„Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Agnar Már Másson og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 11. nóvember 2025 21:56 Iðkunargjöld hjá íþróttafélögum mætti kalla fastan kostnað á mörgum heimilum. Þau hafa hækkað verulega hjá Stjörnunni og foreldrar lýsa áhyggjum af háum kostnaði. Vísir/vilhelm Æfingagjöld innan knattspyrnudeildar Stjörnunnar hækkuðu að jafnaði um 27 prósent frá því í fyrra. Foreldrar eru missáttir við verðhækkunina en framkvæmdastjóri Stjörnunnar segir að kostnaður íþróttafélaga við íþróttaiðkun barna sé orðinn afar mikill. Hann fagnar umræðunni. Greint var frá því á Vísi í dag að foreldrar í Garðabæ væru margir hvumsa yfir hækkunum á æfingagjöldum milli ára í fimmta flokki í barna- og unglingastarfi knattspyrnudeildar Stjörnunnar. Þeir sögðu að gjöldin hjá félaginu hefðu hækkað um allt að þrjátíu prósent milli ára. Í umræðu á Facebook benti móðir eins iðkanda í 5. flokki stúlkna hjá Stjörnunni á að hún hefði fengið rukkun frá íþróttafélaginu upp á 172 þúsund krónur, sem væri tæplega þriðjungi meira en í fyrra. Hún sagði að Álftanesi væri gjaldið 53 þúsund krónum ódýrara. Hvatapeningar eða íþróttastyrkur í Garðabæ eru sextíu þúsund krónur á barn árið 2025. Æfingagjöld dekki ekki fastan kostnað Baldvin Sturluson framkvæmdastjóri Stjörnunnar segir í yfirlýsingu til fréttastofu að æfingagjöld í barna- og unglingastarfi Stjörnunnar í öðrum deildum en knattspyrnudeild hafi aðeins verið hækkuð fyrir tímabilið 2025/2026 um 7 til 12 prósent. Hann segir að reynt hafi verið eftir fremsta megni að halda hækkunum í lágmarki en almennt hafi verið horft til þess að æfingagjöld í barna- og unglingastarfi félagsins dekkuðu laun þjálfara og annan fastan kostnað er tengdist barna- og unglingastarfinu. Baldvin Sturluson, framkvæmdastjóri Stjörnunnar. „Þegar horft er á knattspyrnudeild nokkur ár aftur í tímann að þá hafa æfingagjöld deildarinnar ekki dekkað laun og annan fastan kostnað í barna- og unglingastarfi deildarinnar,“ segir í yfirlýsingu Baldvins. Aðrar tekjur deildarinnar hafi því verið nýttar í þágu iðkenda og þannig hafi deildin getað haldið æfingagjöldum lágum og „töluvert lægri“ en hjá flestum knattspyrnudeildum landsins sem eru sambærilegar að stærð, segir í yfirlýsingunni. Töluverður samdráttur af öðrum tekjum af deildinni „Fyrir tímabilið 25/26 var ljóst að töluverður samdráttur yrði í öðrum tekjum barna- og unglingastarfs knattspyrnudeildar, laun innan deildarinnar hafa almennt hækkað ásamt því að annar fastur kostnaður hefur hækkað í takt við þróun verðlags.“ Þessar breytingar á rekstri hafi þýtt að hækka þyrfti æfingagjöld umtalsvert. Niðurstaðan var sú að æfingagjöld innan knattspyrnudeildarinnar hækkuðu að jafnaði um 27,1 prósent fyrir tímabilið 2025/2026, segir í yfirlýsingunni. „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur og þess vegna fagna ég þessari umræðu,“ skrifar Baldvin. „Þátttaka barna- og unglinga í íþróttastarfi er gríðarlega mikilvæg og þurfum við sem samfélag að finna lausnir í sameiningu á því hvernig við tryggjum ábyrgan og metnaðarfullan rekstur íþróttafélaga í landinu en jafnframt að tryggja aðgengi barna- og unglinga að íþróttaiðkun óháð efnahag,“ skrifar Baldvin í niðurlagið. Íþróttir barna Stjarnan Fjármál heimilisins Börn og uppeldi Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Sjá meira
Greint var frá því á Vísi í dag að foreldrar í Garðabæ væru margir hvumsa yfir hækkunum á æfingagjöldum milli ára í fimmta flokki í barna- og unglingastarfi knattspyrnudeildar Stjörnunnar. Þeir sögðu að gjöldin hjá félaginu hefðu hækkað um allt að þrjátíu prósent milli ára. Í umræðu á Facebook benti móðir eins iðkanda í 5. flokki stúlkna hjá Stjörnunni á að hún hefði fengið rukkun frá íþróttafélaginu upp á 172 þúsund krónur, sem væri tæplega þriðjungi meira en í fyrra. Hún sagði að Álftanesi væri gjaldið 53 þúsund krónum ódýrara. Hvatapeningar eða íþróttastyrkur í Garðabæ eru sextíu þúsund krónur á barn árið 2025. Æfingagjöld dekki ekki fastan kostnað Baldvin Sturluson framkvæmdastjóri Stjörnunnar segir í yfirlýsingu til fréttastofu að æfingagjöld í barna- og unglingastarfi Stjörnunnar í öðrum deildum en knattspyrnudeild hafi aðeins verið hækkuð fyrir tímabilið 2025/2026 um 7 til 12 prósent. Hann segir að reynt hafi verið eftir fremsta megni að halda hækkunum í lágmarki en almennt hafi verið horft til þess að æfingagjöld í barna- og unglingastarfi félagsins dekkuðu laun þjálfara og annan fastan kostnað er tengdist barna- og unglingastarfinu. Baldvin Sturluson, framkvæmdastjóri Stjörnunnar. „Þegar horft er á knattspyrnudeild nokkur ár aftur í tímann að þá hafa æfingagjöld deildarinnar ekki dekkað laun og annan fastan kostnað í barna- og unglingastarfi deildarinnar,“ segir í yfirlýsingu Baldvins. Aðrar tekjur deildarinnar hafi því verið nýttar í þágu iðkenda og þannig hafi deildin getað haldið æfingagjöldum lágum og „töluvert lægri“ en hjá flestum knattspyrnudeildum landsins sem eru sambærilegar að stærð, segir í yfirlýsingunni. Töluverður samdráttur af öðrum tekjum af deildinni „Fyrir tímabilið 25/26 var ljóst að töluverður samdráttur yrði í öðrum tekjum barna- og unglingastarfs knattspyrnudeildar, laun innan deildarinnar hafa almennt hækkað ásamt því að annar fastur kostnaður hefur hækkað í takt við þróun verðlags.“ Þessar breytingar á rekstri hafi þýtt að hækka þyrfti æfingagjöld umtalsvert. Niðurstaðan var sú að æfingagjöld innan knattspyrnudeildarinnar hækkuðu að jafnaði um 27,1 prósent fyrir tímabilið 2025/2026, segir í yfirlýsingunni. „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur og þess vegna fagna ég þessari umræðu,“ skrifar Baldvin. „Þátttaka barna- og unglinga í íþróttastarfi er gríðarlega mikilvæg og þurfum við sem samfélag að finna lausnir í sameiningu á því hvernig við tryggjum ábyrgan og metnaðarfullan rekstur íþróttafélaga í landinu en jafnframt að tryggja aðgengi barna- og unglinga að íþróttaiðkun óháð efnahag,“ skrifar Baldvin í niðurlagið.
Íþróttir barna Stjarnan Fjármál heimilisins Börn og uppeldi Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Sjá meira