Skaftárhlaup líklega að hefjast Jón Ísak Ragnarsson skrifar 20. ágúst 2024 21:16 Skaftá í Skaftárhlaupi 2022. Ragnar Axelsson Rafleiðni í Skaftá hefur hækkað hægt og rólega síðan í gærkvöldi og vatnshæð og rennsli árinnar við Sveinstind aukist síðustu klukkustundir. Athuganir benda til þess að Skaftárhlaup sé að hefjast. Næstu daga munu flóðaðstæður ríkja við bakka Skaftár, og brennisteinsvetni getur borist með hlaupvatninu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá náttúruvárvakt Veðurstofunnar. Ekki er talið að leysing á jökli eða úrkoma valdi þessum breytingum, heldur benda athuganir til þess að hlaup sé að hefjast. Þar segir að mikilvægt sé að íbúar og allir þeir sem eigi leið um flóðasvæðið séu meðvitaðir um þær aðstæður sem upp geta komið og að ferðamenn séu upplýstir um mögulega náttúruvá. Mögulegt er að Skaftá flæði yfir vegi sem liggja nærri árbökkum. Þá getur styrkur bennisteinsvetnis orðið svo mikill að það geti skaðað slímhúð í augum og öndunarvegi. Ferðafólki er eindregið ráðlagt að halda sig fjarri farvegi Skaftár ofan Skaftárdals svo og jöðrum Skaftárjökuls, Tungnárjökuls og Síðujökuls á meðan hlaupið stendur yfir. Ferðamenn á Vatnajökli eru hvattir til að halda sig fjarri kötlunum, sem og jöðrum Skaftárjökuls, Tungnárjökuls, og Síðujökuls. Sprungur muni myndast mjög hratt í kringum ketilinn. Hér sést farvegur Skaftár, og Skaftárkatlarnir tveir í vestanverðum Vatnajökli.Veðurstofan Um Skaftárhlaup „Skaftárkatlarnir eru tveir, eystri og vestari, og eru í vestanverðum Vatnajökli. Þeir myndast þar vegna jarðhita sem bræðir jökulbotninn og vatns sem safnast þar saman. Þegar vatnsþrýstingur er orðinn það hár að farg jökulsins nær ekki að halda aftur af því hleypur það undan kötlunum,“ stendur í tilkynningunni um bakgrunnsupplýsingar og upptök Skaftárhlaupa. „Hlaup úr Eystri-Skaftárkatli eru að jafnaði stærri en hlaupin úr Vestari katlinum. Skaftárhlaup eins og þau koma fram í dag hófust árið 1955 en síðan þá er vitað um 58 jökulhlaup í Skaftá. Að jafnaði hleypur úr hvorum katli fyrir sig á tveggja ára fresti.“ Búast ekki við stóru hlaupi Gögn gefa til kynna að upptök hlaupsins séu í Vestari-Skaftárkatli. Síðast hljóp úr honum í september 2021, en hlaupin úr vestari katlinum eru að jafnaði minni en hlaupin úr þeim eystri. Rennsli við Sveinstind var um 149 m3/s kl. 20:30 en búist er við að hámarksrennsli í þessu hlaupi fari ekki yfir 750 m3/s. Bjarki Kaldalóns Frees, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að ekki sé búist við því að það flæði yfir Hringveginn. Vatnsmagnið sé ekki það mikið. „Það er líklegra að það gerist ef hlaupið verður úr eystri katlinum, en það yrði samt ekkert í líkingu við það sem varð í Skálm í sumar,“ segir hann. Hann segir að fólk geti fundið fyrir brennisteinsmengun sé það nálægt bökkunum, og eins muni sprungur myndast uppi á jöklinum. Hlaup í Skaftá Skaftárhreppur Náttúruhamfarir Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá náttúruvárvakt Veðurstofunnar. Ekki er talið að leysing á jökli eða úrkoma valdi þessum breytingum, heldur benda athuganir til þess að hlaup sé að hefjast. Þar segir að mikilvægt sé að íbúar og allir þeir sem eigi leið um flóðasvæðið séu meðvitaðir um þær aðstæður sem upp geta komið og að ferðamenn séu upplýstir um mögulega náttúruvá. Mögulegt er að Skaftá flæði yfir vegi sem liggja nærri árbökkum. Þá getur styrkur bennisteinsvetnis orðið svo mikill að það geti skaðað slímhúð í augum og öndunarvegi. Ferðafólki er eindregið ráðlagt að halda sig fjarri farvegi Skaftár ofan Skaftárdals svo og jöðrum Skaftárjökuls, Tungnárjökuls og Síðujökuls á meðan hlaupið stendur yfir. Ferðamenn á Vatnajökli eru hvattir til að halda sig fjarri kötlunum, sem og jöðrum Skaftárjökuls, Tungnárjökuls, og Síðujökuls. Sprungur muni myndast mjög hratt í kringum ketilinn. Hér sést farvegur Skaftár, og Skaftárkatlarnir tveir í vestanverðum Vatnajökli.Veðurstofan Um Skaftárhlaup „Skaftárkatlarnir eru tveir, eystri og vestari, og eru í vestanverðum Vatnajökli. Þeir myndast þar vegna jarðhita sem bræðir jökulbotninn og vatns sem safnast þar saman. Þegar vatnsþrýstingur er orðinn það hár að farg jökulsins nær ekki að halda aftur af því hleypur það undan kötlunum,“ stendur í tilkynningunni um bakgrunnsupplýsingar og upptök Skaftárhlaupa. „Hlaup úr Eystri-Skaftárkatli eru að jafnaði stærri en hlaupin úr Vestari katlinum. Skaftárhlaup eins og þau koma fram í dag hófust árið 1955 en síðan þá er vitað um 58 jökulhlaup í Skaftá. Að jafnaði hleypur úr hvorum katli fyrir sig á tveggja ára fresti.“ Búast ekki við stóru hlaupi Gögn gefa til kynna að upptök hlaupsins séu í Vestari-Skaftárkatli. Síðast hljóp úr honum í september 2021, en hlaupin úr vestari katlinum eru að jafnaði minni en hlaupin úr þeim eystri. Rennsli við Sveinstind var um 149 m3/s kl. 20:30 en búist er við að hámarksrennsli í þessu hlaupi fari ekki yfir 750 m3/s. Bjarki Kaldalóns Frees, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að ekki sé búist við því að það flæði yfir Hringveginn. Vatnsmagnið sé ekki það mikið. „Það er líklegra að það gerist ef hlaupið verður úr eystri katlinum, en það yrði samt ekkert í líkingu við það sem varð í Skálm í sumar,“ segir hann. Hann segir að fólk geti fundið fyrir brennisteinsmengun sé það nálægt bökkunum, og eins muni sprungur myndast uppi á jöklinum.
Hlaup í Skaftá Skaftárhreppur Náttúruhamfarir Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira