Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Lovísa Arnardóttir skrifar 21. nóvember 2025 13:01 Guðrún Ágústa segir ekki bara heimilislaust fólk leita til þeirra í mat, líka fólk sem á íbúð og er í vinnu, en á ekki fyrir mat. Afgreiddar eru um tvö til þrjú hundruð máltíðir daglega. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Samhjálpar hefur stöðvað framkvæmdir á nýrri Kaffistofu Samhjálpar við Grensásveg 46 þar til grenndarkynningu er lokið. Hópur íbúa sem býr í nágrenni við nýtt húsnæði kaffistofunnar hefur mótmælt opnun kaffistofunnar í hverfinu en í íbúagrúppu hverfisins á Facebook eru íbúar aftur á móti mjög jákvæðir. Geir Rúnar Birgisson, formaður húseigandafélags Grensásvegar 44-50 og eigandi Kjötbúðarinnar við Grensásveg 48, segir íbúa mótmæla flutningi Kaffistofunnar í viðtali við DV og segist hafa áhyggjur af því að flutningurinn muni hafa áhrif á íbúðaverð. Það séu barnafjölskyldur og grunnskólar í hverfinu og starfsemi Samhjálpar eigi ekki heima í nágrenni við það. Umræðan er þó á allt öðrum nótum í íbúagrúppunni. Þar segir ein til dæmis frá því að hún hafi um árabil rekið fyrirtæki sitt við hlið Kaffistofunnar í Borgartúni án vandræða. „Það var frábært fólk að vinna þarna og gott fólk sem þau sinntu. Mikið er ég glöð að þau fái húsnæði,“ segir hún og önnur tekur undir og segir frá því að starfsemin hafi byrjað í bílskúr ömmu sinnar og afa. „Samhjálp byrjaði í skúrnum heima hjá okkur á Sogavegi 158 þar sem amma og afi leyfðu þeim að byrja starfsemina hjá þeim í skúrnum.“ Umræður í hverfisgrúppu 108 eru að mestu jákvæðar. Facebook Aðrir taka undir og fagna flutningunum og þakka fyrir starf Samhjálpar. „Frábært, nú verður enn styttra að fara með góðgæti til þeirra,“ segir einn á meðan annar segir: „Vona að þeim verði mætt með hlýju og vinsemd.“ Kaffistofan verður rekin í rýminu við hlið Kjötbúðarinnar. Íbúðir eru á efri hæðum húsnæðisins. Vísir/Vilhelm Stuðningurinn dýrmætur „Ég fékk skilaboð um þessa umræðu í gærkvöld,“ segir Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Samhjálpar, um umræður í hverfisgrúppu 108 á Facebook og að það sé verulega dýrmætt fyrir starfsfólk Samhjálpar að sjá að viðbrögðin þar séu 99 prósent jákvæð. Guðrún Ágústa gerir ráð fyrir því að grenndarkynning muni taka allt að sex vikur og því sé ljóst að upprunalegt tímaplan um opnun nýju Kaffistofunnar 1. desember muni ekki ganga upp. Greint var frá því í sumar að leigusamningi Samhjálpar vegna húsnæðis Kaffistofunnar hefði verið sagt upp og rýma þyrfti húsnæðið fyrir október 2025. Kaffistofan hafði verið rekin í Borgartúni frá árinu 2007. Kaffistofan er því tímabundið í húsnæði Fíladelfíukirkjunnar við Hátún. Guðrún Ágústa segir samstarfið hafa gengið afar vel og á ekki von á öðru en að Kaffistofan muni geta verið þar til hún opnar á nýjum stað. Það sé þó snúið því stefnt hafi verið að því að opna fyrir jól, það sé annasamur tími bæði á Kaffistofunni og kirkjunni. Samhjálp fundar með Reykjavíkurborg um grenndarkynninguna í næstu viku. Fulltrúi Fíladelfíukirkjunnar verður með á fundinum. „Það er búið að samþykkja að senda þetta í grenndarkynningu og við erum að fara að funda með borginni í næstu viku. En við höfum stöðvað allar framkvæmdir á meðan þetta er í svona óvissu.“ Hún segir starfsemina rúmast innan núverandi skipulags og að áður en Kaffistofan opnar verði gerðar ýmiss konar ráðstafanir til að tryggja öryggi gesta og íbúa á Grensásvegi. Hún gerir ráð fyrir því að gestir noti til dæmis aðeins inngang frá Grensásvegi, ekki fyrir aftan, og því ættu íbúar ekki að verða varir við starfsemina að aftan. Gengið inn að framan „Þar er inngangur inn í fleiri íbúðir og raðhús. En við verðum eingöngu að framan og erum að grípa til ákveðinna aðgerða eins og að loka fyrir glugga og læsa neyðarútgangi sem opnast aðeins í neyð. Þannig við gerum ekki ráð fyrir að fólk sé fyrir aftan og okkar reynsla er bara líka sú að, að þessi starfsemi, það stafar ekki hætta af þessari starfsemi fyrir nágrennið,“ segir hún og ítrekar að fólk leiti til þeirra til að fá skjól og næringu, andlega og líkamlega. Starfsemi Kaffistofunnar er tvískipt þannig að framleiðsla á mat fer fram í húsnæði þeirra í Lynghálsi. Matnum er svo ekið í Kaffistofuna, bæði morgun- og hádegismat. „Við erum alltaf með morgunmat og svo heita máltíð í hádeginu og það er alltaf súpa plús kjöt eða fiskur eða bara grænmetisréttur.“ Inngangur er að aftan að íbúðum á efri hæð. Vísir/Vilhelm Tvö til þrjú hundruð máltíðir eru afgreiddar daglega á Kaffistofunni, bæði morgunmatur og hádegismatur. Guðrún Ágústa segir gesti ekki alla heimilislausa heldur leiti einnig til þeirra fólk sem einfaldlega hafi ekki efni á því að borða, sérstaklega um helgar. „Við erum opin alla daga ársins, frá tíu til tvö, nema yfir köldustu mánuðina þegar samningur hefur verið framlengdur til hálf fimm,“ segir hún. Frá tvö til hálf fimm sé mjög afmarkaður hópur á Kaffistofunni sem leiti svo á gistiskýli borgarinnar klukkan fimm þegar þau opna. Hún segir að gert verði ráð fyrir því að starfrækja skutl á milli gistikýlis og Kaffistofunnar sem getur tekið átta í einu. „Við erum opin þegar annað er lokað, þannig að við erum líka aukið öryggi,“ segir hún og að starfsfólk hugi ekki aðeins að húsnæðinu heldur líka umhverfinu. Til dæmis megi gera ráð fyrir því að þegar starfsemin hefst verði bílastæðið hálkuvarið og umhverfið þrifið reglulega. Stutt er í annað íbúðarhúsnæði. Rúna segir að gestir muni aðeins nota inngang að framan og muni því ekki eiga erindi bakvið húsið. Vísir/Vilhelm Geta borðað og slakað á Eins og kom fram að ofan er maturinn framleiddur á Lynghálsi. Á Grensásvegi verður því aðeins gert ráð fyrir matsal og viðtalsherbergjum. Fólk eigi að geta komið til að borða en einnig til að slaka á. Í núverandi húsnæði biðli þau til fólks sem sé ekki heimilislaust til að vera ekki lengur en í einn og hálfan tíma. Þannig nái þau báðum máltíðum en þau sem heimilislaus eru geta þá verið þar til lokar. „Þetta er ekki bara heimilislaust fólk. Ef þú telur þig þurfa á þjónustu okkar að halda, þá ertu velkomin. Það er fólk sem er í vinnu, sem á ekki fyrir mat, fólk sem leigir húsnæði eða á ekki fyrir mat og það kemur til okkar. Það vill enginn vera í þeim aðstæðum að þurfa að leita ásjár okkar og eiga ekki fyrir mat. Það er ekki eins og fólk hafi valið sér þetta hlutskipti.“ Guðrún Ágústa segir dýrmætt að heyra af stuðningi íbúa í 108 og vonar að hægt verði að sefa áhyggjur annarra í grenndarkynningu. Vísir/Vilhelm Hún á von á því að grenndarkynning geti hafist strax í næstu viku en það liggi fyrir að það geti tekið allt að sex vikur. Guðrún Ágústa segir eðlilegt að fólk hafi áhyggjur þegar umhverfi þeirra breytist með þessum hætti en telur fólk ekki þurfa að hafa áhyggjur af öryggi sínu eða innbrotum. Starfsemin hafi alltaf verið rekin í góðu samstarfi við nærumhverfi sitt í Borgartúni. Hún vonar að grenndarkynning verði til þess að fólk kynni sér starfsemina og að hún geti verið rekin í sátt. „En ég held að tíminn verði svolítið að leiða það í ljós. En við vonum að sjálfsögðu að hjartað mýkist og þau að minnsta kosti telji sig geta lifað með starfseminni. En svo er það okkar að sýna þeim fram á að við séum ekki til trafala, heldur að við séum partur af þessari fjölbreytni sem maður býr við þegar maður býr í mannlegu samfélagi.“ Málefni heimilislausra Fíkn Félagsmál Heilbrigðismál Matvælaframleiðsla Veitingastaðir Reykjavík Fjármál heimilisins Kaffistofa Samhjálpar Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Fleiri fréttir Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Sjá meira
Geir Rúnar Birgisson, formaður húseigandafélags Grensásvegar 44-50 og eigandi Kjötbúðarinnar við Grensásveg 48, segir íbúa mótmæla flutningi Kaffistofunnar í viðtali við DV og segist hafa áhyggjur af því að flutningurinn muni hafa áhrif á íbúðaverð. Það séu barnafjölskyldur og grunnskólar í hverfinu og starfsemi Samhjálpar eigi ekki heima í nágrenni við það. Umræðan er þó á allt öðrum nótum í íbúagrúppunni. Þar segir ein til dæmis frá því að hún hafi um árabil rekið fyrirtæki sitt við hlið Kaffistofunnar í Borgartúni án vandræða. „Það var frábært fólk að vinna þarna og gott fólk sem þau sinntu. Mikið er ég glöð að þau fái húsnæði,“ segir hún og önnur tekur undir og segir frá því að starfsemin hafi byrjað í bílskúr ömmu sinnar og afa. „Samhjálp byrjaði í skúrnum heima hjá okkur á Sogavegi 158 þar sem amma og afi leyfðu þeim að byrja starfsemina hjá þeim í skúrnum.“ Umræður í hverfisgrúppu 108 eru að mestu jákvæðar. Facebook Aðrir taka undir og fagna flutningunum og þakka fyrir starf Samhjálpar. „Frábært, nú verður enn styttra að fara með góðgæti til þeirra,“ segir einn á meðan annar segir: „Vona að þeim verði mætt með hlýju og vinsemd.“ Kaffistofan verður rekin í rýminu við hlið Kjötbúðarinnar. Íbúðir eru á efri hæðum húsnæðisins. Vísir/Vilhelm Stuðningurinn dýrmætur „Ég fékk skilaboð um þessa umræðu í gærkvöld,“ segir Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Samhjálpar, um umræður í hverfisgrúppu 108 á Facebook og að það sé verulega dýrmætt fyrir starfsfólk Samhjálpar að sjá að viðbrögðin þar séu 99 prósent jákvæð. Guðrún Ágústa gerir ráð fyrir því að grenndarkynning muni taka allt að sex vikur og því sé ljóst að upprunalegt tímaplan um opnun nýju Kaffistofunnar 1. desember muni ekki ganga upp. Greint var frá því í sumar að leigusamningi Samhjálpar vegna húsnæðis Kaffistofunnar hefði verið sagt upp og rýma þyrfti húsnæðið fyrir október 2025. Kaffistofan hafði verið rekin í Borgartúni frá árinu 2007. Kaffistofan er því tímabundið í húsnæði Fíladelfíukirkjunnar við Hátún. Guðrún Ágústa segir samstarfið hafa gengið afar vel og á ekki von á öðru en að Kaffistofan muni geta verið þar til hún opnar á nýjum stað. Það sé þó snúið því stefnt hafi verið að því að opna fyrir jól, það sé annasamur tími bæði á Kaffistofunni og kirkjunni. Samhjálp fundar með Reykjavíkurborg um grenndarkynninguna í næstu viku. Fulltrúi Fíladelfíukirkjunnar verður með á fundinum. „Það er búið að samþykkja að senda þetta í grenndarkynningu og við erum að fara að funda með borginni í næstu viku. En við höfum stöðvað allar framkvæmdir á meðan þetta er í svona óvissu.“ Hún segir starfsemina rúmast innan núverandi skipulags og að áður en Kaffistofan opnar verði gerðar ýmiss konar ráðstafanir til að tryggja öryggi gesta og íbúa á Grensásvegi. Hún gerir ráð fyrir því að gestir noti til dæmis aðeins inngang frá Grensásvegi, ekki fyrir aftan, og því ættu íbúar ekki að verða varir við starfsemina að aftan. Gengið inn að framan „Þar er inngangur inn í fleiri íbúðir og raðhús. En við verðum eingöngu að framan og erum að grípa til ákveðinna aðgerða eins og að loka fyrir glugga og læsa neyðarútgangi sem opnast aðeins í neyð. Þannig við gerum ekki ráð fyrir að fólk sé fyrir aftan og okkar reynsla er bara líka sú að, að þessi starfsemi, það stafar ekki hætta af þessari starfsemi fyrir nágrennið,“ segir hún og ítrekar að fólk leiti til þeirra til að fá skjól og næringu, andlega og líkamlega. Starfsemi Kaffistofunnar er tvískipt þannig að framleiðsla á mat fer fram í húsnæði þeirra í Lynghálsi. Matnum er svo ekið í Kaffistofuna, bæði morgun- og hádegismat. „Við erum alltaf með morgunmat og svo heita máltíð í hádeginu og það er alltaf súpa plús kjöt eða fiskur eða bara grænmetisréttur.“ Inngangur er að aftan að íbúðum á efri hæð. Vísir/Vilhelm Tvö til þrjú hundruð máltíðir eru afgreiddar daglega á Kaffistofunni, bæði morgunmatur og hádegismatur. Guðrún Ágústa segir gesti ekki alla heimilislausa heldur leiti einnig til þeirra fólk sem einfaldlega hafi ekki efni á því að borða, sérstaklega um helgar. „Við erum opin alla daga ársins, frá tíu til tvö, nema yfir köldustu mánuðina þegar samningur hefur verið framlengdur til hálf fimm,“ segir hún. Frá tvö til hálf fimm sé mjög afmarkaður hópur á Kaffistofunni sem leiti svo á gistiskýli borgarinnar klukkan fimm þegar þau opna. Hún segir að gert verði ráð fyrir því að starfrækja skutl á milli gistikýlis og Kaffistofunnar sem getur tekið átta í einu. „Við erum opin þegar annað er lokað, þannig að við erum líka aukið öryggi,“ segir hún og að starfsfólk hugi ekki aðeins að húsnæðinu heldur líka umhverfinu. Til dæmis megi gera ráð fyrir því að þegar starfsemin hefst verði bílastæðið hálkuvarið og umhverfið þrifið reglulega. Stutt er í annað íbúðarhúsnæði. Rúna segir að gestir muni aðeins nota inngang að framan og muni því ekki eiga erindi bakvið húsið. Vísir/Vilhelm Geta borðað og slakað á Eins og kom fram að ofan er maturinn framleiddur á Lynghálsi. Á Grensásvegi verður því aðeins gert ráð fyrir matsal og viðtalsherbergjum. Fólk eigi að geta komið til að borða en einnig til að slaka á. Í núverandi húsnæði biðli þau til fólks sem sé ekki heimilislaust til að vera ekki lengur en í einn og hálfan tíma. Þannig nái þau báðum máltíðum en þau sem heimilislaus eru geta þá verið þar til lokar. „Þetta er ekki bara heimilislaust fólk. Ef þú telur þig þurfa á þjónustu okkar að halda, þá ertu velkomin. Það er fólk sem er í vinnu, sem á ekki fyrir mat, fólk sem leigir húsnæði eða á ekki fyrir mat og það kemur til okkar. Það vill enginn vera í þeim aðstæðum að þurfa að leita ásjár okkar og eiga ekki fyrir mat. Það er ekki eins og fólk hafi valið sér þetta hlutskipti.“ Guðrún Ágústa segir dýrmætt að heyra af stuðningi íbúa í 108 og vonar að hægt verði að sefa áhyggjur annarra í grenndarkynningu. Vísir/Vilhelm Hún á von á því að grenndarkynning geti hafist strax í næstu viku en það liggi fyrir að það geti tekið allt að sex vikur. Guðrún Ágústa segir eðlilegt að fólk hafi áhyggjur þegar umhverfi þeirra breytist með þessum hætti en telur fólk ekki þurfa að hafa áhyggjur af öryggi sínu eða innbrotum. Starfsemin hafi alltaf verið rekin í góðu samstarfi við nærumhverfi sitt í Borgartúni. Hún vonar að grenndarkynning verði til þess að fólk kynni sér starfsemina og að hún geti verið rekin í sátt. „En ég held að tíminn verði svolítið að leiða það í ljós. En við vonum að sjálfsögðu að hjartað mýkist og þau að minnsta kosti telji sig geta lifað með starfseminni. En svo er það okkar að sýna þeim fram á að við séum ekki til trafala, heldur að við séum partur af þessari fjölbreytni sem maður býr við þegar maður býr í mannlegu samfélagi.“
Málefni heimilislausra Fíkn Félagsmál Heilbrigðismál Matvælaframleiðsla Veitingastaðir Reykjavík Fjármál heimilisins Kaffistofa Samhjálpar Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Fleiri fréttir Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Sjá meira