íbúðina mína fyrr en ég var orðin 38 ára.“ Þegar þú ert í þessum aðstæðum, þegar maður er algjörlega bugaður og ráðþrota og sér enga leið út þá er svo gífurlega mikilvægt að halda í vonina.” Allir eiga skilið fjárhagslegan frið Líkt og Kristín bendir á geta greiðsluerfiðleikar verið eins og að leita að réttri leið í þoku. Stór fjárhagsleg markmið geti verið ómöguleg þegar fólk er þjakað af kvíða gagnvart stöðu sinni. Lykillinn sé að taka lítil, framkvæmanleg skref. Einföld, hagnýt skref í átt að endurgreiðslu eða úrræðum og aðstoð. „Það þarf aðstoð til að hjálpa til við að brjóta hlutina niður í viðráðanleg skref og aðgerðir - skref sem viðkomandi getur raunverulega tekið og fagnað. Hver sigur, sama hversu lítill hann er, byggir upp skriðþunga og minnir viðkomandi á að hann sé að taka framförum. Að taka lítil skref í einu, eins og að biðja um hjálp eða læra eitt nýtt skref fjárhagsfærni í einu, getur dregið úr þyngd fjárhagskvíða smátt og smátt og lyft sálinni upp. Vendipunkturinn er þegar maður byrjar að fá yfirsýn, nákvæma yfirsýn yfir tekjur, skuldir og mánaðarleg útgjöld. Oft er hægt að koma auga á gloppur og tækifæri og sjá einhvern rauðan þráð. Í langflestum tilfellum er það þannig að um leið og fólk fær þessa yfirsýn þá sér það að staðan er ekki slæm eins og það hélt. Þessi skýrleiki veitir hugarró og það er oft þar sem kvíðinn byrjar að minnka.“ Kristín vill hjálpa þeim sem fá ekki hjálp, og gera þeim kleift að öðlast frið í sálinni.Vísir/Anton Brink Kristín bætir við að eftirfylgni sé ekki síður nauðsynleg. „Ef málin eru orðin virkilega slæm þá nær fólk yfirleitt ekki að koma sér upp úr þessu nema með eftirfylgni. Og það verður að hafa jákvæða uppbyggingu í þessu ferli, stöðugan stuðning. Þegar fólk er að brjótast út úr þessum aðstæðum, eftir að hafa verið þjakað af fjárhagskvíða og áhyggjum í langan tíma, þá þarf það hreinlega sáluhjálp.” Sem fyrr segir stofnaði Kristín Vandalaust ráðgjafastofu fyrr á árinu og þar býður hún upp á uppsetningu og yfirsýn fjármála, endurskoðun synjana frá UMS, endurskoðun á synjunum frá öðrum stofnunum auk uppbyggilegra markþjálfasamtala á þessu sviði. Hún er þannig brú milli fólks og fjármálastofnana. „Hingað til hefur þetta verið mjög mikið hugsjónastarf hjá mér og þess vegna hef ég tekið verulega lítið fyrir aðstoðina, vegna þess að tilgangur minn er að hjálpa þeim sem fá ekki hjálp.” Kristín segir marga bera með sér gamlar skoðanir eins og „Ég er hræðilegur með peninga“ eða „Ég mun aldrei komast út úr þessu.“ Hluti af ferlinu sé að ögra þessum hugsunum og skipta þeim út fyrir vinsamlegri, valdeflandi sögu eins og: „Ég er að læra. Ég er fær. Ég get breytt þessu.“ Hún segir alla eiga skilið að öðlast fjárhagslegan frið en mikilvægt sé einnig að læra að halda ró sinni í ferlinu. „Skuldir hverfa ekki á einni nóttu. En kvíði getur minnkað um leið og farið er í markvissa sjálfsvinnu.“ Fjármál heimilisins Fjármálafyrirtæki Mest lesið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Tónlist Óða boðflennan fangelsuð Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Fleiri fréttir Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Sjá meira
Áður en Kristín stofnaði Vandalaust fyrr á þessu ári vann hún á fjármálastofnunum í fimmtán ár með sérhæfingu í greiðsluerfiðleikamálum og síðustu tvö ár sem greiðsluerfiðleikaráðgjafi og verkefnastjóri hjá Hagsmunasamtökum heimilanna. Hún hefur því séð í óteljandi skipti, frá fyrstu hendi, þau skaðlegu áhrif sem fjárhagserfiðleikar og skuldavandi geta haft á sálarlíf fólks. Að finna til kvíða eða skammast sín fyrir skuldir er mjög algengt en Kristín segist ávallt benda fólki á að virði þess sé ekki skilgreint út frá skuldastöðunni. Mikilvægt sé að sýna sér mildi og muna að maður er ekki einn. „Skuldastaða þín segir ekki til um hver þú ert.“ Bankarnir hjálpa takmarkað Kristín tekur hiklaust undir það að umræðan í kringum persónuleg fjármál sé oft og tíðum „tabú“. „Kannski hefur það eitthvað að gera með þetta svakalega lífsgæðakapphlaup sem er í gangi hér á landi, við lifum ansi hratt. Ég ber þetta saman við til dæmis Danmörku, þar sem ég bjó í sjö ár. Þar þurftirðu ekki að eiga nýjasta bílinn eða vera fastur í þessu kerfi þar sem heil mánaðarlaun fara í að borga af húsnæði. Ofan á þetta bætast samfélagsmiðlarnir, þar sem þessi samkeppni um efnisleg gæði er svo sýnileg; allir eru alltaf svo glaðir, klæddir í merkjavöru og með dýrasta og flottasta dótið.” Í gegnum tíðina hefur Kristín aðstoðað marga einstaklinga sem hafa komið sér í mikinn fjárhagsvanda, og þá mjög oft vegna skammtímaskulda hjá hinum og þessum smálánafyrirtækjum. „Oft hefur fólk verið að láta þetta „rúlla“ í langan tíma áður en það leitar sér hjálpar, hafa þá leitað til hinna og þessara lánafyrirtækja eftir að hafa klárað heimildina hjá bankanum sínum. Ég hef séð tilfelli þar sem skammtímaskuldir eru komnar upp í átta milljónir. Bankar og fleiri sem eiga að vera að aðstoða fólk í greiðsluvanda eru bara hreinlega ekki að því og koma fram við fólk í þessari stöðu með hroka og leiðindum ef þeir falla ekki inn í þeirra „norm“. Sérstaklega í þeim tilfellum þar sem einstaklingar er með lán og skuldbindingar á mörgum stöðum, eru kannski með útistandandi skuldir hjá Netgíró, Pei og Núnú. Þá er viðskiptabankinn ekkert að fara að hjálpa viðkomandi. Það bætir heldur ekki úr skák að í dag er þjónustan hjá bönkunum miklu ópersónulegri en áður. Bankinn er heldur ekkert að fara að segja þér hvert þú getur leitað með þinn vanda. Og þegar fólk er orðið þjakað af fjárhagskvíða og er í andlegu ójafnvægi þá getur það valdið því að allt þetta misvísandi upplýsingaflæði verður því um megn, viðkomandi dregur sig út og leitar sér síður hjálpar,” segir Kristín og bætir við að starfsemi Umboðsmanns skuldara sé frábær að mörgu leyti en hins vegar sé biðtíminn eftir úrlausn mála hins vegar oft mjög langur. Líkt og Kristín bendir á geta greiðsluerfiðleikar verið eins og að leita að réttri leið í þoku.Vísir/Anton Brink Mikilvægt að brjóta hringrásina Fjárhagskvíði og fjárhagsleg streita geta svo sannarlega haft gífurlega skaðleg áhrif á einstaklinga, og ef til meiri áhrif en margir gera sér grein fyrir. „Fjárhagskvíði er raunverulegur og hann getur haft áhrif á líðan, sambönd og jafnvel heilsu. Við verðum auðvitað að hafa í okkur og á til þess að geta fundið til öryggis. Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur, ekki vegna talnanna á blaðinu, heldur vegna tilfinninganna sem tengjast þeim. Málið er líka að þegar fjármálin eru ekki í lagi þá „blæðir“ það yfir í meira og minna allar hliðar á daglegu lífi. Fólk einangrast félagslega, streitan hefur áhrif á líkamlega heilsu og svo framvegis og svo framvegis. Fyrir marga er það að opna greiðsluseðil eins og að opna sár. Þetta getur lagst svo gífurlega þungt á sálina í fólki. Fólk upplifir að það að skulda sé skömm, sem það er þó klárlega ekki,” segir Kristín. Hún bendir á að birtingarmynd fjárhagslegrar streitu komi fram í hringrás: kveikju, sem leiði til streituviðbragða, sem leiði til skammtímaléttis, sem leiði síðan til stærra vandamáls síðar. Sem dæmi: Reikningur berst í heimabanka (kveikja). Viðkomandi einstaklingur forðast að opna ógreidda reikninga í heimabanka (streituviðbrögð). Hann finnur fyrir létti í augnablikinu en innheimtugjöld aukast og kvíði magnast (stærra vandamál). „Að brjóta hringrásina þýðir að læra að staldra við og íhuga og æfa sig í jákvæðum viðbrögðum í stað þess að bregðast ekki við. Þá kemur fjárhagsfærnin inn í myndina; meðvitund, íhugun og aðgerðir.“ Hún segist ávallt benda fólki á að bág fjárhagsstaða þess sé ekki áfellisdómur, heldur einfaldlega mynd af því hvar viðkomandi sé staddur í dag – og myndir geta breyst. Yfirsýn; Komdu stöðunni niður á blað eða skjal til að fá yfirsýn. Sestu niður með maka eða einhverjum sem getur aðstoðað (2). Staðan er yfirleitt ekki eins ómöguleg og þú telur. Hjálp; Þetta skref er erfiðasta skrefið. Ekki bera byrðina ein/n í skömm. Finndu þér aðila til að hjálpa þér að fara yfir stöðuna og útbúa aðgerðarplan. Slepptu samanburði; Ekki bera þína stöðu saman við stöðu annarra. Fjárhagskvíði eykst þegar þú berð þig saman við glansmynd samfélagsmiðla auk þess sem glansmyndin er sjaldnast rétt. Þetta gengur yfir; Vertu blíð/ur við sjálfa/n þig, losaðu þig við skömmina. Hvíld frá áhyggjum hreinsar þokuna, endurstillir tilfinningar þínar og styrkir seiglu. Þessi kafli er tímabundinn. Eftirfylgni; Lykillinn að árangri er eftirfylgni því þegar á móti blæs þá viljum við hætta, fjárhagskvíðinn tekur aftur við og líðanin er að þetta klárist aldrei. Að geta leitað aftur til þess sem er að aðstoða í gegnum þessa myrku tíma lýsir strax upp vandann og almennt er hann þá yfirstíganlegur Kristín segist sjálf hafa lent í því þegar hún var yngri að steypa sér í gífurleg fjárhagsvandræði – og komast síðan upp úr þeim. „Það hófst með því að ég varð átján ára og fékk fyrsta ávísanaheftið mitt, þetta var á þeim tíma þegar ávísanaheftin voru enn þá notuð. Maður var ungur og hafði ekki skilning á þessu öllu og ég fór algjörlega fram úr sjálfri mér. Þannig að ég veit hvernig það er að vera á þessum stað. Ég hef setið á móti einstaklingum, fólki á þrítugsaldri og upp úr, sem eru algjörlega búnir að gefast upp út af stöðu sinni, finnst lífið bara vera búið og eru sannfærðir um að þeir muni aldrei geta komist á réttan kjöl, eignast húsnæði eða annað. Og ég hef sagt við fólk: „Veistu, ég hef verið á þessum stað. Ég keypti ekki fyrstu íbúðina mína fyrr en ég var orðin 38 ára.“ Þegar þú ert í þessum aðstæðum, þegar maður er algjörlega bugaður og ráðþrota og sér enga leið út þá er svo gífurlega mikilvægt að halda í vonina.” Allir eiga skilið fjárhagslegan frið Líkt og Kristín bendir á geta greiðsluerfiðleikar verið eins og að leita að réttri leið í þoku. Stór fjárhagsleg markmið geti verið ómöguleg þegar fólk er þjakað af kvíða gagnvart stöðu sinni. Lykillinn sé að taka lítil, framkvæmanleg skref. Einföld, hagnýt skref í átt að endurgreiðslu eða úrræðum og aðstoð. „Það þarf aðstoð til að hjálpa til við að brjóta hlutina niður í viðráðanleg skref og aðgerðir - skref sem viðkomandi getur raunverulega tekið og fagnað. Hver sigur, sama hversu lítill hann er, byggir upp skriðþunga og minnir viðkomandi á að hann sé að taka framförum. Að taka lítil skref í einu, eins og að biðja um hjálp eða læra eitt nýtt skref fjárhagsfærni í einu, getur dregið úr þyngd fjárhagskvíða smátt og smátt og lyft sálinni upp. Vendipunkturinn er þegar maður byrjar að fá yfirsýn, nákvæma yfirsýn yfir tekjur, skuldir og mánaðarleg útgjöld. Oft er hægt að koma auga á gloppur og tækifæri og sjá einhvern rauðan þráð. Í langflestum tilfellum er það þannig að um leið og fólk fær þessa yfirsýn þá sér það að staðan er ekki slæm eins og það hélt. Þessi skýrleiki veitir hugarró og það er oft þar sem kvíðinn byrjar að minnka.“ Kristín vill hjálpa þeim sem fá ekki hjálp, og gera þeim kleift að öðlast frið í sálinni.Vísir/Anton Brink Kristín bætir við að eftirfylgni sé ekki síður nauðsynleg. „Ef málin eru orðin virkilega slæm þá nær fólk yfirleitt ekki að koma sér upp úr þessu nema með eftirfylgni. Og það verður að hafa jákvæða uppbyggingu í þessu ferli, stöðugan stuðning. Þegar fólk er að brjótast út úr þessum aðstæðum, eftir að hafa verið þjakað af fjárhagskvíða og áhyggjum í langan tíma, þá þarf það hreinlega sáluhjálp.” Sem fyrr segir stofnaði Kristín Vandalaust ráðgjafastofu fyrr á árinu og þar býður hún upp á uppsetningu og yfirsýn fjármála, endurskoðun synjana frá UMS, endurskoðun á synjunum frá öðrum stofnunum auk uppbyggilegra markþjálfasamtala á þessu sviði. Hún er þannig brú milli fólks og fjármálastofnana. „Hingað til hefur þetta verið mjög mikið hugsjónastarf hjá mér og þess vegna hef ég tekið verulega lítið fyrir aðstoðina, vegna þess að tilgangur minn er að hjálpa þeim sem fá ekki hjálp.” Kristín segir marga bera með sér gamlar skoðanir eins og „Ég er hræðilegur með peninga“ eða „Ég mun aldrei komast út úr þessu.“ Hluti af ferlinu sé að ögra þessum hugsunum og skipta þeim út fyrir vinsamlegri, valdeflandi sögu eins og: „Ég er að læra. Ég er fær. Ég get breytt þessu.“ Hún segir alla eiga skilið að öðlast fjárhagslegan frið en mikilvægt sé einnig að læra að halda ró sinni í ferlinu. „Skuldir hverfa ekki á einni nóttu. En kvíði getur minnkað um leið og farið er í markvissa sjálfsvinnu.“
Yfirsýn; Komdu stöðunni niður á blað eða skjal til að fá yfirsýn. Sestu niður með maka eða einhverjum sem getur aðstoðað (2). Staðan er yfirleitt ekki eins ómöguleg og þú telur. Hjálp; Þetta skref er erfiðasta skrefið. Ekki bera byrðina ein/n í skömm. Finndu þér aðila til að hjálpa þér að fara yfir stöðuna og útbúa aðgerðarplan. Slepptu samanburði; Ekki bera þína stöðu saman við stöðu annarra. Fjárhagskvíði eykst þegar þú berð þig saman við glansmynd samfélagsmiðla auk þess sem glansmyndin er sjaldnast rétt. Þetta gengur yfir; Vertu blíð/ur við sjálfa/n þig, losaðu þig við skömmina. Hvíld frá áhyggjum hreinsar þokuna, endurstillir tilfinningar þínar og styrkir seiglu. Þessi kafli er tímabundinn. Eftirfylgni; Lykillinn að árangri er eftirfylgni því þegar á móti blæs þá viljum við hætta, fjárhagskvíðinn tekur aftur við og líðanin er að þetta klárist aldrei. Að geta leitað aftur til þess sem er að aðstoða í gegnum þessa myrku tíma lýsir strax upp vandann og almennt er hann þá yfirstíganlegur
Fjármál heimilisins Fjármálafyrirtæki Mest lesið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Tónlist Óða boðflennan fangelsuð Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Fleiri fréttir Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Sjá meira