Hera Björk segir frá raunum sínum í Georgíu Jón Ísak Ragnarsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 29. september 2024 14:18 Fellibylurinn reif með sér tré sem hrundu um allan bæinn. Vísir Hera Björk Brynjarsdóttir, Íslendingur sem býr í Valdosta í Georgíu þar sem fellibylurinn Helen reið yfir um helgina, segist aldrei hafa upplifað annað eins. Gífurlegar skemmdir eru á bænum eftir að tré hrundu ofan á hús og rafmagnslínur. Rafmagnslaust er í bænum og ekkert heitt vatn er heima hjá Heru. Ekki verður hægt að gera við rafmagnslínur fyrr en næsta laugardag. Helen var fjögurra stigs fellibylur þegar hann gekk á land í Flórída á fimmtudaginn og var þá einn sá öflugasti í sögu Bandaríkjanna. Vindhraði mældist þá yfir sextíu metrum á sekúndu. Ofsaveðrinu fylgdi lífshættulegt sjávarflóð í Karólínunum, en bylurinn þokaðist síðan norður yfir Georgíu og Karólínurnar tvær. Veðrið náði svo til Kentucky og Tennesse, en úrhellisrigning sem fylgdi því olli hamfaraflóðum í sunnanverðum Appalasíufjöllum. Minnst 63 eru látnir og margar milljónir manna eru án rafmagns í fjórum ríkjum í Suð-Austurhluta Bandaríkjanna, eftir fellibylinn. Talið er að fjárhagslegt tjón hlaupi á milljörðum dollara. Tré hrundu ofan á hús og splundruðu rafmagnslínum Hera Björk Brynjarsdóttir býr í Valdosta í Georgíu, og starfar á spítalanum þar sem lífeindafræðingur. Hún segir að ástandið í bænum sé súrrealískt, og að það hafi verið brjálað að gera á spítalanum undanfarna daga. Trén splundruðu húsum og rafmagnslínum.Vísir Hún var á næturvakt þegar fellibylurinn reið yfir bæinn. „Ég kem í vinnuna hérna klukkan 7 að kvöldi fimmtudags, og svo þegar maður fer úr vinnunni morguninn eftir, er eins og eitthvað, ég veit ekki einu sinni hvað kom fyrir bæinn,“ segir Hera. Tré hafi dottið út um allt, ofan á hús, rafmagnslínur hafi verið á víð og dreif, ónýtar og klipptar í tvennt af trjám sem höfðu fallið á þær. Hún segir að rafmagnið hafi farið af spítalanum, en hann hafi verið knúinn áfram með varaaflstöð. Varaaflstöðvarnar hafi verið tvær, og önnur þeirra eyðilagst í ofsaveðrinu. Rafmagnslaust er í bænum.Vísir Ekkert rafmagn fyrr en næstu helgi Hera segir að rafmagnið hafi farið af nánast öllum bænum. Heima hjá henni er rafmagnslaust og ekkert heitt vatn, bara kalt. „Ég held það hafi verið sagt að 99 prósent af öllum bænum hafi verið rafmagnslaus, og að spítalinn hafi verið eina byggingin með rafmagn,“ segir hún. Hún segir að aldrei hafi verið jafnmikið að gera á spítalanum og um helgina. Vísir Við erum með fólk sem er lagt inn, en svo voru allir að koma inn núna sem höfðu slasast á bráðavaktina. Ég held ég hafi aldrei séð jafnmarga á bráðavaktinni og hefur verið síðustu tvo daga,“ segir hún. Hera verður í bænum næstu daga vegna vinnu, en hún kveðst hlakka til að fara í frí. Hún ætlar þá að fara til frænku sinnar í Tampa, og hlakkar til að komast vonandi í heita sturtu og rafmagn. Talið er að rafmagnið verði ekki komið í lag fyrr en næsta laugardag. „Það er mjög löng bið, þau voru alveg búin að vara okkur við, þetta gætu orðið nokkrar vikur. Það var svo stórt svæði í Bandaríkjunum sem varð fyrir rafmagnsleysi, og allir sem geta hjálpað til við að laga þetta eru dreifðir yfir svo stórt svæði,“ segir hún. Bærinn hafi ekki verið undirbúinn Hera segir að upprunalega hafi fellibylurinn ekki átt að fara í gegnum Valdosta, en stefna hans hafi breyst síðasta klukkutímann áður en hann skall á land. Þess vegna hafi flestir íbúar Valdosta ekki verið undirbúnir undir fellibylinn. Til að mynda hafi allur matur orðið ónýtur í ísskápnum á föstudaginn. Hún segir að aðstæður séu mjög erfiðar fyrir margt fólk í bænum, og að hún sé einstaklega heppin að hennar íbúð sé ósködduð að frátöldu rafmagns- og heitavatnsleysi. Vísir Vísir Vísir Bandaríkin Náttúruhamfarir Íslendingar erlendis Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira
Helen var fjögurra stigs fellibylur þegar hann gekk á land í Flórída á fimmtudaginn og var þá einn sá öflugasti í sögu Bandaríkjanna. Vindhraði mældist þá yfir sextíu metrum á sekúndu. Ofsaveðrinu fylgdi lífshættulegt sjávarflóð í Karólínunum, en bylurinn þokaðist síðan norður yfir Georgíu og Karólínurnar tvær. Veðrið náði svo til Kentucky og Tennesse, en úrhellisrigning sem fylgdi því olli hamfaraflóðum í sunnanverðum Appalasíufjöllum. Minnst 63 eru látnir og margar milljónir manna eru án rafmagns í fjórum ríkjum í Suð-Austurhluta Bandaríkjanna, eftir fellibylinn. Talið er að fjárhagslegt tjón hlaupi á milljörðum dollara. Tré hrundu ofan á hús og splundruðu rafmagnslínum Hera Björk Brynjarsdóttir býr í Valdosta í Georgíu, og starfar á spítalanum þar sem lífeindafræðingur. Hún segir að ástandið í bænum sé súrrealískt, og að það hafi verið brjálað að gera á spítalanum undanfarna daga. Trén splundruðu húsum og rafmagnslínum.Vísir Hún var á næturvakt þegar fellibylurinn reið yfir bæinn. „Ég kem í vinnuna hérna klukkan 7 að kvöldi fimmtudags, og svo þegar maður fer úr vinnunni morguninn eftir, er eins og eitthvað, ég veit ekki einu sinni hvað kom fyrir bæinn,“ segir Hera. Tré hafi dottið út um allt, ofan á hús, rafmagnslínur hafi verið á víð og dreif, ónýtar og klipptar í tvennt af trjám sem höfðu fallið á þær. Hún segir að rafmagnið hafi farið af spítalanum, en hann hafi verið knúinn áfram með varaaflstöð. Varaaflstöðvarnar hafi verið tvær, og önnur þeirra eyðilagst í ofsaveðrinu. Rafmagnslaust er í bænum.Vísir Ekkert rafmagn fyrr en næstu helgi Hera segir að rafmagnið hafi farið af nánast öllum bænum. Heima hjá henni er rafmagnslaust og ekkert heitt vatn, bara kalt. „Ég held það hafi verið sagt að 99 prósent af öllum bænum hafi verið rafmagnslaus, og að spítalinn hafi verið eina byggingin með rafmagn,“ segir hún. Hún segir að aldrei hafi verið jafnmikið að gera á spítalanum og um helgina. Vísir Við erum með fólk sem er lagt inn, en svo voru allir að koma inn núna sem höfðu slasast á bráðavaktina. Ég held ég hafi aldrei séð jafnmarga á bráðavaktinni og hefur verið síðustu tvo daga,“ segir hún. Hera verður í bænum næstu daga vegna vinnu, en hún kveðst hlakka til að fara í frí. Hún ætlar þá að fara til frænku sinnar í Tampa, og hlakkar til að komast vonandi í heita sturtu og rafmagn. Talið er að rafmagnið verði ekki komið í lag fyrr en næsta laugardag. „Það er mjög löng bið, þau voru alveg búin að vara okkur við, þetta gætu orðið nokkrar vikur. Það var svo stórt svæði í Bandaríkjunum sem varð fyrir rafmagnsleysi, og allir sem geta hjálpað til við að laga þetta eru dreifðir yfir svo stórt svæði,“ segir hún. Bærinn hafi ekki verið undirbúinn Hera segir að upprunalega hafi fellibylurinn ekki átt að fara í gegnum Valdosta, en stefna hans hafi breyst síðasta klukkutímann áður en hann skall á land. Þess vegna hafi flestir íbúar Valdosta ekki verið undirbúnir undir fellibylinn. Til að mynda hafi allur matur orðið ónýtur í ísskápnum á föstudaginn. Hún segir að aðstæður séu mjög erfiðar fyrir margt fólk í bænum, og að hún sé einstaklega heppin að hennar íbúð sé ósködduð að frátöldu rafmagns- og heitavatnsleysi. Vísir Vísir Vísir
Bandaríkin Náttúruhamfarir Íslendingar erlendis Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira