„Það er hula yfir sólinni“ Vésteinn Örn Pétursson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 17. september 2024 19:46 Miklir skógareldar geisa í Portúgal. AP/Bruno Fonseca Sjö hafa farist í miklum gróðureldum sem geisa í Portúgal og á sjötta tug hafa slasast. Íslendingur í Portó segir gulleitan reykjarmökk hafa legið yfir borginni í dag og í gær. Hún hafi aldrei upplifað annað eins. Almannavarnir í Portúgal segja fimmtíu og fjóra gróðurelda brenna um norðanvert og mitt landið. Rúmlega fimm þúsund slökkviliðsmenn berjast við eldana og Frakkland, Grikkland, Ítalía og Spánn hafa sent flugvélar til aðstoðar. Loka hefur þurft tveimur lestarleiðum og þónokkrum hraðbrautum, þar á meðal hraðbrautinni milli Lisbon og Portó. Allt í kringum Portó brenna skógareldar og er borgin mettuð af reyk. Hann er svo mikill að hann sást á gervihnattamyndum í dag, berast yfir Atlantshafið. Telma Tómasson fréttakona er stödd í Portó. „Þetta kemur og fer en þetta var mjög slæmt í dag. Var líka slæmt í gær, en miklu verra í dag. Það er vindasamt núna og nóttin var mjög slæm. Ég gerði þau mistök að hafa opið, og reykjarmökkinn leggur hér yfir og maður finnur sviðann í augum,“ segir Telma. Hún sá eldana þegar hún flaug til Portó fyrir nokkrum dögum síðan. Hún segir eldana ekki sjást frá borgini en fólk finni vel fyrir reyknum. Telma segir daginn í dag hafa verið verstan. Mikinn reyk leggi yfir svæðið. „Það er alveg fólk úti og ég er búin að vera úti meiri hlutann af deginum. Ég sé að fólk er að nota grímur. Fólki er ráðlagt að halda sig innandyra sem er viðkvæmt fyrir reykjarmekkinum, enda er hann stækur,“ segir Telma. Hún segist aldrei hafa upplifað svona aðstæður áður. „Þetta er mjög skrítið. Það er hula yfir sólinni, það er allt rauðgulleitt. Þegar ástandið var verst í dag sá ég ekki yfir ána, og það sást varla í húsin hérna hinu megin við ána. Það er ekki svo langt hérna á milli.“ Portúgal Náttúruhamfarir Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Almannavarnir í Portúgal segja fimmtíu og fjóra gróðurelda brenna um norðanvert og mitt landið. Rúmlega fimm þúsund slökkviliðsmenn berjast við eldana og Frakkland, Grikkland, Ítalía og Spánn hafa sent flugvélar til aðstoðar. Loka hefur þurft tveimur lestarleiðum og þónokkrum hraðbrautum, þar á meðal hraðbrautinni milli Lisbon og Portó. Allt í kringum Portó brenna skógareldar og er borgin mettuð af reyk. Hann er svo mikill að hann sást á gervihnattamyndum í dag, berast yfir Atlantshafið. Telma Tómasson fréttakona er stödd í Portó. „Þetta kemur og fer en þetta var mjög slæmt í dag. Var líka slæmt í gær, en miklu verra í dag. Það er vindasamt núna og nóttin var mjög slæm. Ég gerði þau mistök að hafa opið, og reykjarmökkinn leggur hér yfir og maður finnur sviðann í augum,“ segir Telma. Hún sá eldana þegar hún flaug til Portó fyrir nokkrum dögum síðan. Hún segir eldana ekki sjást frá borgini en fólk finni vel fyrir reyknum. Telma segir daginn í dag hafa verið verstan. Mikinn reyk leggi yfir svæðið. „Það er alveg fólk úti og ég er búin að vera úti meiri hlutann af deginum. Ég sé að fólk er að nota grímur. Fólki er ráðlagt að halda sig innandyra sem er viðkvæmt fyrir reykjarmekkinum, enda er hann stækur,“ segir Telma. Hún segist aldrei hafa upplifað svona aðstæður áður. „Þetta er mjög skrítið. Það er hula yfir sólinni, það er allt rauðgulleitt. Þegar ástandið var verst í dag sá ég ekki yfir ána, og það sást varla í húsin hérna hinu megin við ána. Það er ekki svo langt hérna á milli.“
Portúgal Náttúruhamfarir Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira