„Þetta er lífshættulegt neyðarástand,“ segir Steph Cooke, ráðherra almannavarna í Nýju Suður-Wales um rigninguna en yfir 200 millimetrum af úrkomu hefur rignt yfir svæðið.
Rigningin gæti leitt til skyndiflóða, árflóða og strandrofs. Nú þegar er búið að bjarga um þrjátíu manns úr flóðum í borginni. Einn þeirra sem bjargað var hafði hangið á staur í klukkutíma samkvæmt CNN.
„Það er ekkert pláss fyrir vatnið í stíflunum, vatnið er byrjað að flæða yfir stífluveggina. Árnar eru að renna mjög hratt og það er mjög hættulegt,“ segir Carlene York, starfsmaður almannavarna Ástralíu.