Erlent

Hundruð þúsunda Kínverja flýja heimili sín vegna flóða

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Flóðin hafa víða sett daglegt líf úr skorðum.
Flóðin hafa víða sett daglegt líf úr skorðum. AP/Chinatopix

Hundruð þúsunda hafa flúið heimili sín í nokkrum héruðum í Kína, í suður- og austurhluta landsins. Gríðarlegar rigningar hafa verið á svæðinu sem hafa orsakað flóð og aurskriður.

Víða hafa met fallið í vatnshæð en sérfræðingar segja að ekki hafi rignt svo mikið á svæðinu síðan 1961. 

Einna verst er ástandið í borginni Shaoguan í Guangdong héraði og þar hafa flóðin sett allt úr skorðum; framleiðslu í verksmiðjum, flutninga og samgöngur almennings. Þá er óttast að vatnsveðrið eigi aðeins eftir að halda áfram næstu daga. 

Yfirleitt rignir á þessum tíma í Kína en sérfræðingar óttast að loftslagsbreytingar séu nú að ýkja áhrif rigninganna. Á sama tíma er óvenju hátt hitastig í norðurhluta landsins og von er á rigningartímabili þar á næstunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×