Náttúruhamfarir Bullsjóðandi sundlaugar og húsþök sem gægjast út úr hrauninu Um sex þúsund íbúar af þeim áttatíu þúsund sem búa á eyjunni La Palma þar sem eldgos hófst á sunnudaginn hafa þurft að flýja heimili sín vegna gossins. Myndir og myndbönd sýna hvernig þykkur hraunstraumurinn hefur mulið allt það sem fyrir verður undir sig. Erlent 21.9.2021 14:30 Fólk spennt fyrir Öskjugosi sem lætur bíða eftir sér Ólíklegt er að gos hefjist í Öskju á næstu vikum eða mánuðum. Landris á svæðinu gæti þó verið upphafið að langri atburðarás sem endar með gosi. Innlent 18.9.2021 12:18 Útilokar ekki að mögulegt eldgos á Kanaríeyjum sé sér að kenna Yfirvöld á Kanaríeyjum hafa varað við mögulegu eldgosi á einni eyjanna. Samskiptastjóri almannavarna telur að hún gæti mögulega borið ábyrgð á ástandinu en vonar að eldgos sem hafi fylgt henni í störfum sínum láti sig í friði í fríinu. Innlent 17.9.2021 20:01 Heilu þorpin rýmd vegna skógarelda í Andalúsíu Um tvö þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín í Andalúsíu á Spáni eftir að skógareldar kviknuðu þar í síðustu viku. Erlent 13.9.2021 07:12 Hlaupið náð hámarki sínu en á eftir að skila sér í byggð Dregið hefur úr rennsli Skaftár við Sveinstind og mælist það nú um 1.100 rúmmetrar á sekúndu miðað við hámarksrennsli í gæt upp á um 1.500 rúmmetra á sekúndu. Hlaupvatn á enn eftir að skila sér niður farveg Skaftár og áhrif þess á byggð eiga því eftir að koma í ljós. Innlent 8.9.2021 09:48 Sautján sjúklingar létust þegar flæddi inn á sjúkrahús Að minnsta kosti sautján sjúklingar létust þegar á flæddi inn í spítala í Hidalgo-héraði í Mexíkó í nótt. Áin sem rann í nágrenni sjúkrahússins flæddi yfir bakka sína og það leiddi til rafmagnsleysis á spítalanum. Erlent 8.9.2021 07:59 Árnar á Eskifirði hamdar með steyptum stokkum Fimm ár sem renna í gegnum Eskifjarðarbæ eru að missa náttúrulega farvegi sína og flæða í framtíðinni um steypta stokka, með framkvæmdum sem kosta vel á þriðja milljarð króna. Tilgangurinn er að verja byggðina fyrir ofanflóðum. Innlent 7.9.2021 23:10 Öldruðum hrúgað í vöruskemmu þegar Ída gekk yfir Þegar fellibylurinn Ída var farinn hjá og storminn lægði, áttu margir í Louisiana erfitt með að hafa uppi á öldruðum ástvinum. Í ljós kom að um 800 íbúar sjö hjúkrunarheimila höfðu verið fluttir í vöruhús og sjö áttu ekki afturkvæmt. Erlent 6.9.2021 10:31 Haítí: Skortur á hreinu vatni ógnar hálfri milljón barna Í kjölfar jarðskjálftans á Haíti í ágúst hefur nærri 60 prósent almennings á þessum svæðum ekki aðgengi að hreinu vatni. Heimsmarkmiðin 3.9.2021 12:20 Fólk festist og drukknar í bifreiðum og kjöllurum Að minnsta kosti 45 hafa látist í úrhellisrigningu og flóðum í Bandaríkjunum. Joe Biden Bandaríkjaforseti segir þörf á sögulega umfangsmiklum fjárfestingum til að takast á við loftslagsvandann sem steðjar að heimsbyggðinni. Erlent 3.9.2021 06:39 Minnst tuttugu og tveir látnir í New York og New Jersey Minnst 22 eru látnir vegna gífurlegrar rigningar sem gengið hefur yfir New York og New Jersey á austurströnd Bandaríkjanna. Meðal hinna látnu er tveggja ára drengur. Erlent 2.9.2021 14:39 Ofsaveður sífellt algengari en mannskaði minnkar Í skýrslunni er staðhæft að veðurfarslegar hörmungar hafi orðið að jafnaði hvern einasta dag á síðustu hálfri öld. Heimsmarkmiðin 2.9.2021 12:52 Neyðarástand í New York vegna úrhellis og flóða Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í New York-borg vegna gríðarlegs úrhellis og flóða vegna hitabeltisstormsins Ídu, sem hefur fikrað sig norður austurströnd Bandaríkjanna síðustu daga. Erlent 2.9.2021 06:33 Fleiri náttúruhamfarir, minni mannskaði en meira tjón Þrefalt færri farist nú í náttúruhamförum en fyrir fimmtíu árum þrátt fyrir að veðurtengdar hörmungar hafi orðið tíðari á tímabilinu. Eignatjón af völdum náttúruhamfarar hefur hins vegar sjöfaldast. Erlent 1.9.2021 07:00 Ída olli usla í Lúisíana Umfangsmikið björgunarstarf stendur nú yfir í Lúisíana í Bandaríkjunum eftir að fellibylurinn Ída gekk þar yfir í gærkvöldi og í nótt. Fellibylurinn er einn sá öflugasti sem gengið hefur á land í Bandaríkjunum og leiddi til mikilla flóða, rafmagnsleysis og annarskonar tjóns. Erlent 30.8.2021 15:51 Flugu í auga Ídu Veðurstofa Bandaríkjanna birti í gær myndband úr auga fellibyljarins Ídu. Flugmenn Veðurstofunnar og flughers Bandaríkjanna höfðu þá flogið í miðju fellibyljarins til að mæla styrk hans og annað. Erlent 30.8.2021 12:21 Íbúar New Orleans án rafmagns Íbúar borgarinnar New Orleans í Bandaríkjunum eru án rafmagns, eftir að fellibylurinn Ída gekk yfir Louisiana. Vindhraðinn Ídu var allt að 240 km/klst þegar fellibylurinn gekk á land og þeim sem ekki flúðu áður hefur verið ráðlagt að halda kyrru fyrir. Erlent 30.8.2021 06:33 Þúsundir flýja fellibylinn Idu sem eflist hratt Tugir þúsunda manna hafa flúið heimili sín í Lúisíana á suðausturströnd Bandaríkjanna áður en fellibylurinn Ida gengur þar á land síðar í dag. Ida hefur safnað styrk hratt og telst nú fjórða stigs fellibylur. Erlent 29.8.2021 09:25 Fellibylurinn Ida ógnar íbúum Lúisíana Íbúar við strendur Lúisíana á suðausturströnd Bandaríkjanna búa sig nú undir að fellibylurinn Ida gangi á land um helgina. Varað er við því að fellibylurinn muni „breyta lífi“ fólks sem er óviðbúið hamförunum. Erlent 28.8.2021 08:45 Þúsundir án rafmagns og milljónir í viðbragðsstöðu Rúmlega 120 þúsund heimili í norðausturhluta Bandaríkjanna eru án rafmagns eftir að hitabeltisstormurinn Henri gekk yfir Rhode Island. Erlent 23.8.2021 07:43 Minnst 22 látnir eftir flóð í Tennessee Minnst 22 hafa látist í flóðum eftir fordæmalausar rigningar í Humphrey-sýslu í miðju Tennessee-fylki í Bandaríkjunum. Margra er enn saknað en flóðin fóru víða yfir vegi og felldu síma- og fjarskiptamöstur í gær. Í mörgum tilfellum hefur fólk því ekki náð sambandi við ástvini sína til að athuga hvort sé í lagi með þá. Erlent 22.8.2021 22:12 Minnst átta látnir vegna fellibyls í Mexíkó Minnst átta hafa látist svo vitað sé í fellibylnum Grace í austurhluta Mexíkó. Miklar hitabeltisrigningar og vindar hafa orðið til þess að víða er rafmagnslaust og flóð eru víða. Erlent 22.8.2021 09:40 Örvæntingin eykst á Haítí en stjórnvöld afþakka aðstoð Stjórnvöld á Haítí afþökkuðu aðstoð alþjóðlegra hjálparsamtaka vegna jarðskjálftans um helgina þrátt fyrir að erlendir hjálparstarfsmenn í landinu segi sjúkrahús á hamfarasvæðinu að mestu óstarfhæf og að skortur sé á lækningatækjum. Erlent 19.8.2021 09:20 Mikil flóð eftir úrhelli í sænsku Dölunum Skemmdir hafa orðið á vegum og brúm og flætt hefur inn í íbúðarhús í miklum flóðum í kjölfar úrhellisúrkomu í Gävleborg og Dölunum í austanverðri Svíþjóð. Íbúar á svæðinu eru varaðir við því að vera á ferðinni nema alger nauðsyn krefji. Erlent 18.8.2021 11:22 Tæplega tvö þúsund manns hafi látist á Haítí Tala látinna og slasaðra eftir öflugan jarðskjálfta á Haíti á laugardag hækkar stöðugt. Nú er talið að tæplega tvö þúsund manns hafi látist og hefur sú tala hækkað um fimm hundruð á einum degi. Þá er eru tíu þúsund manns slasaðir. Erlent 18.8.2021 06:48 Fundu mörg hundruð látna til viðbótar í dag Staðfestum dauðsföllum eftir skjálftann sem reið yfir Haítí á laugardag fjölgaði mjög í dag. Opinberar tölur frá Haítí yfir fjölda látinni fóru úr 1.419 í morgun upp í 1.941 nú í kvöld. Ekki er ljóst hve margra er enn saknað. Erlent 17.8.2021 23:32 Þúsundir flýja gróðurelda á Frönsku rivíerunni Þúsundir manna, þeirra á meðal mikill fjöldi erlendra ferðamanna á tjaldsvæðum, hafa þurft að flýja af hluta Frönsku rivíerunni vegna gróðurelda sem hafa þar blossað upp. Erlent 17.8.2021 13:16 Úrhelli og yfirvofandi aurskriður gera björgunarliði erfitt fyrir Talsmenn haítískra yfirvalda segja tölu látinna vegna skjálftans mikla sem reið yfir á laugardag nú vera komna í 1.419 og þá er vitað um 6.900 manns sem hafi slasast. Ekki er vitað um nákvæman fjölda þeirra sem enn er saknað. Erlent 17.8.2021 10:48 Stormur í kjölfar jarðskjálfta Hitabeltisstormurinn Grace skall á Haítí í gærkvöldi aðeins tveimur dögum eftir öflugan jarðskjálfta sem kostað hefur rúmlega fjórtán hundruð manns lífið. Um sex þúsund manns slösuðust og þúsundir bygginga eyðilögðust. Erlent 17.8.2021 06:34 Í kapphlaupi við tímann að ná til nauðstaddra Hjálparstarfsmenn etja nú kapphlaup við tímann til að ná til nauðstaddra eftir jarðskjálftann mikla á Haíti áður en hitabeltisstormur gengur á land í kvöld. Forsætisráðherra landsins segir engan tíma mega missa. Erlent 16.8.2021 14:47 « ‹ 14 15 16 17 18 19 20 21 22 … 22 ›
Bullsjóðandi sundlaugar og húsþök sem gægjast út úr hrauninu Um sex þúsund íbúar af þeim áttatíu þúsund sem búa á eyjunni La Palma þar sem eldgos hófst á sunnudaginn hafa þurft að flýja heimili sín vegna gossins. Myndir og myndbönd sýna hvernig þykkur hraunstraumurinn hefur mulið allt það sem fyrir verður undir sig. Erlent 21.9.2021 14:30
Fólk spennt fyrir Öskjugosi sem lætur bíða eftir sér Ólíklegt er að gos hefjist í Öskju á næstu vikum eða mánuðum. Landris á svæðinu gæti þó verið upphafið að langri atburðarás sem endar með gosi. Innlent 18.9.2021 12:18
Útilokar ekki að mögulegt eldgos á Kanaríeyjum sé sér að kenna Yfirvöld á Kanaríeyjum hafa varað við mögulegu eldgosi á einni eyjanna. Samskiptastjóri almannavarna telur að hún gæti mögulega borið ábyrgð á ástandinu en vonar að eldgos sem hafi fylgt henni í störfum sínum láti sig í friði í fríinu. Innlent 17.9.2021 20:01
Heilu þorpin rýmd vegna skógarelda í Andalúsíu Um tvö þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín í Andalúsíu á Spáni eftir að skógareldar kviknuðu þar í síðustu viku. Erlent 13.9.2021 07:12
Hlaupið náð hámarki sínu en á eftir að skila sér í byggð Dregið hefur úr rennsli Skaftár við Sveinstind og mælist það nú um 1.100 rúmmetrar á sekúndu miðað við hámarksrennsli í gæt upp á um 1.500 rúmmetra á sekúndu. Hlaupvatn á enn eftir að skila sér niður farveg Skaftár og áhrif þess á byggð eiga því eftir að koma í ljós. Innlent 8.9.2021 09:48
Sautján sjúklingar létust þegar flæddi inn á sjúkrahús Að minnsta kosti sautján sjúklingar létust þegar á flæddi inn í spítala í Hidalgo-héraði í Mexíkó í nótt. Áin sem rann í nágrenni sjúkrahússins flæddi yfir bakka sína og það leiddi til rafmagnsleysis á spítalanum. Erlent 8.9.2021 07:59
Árnar á Eskifirði hamdar með steyptum stokkum Fimm ár sem renna í gegnum Eskifjarðarbæ eru að missa náttúrulega farvegi sína og flæða í framtíðinni um steypta stokka, með framkvæmdum sem kosta vel á þriðja milljarð króna. Tilgangurinn er að verja byggðina fyrir ofanflóðum. Innlent 7.9.2021 23:10
Öldruðum hrúgað í vöruskemmu þegar Ída gekk yfir Þegar fellibylurinn Ída var farinn hjá og storminn lægði, áttu margir í Louisiana erfitt með að hafa uppi á öldruðum ástvinum. Í ljós kom að um 800 íbúar sjö hjúkrunarheimila höfðu verið fluttir í vöruhús og sjö áttu ekki afturkvæmt. Erlent 6.9.2021 10:31
Haítí: Skortur á hreinu vatni ógnar hálfri milljón barna Í kjölfar jarðskjálftans á Haíti í ágúst hefur nærri 60 prósent almennings á þessum svæðum ekki aðgengi að hreinu vatni. Heimsmarkmiðin 3.9.2021 12:20
Fólk festist og drukknar í bifreiðum og kjöllurum Að minnsta kosti 45 hafa látist í úrhellisrigningu og flóðum í Bandaríkjunum. Joe Biden Bandaríkjaforseti segir þörf á sögulega umfangsmiklum fjárfestingum til að takast á við loftslagsvandann sem steðjar að heimsbyggðinni. Erlent 3.9.2021 06:39
Minnst tuttugu og tveir látnir í New York og New Jersey Minnst 22 eru látnir vegna gífurlegrar rigningar sem gengið hefur yfir New York og New Jersey á austurströnd Bandaríkjanna. Meðal hinna látnu er tveggja ára drengur. Erlent 2.9.2021 14:39
Ofsaveður sífellt algengari en mannskaði minnkar Í skýrslunni er staðhæft að veðurfarslegar hörmungar hafi orðið að jafnaði hvern einasta dag á síðustu hálfri öld. Heimsmarkmiðin 2.9.2021 12:52
Neyðarástand í New York vegna úrhellis og flóða Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í New York-borg vegna gríðarlegs úrhellis og flóða vegna hitabeltisstormsins Ídu, sem hefur fikrað sig norður austurströnd Bandaríkjanna síðustu daga. Erlent 2.9.2021 06:33
Fleiri náttúruhamfarir, minni mannskaði en meira tjón Þrefalt færri farist nú í náttúruhamförum en fyrir fimmtíu árum þrátt fyrir að veðurtengdar hörmungar hafi orðið tíðari á tímabilinu. Eignatjón af völdum náttúruhamfarar hefur hins vegar sjöfaldast. Erlent 1.9.2021 07:00
Ída olli usla í Lúisíana Umfangsmikið björgunarstarf stendur nú yfir í Lúisíana í Bandaríkjunum eftir að fellibylurinn Ída gekk þar yfir í gærkvöldi og í nótt. Fellibylurinn er einn sá öflugasti sem gengið hefur á land í Bandaríkjunum og leiddi til mikilla flóða, rafmagnsleysis og annarskonar tjóns. Erlent 30.8.2021 15:51
Flugu í auga Ídu Veðurstofa Bandaríkjanna birti í gær myndband úr auga fellibyljarins Ídu. Flugmenn Veðurstofunnar og flughers Bandaríkjanna höfðu þá flogið í miðju fellibyljarins til að mæla styrk hans og annað. Erlent 30.8.2021 12:21
Íbúar New Orleans án rafmagns Íbúar borgarinnar New Orleans í Bandaríkjunum eru án rafmagns, eftir að fellibylurinn Ída gekk yfir Louisiana. Vindhraðinn Ídu var allt að 240 km/klst þegar fellibylurinn gekk á land og þeim sem ekki flúðu áður hefur verið ráðlagt að halda kyrru fyrir. Erlent 30.8.2021 06:33
Þúsundir flýja fellibylinn Idu sem eflist hratt Tugir þúsunda manna hafa flúið heimili sín í Lúisíana á suðausturströnd Bandaríkjanna áður en fellibylurinn Ida gengur þar á land síðar í dag. Ida hefur safnað styrk hratt og telst nú fjórða stigs fellibylur. Erlent 29.8.2021 09:25
Fellibylurinn Ida ógnar íbúum Lúisíana Íbúar við strendur Lúisíana á suðausturströnd Bandaríkjanna búa sig nú undir að fellibylurinn Ida gangi á land um helgina. Varað er við því að fellibylurinn muni „breyta lífi“ fólks sem er óviðbúið hamförunum. Erlent 28.8.2021 08:45
Þúsundir án rafmagns og milljónir í viðbragðsstöðu Rúmlega 120 þúsund heimili í norðausturhluta Bandaríkjanna eru án rafmagns eftir að hitabeltisstormurinn Henri gekk yfir Rhode Island. Erlent 23.8.2021 07:43
Minnst 22 látnir eftir flóð í Tennessee Minnst 22 hafa látist í flóðum eftir fordæmalausar rigningar í Humphrey-sýslu í miðju Tennessee-fylki í Bandaríkjunum. Margra er enn saknað en flóðin fóru víða yfir vegi og felldu síma- og fjarskiptamöstur í gær. Í mörgum tilfellum hefur fólk því ekki náð sambandi við ástvini sína til að athuga hvort sé í lagi með þá. Erlent 22.8.2021 22:12
Minnst átta látnir vegna fellibyls í Mexíkó Minnst átta hafa látist svo vitað sé í fellibylnum Grace í austurhluta Mexíkó. Miklar hitabeltisrigningar og vindar hafa orðið til þess að víða er rafmagnslaust og flóð eru víða. Erlent 22.8.2021 09:40
Örvæntingin eykst á Haítí en stjórnvöld afþakka aðstoð Stjórnvöld á Haítí afþökkuðu aðstoð alþjóðlegra hjálparsamtaka vegna jarðskjálftans um helgina þrátt fyrir að erlendir hjálparstarfsmenn í landinu segi sjúkrahús á hamfarasvæðinu að mestu óstarfhæf og að skortur sé á lækningatækjum. Erlent 19.8.2021 09:20
Mikil flóð eftir úrhelli í sænsku Dölunum Skemmdir hafa orðið á vegum og brúm og flætt hefur inn í íbúðarhús í miklum flóðum í kjölfar úrhellisúrkomu í Gävleborg og Dölunum í austanverðri Svíþjóð. Íbúar á svæðinu eru varaðir við því að vera á ferðinni nema alger nauðsyn krefji. Erlent 18.8.2021 11:22
Tæplega tvö þúsund manns hafi látist á Haítí Tala látinna og slasaðra eftir öflugan jarðskjálfta á Haíti á laugardag hækkar stöðugt. Nú er talið að tæplega tvö þúsund manns hafi látist og hefur sú tala hækkað um fimm hundruð á einum degi. Þá er eru tíu þúsund manns slasaðir. Erlent 18.8.2021 06:48
Fundu mörg hundruð látna til viðbótar í dag Staðfestum dauðsföllum eftir skjálftann sem reið yfir Haítí á laugardag fjölgaði mjög í dag. Opinberar tölur frá Haítí yfir fjölda látinni fóru úr 1.419 í morgun upp í 1.941 nú í kvöld. Ekki er ljóst hve margra er enn saknað. Erlent 17.8.2021 23:32
Þúsundir flýja gróðurelda á Frönsku rivíerunni Þúsundir manna, þeirra á meðal mikill fjöldi erlendra ferðamanna á tjaldsvæðum, hafa þurft að flýja af hluta Frönsku rivíerunni vegna gróðurelda sem hafa þar blossað upp. Erlent 17.8.2021 13:16
Úrhelli og yfirvofandi aurskriður gera björgunarliði erfitt fyrir Talsmenn haítískra yfirvalda segja tölu látinna vegna skjálftans mikla sem reið yfir á laugardag nú vera komna í 1.419 og þá er vitað um 6.900 manns sem hafi slasast. Ekki er vitað um nákvæman fjölda þeirra sem enn er saknað. Erlent 17.8.2021 10:48
Stormur í kjölfar jarðskjálfta Hitabeltisstormurinn Grace skall á Haítí í gærkvöldi aðeins tveimur dögum eftir öflugan jarðskjálfta sem kostað hefur rúmlega fjórtán hundruð manns lífið. Um sex þúsund manns slösuðust og þúsundir bygginga eyðilögðust. Erlent 17.8.2021 06:34
Í kapphlaupi við tímann að ná til nauðstaddra Hjálparstarfsmenn etja nú kapphlaup við tímann til að ná til nauðstaddra eftir jarðskjálftann mikla á Haíti áður en hitabeltisstormur gengur á land í kvöld. Forsætisráðherra landsins segir engan tíma mega missa. Erlent 16.8.2021 14:47