Þriggja mánaða úrkoma á þremur dögum í mannskæðum flóðum Kjartan Kjartansson skrifar 16. september 2024 09:06 Flóðvatn streymir í gegnum bæinn Glucholazy í suðvestanverðu Póllandi sunnudaginn 15. september 2024. Vísir/EPA Að minnsta kosti tíu eru látnir í flóðunum í Mið-Evrópu þar sem neyðarástand ríkir víða. Á sumum stöðum hefur þriggja mánaða úrkoma fallið á aðeins þremur dögum. Aftakaúrkomu hefur gert í Mið- og Austur-Evrópu undanfarna daga og heilu bæirnir eru á floti. Heimili, brýr og innviðir hafa eyðilagst víða, samgöngur spillst og í Póllandi brast stífla í hamförunum. Sérstaklega hafa bæir við landamæri Pólland og Tékklands farið illa í flóðunum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þrátt fyrir að byrjað væri að sjatna í ám þar í morgun hafa flóðin náð víðar og ógna stærri borgum í báðum löndum. Sex fórust í flóðunum í Rúmeníu yfir helgina, einn í Tékklandi og þá fórst austurrískur slökkviliðsmaður þegar hann dældi vatni úr kjallara. Talið er að tveir hafi drukknað í Póllandi. Sums staðar í Tékklandi hefur þriggja mánaða úrkoma fallið á þremur dögum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þar þurftu tólf þúsund manns að yfirgefa heimili sín vegna hamfaranna, að sögn Petrs Fiala, forsætisráðherra. BBC segir að nokkurra sem sáust hverfa í vatnselginn sé saknað í Norður- og Suður-Moravíu. Í Austurríki er nágrenni Vínar lýst sem hamfarasvæði og ástandið þar er sagt fordæmalaust. Yfirvöld í Slóvakíu og Ungverjalandi búa sig undir möguleg flóð vegna vatnavaxta í Dóná. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hét stuðningi sambandsins við þau ríki sem hafa orðið fyrir hamförunum. Pólland Rúmenía Austurríki Tékkland Náttúruhamfarir Loftslagsmál Tengdar fréttir Íslendingur í Vín: „Ég hef aldrei kynnst svona vatnsveðri“ Minnst átta hafa látist í flóðum sem gengið hafa yfir Mið- og Austur-Evrópu eftir storminn Boris. Fjölmargra er saknað. Íslendingur í Vín segist aldrei hafa séð annað eins á þeim átta árum sem hann hefur búið á svæðinu. 15. september 2024 19:13 Neyðarástand vegna flóða í Mið- og Austur- Evrópu Viðbragðsaðilar víða um Mið- og Austur-Evrópu eru önnum kafin vegna gríðarlegra rigninga síðustu daga. Þúsundir heimila eru eyðilögð og bætt verulega í ár. Einn er látinn í Póllandi vegna flóðanna sem hafa fylgt rigningunni og fjórir í Rúmeníu. Neyðarástandi hefur víða verið lýst yfir. Búist er við því að það gæti rignt til þriðjudags sums staðar. 15. september 2024 07:43 Búa sig undir aftakaúrkomu og flóð í Mið-Evrópu Slökkviliðsmenn í Prag unnu að því að koma upp flóðvörnum í kringum gamla bæinn þar vegna aftakaúrkomu sem er spáð fram á helgina. Svipuðu veðri er spáð víða í Mið-Evrópu næstu daga. 13. september 2024 23:49 Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Fleiri fréttir Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Sjá meira
Aftakaúrkomu hefur gert í Mið- og Austur-Evrópu undanfarna daga og heilu bæirnir eru á floti. Heimili, brýr og innviðir hafa eyðilagst víða, samgöngur spillst og í Póllandi brast stífla í hamförunum. Sérstaklega hafa bæir við landamæri Pólland og Tékklands farið illa í flóðunum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þrátt fyrir að byrjað væri að sjatna í ám þar í morgun hafa flóðin náð víðar og ógna stærri borgum í báðum löndum. Sex fórust í flóðunum í Rúmeníu yfir helgina, einn í Tékklandi og þá fórst austurrískur slökkviliðsmaður þegar hann dældi vatni úr kjallara. Talið er að tveir hafi drukknað í Póllandi. Sums staðar í Tékklandi hefur þriggja mánaða úrkoma fallið á þremur dögum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þar þurftu tólf þúsund manns að yfirgefa heimili sín vegna hamfaranna, að sögn Petrs Fiala, forsætisráðherra. BBC segir að nokkurra sem sáust hverfa í vatnselginn sé saknað í Norður- og Suður-Moravíu. Í Austurríki er nágrenni Vínar lýst sem hamfarasvæði og ástandið þar er sagt fordæmalaust. Yfirvöld í Slóvakíu og Ungverjalandi búa sig undir möguleg flóð vegna vatnavaxta í Dóná. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hét stuðningi sambandsins við þau ríki sem hafa orðið fyrir hamförunum.
Pólland Rúmenía Austurríki Tékkland Náttúruhamfarir Loftslagsmál Tengdar fréttir Íslendingur í Vín: „Ég hef aldrei kynnst svona vatnsveðri“ Minnst átta hafa látist í flóðum sem gengið hafa yfir Mið- og Austur-Evrópu eftir storminn Boris. Fjölmargra er saknað. Íslendingur í Vín segist aldrei hafa séð annað eins á þeim átta árum sem hann hefur búið á svæðinu. 15. september 2024 19:13 Neyðarástand vegna flóða í Mið- og Austur- Evrópu Viðbragðsaðilar víða um Mið- og Austur-Evrópu eru önnum kafin vegna gríðarlegra rigninga síðustu daga. Þúsundir heimila eru eyðilögð og bætt verulega í ár. Einn er látinn í Póllandi vegna flóðanna sem hafa fylgt rigningunni og fjórir í Rúmeníu. Neyðarástandi hefur víða verið lýst yfir. Búist er við því að það gæti rignt til þriðjudags sums staðar. 15. september 2024 07:43 Búa sig undir aftakaúrkomu og flóð í Mið-Evrópu Slökkviliðsmenn í Prag unnu að því að koma upp flóðvörnum í kringum gamla bæinn þar vegna aftakaúrkomu sem er spáð fram á helgina. Svipuðu veðri er spáð víða í Mið-Evrópu næstu daga. 13. september 2024 23:49 Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Fleiri fréttir Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Sjá meira
Íslendingur í Vín: „Ég hef aldrei kynnst svona vatnsveðri“ Minnst átta hafa látist í flóðum sem gengið hafa yfir Mið- og Austur-Evrópu eftir storminn Boris. Fjölmargra er saknað. Íslendingur í Vín segist aldrei hafa séð annað eins á þeim átta árum sem hann hefur búið á svæðinu. 15. september 2024 19:13
Neyðarástand vegna flóða í Mið- og Austur- Evrópu Viðbragðsaðilar víða um Mið- og Austur-Evrópu eru önnum kafin vegna gríðarlegra rigninga síðustu daga. Þúsundir heimila eru eyðilögð og bætt verulega í ár. Einn er látinn í Póllandi vegna flóðanna sem hafa fylgt rigningunni og fjórir í Rúmeníu. Neyðarástandi hefur víða verið lýst yfir. Búist er við því að það gæti rignt til þriðjudags sums staðar. 15. september 2024 07:43
Búa sig undir aftakaúrkomu og flóð í Mið-Evrópu Slökkviliðsmenn í Prag unnu að því að koma upp flóðvörnum í kringum gamla bæinn þar vegna aftakaúrkomu sem er spáð fram á helgina. Svipuðu veðri er spáð víða í Mið-Evrópu næstu daga. 13. september 2024 23:49