Náttúruhamfarir

Fréttamynd

Heimsins nýjasta eyja lítur dagsins ljós

Heimsins nýjasta eyja reis úr sæ við strendur japönsku eyjarinnar Iwo Jima í Kyrrahafinu í síðustu viku. Veðurstofa Japans sagði í viðtali við CNN að enn nafnlausa eyjan hafi myndast í neðansjávargosi.

Erlent
Fréttamynd

27 látnir og miklar skemmdir í Mexíkó

Yfirvöld Í Mexíkó segja minnst 27 látna og fjögurra saknað eftir að fellibylurinn Otis náði landi þar í gærmorgun. Fregnir um tjón eru enn á reiki en tugir þúsunda eru sagðir bíða í skemmdum og rafmagnslausum húsum eftir aðstoð.

Erlent
Fréttamynd

Annar stór skjálfti í Afgan­istan

Annar stór jarðskjálfti reið yfir Afganistan í nótt aðeins nokkrum dögum eftir að tveir stórir skjálftar komu á sama svæði með þeim afleiðingum að rúmlega þúsund létu lífið.

Erlent
Fréttamynd

Minnst 180 farist og talið að fleiri muni finnast

Nærri 200 hafa farist í tveimur öflugum jarðskjálftum sem riðu yfir Afganistan í dag. Skjálftarnir mældust 6,3 að stærð og fylgdu minnst sjö kröftugir eftirskjálftar í kjölfarið. Þetta er í annað skiptið á innan við einu og hálfu ári sem öflugir jarðskjálftar skekja landið.

Erlent
Fréttamynd

Mannskæð skyndiflóð á Indlandi

Minnst fjórtán eru látnir og rúmlega hundrað er saknað vegna skyndiflóða á norðanverður Indlandi. Mikil rigning hefur verið á svæðinu og hafa björgunarsveitir staðið í ströngu frá því í gærmorgun. Rúmlega tvö þúsund manns hefur verið bjargað undan flóðunum.

Erlent
Fréttamynd

Ís­­lendingur lýsir á­standinu í New York sem súrrealísku

Neyðarástandi var lýst yfir í New York-borg og víðar í gær vegna mestu rigninga á svæðinu í sjötíu ár. Íslendingur sem búsettur hefur verið í borginni í áratug segir ástandið súrrealískt. Götur breyttust í straumþungar ár og samgöngur lömuðust.

Erlent
Fréttamynd

Snjóflóðavarnargarðar verða útivistarparadís

Því er spáð að nýir snjóflóðavarnargarðar á Patreksfirði verði útivistarparadís og aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Svo stoltir eru heimamenn af mannvirkinu að þeir buðu forseta Íslands að skoða veglegan útsýnispall sem búið er að smíða ofan á einum garðinum.

Innlent
Fréttamynd

Leitin að sökudólgum hafin í Líbíu

Fimm dögum eftir að flóð léku íbúa norðausturhluta Líbíu grátt eru lík enn að finnast á víð og dreif. Leitin að sökudólgum er hafin og Sameinuðu þjóðirnar segja að hægt hefði verið að koma í veg fyrir hamfarirnar.

Erlent
Fréttamynd

Mesta rigning í Hong Kong í 140 ár

Gríðarlegar rigningar í Hong Kong og í fleiri borgum í suðurhluta Kína hafa framkallað mikil flóð víða en rigningin er sú mesta sem riðið hefur yfir svæðið í manna minnum.

Erlent