Risaflóðbylgja í grænlenskum firði mældist um allan heim Kjartan Kjartansson skrifar 12. september 2024 23:55 Mynd sem var tekin af berghlíðinni í ágúst, rúmum mánuði áður en berghlaupið varð. Hlutinn sem er afmarkaður með gulri línu er sá sem féll út í Dickson-fjörð. Søren Rysgaard/Jarðvísindastofnun Danmerkur og Grænlands Óútskýrðar hræringar sem greindust á jarðskjálftamælum um alla jörð í fyrra stöfuðu frá risavaxinni flóðbylgju sem velktist um í firði á Austur-Grænlandi í níu daga. Hnattræn hlýnun er sögð ástæða berghlaupsins út í fjörðinn sem kom bylgjunni af stað. Fjölþjóðlegur hópur vísindamanna með hjálp danska sjóhersins rakti slóð titringings sem kom fram á jarðskjálftamælum á níutíu sekúndna fresti í níu daga í september í fyrra. Böndin bárust fljótt að flóðbylgju í afskekktum firði á Grænlandi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Gögn úr jarðskjálftamælum, gervitunglamyndir og ljósmyndir af firðinum leiddu vísindamennina að Dickson-firði á Austur-Grænlandi. Í ljós kom að hluti úr fjalli hafði hrunið og tekið með sér hluta af jökli út út í sjó 16. september í fyrra. Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í vísindaritinu Science í dag. Bergið sem hrundi út í fjörðinni var sex hundruð sinnum tvö hundruð metrar, um 25 milljónir rúmmetrar, og féll úr um 1,2 kílómetra hæð, að sögn danska ríkisútvarpsins. Áætlað er að flóðbylgjan hafi orðið tvö hundruð metra há. Vegna þess að berghlaupið varð í firði sem gengur meira en tvö hundruð kílómetra inn í land frá opnu hafi lokaðist flóðbylgjan inni. Talið er að hún hafi velkst um í firðinum allt að tíu þúsund sinnum áður en hún fjaraði loks út. „Við höfum aldrei séð svona umfangsmikla hreyfingu vatns á svona löngum tíma,“ segir Stephen Hicks frá University College í London sem tók þátt í rannsókninni við BBC. Jökullinn hélt ekki lengur við fjallið Vísindamennirnir sem stóðu að rannsókninni segja að hlýnandi veðurfar á Grænlandi sem bræðir nú jöklana þar hratt sé orsök þess að berghlaupið risavaxna fór af stað. Þegar jöklarnir bráðna og þynnast hopa þeir. Óstöðugar fjallshlíðar sem voru áður studdar af skriðjöklum geta farið af stað þegar jöklarnir hopa. „Þessi jökull hélt uppi þessu fjalli og að hann varð svo þunnur að hann hætti bara að styðja við það. Það sýnir að loftslagsbreytingar hafa áhrif á þessu svæði nú þegar,“ segir Hicks. Fjórir fórust í þorpinu Nuugaatsiaq á vesturströnd Grænlands þegar flóðbylgja af völdum berghlaups í nálægum firði gekk yfir það árið 2017. Dickson-fjörður þar sem flóðbylgjan varð í fyrra er afskekktur en þangað sigla þó skemmtiferðaskip í norðurskautsferðum. Kristian Svennevig frá Jarðfræðistofnun Danmerkur og Grænlands (GEUS) segir atburði af þessu tagi sífellt algengari á norðurslóðum. „Við verðum nú vitni að aukningu í risavöxnum berghlaupum sem valda flóðbylgjum, sérstaklega á Grænlandi. Þó að atburðurinn í Dickson-firði staðfesti ekki þessa þróun einn og sér þá undirstrikar þessi fordæmalausa stærðargráða nauðsyn þess að rannsaka þetta betur,“ segir hann við BBC. Almannavarnir á Íslandi vöruðu við ferðum á Svínafellsjökul sumarið 2018 vegna hættu á skriðuföllum þar. Fylgst hefur verið með sprungum í Svínafellsheiði vegna hættu á stórum berghlaupum. Varað hefur verið við hættu á berghlaupum í jökullón sem hafa myndast við sporða fjölda hopandi skriðjökla og gætu valdið flóðbylgjum. Í myndbandinu í spilaranum hér fyrir neðan fer einn höfunda rannsóknarinnar á flóðbylgjunni í Dickson-firði yfir niðurstöðurnar með myndum af berghlíðinni. Grænland Eldgos og jarðhræringar Loftslagsmál Vísindi Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Vara við meiriháttar flóðbylgju í Alaska vegna bráðnandi jökuls Hópur vísindamanna sem fylgist með landhræringum á norðurskautinu óttast að berghlaup úr fjallshlíð geti valdið gríðarlega stórri flóðbylgju á einu þéttbýlasta svæði Alaska á allra næstu áratugum. Aukin hætta er sögð á hamfaraskriðum og flóðbylgjum vegna hnattrænnar hlýnunar á norðurslóðum. 21. maí 2020 09:00 Varað við ferðum á Svínafellsjökul vegna skriðuhættu Hætta er talin á skriðuföllum ofan á Svínafellsjökul þar sem sprunga hefur myndast í heiðinni fyrir ofan hann. 22. júní 2018 12:02 Stærsta flóðbylgjan á Grænlandi náði níutíu metra hæð Vísindamenn rannsaka nú svæðið í kjölfar berghlaups í júní síðastliðnum. Þeir segja flóðbylgjur sem skullu á byggðina hafa verið hærri en þær sem skullu á Japan í hamförunum þar árið 2011. 26. júlí 2017 08:25 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Fjölþjóðlegur hópur vísindamanna með hjálp danska sjóhersins rakti slóð titringings sem kom fram á jarðskjálftamælum á níutíu sekúndna fresti í níu daga í september í fyrra. Böndin bárust fljótt að flóðbylgju í afskekktum firði á Grænlandi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Gögn úr jarðskjálftamælum, gervitunglamyndir og ljósmyndir af firðinum leiddu vísindamennina að Dickson-firði á Austur-Grænlandi. Í ljós kom að hluti úr fjalli hafði hrunið og tekið með sér hluta af jökli út út í sjó 16. september í fyrra. Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í vísindaritinu Science í dag. Bergið sem hrundi út í fjörðinni var sex hundruð sinnum tvö hundruð metrar, um 25 milljónir rúmmetrar, og féll úr um 1,2 kílómetra hæð, að sögn danska ríkisútvarpsins. Áætlað er að flóðbylgjan hafi orðið tvö hundruð metra há. Vegna þess að berghlaupið varð í firði sem gengur meira en tvö hundruð kílómetra inn í land frá opnu hafi lokaðist flóðbylgjan inni. Talið er að hún hafi velkst um í firðinum allt að tíu þúsund sinnum áður en hún fjaraði loks út. „Við höfum aldrei séð svona umfangsmikla hreyfingu vatns á svona löngum tíma,“ segir Stephen Hicks frá University College í London sem tók þátt í rannsókninni við BBC. Jökullinn hélt ekki lengur við fjallið Vísindamennirnir sem stóðu að rannsókninni segja að hlýnandi veðurfar á Grænlandi sem bræðir nú jöklana þar hratt sé orsök þess að berghlaupið risavaxna fór af stað. Þegar jöklarnir bráðna og þynnast hopa þeir. Óstöðugar fjallshlíðar sem voru áður studdar af skriðjöklum geta farið af stað þegar jöklarnir hopa. „Þessi jökull hélt uppi þessu fjalli og að hann varð svo þunnur að hann hætti bara að styðja við það. Það sýnir að loftslagsbreytingar hafa áhrif á þessu svæði nú þegar,“ segir Hicks. Fjórir fórust í þorpinu Nuugaatsiaq á vesturströnd Grænlands þegar flóðbylgja af völdum berghlaups í nálægum firði gekk yfir það árið 2017. Dickson-fjörður þar sem flóðbylgjan varð í fyrra er afskekktur en þangað sigla þó skemmtiferðaskip í norðurskautsferðum. Kristian Svennevig frá Jarðfræðistofnun Danmerkur og Grænlands (GEUS) segir atburði af þessu tagi sífellt algengari á norðurslóðum. „Við verðum nú vitni að aukningu í risavöxnum berghlaupum sem valda flóðbylgjum, sérstaklega á Grænlandi. Þó að atburðurinn í Dickson-firði staðfesti ekki þessa þróun einn og sér þá undirstrikar þessi fordæmalausa stærðargráða nauðsyn þess að rannsaka þetta betur,“ segir hann við BBC. Almannavarnir á Íslandi vöruðu við ferðum á Svínafellsjökul sumarið 2018 vegna hættu á skriðuföllum þar. Fylgst hefur verið með sprungum í Svínafellsheiði vegna hættu á stórum berghlaupum. Varað hefur verið við hættu á berghlaupum í jökullón sem hafa myndast við sporða fjölda hopandi skriðjökla og gætu valdið flóðbylgjum. Í myndbandinu í spilaranum hér fyrir neðan fer einn höfunda rannsóknarinnar á flóðbylgjunni í Dickson-firði yfir niðurstöðurnar með myndum af berghlíðinni.
Grænland Eldgos og jarðhræringar Loftslagsmál Vísindi Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Vara við meiriháttar flóðbylgju í Alaska vegna bráðnandi jökuls Hópur vísindamanna sem fylgist með landhræringum á norðurskautinu óttast að berghlaup úr fjallshlíð geti valdið gríðarlega stórri flóðbylgju á einu þéttbýlasta svæði Alaska á allra næstu áratugum. Aukin hætta er sögð á hamfaraskriðum og flóðbylgjum vegna hnattrænnar hlýnunar á norðurslóðum. 21. maí 2020 09:00 Varað við ferðum á Svínafellsjökul vegna skriðuhættu Hætta er talin á skriðuföllum ofan á Svínafellsjökul þar sem sprunga hefur myndast í heiðinni fyrir ofan hann. 22. júní 2018 12:02 Stærsta flóðbylgjan á Grænlandi náði níutíu metra hæð Vísindamenn rannsaka nú svæðið í kjölfar berghlaups í júní síðastliðnum. Þeir segja flóðbylgjur sem skullu á byggðina hafa verið hærri en þær sem skullu á Japan í hamförunum þar árið 2011. 26. júlí 2017 08:25 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Vara við meiriháttar flóðbylgju í Alaska vegna bráðnandi jökuls Hópur vísindamanna sem fylgist með landhræringum á norðurskautinu óttast að berghlaup úr fjallshlíð geti valdið gríðarlega stórri flóðbylgju á einu þéttbýlasta svæði Alaska á allra næstu áratugum. Aukin hætta er sögð á hamfaraskriðum og flóðbylgjum vegna hnattrænnar hlýnunar á norðurslóðum. 21. maí 2020 09:00
Varað við ferðum á Svínafellsjökul vegna skriðuhættu Hætta er talin á skriðuföllum ofan á Svínafellsjökul þar sem sprunga hefur myndast í heiðinni fyrir ofan hann. 22. júní 2018 12:02
Stærsta flóðbylgjan á Grænlandi náði níutíu metra hæð Vísindamenn rannsaka nú svæðið í kjölfar berghlaups í júní síðastliðnum. Þeir segja flóðbylgjur sem skullu á byggðina hafa verið hærri en þær sem skullu á Japan í hamförunum þar árið 2011. 26. júlí 2017 08:25