Flóð í Evrópu og Mjanmar og gróðureldar í Portúgal Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 17. september 2024 07:06 Vatn flæðir um götur og inn í hús í bænum Kłodzko í suðvesturhluta Póllands. AP/Krzysztof Zatycki Tala látinna í flóðunum í austanverðri Evrópu heldur áfram að hækka en í gær bættust fjögur dauðsföll á listann í Póllandi, þrjú í Tékklandi og eitt í Rúmeníu. Fjölda fólks er einnig saknað en staðfest tala látinna er nú komin upp í sextán manns. Flóðin hafa sett hluta Austurríkis, Tékklands, Póllands og Rúmeníu á kaf eftir að djúp lægð framkallaði gríðarlegar rigningar á svæðinu sem staðið hafa í marga daga. Búist er við að ásandið eigi eftir að versna þegar líður á vikuna í fleiri löndum á borð við Slóvakíu og Ungverjaland. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir á flóðasvæðunum í Póllandi þar sem stíflur hafa brostið og ár flætt víða yfir bakka sína. Í suðvesturhluta landsins þurfti að rýma spítala þar sem fjörutíu sjúklingar lágu inni og víða eru skólar og skrifstofur lokaðar vegna ástandsins. Fjöldi fólks hefur neyðst til að flýja heimili sín vegna flóða í Mjanmar. Þessar fjölskyldur leituðu skjóls í klaustri í Naypyitaw.AP/Aung Shine Oo Í Mjanmar eru einnig hamfarir vegna flóða sem komu í kjölfar þess að fellibylurinn Yagi gekk yfir í byrjun mánaðarins. Í landinu eru nú 220 látnir af völdum veðursins og áttatíu til viðbótar saknað og á öllu svæðinu, sem telur auk Mjanmar; Víetnam, Laos og Tæland hafa um fimmhundruð látið lífið. Flestir hinna látnu í Mjanmar fórust í aurskriðum sem komu í kjölfar óveðursins sem sópuðu heilu þorpunum á brott. Þá vara Sameinuðu þjóðirnar við því að hungursneið gæti verið yfirvofandi í hinu stríðshrjáða landi þar sem fleiri hektarar ræktarlands eyðilögðust í hamförunum. Slökkviliðsmenn freista þess að bjarga vöruhúsum frá gróðureldum í Sever do Vouga, bæ í norðurhluta Portugal.AP/Bruno Fonseca Og í Portúgal hafa rúmlega fimmþúsund slökkviliðsmenn barist við kjarr- og skógarelda vítt og breitt um landið. Forsætisráðherrann Louis Montenegro segir að einn slökkviliðsmaður hafi nú þegar látið lífið en hitinn fór víða yfir þrjátíu gráður í landinu um helgina og er búist við svipuðu veðri á næstunni og lítil von um rigningu. Auk slökkviliðsmannsins sem fórst er vitað um tvö dauðsföll af völdum eldanna. Á svæðinu á milli Porto og Aveiro í Norðri hafa um tíu þúsund hektarar brunnið frá því um helgina og eins og staðan er nú eru um 127 virkir eldar í gangi í öllu landinu, að sögn BBC. Veður Náttúruhamfarir Loftslagsmál Mjanmar Portúgal Pólland Austurríki Tékkland Rúmenía Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Evrópa fórni NATO fyrir Grænland Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi Sjá meira
Flóðin hafa sett hluta Austurríkis, Tékklands, Póllands og Rúmeníu á kaf eftir að djúp lægð framkallaði gríðarlegar rigningar á svæðinu sem staðið hafa í marga daga. Búist er við að ásandið eigi eftir að versna þegar líður á vikuna í fleiri löndum á borð við Slóvakíu og Ungverjaland. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir á flóðasvæðunum í Póllandi þar sem stíflur hafa brostið og ár flætt víða yfir bakka sína. Í suðvesturhluta landsins þurfti að rýma spítala þar sem fjörutíu sjúklingar lágu inni og víða eru skólar og skrifstofur lokaðar vegna ástandsins. Fjöldi fólks hefur neyðst til að flýja heimili sín vegna flóða í Mjanmar. Þessar fjölskyldur leituðu skjóls í klaustri í Naypyitaw.AP/Aung Shine Oo Í Mjanmar eru einnig hamfarir vegna flóða sem komu í kjölfar þess að fellibylurinn Yagi gekk yfir í byrjun mánaðarins. Í landinu eru nú 220 látnir af völdum veðursins og áttatíu til viðbótar saknað og á öllu svæðinu, sem telur auk Mjanmar; Víetnam, Laos og Tæland hafa um fimmhundruð látið lífið. Flestir hinna látnu í Mjanmar fórust í aurskriðum sem komu í kjölfar óveðursins sem sópuðu heilu þorpunum á brott. Þá vara Sameinuðu þjóðirnar við því að hungursneið gæti verið yfirvofandi í hinu stríðshrjáða landi þar sem fleiri hektarar ræktarlands eyðilögðust í hamförunum. Slökkviliðsmenn freista þess að bjarga vöruhúsum frá gróðureldum í Sever do Vouga, bæ í norðurhluta Portugal.AP/Bruno Fonseca Og í Portúgal hafa rúmlega fimmþúsund slökkviliðsmenn barist við kjarr- og skógarelda vítt og breitt um landið. Forsætisráðherrann Louis Montenegro segir að einn slökkviliðsmaður hafi nú þegar látið lífið en hitinn fór víða yfir þrjátíu gráður í landinu um helgina og er búist við svipuðu veðri á næstunni og lítil von um rigningu. Auk slökkviliðsmannsins sem fórst er vitað um tvö dauðsföll af völdum eldanna. Á svæðinu á milli Porto og Aveiro í Norðri hafa um tíu þúsund hektarar brunnið frá því um helgina og eins og staðan er nú eru um 127 virkir eldar í gangi í öllu landinu, að sögn BBC.
Veður Náttúruhamfarir Loftslagsmál Mjanmar Portúgal Pólland Austurríki Tékkland Rúmenía Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Evrópa fórni NATO fyrir Grænland Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi Sjá meira