Risaflóðbylgja í grænlenskum firði mældist um allan heim Kjartan Kjartansson skrifar 12. september 2024 23:55 Mynd sem var tekin af berghlíðinni í ágúst, rúmum mánuði áður en berghlaupið varð. Hlutinn sem er afmarkaður með gulri línu er sá sem féll út í Dickson-fjörð. Søren Rysgaard/Jarðvísindastofnun Danmerkur og Grænlands Óútskýrðar hræringar sem greindust á jarðskjálftamælum um alla jörð í fyrra stöfuðu frá risavaxinni flóðbylgju sem velktist um í firði á Austur-Grænlandi í níu daga. Hnattræn hlýnun er sögð ástæða berghlaupsins út í fjörðinn sem kom bylgjunni af stað. Fjölþjóðlegur hópur vísindamanna með hjálp danska sjóhersins rakti slóð titringings sem kom fram á jarðskjálftamælum á níutíu sekúndna fresti í níu daga í september í fyrra. Böndin bárust fljótt að flóðbylgju í afskekktum firði á Grænlandi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Gögn úr jarðskjálftamælum, gervitunglamyndir og ljósmyndir af firðinum leiddu vísindamennina að Dickson-firði á Austur-Grænlandi. Í ljós kom að hluti úr fjalli hafði hrunið og tekið með sér hluta af jökli út út í sjó 16. september í fyrra. Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í vísindaritinu Science í dag. Bergið sem hrundi út í fjörðinni var sex hundruð sinnum tvö hundruð metrar, um 25 milljónir rúmmetrar, og féll úr um 1,2 kílómetra hæð, að sögn danska ríkisútvarpsins. Áætlað er að flóðbylgjan hafi orðið tvö hundruð metra há. Vegna þess að berghlaupið varð í firði sem gengur meira en tvö hundruð kílómetra inn í land frá opnu hafi lokaðist flóðbylgjan inni. Talið er að hún hafi velkst um í firðinum allt að tíu þúsund sinnum áður en hún fjaraði loks út. „Við höfum aldrei séð svona umfangsmikla hreyfingu vatns á svona löngum tíma,“ segir Stephen Hicks frá University College í London sem tók þátt í rannsókninni við BBC. Jökullinn hélt ekki lengur við fjallið Vísindamennirnir sem stóðu að rannsókninni segja að hlýnandi veðurfar á Grænlandi sem bræðir nú jöklana þar hratt sé orsök þess að berghlaupið risavaxna fór af stað. Þegar jöklarnir bráðna og þynnast hopa þeir. Óstöðugar fjallshlíðar sem voru áður studdar af skriðjöklum geta farið af stað þegar jöklarnir hopa. „Þessi jökull hélt uppi þessu fjalli og að hann varð svo þunnur að hann hætti bara að styðja við það. Það sýnir að loftslagsbreytingar hafa áhrif á þessu svæði nú þegar,“ segir Hicks. Fjórir fórust í þorpinu Nuugaatsiaq á vesturströnd Grænlands þegar flóðbylgja af völdum berghlaups í nálægum firði gekk yfir það árið 2017. Dickson-fjörður þar sem flóðbylgjan varð í fyrra er afskekktur en þangað sigla þó skemmtiferðaskip í norðurskautsferðum. Kristian Svennevig frá Jarðfræðistofnun Danmerkur og Grænlands (GEUS) segir atburði af þessu tagi sífellt algengari á norðurslóðum. „Við verðum nú vitni að aukningu í risavöxnum berghlaupum sem valda flóðbylgjum, sérstaklega á Grænlandi. Þó að atburðurinn í Dickson-firði staðfesti ekki þessa þróun einn og sér þá undirstrikar þessi fordæmalausa stærðargráða nauðsyn þess að rannsaka þetta betur,“ segir hann við BBC. Almannavarnir á Íslandi vöruðu við ferðum á Svínafellsjökul sumarið 2018 vegna hættu á skriðuföllum þar. Fylgst hefur verið með sprungum í Svínafellsheiði vegna hættu á stórum berghlaupum. Varað hefur verið við hættu á berghlaupum í jökullón sem hafa myndast við sporða fjölda hopandi skriðjökla og gætu valdið flóðbylgjum. Í myndbandinu í spilaranum hér fyrir neðan fer einn höfunda rannsóknarinnar á flóðbylgjunni í Dickson-firði yfir niðurstöðurnar með myndum af berghlíðinni. Grænland Eldgos og jarðhræringar Loftslagsmál Vísindi Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Vara við meiriháttar flóðbylgju í Alaska vegna bráðnandi jökuls Hópur vísindamanna sem fylgist með landhræringum á norðurskautinu óttast að berghlaup úr fjallshlíð geti valdið gríðarlega stórri flóðbylgju á einu þéttbýlasta svæði Alaska á allra næstu áratugum. Aukin hætta er sögð á hamfaraskriðum og flóðbylgjum vegna hnattrænnar hlýnunar á norðurslóðum. 21. maí 2020 09:00 Varað við ferðum á Svínafellsjökul vegna skriðuhættu Hætta er talin á skriðuföllum ofan á Svínafellsjökul þar sem sprunga hefur myndast í heiðinni fyrir ofan hann. 22. júní 2018 12:02 Stærsta flóðbylgjan á Grænlandi náði níutíu metra hæð Vísindamenn rannsaka nú svæðið í kjölfar berghlaups í júní síðastliðnum. Þeir segja flóðbylgjur sem skullu á byggðina hafa verið hærri en þær sem skullu á Japan í hamförunum þar árið 2011. 26. júlí 2017 08:25 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Sjá meira
Fjölþjóðlegur hópur vísindamanna með hjálp danska sjóhersins rakti slóð titringings sem kom fram á jarðskjálftamælum á níutíu sekúndna fresti í níu daga í september í fyrra. Böndin bárust fljótt að flóðbylgju í afskekktum firði á Grænlandi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Gögn úr jarðskjálftamælum, gervitunglamyndir og ljósmyndir af firðinum leiddu vísindamennina að Dickson-firði á Austur-Grænlandi. Í ljós kom að hluti úr fjalli hafði hrunið og tekið með sér hluta af jökli út út í sjó 16. september í fyrra. Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í vísindaritinu Science í dag. Bergið sem hrundi út í fjörðinni var sex hundruð sinnum tvö hundruð metrar, um 25 milljónir rúmmetrar, og féll úr um 1,2 kílómetra hæð, að sögn danska ríkisútvarpsins. Áætlað er að flóðbylgjan hafi orðið tvö hundruð metra há. Vegna þess að berghlaupið varð í firði sem gengur meira en tvö hundruð kílómetra inn í land frá opnu hafi lokaðist flóðbylgjan inni. Talið er að hún hafi velkst um í firðinum allt að tíu þúsund sinnum áður en hún fjaraði loks út. „Við höfum aldrei séð svona umfangsmikla hreyfingu vatns á svona löngum tíma,“ segir Stephen Hicks frá University College í London sem tók þátt í rannsókninni við BBC. Jökullinn hélt ekki lengur við fjallið Vísindamennirnir sem stóðu að rannsókninni segja að hlýnandi veðurfar á Grænlandi sem bræðir nú jöklana þar hratt sé orsök þess að berghlaupið risavaxna fór af stað. Þegar jöklarnir bráðna og þynnast hopa þeir. Óstöðugar fjallshlíðar sem voru áður studdar af skriðjöklum geta farið af stað þegar jöklarnir hopa. „Þessi jökull hélt uppi þessu fjalli og að hann varð svo þunnur að hann hætti bara að styðja við það. Það sýnir að loftslagsbreytingar hafa áhrif á þessu svæði nú þegar,“ segir Hicks. Fjórir fórust í þorpinu Nuugaatsiaq á vesturströnd Grænlands þegar flóðbylgja af völdum berghlaups í nálægum firði gekk yfir það árið 2017. Dickson-fjörður þar sem flóðbylgjan varð í fyrra er afskekktur en þangað sigla þó skemmtiferðaskip í norðurskautsferðum. Kristian Svennevig frá Jarðfræðistofnun Danmerkur og Grænlands (GEUS) segir atburði af þessu tagi sífellt algengari á norðurslóðum. „Við verðum nú vitni að aukningu í risavöxnum berghlaupum sem valda flóðbylgjum, sérstaklega á Grænlandi. Þó að atburðurinn í Dickson-firði staðfesti ekki þessa þróun einn og sér þá undirstrikar þessi fordæmalausa stærðargráða nauðsyn þess að rannsaka þetta betur,“ segir hann við BBC. Almannavarnir á Íslandi vöruðu við ferðum á Svínafellsjökul sumarið 2018 vegna hættu á skriðuföllum þar. Fylgst hefur verið með sprungum í Svínafellsheiði vegna hættu á stórum berghlaupum. Varað hefur verið við hættu á berghlaupum í jökullón sem hafa myndast við sporða fjölda hopandi skriðjökla og gætu valdið flóðbylgjum. Í myndbandinu í spilaranum hér fyrir neðan fer einn höfunda rannsóknarinnar á flóðbylgjunni í Dickson-firði yfir niðurstöðurnar með myndum af berghlíðinni.
Grænland Eldgos og jarðhræringar Loftslagsmál Vísindi Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Vara við meiriháttar flóðbylgju í Alaska vegna bráðnandi jökuls Hópur vísindamanna sem fylgist með landhræringum á norðurskautinu óttast að berghlaup úr fjallshlíð geti valdið gríðarlega stórri flóðbylgju á einu þéttbýlasta svæði Alaska á allra næstu áratugum. Aukin hætta er sögð á hamfaraskriðum og flóðbylgjum vegna hnattrænnar hlýnunar á norðurslóðum. 21. maí 2020 09:00 Varað við ferðum á Svínafellsjökul vegna skriðuhættu Hætta er talin á skriðuföllum ofan á Svínafellsjökul þar sem sprunga hefur myndast í heiðinni fyrir ofan hann. 22. júní 2018 12:02 Stærsta flóðbylgjan á Grænlandi náði níutíu metra hæð Vísindamenn rannsaka nú svæðið í kjölfar berghlaups í júní síðastliðnum. Þeir segja flóðbylgjur sem skullu á byggðina hafa verið hærri en þær sem skullu á Japan í hamförunum þar árið 2011. 26. júlí 2017 08:25 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Sjá meira
Vara við meiriháttar flóðbylgju í Alaska vegna bráðnandi jökuls Hópur vísindamanna sem fylgist með landhræringum á norðurskautinu óttast að berghlaup úr fjallshlíð geti valdið gríðarlega stórri flóðbylgju á einu þéttbýlasta svæði Alaska á allra næstu áratugum. Aukin hætta er sögð á hamfaraskriðum og flóðbylgjum vegna hnattrænnar hlýnunar á norðurslóðum. 21. maí 2020 09:00
Varað við ferðum á Svínafellsjökul vegna skriðuhættu Hætta er talin á skriðuföllum ofan á Svínafellsjökul þar sem sprunga hefur myndast í heiðinni fyrir ofan hann. 22. júní 2018 12:02
Stærsta flóðbylgjan á Grænlandi náði níutíu metra hæð Vísindamenn rannsaka nú svæðið í kjölfar berghlaups í júní síðastliðnum. Þeir segja flóðbylgjur sem skullu á byggðina hafa verið hærri en þær sem skullu á Japan í hamförunum þar árið 2011. 26. júlí 2017 08:25