Starfsmenn Veðurstofunnar í biðstöðu og kvikusöfnun heldur áfram Bjarki Sigurðsson skrifar 13. ágúst 2024 12:16 Benedikt Gunnar Ófeigsson er náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni. Vísir/Arnar Náttúruvársérfræðingur segir litlar líkur á að gos hefjist innan bæjarmarka Grindavíkur. Starfsmenn Veðurstofunnar eru nú í biðstöðu og bíða eftir kvikuhlaupi eða eldgosi sem gæti hafist hvenær sem er. Kvikumagnið í hólfinu undir Svartsengi er komið yfir þau mörk sem við sáum áður en síðasta eldgos hófst í lok maímánaðar. Starfsmenn Veðurstofunnar telja að gos eða kvikuhlaup gæti hafist í raun hvenær sem er á næstu dögum, að sögn Benedikts Gunnars Ófeigssonar, náttúruvársérfræðings hjá stofnuninni. Þrátt fyrir það helst samt hættumat stofnunarinnar óbreytt og gildir næstu vikuna til 20. ágúst. Hættulegt er að vera í Grindavík og við svæðið þar sem síðustu gos hafa komið upp. Hættumatskortið gildir til 20. ágúst.Veðurstofan „Jarðskjálftavirkni á svæðinu hefur farið vaxandi síðustu vikur og sýnir svipaða þróun og fyrir síðustu kvikuhlaup og eldgos. Síðustu sjö daga hefur virknin verið svipuð á milli daga og um 60 til 80 skjálftar mælst á sólarhring á svæðinu frá Stóra-Skógfelli að Grindavík. Flestir skjálftanna eru á um 2 – 4 km dýpi, þeir grynnstu á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Sýlingarfells,“ segir í nýrri færslu á vef Veðurstofunnar. Þá hefur landris verið stöðugt síðustu eina og hálfa vikuna, þó það séu vísbendingar um að það gæti verið að hægja á því, sem bendir til þess að kvikuþrýstingur sé að aukast undir Svartsengi. „Fyrir síðasta gos, þá þurftum við að bíða í tvær vikur eftir að þessum mörkum var náð. Þannig við þurfum aðeins að hafa það í huga að þetta gæti dregist um nokkrar vikur. Virknin er samt sem áður orðin mjög svipuð og hún var fyrir síðasta gos, kannski örlítið minni en hún er að nálgast þá virkni mjög hratt,“ segir Benedikt. Eftir því sem lengra líður, því meiri líkur eru á að gos hefjist. „Núna eru öll mæligögn að sýna að þetta er svipað og fyrir síðasta gos og við þurfum að vera tilbúin, þetta getur gerst hvenær sem er. En við verðum bara líka að hafa í huga að þetta getur tafist. Bara vera þolinmóð og bíða,“ segir Benedikt. Erfitt sé að fullyrða hvort næsta gos yrði stærra en hin þó kvikumagnið í kvikuhólfinu sé meira. Þá telur hann ólíklegt að kvika komi upp innan Grindavíkur. „Við verðum að gera ráð fyrir, sérstaklega að það komi upp svona lítil eldgos eins og gerðist í janúar síðast. Að það geti skriðið upp nálægt bænum smá gusur. Það er ekki hægt að útiloka það en að það komi stórt eldgos inni í Grindavík held ég að sé mjög ólíklegt,“ segir Benedikt. Komi til goss er líklegast að það verði í sömu sprungu og gosið hefur nokkrum sinnum úr síðustu mánuði. „Svo breyta þessi eldgos sér alltaf á milli atburða. Þau gera það á óútreiknanlegan hátt. Við verðum bara að vera tilbúin fyrir það að það gerist eitthvað aðeins öðruvísi en síðast,“ segir Benedikt. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Náttúruhamfarir Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Kvikumagnið í hólfinu undir Svartsengi er komið yfir þau mörk sem við sáum áður en síðasta eldgos hófst í lok maímánaðar. Starfsmenn Veðurstofunnar telja að gos eða kvikuhlaup gæti hafist í raun hvenær sem er á næstu dögum, að sögn Benedikts Gunnars Ófeigssonar, náttúruvársérfræðings hjá stofnuninni. Þrátt fyrir það helst samt hættumat stofnunarinnar óbreytt og gildir næstu vikuna til 20. ágúst. Hættulegt er að vera í Grindavík og við svæðið þar sem síðustu gos hafa komið upp. Hættumatskortið gildir til 20. ágúst.Veðurstofan „Jarðskjálftavirkni á svæðinu hefur farið vaxandi síðustu vikur og sýnir svipaða þróun og fyrir síðustu kvikuhlaup og eldgos. Síðustu sjö daga hefur virknin verið svipuð á milli daga og um 60 til 80 skjálftar mælst á sólarhring á svæðinu frá Stóra-Skógfelli að Grindavík. Flestir skjálftanna eru á um 2 – 4 km dýpi, þeir grynnstu á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Sýlingarfells,“ segir í nýrri færslu á vef Veðurstofunnar. Þá hefur landris verið stöðugt síðustu eina og hálfa vikuna, þó það séu vísbendingar um að það gæti verið að hægja á því, sem bendir til þess að kvikuþrýstingur sé að aukast undir Svartsengi. „Fyrir síðasta gos, þá þurftum við að bíða í tvær vikur eftir að þessum mörkum var náð. Þannig við þurfum aðeins að hafa það í huga að þetta gæti dregist um nokkrar vikur. Virknin er samt sem áður orðin mjög svipuð og hún var fyrir síðasta gos, kannski örlítið minni en hún er að nálgast þá virkni mjög hratt,“ segir Benedikt. Eftir því sem lengra líður, því meiri líkur eru á að gos hefjist. „Núna eru öll mæligögn að sýna að þetta er svipað og fyrir síðasta gos og við þurfum að vera tilbúin, þetta getur gerst hvenær sem er. En við verðum bara líka að hafa í huga að þetta getur tafist. Bara vera þolinmóð og bíða,“ segir Benedikt. Erfitt sé að fullyrða hvort næsta gos yrði stærra en hin þó kvikumagnið í kvikuhólfinu sé meira. Þá telur hann ólíklegt að kvika komi upp innan Grindavíkur. „Við verðum að gera ráð fyrir, sérstaklega að það komi upp svona lítil eldgos eins og gerðist í janúar síðast. Að það geti skriðið upp nálægt bænum smá gusur. Það er ekki hægt að útiloka það en að það komi stórt eldgos inni í Grindavík held ég að sé mjög ólíklegt,“ segir Benedikt. Komi til goss er líklegast að það verði í sömu sprungu og gosið hefur nokkrum sinnum úr síðustu mánuði. „Svo breyta þessi eldgos sér alltaf á milli atburða. Þau gera það á óútreiknanlegan hátt. Við verðum bara að vera tilbúin fyrir það að það gerist eitthvað aðeins öðruvísi en síðast,“ segir Benedikt.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Náttúruhamfarir Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira