Þriggja mánaða úrkoma á þremur dögum í mannskæðum flóðum Kjartan Kjartansson skrifar 16. september 2024 09:06 Flóðvatn streymir í gegnum bæinn Glucholazy í suðvestanverðu Póllandi sunnudaginn 15. september 2024. Vísir/EPA Að minnsta kosti tíu eru látnir í flóðunum í Mið-Evrópu þar sem neyðarástand ríkir víða. Á sumum stöðum hefur þriggja mánaða úrkoma fallið á aðeins þremur dögum. Aftakaúrkomu hefur gert í Mið- og Austur-Evrópu undanfarna daga og heilu bæirnir eru á floti. Heimili, brýr og innviðir hafa eyðilagst víða, samgöngur spillst og í Póllandi brast stífla í hamförunum. Sérstaklega hafa bæir við landamæri Pólland og Tékklands farið illa í flóðunum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þrátt fyrir að byrjað væri að sjatna í ám þar í morgun hafa flóðin náð víðar og ógna stærri borgum í báðum löndum. Sex fórust í flóðunum í Rúmeníu yfir helgina, einn í Tékklandi og þá fórst austurrískur slökkviliðsmaður þegar hann dældi vatni úr kjallara. Talið er að tveir hafi drukknað í Póllandi. Sums staðar í Tékklandi hefur þriggja mánaða úrkoma fallið á þremur dögum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þar þurftu tólf þúsund manns að yfirgefa heimili sín vegna hamfaranna, að sögn Petrs Fiala, forsætisráðherra. BBC segir að nokkurra sem sáust hverfa í vatnselginn sé saknað í Norður- og Suður-Moravíu. Í Austurríki er nágrenni Vínar lýst sem hamfarasvæði og ástandið þar er sagt fordæmalaust. Yfirvöld í Slóvakíu og Ungverjalandi búa sig undir möguleg flóð vegna vatnavaxta í Dóná. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hét stuðningi sambandsins við þau ríki sem hafa orðið fyrir hamförunum. Pólland Rúmenía Austurríki Tékkland Náttúruhamfarir Loftslagsmál Tengdar fréttir Íslendingur í Vín: „Ég hef aldrei kynnst svona vatnsveðri“ Minnst átta hafa látist í flóðum sem gengið hafa yfir Mið- og Austur-Evrópu eftir storminn Boris. Fjölmargra er saknað. Íslendingur í Vín segist aldrei hafa séð annað eins á þeim átta árum sem hann hefur búið á svæðinu. 15. september 2024 19:13 Neyðarástand vegna flóða í Mið- og Austur- Evrópu Viðbragðsaðilar víða um Mið- og Austur-Evrópu eru önnum kafin vegna gríðarlegra rigninga síðustu daga. Þúsundir heimila eru eyðilögð og bætt verulega í ár. Einn er látinn í Póllandi vegna flóðanna sem hafa fylgt rigningunni og fjórir í Rúmeníu. Neyðarástandi hefur víða verið lýst yfir. Búist er við því að það gæti rignt til þriðjudags sums staðar. 15. september 2024 07:43 Búa sig undir aftakaúrkomu og flóð í Mið-Evrópu Slökkviliðsmenn í Prag unnu að því að koma upp flóðvörnum í kringum gamla bæinn þar vegna aftakaúrkomu sem er spáð fram á helgina. Svipuðu veðri er spáð víða í Mið-Evrópu næstu daga. 13. september 2024 23:49 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Dómsdagsklukkan færð fram Erlent Fleiri fréttir Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Sjá meira
Aftakaúrkomu hefur gert í Mið- og Austur-Evrópu undanfarna daga og heilu bæirnir eru á floti. Heimili, brýr og innviðir hafa eyðilagst víða, samgöngur spillst og í Póllandi brast stífla í hamförunum. Sérstaklega hafa bæir við landamæri Pólland og Tékklands farið illa í flóðunum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þrátt fyrir að byrjað væri að sjatna í ám þar í morgun hafa flóðin náð víðar og ógna stærri borgum í báðum löndum. Sex fórust í flóðunum í Rúmeníu yfir helgina, einn í Tékklandi og þá fórst austurrískur slökkviliðsmaður þegar hann dældi vatni úr kjallara. Talið er að tveir hafi drukknað í Póllandi. Sums staðar í Tékklandi hefur þriggja mánaða úrkoma fallið á þremur dögum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þar þurftu tólf þúsund manns að yfirgefa heimili sín vegna hamfaranna, að sögn Petrs Fiala, forsætisráðherra. BBC segir að nokkurra sem sáust hverfa í vatnselginn sé saknað í Norður- og Suður-Moravíu. Í Austurríki er nágrenni Vínar lýst sem hamfarasvæði og ástandið þar er sagt fordæmalaust. Yfirvöld í Slóvakíu og Ungverjalandi búa sig undir möguleg flóð vegna vatnavaxta í Dóná. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hét stuðningi sambandsins við þau ríki sem hafa orðið fyrir hamförunum.
Pólland Rúmenía Austurríki Tékkland Náttúruhamfarir Loftslagsmál Tengdar fréttir Íslendingur í Vín: „Ég hef aldrei kynnst svona vatnsveðri“ Minnst átta hafa látist í flóðum sem gengið hafa yfir Mið- og Austur-Evrópu eftir storminn Boris. Fjölmargra er saknað. Íslendingur í Vín segist aldrei hafa séð annað eins á þeim átta árum sem hann hefur búið á svæðinu. 15. september 2024 19:13 Neyðarástand vegna flóða í Mið- og Austur- Evrópu Viðbragðsaðilar víða um Mið- og Austur-Evrópu eru önnum kafin vegna gríðarlegra rigninga síðustu daga. Þúsundir heimila eru eyðilögð og bætt verulega í ár. Einn er látinn í Póllandi vegna flóðanna sem hafa fylgt rigningunni og fjórir í Rúmeníu. Neyðarástandi hefur víða verið lýst yfir. Búist er við því að það gæti rignt til þriðjudags sums staðar. 15. september 2024 07:43 Búa sig undir aftakaúrkomu og flóð í Mið-Evrópu Slökkviliðsmenn í Prag unnu að því að koma upp flóðvörnum í kringum gamla bæinn þar vegna aftakaúrkomu sem er spáð fram á helgina. Svipuðu veðri er spáð víða í Mið-Evrópu næstu daga. 13. september 2024 23:49 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Dómsdagsklukkan færð fram Erlent Fleiri fréttir Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Sjá meira
Íslendingur í Vín: „Ég hef aldrei kynnst svona vatnsveðri“ Minnst átta hafa látist í flóðum sem gengið hafa yfir Mið- og Austur-Evrópu eftir storminn Boris. Fjölmargra er saknað. Íslendingur í Vín segist aldrei hafa séð annað eins á þeim átta árum sem hann hefur búið á svæðinu. 15. september 2024 19:13
Neyðarástand vegna flóða í Mið- og Austur- Evrópu Viðbragðsaðilar víða um Mið- og Austur-Evrópu eru önnum kafin vegna gríðarlegra rigninga síðustu daga. Þúsundir heimila eru eyðilögð og bætt verulega í ár. Einn er látinn í Póllandi vegna flóðanna sem hafa fylgt rigningunni og fjórir í Rúmeníu. Neyðarástandi hefur víða verið lýst yfir. Búist er við því að það gæti rignt til þriðjudags sums staðar. 15. september 2024 07:43
Búa sig undir aftakaúrkomu og flóð í Mið-Evrópu Slökkviliðsmenn í Prag unnu að því að koma upp flóðvörnum í kringum gamla bæinn þar vegna aftakaúrkomu sem er spáð fram á helgina. Svipuðu veðri er spáð víða í Mið-Evrópu næstu daga. 13. september 2024 23:49